Dagur - 21.10.1982, Blaðsíða 8
Átjánda
flokksþing
framsóknar-
manna
Átjánda flokksþing framsóknar-
manna hefst laugardginn 13. nóv-
ember kl. 10 f.h. á Hótel Sögu,
Reykjavík. Áætlað er að þingið
standi í þrjá daga. Þau flokksfélög
sem enn hafa ekki kjörið þingfull-
trúa eru hvött til að gera það hið
bráðasta og tilkynna þá til
flokksskrifstofunnar. Síminn er
24480. Flugleiðir og Arnarflug
hafa ákveðiðað gefa þingfulitrú
um verulegan afslátt á fargjaldi,
gegn framvísun kjörbréfs. Enn-
fremur hafa Hótel Saga og ’hótel
Hekla ákveðið að veita þingfull-
trúm verulegan afslátt á gistingu
meðan á þinginu stendur.
Góð
meðalþyngd
Þórshöfn 22. nóvember.
Slátrun er lokið á Þórshöfn. Alls
var slátrað um 14.200 fjár. Talið
er að fallþunginn sé rétt um 15
kíló, sem er mjög gott.
Göngur gengu mjög vel. Veður
var gott þegar leitarmenn fóru um
heiðamar. Heimtur voru með al-
besta móti. JJ
Leikklúbburinn Saga í Danmerkurferð:
„Anna Lísa“ fékk góða dóma
Leikklúbburinn Saga á Akur-
eyri fór í haust í leikferð til
Danmerkur með leikritið
„Anna Lísa“ eftir Helga Má
Barðason. Hélt leikklúbburinn
tvær sýningar í Humlebæk sem
er um 8 þúsund manna bær.
„Við fengum fullt hús á báðum
sýningunum sem við héldum og
þykir það víst mjög gott þarna,“
sgði Helgi Már Barðason, er við
spjölluðum við hann. „Það var
talsvert mikið fjallað um sýningu
okkar, bæði fyrir hana og á eftir, í
staðarblöðunum og sú gagnrýni
sem skrifuð var eftir sýningarnar
var okkur mjög vinsamleg og við
vorum mjög ánægð með það. T.d.
fjallaði „helsingör Dagblad“ um
sýninguna og fór lofsamlegum
orðum um hana en þetta er mjög
útbreytt blað.
Við vorum þarna í boði dansks
unglingaleikklúbbs sem heitir
„Ragnarock“. Þessi klúbbur er
ásamt okkur og einum unglinga-
leikklúbbi frá hinum Norðurlönd-
unu aðili að norrænum leikhúsa-
hring ef svo má segja og nokkur
samskipti þar á milli. Allir klúbb-
arnir samanstanda af leikurum
innan við 25 ára aldur.
Þetta eru fyrstu samskipti okk-
ar á þessum vettvangi ef frá eru
talin bréfaskipti og þess háttar.
Þessi samskipti hafa helst verið
við danska og finnska klúbbinn
því klúbbarnir á hinum Norður-
löndunum hafa ekki sýnt okkur
mikinn áhuga enn sem komið er.
Annars eru margir svona leik-
húsahringir í gangi sem komið
hefur verið á fót af norræna leik-
húsráðinu en þessi er sá eini með
unglingaleikhúsum. Það eru
sennilega nokkuð mörg áhuga-
leikhús hér á iandi sem eru aðilar
að þessu samstarfi en ég veit ekki
til þess að þau hafi farið utan í
sýningarferðir.“
- Hvernig verður með fram-
hald á þessu hvað ykkur í Leik-
klúbbnum Sögu viðkemur?
„Ég veit ekki hvað verður, við
erum í miðju kafi að undirbúa
vetrarstarfið hjá okkur og ekki
víst að mikið verði hugsað um þau
mál fyrr en líða tekur á veturinn.
Það kemur til greina að fara í aðra
leikferð eða taka á móti klúbbi er-
lendis frá.“
- Er þetta fyrsta leikritið sem
er sett á svið eftir þig?
