Dagur - 22.10.1982, Síða 3
,,l*etta gefur vel af sér
ef inenn leggja sig frain
— Spjallað við IJlfar Arason, refabónda á Klöpp á Svalbarðsströnd
Úlfar Arason heitir ungur
maður sem hefur stofnað ný-
býlið Klöpp á Svalbarðs-
strönd, og þar stundar hann
refarækt af kappi ásamt eigin-
konu sinni Elinu Gunnars-
dóttur. Úlfar er greinilega
ekki aðgerðarlaus ungur
maður, hann hefur á stuttum
tíma tekið hraustlega til hend-
inni, byggt hús fyrir refína og
nýtt og glæsilegt einbýlishús
er risið ekki fjarri þjóðvegin-
um.
„Ég ér héðan frá Sólbergi, ólst
hér upp og hef alltaf starfað hér
nema nokkur ár sem ég var á
Akureyri. Ég var á Akureyri
þegar þessi refahugmynd kvikn-
aði og sótti um leyfi til þess að
flytja inn dýr um áramótin 1978-
1979,“ sagði Úlfar er við sóttum
hann heim á dögunum.
„Þá fékk ég þau svör hjá
Landbúnaðarráðuneytinu að
ekki yrði um innflutning á þess-
um dýrum til landsins að ræða.
Það breyttist hinsvegar er kom
fram á árið 1979 og þeir létu mig
þá vita og ég fékk það ár 50 læð-
ur og 17 högna frá Skotlandi.
Við vorum fjórir sem fengum
dýr á sama tíma. Ég hafði ekkért
kynnst þessu áður, hafði ein-
ungis fengist við hin hefðbundnu
landbúnaðarstörf heima og auk
þess unnið á Akureyri.
- En hvers vegna refárækt?
„Það er með mig eins og svo
marga aðra sem alast upp í sveit
að ég vil hvergi annarsstaðar
vera. Svo var það að pabbi sá í
blaði grein þar sem fjallað var
um refarækt og það varð til þess
að ég fór að velta þessu fyrir mér
og svo kom þetta koll af kolli.“
Úlfar fékk sem fyrr sagði 50
læður og 17 högna árið 1979, og
út af þessum dýrum fékk hann
240 hvolpa vorið eftir. Þá seldi
hann lífdýr og setti á hjá sér 10
læður. Næsta ár urðu hvolparnir
420 og nú er hann með í húsi 95
læður og um 800 hvolpa sem
bíða slátrunar í næsta mánuði.
„Ég seldi fyrstu skinnin haust-
ið 1980 hjá Hudson Bay í Lond-
on og fékk ágætt verð. Það var
því ljóst að þetta gat gengið vel
og í fyrra hækkaði verðið tals-
vert og hefur verið gott á þessum
markaði síðan.“
- Hvernig ref ert þú með?
„Þetta er skoskur stofn og
dýrin eru bæði blárefir og svo-
kallaðir Shadowrefir. Það hefur
gefist vel að fá blendinga af þess-
um tegundum, og skinnin af
þeim hafa gsfið 10-15% hærra
verð. Annars legg ég mesta
áherslu á blárefinn, finnst hann
öruggari. Stofninn verður því að
meginuppistöðu blárefur og
Shadow með.“
- Víkjum aðeins að fóðrinu
fyrir dýrin, hvað éta þau og hvar
færð þú fóðrið?
„Við njótum þess hér að hafa
úrvalsfóður fyrir þessi dýr, ég vil
segja mun betra fóður en völ er á
í öðrum löndum. Ég fæ allt mitt
fóður fyrir refina frá fyrirtæki á
Grenivík sem heitir Kaldbakur,
en fæðið samanstendur af fisk-
úrgangi, sláturúrgangi, kolvetni
og vítamínum. Eini gallinn við
þetta er sá að ég þarf að sækja
fóðrið sjálfur, en vonandi verð-
ur það þannig í framtíðinni ef
svo margir verða með refarækt
að bíll fer um sveitina með
fóðrið. Hann myndi fara um líkt
og mjólkurbíll. En fóðrið er
mjög gott, enda hafa hvolparnir
verið mjög vænir og þeim hefur
verið vel gefið. Skinnin hafa líka
verið góð og fengið góða dóma
þótt auðvitað séu bestu dýrin
valin úr sem lífdýr.“
- Getur þú lýst fyrir okkur
einu ári í þessari búgrein, hvern-
ig reksturinn við refarækt geng-
ur fyrir sig?
„Ef við byrjum á pöruninni þá
hefst hún í lok febrúar og stend-
ur yfir fram í maí. Um það leyti
er henni lýkur byrjar svo gotið,
en meðgöngutími læðanna er
ekki nema 52 dagar. Gotinu er
svo lokið um miðjan júní. Þá
snýst þetta fyrst og fremst um
það að ala dýrin vel en hvolpun-
um er lógað í byrjun nóvember.
