Dagur - 22.10.1982, Side 7
gerði það, svo ég tali nú ekki um
ef hann endurtók það, var ekki
talinn með, féll í verði. í bænum
varð ég fljótt var við það að menn
sögðu: Jú ég geri þetta í dag, ég
kem til þín á morgun. En þeir
komu ekki. Létu ekki sjá sig.
Menn eru ekki verri í bænum, en
mórallinn er annar.
Ég kunni ekki við þetta fyrst,
en ég er farinn að venjast þessu og
sjálfsagt er ég orðinn eitthvað
samdauna þessum móral.
Áður en við höldum áfram vil
ég að það komi fram að ég kem
ekki hingað af eigin frumkvæði til
að romsa. Ég var beðinn um að
koma. Þið eigið að taka unga
menn á hvalbeinið, menn fram-
tíðarinnar, ekki karla sem eru
komnir á áttræðisaldur og
bráðum dauðir. Svo er það annað
sem ég verð að minna ykkur á. Þið
þurfið ekki nema nokkra kíló-
metra út úr bænum til að hitta
fyrir ykkur bændur og búalið.
Sveitin er svo nátengd bænum að
það verður að fjalla meira um
hana. Þetta er allt annað í
Reykjavík. Þar er ekkert annað
erdjöfulsinshraun. Hérerbærinn
og sveitin svo nátengd hvort öðru.
og svoleiðis vil ég að það verði. Á
mönnum óg ræða við fólk. Ég
held að ég hafi aldrei verið neitt
kvennagull, en kerlingar höfðu
uppáhald á mér. Það var snemma
að ég sótti í það að hlusta á gamla
fólkið og það er góður skóli. Hitt
er annað mál að hann á ekki að
öllu leyti við það sem nú gerist.
Ég er á þeirri skoðun að börn
umgangist ekki nógu mikið gamla
fólkið og læri af því. í dag er skól-
unum ætlað að temja krakkana,
það er ekki lengur hlutverk heim-
ilanna. Auðvitað er þetta galli -
þetta er eitt af því sem tilheyrir
nútímanum og við þessu er ekkert
að segja. Það er svo ótal margt
sem tilheyrir nútímanum sem
ekki þekktist í gamla daga. Stund-
um sjáum við eftir þessu gamla.
Menn verða bara að berja í brest-
ina og gera hlutina eins góða og
hægt er. Tilfellið er að fólk hverf-
ur ekki aftur til gamla tímans,
a.m.k. ætla ég að vona að svo
verði ekki. Ef það á að gerast þarf
atómsprengju eða eitthvað álíka.
Nú spyrð þú mig um hvað ég sé
að gera þessa dagana. Þú getur
spurt um næstum allt. Ég á engin
leyndarmál. Eins og þeir segja
fínu mennirnir, þá hef ég á borð-
inu tilbúið handrit, sem er öðrum
er það kærast að ræða við sveita-
mennina, ég ólst sjálfur upp í sveit
og bjó þar mín bestu ár.
Nýja bókin heitir Bændur og
bæjarmenn. Nei ég er ekki að
bera saman kaupstaðarbúa og
sveitafólk. Langtfráþví. Mérfell-
ur vel við marga bæjarmenn og ég
skal segja þér hvaða mann ég
hafði mest gaman af að umgang-
ast eftir að ég kom í bæinn. Það
var hann Þorleifur Bjarnason, rit-
höfundur. Ég elskaði þann karl.
Hann var bæði skemmtilegur og
fræðandi. En svo tók hann upp á
því að deyja. Og um þessar mund-
ir er að deyja einhver minn besti
vinur, Halldór í Sveinbjarnar-
gerði. Við vorum nágrannar í ein
28 ár. Hann fékk heilablóðfall
fyrir nokkrum dögum, og mér
sagt að það væri stutt í endalokin.
Það er gott að fá að fara svona.