„Já, það er það. Eg hef dundað
við að setja saman stutta grínþætti
fyrir árshátíðir og þess háttar
skemmtanir en þetta er það fyrsta
sem ég skrifa af lengra taginu.“
„Þessar undirtektir eru óneit-
anlega mjög hvetjandi en ég veit
varla hvað verður."
- Hvað eru margir starfandi í
Leikklúbbnum Sögu?
„Við erum 24 talsins og senni-
lega fjölgar eitthvað í vetur vegna
þess að það hafa borist talsvert af
umsóknum frá krökkum sem vilja
komast inn. Ég reikna með að
flestir sem hafa verið með verði
með áfram, þetta er orðinn mjög
samstilltur hópur en það er reynd-
ar alltaf pláss fyrir fleiri."
Anna Lisa
- en dejlig
islandsk sag
i Humlebæk
_. a *<n tnn dHnne alder.
HUMLBBÆK: Anna top denne alder. ^
Lisa blev en uforglem- ^ . Læic-folkene
at melig opieveise. Tea- deen ’SSlaU i Sverige,
1 terstykket, der blev se«ki t Norge, Thor-
fremfart af Det island ahavn pá Fsreerne og Van-
nnirdnr— -anKdon,i- daiFinland.
S.
na
at. ske .HPSÖuriy. 17 unge
alderen fra 18 til 22 dr, der
har været privat indkvarte-
ret.
1 aftea opferte de for an-
len og sldate gang derea
itykjte, Anna Liaa, der
handler om tien-
Til trods for, at det ia-
landske ungdomsteater op-
farte deres stykke pá eget
modersmál lykkedes det aí
medrive publlkum sá meg-
6t, sá man kom ud over
sprogbarrleren — og pá
dep máde fik en helt ander-
Húseiningar hf. á Siglufirði:
Framleiðslan meiri en
eitt hús á starfsmann
Fyrirtækið Húseiningar hf. á
Siglufírði varð 10 ára í júlí á
þessu ári, en hluthafar fyrir-
tækisins eru 105 talsins og
stærsti hluthafí er Siglufjarð-
arkaupstaður með um 30%
hlutafjár. Nær allir hluthafar
eru á Sigluflrði.
Að sögn Þorsteins Jóhannes-
sonar, framkvæmdastjóra fyrir-
tækisins, hefur rekstur þess geng-
ið vel. Á síðasta ári voru afhent 53
hús og á þessu ári er stefnt að því
að afhenda um 60 hús. Hjá fyrir-
tækinu starfa 35 manns og að auki
10 við uppsetningu húsanna. Má
því segja að starfsmenn fyrirtæk-
isins framleiði talsvert yfir eitt hús
á mann á ári.
Húseiningar hf. framleiða ein-
ingahús úr timbri. Er bæði um að
ræða einlyft hús sem eru frá 100
fermetrum og upp í rúmlega 200
fermetra og tvílyft hús frá um 160
fermetrum og allt upp í rúmlega
200 fermetra. Þá hefur fyrirtækið
einnig framleitt leikskóla og.dag-
heimili auk annarra sérhæfðra
bygginga.
íþróttahöllin á Akureyri:
Lokaspretturinn
er nú hafinn
„Það má segja að við berjumst
um hæl og hnakka þessa dag-
ana, og það á að reyna að
standa við þá áætlun sem gerð
var að taka húsið í notkun um
miðjan næsta mánuð,“ sagði
Hermann Sigtryggsson, for-
maður Bygginganefndar nýju
íþróttahallarinnar á Akureyri í
samtali við Dag.
sé á flestum sviðum í húsinu þessa
dagana."
- Tilkoma hallarinnar hefur
mikil áhrif á þann hátt að tímar
losna mikið í Skemmunni og
íþróttahúsinu við Glerárskóla.
Én hvaða íþróttagreinar koma
fyrst og fremst til með að fá æf-
ingaaðstöðu í hinni nýju íþrótta-
ihöll?
einstaklinga og íþróttafélaganna
um aukna æfingatíma. Annars
hafa skólarnir forgang að húsinu
að deginum, alveg fram til kl. 16.
