Dagur - 21.10.1982, Blaðsíða 6

Dagur - 21.10.1982, Blaðsíða 6
Smáaug/ísjngari Ymisleút Húsnæði ’Saja Takið eftir. Hægt verður að fá stækkaðar myndir fyrir jól úr októ- ber myndatökunum. Enn eru nokkrir timar lausir. Dragið ekki að panta. Norðurmynd, sími 22807. Átt þú gamla kommóðu sem þú ert hætt(ur) að nota? Mig vantar eina slíka t.d. með fimm eða sex skúffum. Vinsamlegast hafið sam- band við afgreiðslu Dags, (Áskell) sem gefur nánari upplýsingar. Síminn er 24222. Óska eftir að skipta á rafmagns- rúllu og vökvaspili í trillubát. Uppl. í síma 61727 eftir kl. 19 á kvöldin. Húsnæði. fbúð óskasttil leigu eða kaups 3ja til 4ra herb. Æskileg staðsetning á Brekkunni. Uppl. í síma 22752 ákvöldin. Herbergi til leigu undir búslóð. Uppl. í síma21144. 2ja til 3ja herb. íbúð óskast til leigu á Akureyri sem fyrst. Uppl. í síma 62402 Ólafsfirði. Óska eftir að kaupa fjögur notuð snjódekk undir Galant 1600 GL. Upplýsingar gefur Áskell í síma 24222. BHreiðir Mazda 323. Til sölu Mazda 323 árg. 79. Ekinn 52 þús. Útvarp og segulband. Uppl. í síma 23788. Hreingerningar - Teppahreins- un. Tökum að okkur teppahreins- un, hreingerningar og húsgagna- hreinsun, með nýjum fullkomnum tækjum. Gerum föst verðtilboð ef óskaðer. Uppl. í sfma21719. • i i r-» 'O&' DAGUR Smáauglýsingar | S 96-24222. DAGUR Til sölu tauþurrkari Servis. Uppl. í síma 21988. Honda XL 350 til sölu. Gott verð. Uppl. í síma 22232 virka daga frá 6-7. Gamalt faliegt píanó til sölu. Uppl. í síma 24624 milli kl. 8 og 9 á kvöldin. Vélsleði til sölu. Yamaha SRV 540 árg. ’82. Gæðingur í góðu standi. Birkir Fanndal, Reykjahlíð, sími44188ákvöldin. ísskápur. Til sölu er Ignis ísskápur í góðu lagi. Uppl. í sfma 25958. Til sölu nýlegur Simo kerruvagn. Uppl. í síma 22165. Til sölu er Honda XL 50 f ágætu standi. Á sama stað er einnig til sölu Honda CR 125 Motocross í góðu lagi. Uppl. í éima 22015 eftir kl. 7 á kvöldin. Atvinna Ung stúlka óskar eftir atvinnu. Er ýmsu vön. Uppl. í sfma 23732. Mig vantar kvöld- og helgar- vinnu. Vinsamlegast hringið f síma 23748. Ta/tað í sumar hvarf úr hólfi frá Þverá í öngulsstaðahreppi jörp hryssa með stjörnu f enni. Hryssan er tamin, 10 vetra gömul. Þeir sem geta gefið upplýsingar hringi vin- samlegast í síma 25932 á kvöldin. Þórshöfn: Fjórar íbúðir afhentar í desember Þórshöfn 19. október. Byggingaframkvæmdir á Þórs- höfn voru svipaðar í sumar og undanfarin ár. í vor var byrjað á raðhúsi með fjórum íbúðum, sem byggðar eru samkvæmt lögum um verkamannabústaði. Auk þess var hafist handa við byggingu á tveimur einbýlis- húsum í eigum einstaklinga og Hraðfrystistöðin er að byggja saltfiskvcrkun sem er um 1300 fermetrar. Grunnur saltfisk- verkunarhússins er búinn og frekari framkvæmdir bíða þar tO næsta vor. í sumar voru einnig byggðar tvær spenni- stöðvar fyrir RARIK. Það er Kaupfélag Langnesinga sem byggir þessar verkamanna- íbúðir fyrir hreppinn. Á síðustu þremur árum hefur það byggt átta verkamannaíbúðir og þrjár leigu- íbúðir. Síðustu íbúðunum verður skilað í desember, en það eru þær sem getið var um í upphafi. Rjúpnaveiði hefur gengið illa það sem af er, enda hefur veður verið óhagstætt, þoka og bleyta. Hinsvegar er ljóst að það er meira um rjúpu nú en verið hefur. Ég veit til þess að menn hafa fengið allt upp í 12 til 15 rjúpur, en éghef ekki fengið fréttir af neinum veiðimanni sem hefur komið heim með óvenjulega mikla veiði. J.J. Bílasala Bílaskipti. Stór og bjartur sýningasalur. Bílasalan Ós, Akureyri sími 21430. I.O.O.F.-15-1641026-8V2-9-0. I.O.O.F. -2 -16410228*/2 NLFA-félagar takið eftir: Félags- fundur verður haldinn sunnudag- inn 24. október kl. 2 síðdegis í Amaro. Ef veður leyfir verður farið fram í Kjarna og byggingin skoðuð áður en fundur hefst. Sagðar fréttir af framkvæmdum og fjáröflun í sumar. Félagar og styrktarfélagar mætið vel og stundvíslega. Kaffiveitingar með góðu meðlæti. Stjórnin. Gjafir er NLFA hafa borist á þcssu sumri: Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi, Eyjafirði kr. 5.000, Samband norðlenskra kvenna kr. 23.700, Berta Snorradóttir, Reykjavík kr. 100, Samband ísl. samvinnufélaga kr. 25.000. Öll- um þessum aðilum sendir félagið alúðarþakkir, einnig öðrum sem á einn eða annan hátt hafa veitt félaginu brautargengi. Stjórn NLFA. /orðoagsíns| jsiMi m@mj\ Hjálpræðisherinn, Hvannavöll- um 10. Fimmtud. 