Jú það er erfitt að horfa á eftir
gömlu félögunum. Það grípur
mann söknuður. Ég veit ekki
hvort ég er kristinn eða heiðinn,
ég fer sjaldan til kirkju, en ég er
alveg 100% viss um það að við lif-
um eftir dauðann. Ég hef orðið
var við það. Ég treysti mér ekki til
að útskýra það í smáatriðum hér
enda kemur það allt fram í næstu
leiðast að flytja mál sitt, enda hef
ég séð prest líta á kiukkuna í
miðju kafi. Ég spurði séra Sigurð
Hauk Guðjónsson, sem er ein-
hver skemmtilegasti presturinn
sem ég hef kynnst, hvernig stæði á
því að ég hefði séð prest gera
þetta. Elskan mín góða, hann hef-
ur bara verið að hugsa hvort hann
færi ekki að komast frá þessu,
svaraði Sigurður.
Kirkjubyggingar? Á, viltu fara
að tala um þær? Þegar hann
Gunnlaugur Karlsson á Sval-
barðseyri var jarðaður sagði séra
Bolli, að Gunnlaugur hefði sagt
sér að kirkjurnar væru góðar sér-
staklega fyrir þá sök að þegar
ferðamenn kæmu í ný pláss sæju
þeir á kirkjunni hvernig áttimar
væru. Gunnlaugur var mikill vin-
ur minn. Hann fór helst aldrei í
kirkju, var hallur undir kommún-
isma, og það segi ég honum
hvorki til lasts eða hróss.
En svo bregðast krosstré sem
önnur tré. í dag er ekki lengur
hægt að sjá áttir út frá kirkjum.
Þær em nú byggðar með þeim
óskaplegu kúnstum að einn vina
minna á Svalbarðsströnd hefði
sagt að inn í þær sumar liti Guð
aldrei nokkurn tíma.
við mann á svoleiðis fundi! seraa?, bámsrass. Hugsunin að baki
viðurkenndi að hann hefði ákafiol .málsháttarins er hryllileg. Það
lega gaman að skjóta rjúpiuqi.þótti sjálfsagt að nota vöndinn í
Þetta sagði ég, að ég gæti ekki • jgamla daga. Börnin voru barin
skilið. miskunarlaust og þá ekki síst þau
Það kemur fyrir að það er illá sem vom umkomulaus. Sem bet-
farið með skepnur hér á Akureyni . ur fer er þetta horfið en nú er farið
eða í nágrenninu. Hann Maríus að dekra við börnin með þeim ár-
getur sagt þér að það er mikið angri að þau eru farin að vaða yfir
hringt heim til hans og honum t. d. hausinn á karli og kerlingu. Það er
bent á að hestar hafi gleymst í lok- skárra því þegar börnin verða
uðumhólfum,sememorðinupp- .fullorðin átta þau sig. Böm sem
nöguð. Eins fær hann oft ábend- hafa hlotið hina meðferðina bíða
ingar um hunda sem þarfnast að- :þess aldrei bætur.
hlynningar við. Þetta hundahald: - Við skulum hætta að tala um
er skrýtið á Akureyri, en þó er 'þetta og snúa okkur að einhverju
það enn skrýtnara í Reykjavík: öðru. í bókinni minni sem er að
Þar er það bannað, en þó eru þar | koma út er ein ofurlítil spítala-
um þrjú þúsund hundar. Og þál ysaga. Þar er ég að fjalla um spít-
eru það kettirnir en áður en viðv ralavist mína á Akureyri og á
getum talað um þá verð ég að: yLandspítalanum í Reykjavík.
segja þér af Húsvíkingum.: EinsiaÞað er dásamlegt að vera fyrir
og þú veist em þeir framarlegá fcgsunnan ef fólk er i afturbata og
öllu, dásamlegir menn. Þeirvoru 'Vhefur fótavist. Starfsfólkið er svo
með þeim fyrstu til að koma sér? cgott, það er sama við hvern er
upp hitaveitu, sorpeyðingarstððií^ talað, allir segja „þú“ og gera allt
og fiskisamlagið gengur vel. Eins;d fyrir alla sem þeir mögulega geta.
hversstaðar las ég það að þeir ætl-íu; iSamkomulagið á Landspítalanum
uðu að útrýma villiköttum úr nersvogott. Eg er ekki að finna að
bænum. Ég hef ekkert á mótbm spítalanum héma en méj fannst
köttum en þeir hafa þann mein- 'andinn vera betri á Landspítalan-
lega galla að éta þrastarungana ái.r; um, hann var gjörsamlega laus við
vorin. alla togstreitu. Ég held að Sunn-
hund. Ég er hræddur um að kerl-
ingarnar í nágrenninu yrðu vit-
lausar ef ég hefði rollu á blettinum
yfir sumarið. Ég lái þeim það ekki
því kindur fara ekki alltaf að
lögum.
