Dagur - 21.10.1982, Blaðsíða 5

Dagur - 21.10.1982, Blaðsíða 5
Akureyri: jjörgæslu- ísnæði um tveimur árum. Ásgeir Hösk- uldsson sagði að vonað væri til að allt húsnæði í hinni nýju sjúkra- byggingu yrði komið í notkun innan þriggja ára. „Pað fer þá eftir því hvort nægjanlegar fjár- veitingar fást til verksins. Þá verð- ur ástand orðið gott líka hvað varðar aðstöður fyrir slysa- og göngudeild og fyrir röntgendeild. En það hefur þá ekkert bæst við aðstöðu fyrir eldhús, borðsal starfsfólks, þvottahús og fjöl- margt annað,“ sagði Ásgeir. Þórsarar eru í sjöunda himni yfir Robert McField, hinum stórgóða liðsauka, sem þeir hafa fengið í körfuboltanum. Hér sjáum við McField senda knöttinn í körfuna. Ljósm. KGA Knattspyrnudeild Þórs: Stjórnin hætti öll Aðalfundur knattspyrnudeildar Þórs var haldinn fyrir skömmu. Fráfarandi formaður, Karl Lár- usson, gerði grein fyrir starfi deildarinnar sl. keppnistímabil. Knattspyrnumönnum hjá Þór vegnar vel og varð meistara- flokkur félagsins í öðru sæti í annarri deild og vann því til keppni í fyrstu deild næsta keppnistímabil. Fráfarandi stjórn gaf ekki kost á sér til endurkjörs og var því kosin ný stjórn fyrir næsta keppnistímabil. Formaður hennar er Guðmundur Sigur- björnsson, hafnarstjóri, en Guðmundur hefur áður starfað sem formaður deildarinnar og einnig sem formaður KRA. Með honum í stjórn er Hall- grímur Skaptason, sem verður gjaldkeri, en Hallgrímur hefur einnig áður starfað um árabil sem gjaldkeri knattspyrnudeild- ar. Aðrir í stjórn eru Sigurður Hermannsson, Oddur Oskars- son, Gunnar Kjartansson og Örn Gústafsson. Handboltinn um helgina Enginn leikur verður hér á Ak- ureyri þessa helgi en Þór og Dalvíkingar verða f eldlínunni fyrir sunnan. Á föstudagskvöld- ið leika Þórsstúlkur við Víkinga í 1. deild kvenna í Laugardals- höll, en á laugardaginn leika þær síðan við Val. Þetta verða erfiðir leikir en vonandi tekst valkyrj- um Þórs að krækja sér í stig. Á föstudagskvöldið leika síð- an Dalvíkingar við Ögra í 3. deild karla og á laugardaginn leika þeir síðan við Fylki. Dal- víkingar ættu að vera nokkuð öryggir með Ögra en Fylkir hef- ur engum leik tapað til þessa í Tekst Þórs- urum að stöðva Bock? 1. deildar lið Þórs í körfuknatt- leik leggur land undir fót um helgina og leikur tvo leiki syðra. Sá fyrri er gegn Grindavík á föstudagskvöldið og fer hann fram í „Ljónagryfjunni“ í Njarðvík. Síðari leikurinn fer fram í Hagaskóla í Reykjavík á laugardag og þá verða andstæð- ingarnir lið IS. Hætt er við að sá leikur verði Þórsurum erfiður því lið ÍS sem féll úr Úrvalsdeildinni í vor hyggst sennilega ekki stoppa lengi í 1. deild. í liðinu leikur Bandaríkjamaðurinn Pat Bock sem er talsvert á þriðja metra á hæð og vegur eitthvað á annað hundrað kg. Er þessi „hlunkur" ekki stöðvaður svo auðveldlega ef hann læsir krumlunum um boltann undir körfunum. Helgi gengur í Þór Þórsurum hefur bæst góður liðs- styrkur í fótboltann, en það er Víkingurinn Helgi Helgason. Hann lék hér á árum áður með Völsungi en hefur um árabil leikið með Víkingi. Helgi mun koma til með að styrkja Þórslið- ið vel og býður íþróttasíðan hann velkominn í bæinn. Helgi er bróðir Hafþórs Helgasonar sem undanfarið hef- ur leikið með Þór. Staðan í handboltanum þriðju deildinni en ef til vill tekst Dalvíkingum að stöðva sigur- göngu þeirra. Á laugardaginn fer þriðju deildar lið Þórs til Vestmanna- eyja og leikur þar við Tý. Týrar- ar eru taldir sterkir og sérstak- lega er heimavöllurinn þeim sterkur, þannig að róðurinn fyrir Þór verður eflaust erfiður. Ef þeim tekst að sigra verður staða þeirra í deildinni orðin ágæt að loknum fimm umferð- um. Annarar deildar lið KA leikur ekkert um þessa helgi. 2. DEILD: KA Grótta Þór V. Breiðablik Ármann Afturelding HK Haukar 3. DEILD: Fylkir Þór Ak. ReynirS. Týr Keflavík Akranes Skallagrímur Dalvík Ögri 156-134 125-123 105-103 100-97 120-126 89-97 98-104 104-102 3 0 0 2 1 1 2 1 1 2 0 1 2 0 2 1 0 1 1 0 1 0 0 3 0 0 3 69-49 90-76 89-82 72-45 83-65 44-48 65-73 56-73 34-92 21. október 1982 - DAGUR - 5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.