Dagur - 21.10.1982, Blaðsíða 1
MIKIÐ
ÚRVALAF
SKARTGRIPA-
SKRÍNUM
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
65. árgangur
Akureyrí, fímmtudagur 21. október 1982
116. tölublað
Ætla
aðbæta
tjóná
ofnum
Stjórn Hitaveitu Akureyrar hefur
samþykkt eftirfarandi: Svo sem
áður hefur komið fram hefur orð-
ið óeðlileg súrefnistæring í ofna-
kerfi nokkurra húsa á efra miðl-
unarsvæði Hitaveitu Akureyrar.
Stjórnin telur að hér hafi verið um
tímabundið og ófyrirséð vanda-
mál að ræða, sem strax var brugð-
ið við þegar þess varð vart. Stjórn
hitaveitunnar vill koma til móts
við þá neytendur sem hafa orðið
fyrir tjóni á ofnum vegna tæring-
arinnar með því að bæta tjón á
ofnum, sem rekja má til tæringar
þessarar. Ákvörðun þessi gildir til
1. janúar 1984 og verður þá tekin
til endurskoðunar. Stjórn hita-
veitunnar felur hitaveitustjóra að
leggja fyrir hitaveitustjórn tillög-
ur um meðferð þessa máls.
Pessi samþykkt var lögð fyrir
bæjarstjórn Ákureyrar og var hún
samþykkt þar með ellefu greidd-
um atkvæðum.
Stakfellið
hefur
bjargað
miklu
Þórshöfn 19. október.
Afli litlu bátanna hefur verið
með minna móti að undan-
förnu, en Stakfellið hefur flsk-
að mjög vel. Togarinn er búinn
að vera tvo og hálfan mánuð á
veiðum og er búinn að landa
tæpum eitt þúsund tonnum á
þessum tíma. Bróðurpartur
aflans er þorskur. Það er ljóst
að ef togarans hefði ekki notið
við hefði verið umtalsvert
atvinnuleysi á Þórshöfn.
Það er því Stakfellinu að þakka
að fólk í fiskiðnaði á Þórshöfn
hefur getað gengið að öruggri
atvinnu, en að jafnaði er unnið í
tíu klukkustundir á hverjum virk-
um degi. Nú eru unglingamir
farnir í skóla. Þeir eru mjög mikil-
vægir þegar fiskvinnslan er annars
vegar og eykst því atvinnan hjá
þeim sem eftir sitja þegar skólam-
ir byrja.
Litlu bátamir verða gerðir út
svo lengi sem veður helst gott, en
það þarf ekki nema eitt norðan-
áhlaup svo þeir verði bundnir við
bryggju. JJ.
Svæðisíþróttahúsið og Verkmenntaskólinn:
Vantar 5 milljónir
— kemur niður á öðrum verkefnum
„Það er Ijóst að mönnum hefur sést yfir ýmis atriði þegar áætlan-
irnar voru gerðar,“ sagði Helgi M. Bergs, bæjarstjóri, á fundi
bæjarstjórnar sl. þriðjudag þegar hann gerði bæjarfulltrúum grein
fyrir því að kostnaður við verkmenntaskólann og svæðisíþrótta-
húsið hefur farið verulega fram úr áætlun. í sumar var veitt 3ja
milljón króna aukafjárveiting til verkmenntaskólans en mun lægri
upphæð var veitt aukalega til svæðisíþróttahússins. En þrátt fýrir
aukafjárveitingar vantar enn 2,5 milljónir I það hús og ívið lægri
upphæð til verkmenntaskólans svo endar nái saman.
Á bæjarstjórnarfundinum var
m.a. rætt um hvort nauðsynlegt
reyndist að fresta alveg eða að
einhverju leyti framkvæmdum við'
fyrirhuguð verkefni á vegum
bæjarins. í því sambandi var rætt
um dagvistarheimili við Þórunn-
arstræti, sundlaug í Glerárhverfi
og skrifstofubyggingu bæjarins.
Nú þegar er búið að verja tölu-
verðri upphæð í hönnun um-
ræddra verka. „Það er þó hugsan-
legt að sundlaugin og dagvistar-
heimilið verði boðin út í vetur og
að framkvæmdir hefjist ekki fyrr
en á næsta ári. Það er lítið eftir af
framkvæmdafénu," sagði Sigurð-
ur Óli Brynjólfsson, bæjarstjóm-
armaður.
Það kom einnig fram á fundin-
um að Akureyrarbær hefur staðið
sig vel hvað varðar framlög í ein-
stök verkefni, sem eiga að fjár-
magnast af ríki og bæ, en bæjar-
fulltrúar töldu að ríkissjóður
hefði síður en svo staðið í skilum
og ræddu um rúmlega 20 milljón
króna skuld í því sambandi. „Við
köllum þetta skuld, en ríkið
viðurkennir hana ekki, þar sem
bærinn hefur farið hraðar en sem
nemur framlögum ríkisins á fjár-
lögum,“ sagði Sigurður Óli.
Margar ástæður liggja að baki
þess að verkmenntaskólinn og
svæðisíþróttahúsið hafa farið
fram úr áætlun. í því sambandi
má nefna að „innansleikjurnar“
voru mun meiri en áætlað hafði
verið og meira var framkvæmt á
síðari hluta ársins en gert var ráð
fyrir í upphafi. Þetta hafði það í
för með sér að verkin urðu dýrari
en ella vegna verðbólgunnar.