21. okt. kl. 20.30 biblíulestur: „Jesús í okkur“. Föstud. 22. okt. kl. 20.00 æskulýðurinn. Sunnud. 24. okt. kl. 13.30 sunnudagaskólinnogkl. 17.00 almenn samkoma. Mánud. 25. okt. kl. 16.00 heimilasam- bandið, kl. 20.30 hjálparflokkur- inn. Þriðjud. 26. okt. kl. 15.00 síðdegisstund fyrir eldra fólk, veitingar. Allir velkomnir. Kristniboöshúsiö Zion: Laugar- dags- og sunnudagskvöldið nk. verður sýnd kvikmynd í kristni- boðshúsinu Zion, sem fjallar um fóstureyðingar. Myndin, sem hvarvetna hefur vakið athygli og umtal, fjallar um þetta nútíma vandamál frá kristilegu sjónar- miði. Á laugardagskvöldið verð- ur kaffisala að lokinni sýningu. Öllum er heimill ókeypis aðgang- ur á sýningarnar, sem hefjast kl. 8.30. Glerárprestakall: Barnaguðs- þjónusta verður í Glerárskóla nk. sunnudag kl. 11.00 f. hádegi. Guðsþjónusta verður í Glerár- skóla sama dag klukkan 14.00. Öldruðum er sérstaklega boðið til þessarar guðsþjónustu og til kaffisamsætis eftir messu. Þeir sem óska eftir akstri geta hringt á sunnudagsmorgni í síma 24488 og 22946. Sóknarprestur. Munið minningarspjöld Kvenfél- agsins Hlífar. Spjöldin fást í bókabúðinni Huld og hjá Lauf- eyju Sigurðardóttur, Hlíðargötu 3, einnig í símavörslu FSA. Allur ágóði rennur til barnadeildar Fjórðungssjúkrahússins á Akur- eyri. Minningarspjöld í Minningarsjóð Þórarins Björnssonarskólameist- ara eru seld í Bókabúðinni Bók- vali, Kaupvangsstræti 4. íbúar Glerárprestakalls: Breytt símanúmer og aðsetur sóknar- prests: Síminn er 25962 og heimil- isfangið Sunnuhlíð 11. Viðtals- tímar verða sem fyrr mánudaga - föstudaga kl. 11-12. Pálmi Matt- híasson. Opið í hádeginu. Passamyndir. Tilbúnar strax. nonðun nnynd LJÓSMVN DASTOFA Slmi 96-22807 • Pósthólf 464 Glerðrgötu 20 • 602 Akureyri Agrip af jarð- fræði íslands Bókaútgáfan Öm og Örlygur hefur gefið út bókina Ágríp af jarðfræði íslands eftir Ara Trausta Guðmundsson jarð- fræðing. Bókinni er ætlað að vera kennslubók í jarðfræði framhaldsskóla, en um leið get- ur hún verið almenningi hand- hægt fræðslurit. í bókinni era fleiri tugir Ijósmynda og skýr- ingateikninga. 1 Ágríp af jarðfræði íslands er fjallað um nýjustu hugmyndir og rannsóknir í íslenskri jarðfræði. Landreks- eða plötukenningin hefur opnað ótal nýja vegu í jarð- fræðinni og ekki hvað síst á ís- landi sem gegnir lykilhlutverki í nútíma jarðvísindum. Helstu kaflar bókarinnar eru: Jarðsaga, Jarðvirkni, Eldvirkni - jarðhiti, Landrek-plötukenning- in, Landmótun: Frost og jöklar, Ágrip af jarðsögu. Höfundur segir m.a. í inn- gangsorðum bókarinnar: „Jarð- fræðin er viðamikil vísindagrein. Þróun hennar er hröð, kenningar eru staðfestar, en öðrum er hafnað. Nú hin síðustu ár hefur plötukenningín (framhald land- rekskenningarinnar) sett mörk sín æ víðar á helstu þætti fræði- greinarinnar. Ég hef því valið efnistök með þá kenningu sem undirstöðu. Ekki má samt skilja það sem svo að plötukenningin ein sé lykillinn að jarðfræði íslands. Enn síður má halda að plötukenningin hafi hlotið stað- festingu sem sönn og algild vís- indi. Hitt er þó einsýnt að plötu- kenningin er gott leiðarljós í jarð- fræðinni, ekki hvað síst hér á landi. í stuttu máli sagt: í bókinni er efni sem útskýrir jarðfræði og ís- lenska jarðsögu með hliðsjón af nýjustu atriðunum í jarðfræðinni, án þess að um Stórasannleik sé að ræða.“ Ágríp af jarðfræði íslands fæst bæði innbundin og í kiljuformi. Bókin er að öllu leyti unnin í Prentsmiðjunni Hólum, nema myndamót vegna kápu, þau eru unnin hjá Myndamótum hf. Vatteraðir barnagallar 6 -• DAGUR - 21. okióber1982

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.