Farðu, þá gerir þú
öllunt tíl bölvunar
Já, eitthvað hefur leynst í mér af
skrifstofumanni því ég hef gaman
að skrifa. Ég er ekki að segja að
ég sé eins og Laxness sem skrifar
sjö sinnum en ég hætti ekki fyrr en
ég er ánægður með textann.
Stundum vakna ég um miðja nótt
og segi við sjálfan mig: Þessi setn-
ing er ekki nógu góð. Þá læt ég
ekki dragast að fara fram úr rúm-
inu og laga, ef maður gerir það
ekki er sú hætta fyrir hendi að allt
gleymist.
Ég veit t.d. að prestar hafa oft
flaskað á þessu. Þeir hafa skrifað
nöfn og dagsetningar eftir minni í
kirkjubækur! Já það hafa margar
sögur orðið til um presta. Einu
sinni var prestur í Skagafirði sem
átti von á því að hann yrði gerður
að prófasti. Hann var prestur elst-
„Þú verður að tala við mig eins og sveitamann. Síðan
ég kom í bæinn er ég eins og áttavilltur. Já ég sakna
sveitarinnar. Ég er búinn að vera á Akureyri í 10 ár og
ég ætla ekki að kvarta undan Akureyringum, en mér
hefur alltafleiðst og ef ég hefði ekki haftþessar bækur
mínar, sem eru orðnar fjórar með þessari sem kemur
út í haust fyrir utan tvö Ijóðakver sem ég samdi áður,
hefði ástandið verið enn verra. Heilsu minnihefur ver-
ið þannig háttað undanfarin fimm ár að ég hef vaknað
upp seinnipart nætur ogþað er sá tími sem ég hef notað
til að skrifa. “
Viðmælandinn er Jón Bjarnason frá Garðsvík á
Svalbarðsströnd. Það er ástæðulaust að kynna mann-
inn öllu frekar, svo þekktur er hann fyrir bækurnar
fjórar sem hafa komið út á jafnmörgum árum - og tel
ég þá með bókina sem lítur dagsins Ijós innan tíðar.
Við Jón tókum tal saman skömmu eftir hádegi sl.
fimmtudag og ræddum um það sem okkur datt í hug,
bækur, presta, kirkjubyggingar, börn, gamalmenni,
dýr og sjúkrahús svo eitthvað sé nefnt.
Hvernig á að skrifa viðtal við Jón Bjarnason? Ég
komst að þeirri niðurstöðu eftir nokkra umhugsun að
best væri að sleppa Jóni lausum og trufla hann sem
allra minnst.
Skrifstofumenn gljá
að aftan
Mér þykir vænst um fyrstu bókina
mína, Bændablóð. Ástæðan er sú
að hún kom mér af stað.
Ég skal segja þér að það er alls-
konar munur á því að vera í sveit
eða búa í bæ. í sveitinni slitnuðu
buxurnar mínar alltaf fyrst á
hnjánum, en nú slitna þær fyrst á
rassinum. Ég hef líka séð að
margir skrifstofumenn hér í bæn-
um gljá að aftan eins og nýfægðir
tinkoppar. En þetta er ekki nema
eðlilegt, þeir fara svona á stólun-
um. Nei, ég hef ekki haft undan
neinu að kvarta hér í bænum, og
það er eitt sem ég finn mikinn
mun á. Ef maður í sveitinni lofaði
einhverju stóð hann yfirleitt við
orð sín og sá maður sem ekki
því verður ekki breyting fyrr en
kemur álver og allt verður vit-
laust. Annars vil ég ekkert tala
um álver, ég veit ekkert um þau
og æsi mig aldrei út af þeim.
Lengi hafði ég minnimáttar-
kennd vegna þess hve lítið ég
hafði komið nálægt skólum, en ég
hef verið að reka mig á það smám
saman, að ég hef verið töluvert í
skóla. Ég var yngstur af mínum
systkinum og á heimili mínu var
töluvert mikið um bækur. Það er
alveg undravert hvað ég hef
menntast mikið við þetta og ég lifi
á þessu enn og e.t.v. lifi ég meira á
þessu en því sem ég lærði síðar í
Íífsins skóla.
