Dagur - 22.10.1982, Qupperneq 2
LESENDAHORNIÐ
Þakkir
til
Margrétar
farið eftir uppskriftunum. Ég vil
þakka Margréti fyrir góða þætti
og vona að ég eigi eftir að sjá
marga í framtíðinni. Dagur
mætti líka hafa það í huga að
sinna meira neytendamálum.
Ekki hef ég neinar tillögur um
hvernig á að fara að því, en hug-
myndaríkir skríbentar hljóta að
eiga einhverjar leiðir í því sam-
bandi.
Hústæknir hafði samband við
blaðið og sagði:
Matur er magans áhugamál,
sagði einhver sem vissi sínu viti.
Ég hef mjög gaman af því að búa
til mat og ekki síður að borða
hann. Þættir Margrétar Kristins-
dóttur í Degi hafa verið mér
mjög að skapi og ekki hefur álit
mitt á henni dvínað eftir að hafa
Úrvalið er meira
en orð fá lýst.
Sjónersögu rfkari.
Skipagötu 5
Akureyri
Simi22150
Kona á Brekkunni skrifar:
Nú á dögum þegar aliir eru að
kvarta í blöðunum undan ýmsu
sem þeim finnst ábótavant vil ég
snúa blaðinu við og þakka unga
lögreglumanninum sem var á
lögreglubifhjóli sl. þriðjudag.
Þó ók hann framhjá hópi vist-
manna á Sólborg. Þeir veifuðu
til hans og veifaði hann á móti.
Finnst mér að fleiri mættu fylgja
hans fordæmi og sýna vinaleg-
heit í garð þessara vistmanna í
stað þess að vera sífellt að hreyta
í þá ónotum eins og allt of oft á
sér stað.
Fleiri mættu fylgja
fordæmi hans
Haflð ljósin
í góðu lagi
Vegfarandi hringdi:
Nú þegar er farið að dimma og
nauðsynlegt er að ljósin séu í
góðu lagi á bílunum. Ég hef veitt
því eftirtekt að í hvert einasta
skipti sem ég skrepp í bæinn fer
aldrei hjá því að ég mæti ekki bíl
með ljósin í ólagi. Já ég hef mætt
fjórum bílum sem allir voru með
biluð ljós í einni slíkri bæjar-
ferð. Góðir ökumenn og lög-
regla, við skulum öll taka hönd-
um saman og gera hvað við get-
um til að koma þessum málum í
gott horf. Þess er raunverulega
þörf.
Nokkur or5
um útvarpið
ÞGA skrifar:
Eftir að hafa hlustað á .
.Útvarp
D
smunn er
24222.
*
Akureyri" get ég ekki sagt ann-
að en það sé með góða þætti, en
vonandi líður ekki á löngu þar til
skammstöfunin „RÚVAK“
verður lögð niður. Svona
skammstöfunarskrípi er hvort
tveggja ljótt og bjánalegt og ætti
ekki að sjást eða heyrast.
Einnig langar mig til að
spyrja: Af hverju þarf að byrja
nær alla þætti í útvarpi með mús-
ikroku? Þegar músik er notuð á
undan fréttum kastar fyrst tólf-
unum. Að mínu mati er hér bæði
verið að misbjóða hljómsveit-
inni og þáttunum.
Að lokum bið ég „Lesenda-
hornið“ fyrir kærar kveðjur til
Ingimars Éydal fyrir þáttinn Við
Pollinn í dag (14.10). Hann Ingi-
mar mætti, á meðan tíðin er
svona góð, standa við Pollinn
stundarkorn á hverjum degi.
Hafðu þökk Ingimar.
Veistu svarið?66
Villandi og leið-
inlegar spnrningar
Sigurður Þórisson á Grænavatni
í Mývatnssveit hringdi og vildi
koma á framfæri athugasemdum
vegna þáttarins „Veistu svarið?“
í útvarpi á sunnudagskvöldum.
Sagði hann að spurningarnar
væru oft fyrir neðan allar hellur,
vitlausar og stundum tvíræðar.
Nefndi hann sem dæmi úr síð-
asta þætti þegar spurt var um
blöð á bláberjalyngi en ekki
blóm bláberjalyngsins, sem
svarið átti síðan að snúast um.
Annað dæmi nefndi hann um
Gránufélagið og hvernig það
nafn hefði til komið. Félagið
hefði dregið nafn af skipinu,
burtséð frá því hvort um upp-
nefni hefði verið að ræða eða
ekki. Þá hafi verið spurt um hve-
nær Alþingi hafi síðast verið sett
við Öxará á Þingvöllum. Þar hafi
þingfundur verið haldinn 1974
en það svar hefði verið metið
rangt. Þing hefði einnig verið
sett á Þingvöllum árið 1944.
Öðru máli gegndi hins vegar um
síðasta reglulegt þing við Öxará.
Sigurður sagði að það væri
fráleitt að hafa tvíræðar spum-
ingar. Stjórnendurþáttarins eða
sá sem semdi spumingarnar yrði
að taka sig á. Þá væm spurning-
arnar leiðinlegar auk þess að
veravillandi. Svonaþátturþyrfti
hins vegar að vera léttur og
skemmtilegur.
Hvar eru
ávextimir?
Ég er svolítið þreytt á ávaxtasal-
atinu sem fæst í kjörbúðunum.
Það er í litium hringlaga dósum,
ef einhver skyldi vera í vafa um
hverskonar álegg ég er að tala
um. Eini gallinn - og hann er
stór - er sá að það er illmögulegt
að finna ávextina í dósinni, en
þar er nóg af uppfyllingarefni
sem ekki er hægt að kenna við
ávexti.
Það getur vel verið að fram-
leiðendur þurfi ekki að setja
meira en sem nemur tveimur til
þremur ávaxtabitum í hverja
dós, en mér finnst það heldur
lítið. Því mæli ég með að inni-
hald dósanna sé endurskoðað
með það fyrir augum að setja
meira magn af ávöxtum í þær.
Svo mikið er víst að ég mun
kaupa meira af þessu áleggi ef
bót verður ráðin á þessu.
Húsmóðir í Ránargötu.
Ef sumlr væru
víð suma . . .
Glúmur hringdi:
Einu sinni heyrði ég máltæki
sem var svona: Ef sumir væru
betri við suma heldur en sumir
eru við suma þá væru sumir betri
við suma heldur en sumir eru við
suma.
Sumir mættu taka þetta
snjalla máltæki til athugunar,
því í heiminum er mikil mann-
vonska og lítið um það að sumir
séu góðir við suma. Þeir sumir
sem vilja að sumir aðrir séu betri
við sig ættu því að leggja áherslu
á það að vera betri við suma aðra
heldur en þeir eru við suma, því
þeir hinir sumu mundu þá gjalda
það með því að vera enn betri
við suma en heldur en sumir eru
við suma. Læt ég þetta nægja að
sinna.
2 - DAGUR - 22. október 1982