En það njóta að sjálfsögðu fleiri
íþróttagreinar en handknattleik-
ur og körfuknattleikur þess að
komast í nýja húsið og má t.d.
nefna að í húsinu verða 8
'badmintonvellir og þrír blakvell-
ir.“
„Núna er verið að klæða gafla
hússins að innanverðu, mála í sal,
unnið er við hitalagnir og Ioft-
ræstikerfi, verið að leggja flísar á
gólf, setja upp ljós og um mán-
aðamótin verður farið í það að
ganga endanlega frá gólfi hússins.
Það er því óhætt að segja að unnið
„Það fer að öllum líkindum
talsvert af meistaraflokkum í
keppnisíþróttunum í nýja húsið,
s.s. deildarliðin í handknattleik
og körfuknattleik. Þetta þýðir að
um leið losna tímar í hinum hús-
unum og ætti þá að vera hægt að
koma til móts við óskir félaga,
íþróttaráð Akureyrar gerði á
fundi sínum sl. mánudag tillögu
um að fjórir ákveðnir starfsmenn
yrðu ráðnir að húsinu og fer sú til-
laga fyrir fund bæjarstjórnar.
Staða forstöðumanns hússins
verður hins vegar ekki auglýst fyrr
en á næsta ári.
# ÞjóðarátaK
gegn
krabbameini
Það fer væntanlega ekki
framhjá fólki að nú stendur
yfir fræðsla um krabbamein
að undirlagi Landráðs gegn
krabbameinl sem stefnir að
meiriháttar landssöfnun 30.
október nk. til þess að koma á
fót bættrl aðstöðu til leitar að
krabbameini á byrjunarstigi í
senn til að leitast við að út-
rýma dauðsföllum af völdum
leghálskrabbameins og að
koma á fót leitarþjónustu að
brjóstakrabbameini og
krabbameini í meltingarvegi
og þvagfærum.
Landsráð gegn krabbameini
var stofnað á sl. vori fyrir for-
göngu forseta íslands, for-
sætisráðherra og biskupsins
yfir íslandi. Skipa nú lands-
ráðið fiest helstu samtök
þjóðarinnar á öllum sviðum
þjóðlífsins.
Megintilgangur Landsráðsins
er að styðja merkilegt starf
Krabbameinsfélags Islands
og koma upp aðstöðu fyrir
starfsemi þess í þeim tilgangi
að efla leitarþjónustu þess
sem nær til landsins alls.
# Sjúkrastöð
SÁÁ
í sumar tók frú Vigdfs Finn-
bogadóttir forseti íslands
fyrstu skóflustunguna að nýrrl
sjúkrastöð SÁA, sem rísa
ÍÍm ííT 1717
yu sfl Sl JUU liill
mun við Grafarvog f Reykja-
vík. Sjúkrastöðin á að vera
fullbúin hinn 1. október 1983.
í henni verða 60 sjúkrarúm og
leysir hún af hólmi stöðina á
Silungapolli, þar sem eru 30
rúm. Það kemur fram f nýút-
komnu tfmariti SÁÁ að löng-
um hafa verið langir biðlistar
á Sllungapolli og þvf kemur
þessi fjölgun sjúkrarúma í
góðar þarfir. Húsið verður um
2000 fermetrar að stærð og er
áætlaður byggingakostnaður
um þrjátfu mllljónir króna.
# Fjórar milljón-
ir í byggingar-
sjóði'
Um fjórar milljónir eru nú f
byggingarsjóði sjúkrastöðvar-
innar. Þetta fé er að stærstum
hluta hagnaður af happdrættf
SÁÁ, sem gekk mjög vel.
Reikningur byggingarsjóðs-
ins er hlaupareikningur nr.
353 f Útvegsbanka fslands,
Laugavegi 105, Reykjavfk.
# Eitt víðlesn-
asta tímaritið
Tfmarlt SÁÁ er eitt vfðlesn-
asta tímarit landsins. Þvf er
dreift til allra félagsmanna f
samtökunum og er auk þess
sent auglýsendum, ýmsum
stofnunum, styrktarmönnum,
biðstofum og fleiri aðilum.
Samtals fer ritið þvf milli átta
og nfu þúsund aðila.