Kertíngar höfðu
uppáhald á mér
Það er ástríða í mér að kynnast
þræði greinar um menn sem ég
hef kynnst. Sumir þeirra eru nú
þegar komnir á annað tilverustig.
Hinsvegar eru þetta viðtöl við
snarlifandi en gamla menn. Já
þetta handrit er tilbúið. Þessa
dagana er ég að skrifa um nokkuð
sem einhverjum mun þykja
skrýtið, ég er að skrifa um göngu-
garða, forna göngugarða. Já þú
hváir. í snjóþungum sveitum
norðanlands má víða finna gaml-
ar leifar af svona görðum, sem
lágu eftir endilöngum sveitum. í
fornöld gengu menn ekki mikið á
skíðum og gerðu þessa garða.
Þeir stóðu upp úr í snjóþyngslum.
Sem dæmi get ég nefnt þér að það
er göngugarður eftir endilöngu
Höfðahverfi, sömuleiðis voru
garðar á Árskógsströnd og í
Svarfaðardal. Þessi grein á að fara
í ársrit Þingeyinga. I henni ætla ég
að skora á þá sem bjuggu í sveit-
um, þar sem snjór var mikill, að
fara og gera hið sama og ég. Þetta
er engin vísindagrein en það er
dálítið gaman að þessu.
Heiðinn eða kristinn
í nýjustu bókinni sem er að koma
út segi ég frá Bændaklúbbnum,
sem ég álít alveg stórmerkilegt
fyrirbæri. Hann er enn við lýði.
Þegar ég sótti fundina voru margir
þeirra mjög fjörugir og í bókinni
birti ég vísur er urðu til á fundun-
um. Ekki birti ég vísurnar vegna
þess að þær séu svo mikils virði,
enda voru þær flestar gerðar um
leið og ræður voru fluttar, þær eru
birtar til þess að sýna og sanna að
fjölbreytnin var alveg óskaplega
mikil. Til okkar kom t.d. prófess-
or og ég verð að segja eins og er,
að þessir fundir voru mjög mennt-
andi. Sunnlendingar tóku upp
svona bændaklúbba eftir okkur
en annars þekki ég ekki nógu
mikið til á þeim slóðum.
Það er eðlilegt að ég taki fyrir
svona hluti í mínum bókum. Mér
bók. Þessa vissu fékk ég eftir að
hafa tekið á móti bréfi frá manni
sem þá þegar var látinn. Bréfið
hafði ákaflega sterk áhrif á mig.
Nú, svo var ég alinn upp við spírit-
isma, en blessaðir prestarnir vilja
sumir hverjir ekki heyra á hann
minnst.
Mér finnst Biblían
illa þýdd
Já ég fer sjaldan til kirkju, helst ef
vinafólk mitt er borið til grafar.
En ég tek það fram að ég er ekki
að gorta af þessu. Ástæðan fyrir
lítilli kirkjusókn af minni hálfu er
sú að mér finnst margt í kirkju-
haldinu vera hálfgert tildur.
Annað, og ég er kannski einn um
þá skoðun, mér er alveg sama,
mér finnst Biblían illa þýdd. Hún
er á svo tyrfnu máli að það skilst
ekki. Tökumtrúarjátningunasem
dæmi. í henni segir t.d. að Jesú
muni koma og dæma lifendur og
dauða. Mér finnst heldur mikið af
því góða að bera það upp á Jesú
Krist að hann sé dæmandi lifandi
og dauða, því hann segir sjálfur,
og því trúi ég vel: Dæmið ekki svo
þér verðið ekki dæmdir. Og hugs-
aðu þér Faðirvorið, sem er verið
að tyggja í blessuð börnin. Ég
þekki strák sem sagði, þegar hann
var spurður eftir Faðirvorinu: Það
kann það enginn heima. Auðvit-
að var það vitleysa, það rétta var
að það hafði engum tekist að
kenna honum það. Hugsaðu þér
Áskell, ef Davíð Stefánsson hefði
verið fenginn til þess að semja
Faðirvorið upp á nýjan leik - með
sínu eigin málfari. Það hefði hvert
einasta barn drukkið það í sig
með móðurmjólkinni. Ég get
varla hugsað mér það að málinu
sé haldið svona tyrfnu, til þess að
það sé ögn fyrir ofan almúgann.