Aukin
skófram-
leiðsla
Að sögn Gunnars Kjartans-
sonar aðstoðarfrkvstj. í Iðnað-
ardeild Sambandsins hefur
skóverksmiðjan á Akureyri
framleitt fyrstu níu mánuði árs-
ins um 50 þúsund pör af skóm.
Er það sama magn og allt árið í
fyrra, og framleiðslan i ár stefn-
ir í að verða 63 þúsund pör.
Gunnar kvað gæði þessarar
framleiðslu hafa stóraukist, en
salan hefði þó ekki verið í takt við
það sem menn vonuðu, og eink-
um hefði sala kaupfélaganna ver-
ið minni en vonast hefði verið
eftir. Nú eru nær allir skór verk-
smiðjunnar seldir undir vöru-
merkinu ACT, og þeir eru hann-
aðir bæði af Kristni Bergssyni
hönnuði verksmiðjunnar og aust-
urrískum manni, Lehman að
nafni. Verðið á skónum hefur ver-
ið í hærri kantinum, en með sí-
aukinni hagræðingu í verksmiðj-
unni hefur það þó farið hlutfalls-
lega lækkandi. Á kuldaskóm er
verð verksmiðjunnar orðið sam-
keppnisfært.
Núna eru ACT kuldaskór að
koma á markaðinn og verða næg-
ar birgðir af þeim fyrir veturinn.
Líka er þessa dagana verið að
ganga frá vorlínunni fyrir næsta
ár, sem sýnd verður á samkaupa-
fundi um miðjan nóvember í
Reykjavík, en hann verður hald-
inn í samvinnu við innflutnings-
deild. Gunnar gat þess að auðvelt
væri að auka framleiðslu verk-
smiðjunnar verulega með því að
fjölga fólki, og yrði það væntan-
lega gert eftir því sem söluaukn-
ing gæfi tilefni til. Þess væri og að
gæta að rúm ætti að vera fyrir tals-
vert aukna sölu á markaðinum,
því að á síðasta ári hefði heildar-
sala á öllum skófatnaði í landinu
verið hvorki meira né minna en
800 þúsund pör.
Siglufjörður:
Náttúruverndarmenn
deila við yfirvöldin
Mikíl deila er komin upp á
Siglufírði á milli bæjaryfirvalda
og Náttúruverndarnefndar
bæjarins vegna efnistöku úr
Hólsdal til framkvæmda á
Strandarvegi.
Náttúruverndarnefnd segir að
þessi efnistaka sé gerð í trássi við
tillögur nefndarinnar en forráða-
menn bæjarins vilja halda því
fram að þarna sé eini efnistöku-
staðurinn sem völ sé á án þess að
aka eftir því alla leið innfyrir
Ketilás. í bókum Náttúruvernd-
arnefndar frá 11. október segir
hinsvegar m.a.:
„Náttúruverndarnefnd telur
það sýnt að framtíðarmalarnám
Siglufjarðarkaupstaðar verði í
Hólsdalnum og þar verði óspart
tekið efni ef mið er tekið af þeirri
ákvörðun bæjarráðs á dögunum
að heimila Vegagerð ríkisins að
taka þar möl til vegabóta í mót-
sögn við álit náttúruverndar-
nefndarinnar.
Þá vill náttúruverndarnefnd
ennþá koma fram með tillögu og
leggur á það þunga áherslu að nú í
haust verði ráðinn sérmenntaður
landslagsarkitekt til að gera tillög-
ur um lagfæringar á „námusvæð-
inu“ í Hólsdal og hvernig standa
megi að skipulagðri og skynsam-
legri malartekju þar á næstu
árum.“
Viðmælandi Dags á Siglufirði
tjáði blaðinu að ekki væri langt
síðan önnur deila hefði komið
upp á milli sömu aðila og væri það
vegna framkvæmda við lengingu
flugbrautarinnar á Siglufjarðar-
flugvelli. Þá var ætlunin að taka
Skútudalsá út úr farvegi sínum
talsvert ofan við flugvöllinn og
láta hana renna til sjávar norðan
við flugvöllinn. Náttúruverndar-
nefnd fannst það ófært og niður-
staðan var sú að lagt var í heil-
miklar framkvæmdir og ánni veitt
meðfram flugbrautinni í skurði
sem þar var grafinn og fyrir enda
flugbrautarinnar. Á Siglufirði
gengur þessi skurður sem verður
um 400 metra langur, 8 metra
djúpur og 12 metra breiður undir
nafninu „Panamaskurðurinn" og
er víst óhætt að segja að hart sé
deild um réttmæti þess að fara út í
þessa framkvæmd. Þeir sem voru
mótfallnir því benda á að sá far-
vegur sem beina átti ánni í ofar,
væri gamall farvegur hennar síðan
um aldamót. Auk þess væri fram-
kvæmdin við skurðinn svo tíma-
frek að hún myndi tefja lengingu
flugbrautarinnar verulega. En
þeir sem meðmæltir eru byggingu
skurðarins beita fyrir sig náttúru-
vernd. Að sjálfsögðu verður ekk-
ert mat lagt á það hér hvorir hafa
rétt fyrir sér, en ljóst er að þetta
mál, og malarnámið í Hólsdal eru
mikil hitamál á Siglufirði þessa
dagana.