Dagur - 21.10.1982, Blaðsíða 4

Dagur - 21.10.1982, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167 SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222 RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON BLAÐAMENN: ÁSKELL ÞÓRISSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT H.F. Atkvæðisréttur og önnur mannréttindi í stjórnmálaályktun sem samþykkt var á kjör- dæmisþingi framsóknarmanna á Húsavík sem haldið var dagana 15. og 16. október var lögð áhersla á vandaða og alhliða endurskoðun stjórnarskrárinnar sem mæli fyrir um mann- réttindi og meðferð valds í þjóðfélaginu, sem sé höfuðmarkmið þeirra grundvallarlaga sem stjórnarskráin er. I ályktuninni segir síðan: „Mannréttindi ráðast af mörgum þáttum. Vægi atkvæðisréttar er þar eitt af mörgu, en ýmis aðstaða til áhrifa og mótunar lífskjara er afdrifarík. Kjördæmisþing getur stutt breytingar á reglum um úthlutun uppbótarþingsæta er jafni tölulegan atkvæðisrétt, en leggur jafn- hliða ríka áherslu á öfluga landsbyggðar- stefnu er jafni augljósan aðstöðumun manna á landinu með víðtæku félagslegu og efnahags- legu jafnrétti. Kjördæmisþing styður hug- myndina um eina málstofu á Alþingi. “ Þarna er drepið á mikilvægt mál sem oft vill gleymast í allri umræðunni um jöfnun atkvæð- isréttar, það er jöfnun annarrar aðstöðu í þjóð- félaginu. Það er augljóst hverjum sem vill sjá og skilja að aðstöðumunur er mikill í félags- legu og efnahagslegu tilliti, eftir því hvort menn búa næst þjónustubákninu sem risið hefur á höfuðborgarsvæðinu eða úti um land, þar sem uppbygging þjónustu hefur lengi set- ið á hakanum. Jöfn skilyrði til mennta í kjördæmisályktun þingsins var sérstaklega rætt um menntamál og svohljóðandi ályktun gerð varðandi þau: „Eitt af höfuðmarkmiðum landsbyggða- stefnunnar og forsenda fyrir uppbyggingu landsins alls er að allir landsmenn búi við hvað jöfnust skilyrði til mennta. Því leggur kjör- dæmisþingið ríka áherslu á áframhaldandi uppbyggingu skólamannvirkja í kjördæminu. Þingið telur einnig að leggja beri áherslu á uppbyggingu aðstöðu fyrir íþrótta-, æskulýðs- og frístundastarf í kjördæminu og hvetur þing- menn og sveitarstjórnir til að vinna að fram- gangi þeirra mála. Þingið minnir á mikilvægi þessara málaflokka í félagslegri þjónustu og bendir jafnframt á nauðsyn þess að sem víð- tækust samstaða og samvinna sé um slíkar framkvæmdir þannig að reynsla og það fjár- magn sem fyrir hendi er nýtist sem best. Kjördæmisþingið lýsir yfir ánægju sinni með stofnun Menningarsamtaka Norðlendinga fyrr á þessu ári, svo og tilkomu norðlensks út- varps á Akureyri. Þingið þakkar menntamála- ráðherra og öðrum sem lagt hafa þessum mál- um lið. Þingið hvetur til fullrar varkárni við breyt- ingar á núgildandi útvarpslögum. “ Fjórðungssjúkrahúsið á i Skurðdeild og ; deild í nýlt hi „Þessar deildir hafa búið við mjög mikil þrengsli og að mörgu leyti óhentugt húsnæði miðað við það semtalið er eðli- legt í dag,“ sagði Ásgeir Hösk- uIdsson,framkvæmdastjóri Fjórðungssjúkrahússins á Ak- ureyri, í samtali við Dag, en um helgina fluttu gjörgæslu- og skurðdeildir í nýtt húsnæði í hinni nýju sjúkrabyggingu á spítalalóðinni. „Aðstaða þessarra deilda gjör- breyttist við þessa flutninga og verður margfalt rýmri og full- komnari, enda er nýja húsnæðið sérhannað til þeirra hluta sem þær eiga að þjóna. Það hafa verið veruleg tækjakaup samfara þess- um flutningi, á lækningatækjum og vinnuaðstaða öll verður mun betri en verið hefur.“ - En hvernig eru húsnæðismál sjúkrahússins ef á heildina er litið? „Við skulum ekki loka augun- um fyrir því að núverandi rekstur er í húsakynnum sem eru tekin í notkun 1953. Legutíminn hefur styst um meira en helming síðan þá, sem þýðir með öðrum orðum að afköst hafa margfaldast. Ýmis vinna hefur breyst og nú er unnið mun meira að rannsóknum og öðru slíku. Það fer miklu meira starf fram í húsinu en áður var. Þótt sumar deildir fái stórkostlega bót á sínum húsnæðismálum þá búa aðrar viða óbreytt ástand eða sumar að því leytinu til verra ástand að þær verða að þjóna fleiri sjúklingum og starfsmönn- um en áður var en hafa óbreyttan húsakost. Þetta á t.d. við um eld- hús og þvottahús og rannsóknar- deild. Við erum að opna nýja bæklun- arlækningadeild á næstu vikum og að henni hafa verið ráðnir sér- fræðingar í bæklunarlækningum. Við ætlum að innrétta bæklunar- Á einni hinna nýju skurðstofa. deild með 15 rúmum þar sem áður var gjörgæsla og hluti skurðdeild- ar og bindum ákaflega miklar vonir við að sú deild verði til þess að stytta verulega bið Norðlend- inga eftir að koamst í slíkar að- gerðir. Annars eru margar deildir sem njóta góðs af nýjum skurð- stofum, og einnig af nýrri gjör- gæslu.“ Gjörgæsludeildin og nýja skurðdeildin eru á 2. hæð í hinni nýju byggingu. Fyrir eru í húsinu sótthreinsunardeildin sem flutti í kjallara byggingarinnar sl. vor og skrifstofur spítalans sm fluttu þar í bráðabirgðahúsnæði fyrir tæp- Ein af eldri skurðstofunum. „Stjómstöð“ hinnar nýju gjörgæsludeil 4 - DAGUR - 21. október 1982

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.