Eftir það tekur við verkun
skinnanna, það þarf að skafa fit-
una úr þeim, „spýta“ þau og
þurrka og gera þau sem bestu úr
garði. Þessi vinna stendur yfir
framundir áramót og þá styttist
tíminn þar til næsta umferð
byrjar.“
- Og þér líkar þetta vel?
„Ég kann mjög vel við þetta.
Það má segja að þetta sé létt
vinna þannig að á líkamsburði
reynir ekki mikið þótt vinnudag-
urinn geti orðið langur. Þá hent-
ar þetta mjög vel hér, því ekki er
maður háður veðurguðunum
eins og t.d. þeir sem þurfa að
stunda heyskap og þess háttar.“
- Hvað þarf sá að hafa í huga
fyrst og fremst sem hyggst ætla
Ulfar Arason með einn refa sinna í
að ná góðum árangri í þessari
búgrein?
„Það þarf í fyrsta lagi að hafa
gott fóður og að fóðurlistinn sé
rétt samansettur, en ég kaupi
allt fóður tilbúið frá Kaldbak
eins og áður sagði. Þá er hrein-
læti ekki svo lítið atriði.
Menn halda sennilega margir að
það sé hægt að bjóða refum upp
á hvað sem er en svo er alls ekki.
Fóðrið, hreinlætið, og að húsa-
kynnin séu þrifaleg og góð allt
spilar þetta saman og þarf að
gera það til þess að árangur
Úlfar bóndi fyrir framan refabú sitt.
fanginu.
verði góður.“
Það kom fram hjá Úlfari að
hann hyggst auka stofn sinn upp
í 150 eldislæður og láta þar við
sitja. Hver læða gefur að jafnaði
af sér um 8 hvolpa á ári og sölu-
verð skinnanna af þeim á mark-
aðsverði í dag er um 8 þúsund
krónur. En þá er að sjálfsögðu
eftir að reikna allan tilkostnað.
En er það ekki ljóst að þetta gef-
ur vel í aðra hönd?
„Jú því er ekki að neita að
þetta gefur vel ef menn leggja sig
fram. Við höfum verið að berj-
ast fyrir því að fá refarækt viður-
kennda sem samkeppnisiðnað.
Það myndi þýða að niðurfelldur
yrði tollur og vörugjald af efni í
búrin sem er verulegt atriði og
við fengjum söluskattinn upp-
safnaðan eins og iðnaðurinn fær.
Ég veit ekki betur en að vilyrði
hafi verið gefin fyrir því að þetta
fáist. Ég lét hafa eftir mér í fyrra
að það væri hæpinn rekstrar-
grundvöllur fyrir þessari bú-
grein, en niðurfelling aðflutn-
ingsgjalda af búrefni hefur bætt
þetta mikið og eins hefur fóð-
urverð lækkað a.m.k. um V3 á
hvert framleitt skinn. “ .
- Nú munu vera starfandi um
30 refabú í landinu og leyfi hefur
verið gefið fyrir 70 til viðbótar.
Telur þú að við getum orðið
stórir í framleiðslu á refaskinn-
um á alþjóðamælikvarða?
„Við ættum að eiga alla mögu-
leika á því, ég fæ ekki annað séð.
En þá kemur óneitanlega einn
stór hlutur til sögunnar sem hef-
ur virkilega mikið að segja, og
hann er sá að það verði til ein-
hver þorskur í sjónum. Eins og
ég hef áður sagt þá hefur gott
fóður ekki hvað minnst að segja
í þessu öllu, og þar er fiskurinn
undirstaðan.“
- Hvað með markaðshorfur,
hljóta þær ekki ávallt að taka
mið af svokölluðum tískusveifl-
um í heiminum hverju sinni og
hvernig erum við undirbúnir að
mæta slíku?
„Jú, tískan getur að sjálf-
sögðu spilað þarna inn í, og satt
best að segja erum við frekar illa
settir að mæta miklum sveiflum
sem þannig geta orðið ef þær
koma fljótlega. Menn eru að
byggja þetta upp og eru með
mikið undir peningalega. Hins-
vegar má líka segja að við stönd-
um vel að vígi vegna fóðursins
og fóðurverðsins. Eg held að við
séum ekki verr undir þetta búnir
ef á allt er litið en t.d. Finnar
sem eru stórir í þessari fram-
leiðslu."
Það fer ekkert á milli mála er
rætt er við Úlfar að þar er ungur
maður á ferð sem hugsar fram á
við og það ekki svo smátt. Eftir
að hafa gengið um refabúið með
honum og setið í góða veðrinu
og spjallað höldum við á brott,
og Anna Karín, þriggja ára dótt-
ir þeirra hjónanna hoppar með
okkur síðasta spölinn að
bílnum.
22. október 1982 - DAQUR - 3