Ég þekki marga presta sem mér
er hlýtt til, en þegar þeir koma í
stólinn gránar gamanið. Mér dett-
ur stundum í hug að þeim hljóti að
Þessi saga er sjálfsagt lygasaga
eða mikið ýkt. Presturinn var bú-
inn að sækja um annað prestakall
en menn tóku honum heldur
dræmt. Þegar Skagfirðingarfréttu
að karl vildi fara skrifuðu þeir
nöfn sín á blað og hvötu prestinn
til að fara hvergi. Þá á presturinn
að hafa komið til séra Gunnars og
spurt: Hvað á ég að gera. Þeir
vilja mig ekki á hinum staðnum,
sem ég er búinn að sækja um og
núna vilja Skagfirðingar alveg
vitlausir hafa mig. Þá átti séra
Gunnar að segja: Farðu, þá gerir
þú öllum til bölvunar.
Víkjum aftur að bókunum
mínum. Það er eitt sem ég hef allt-
af gaman að. Menn eru oft að telja
upp þau skáld sem í bænum búa,
en ég get trúað þér fyrir þvi að þá
er ég aldrei talinn með. Þetta gerir
mér ekkert til og vil ég vísa til
hendinga er ég setti saman einu
sinni: Það mig gamlan gleður
mest, þótt gleymist ég á stöðum
fínum, að blessað sveitafólkið
flest, finnuryl í bókum mínum.
Þó innfæddir Akureyringar
meti mig einskis, þá er ég ekkert
að kvekkjast á slíku. Já ég er sjálf-
sagt ekki nógu góður, ekki inn-
fæddur og fleira má eflaust finna.
Guðrún frá Lundi,
Laxness og Erlingur
Ég var ákaflega rauður þegar ég
var strákur, en svo gerist ég mikill
framsóknarmaður og elti Jónas
eins og hundur. Þessi ákafi hefur
sljóvgast ég er búinn að reka mig á
afbragðsmenn í öllum flokkum.
Ég er samvinnumaður og verð
það víst alla tíð. Ég æsi mig ekki
lengur upp vegna framsóknar-
eða samvinnustefnunnar, það er
langt síðan ég lærði að það er
heimskulegt. En ég held að
maður geti ekki verið einlægur
samvinnumaður án þess að vera
um leið framsóknarmaður.
Nei, ég er ekki í neinu rithöf-
undafélagi. Mér hefur aldrei dott-
ið til hugar að ég væri sá rithöf-
undur að ég fengi inngöngu í Rit-
höfundasamband íslands en ég
hef einu sinni fengið dálítinn
styrk. Ég geri það af gamni mínu
að sækja um úr rithöfundasjóðn-
um á hverju ári. Utan einu sinni
hef ég alltaf fengið neitun. Þá átti
frændi minn sæti í úthlutunar-
nefndinni. Þetta er klíkuskapur
og þarna eru framin svo mikil
rangindi að það er óheyrilegt.
Guðrún frá Lundi var eitt sinn
mest lesni rithöfundurinn á ís-
landi, á tímabili var hún meira les-
in en sjálfur Laxness, en hún fékk
þó ekki það sem henni bar eins og
hún var þó búin að leggja til af
söluskatti. Þegar kemur að því að
úthluta starfslaunum og styrkjum
þurfa rithöfundar að eiga við
mikla kommúnistaklíku, eða svo
segja blöðin. Þá sakar það ekki að
eiga kunningja sem hefur áhrif,
frændsemi er ekki verri því þá er
mönnum sinnt. Ekki síst fá menn
áheyrn ef þeir hafa réttan póli-
tískan lit.
í vetur ætla ég að sækja um 2ja
eða 3ja mánaða starfslaun. En ég
veit að ég fæ ekki neitt. Ég hef
ekki réttan lit. Hugsaðu þér mann
eins og hann Erling Davíðsson.
Hann er búinn að gefa út hverja
metsölubókina á fætur annarri en
aldrei fengið krónu. Finnst þér
einhver sanngirni í þessu? Auð-
vitað á að úthluta fé til rithöfunda
í samræmi við það hvemig bækur
þeirra seljast.
Fyrir mörgum árum hlustaði ég
á þátt í útvarpinu. Þar voru saman
komnir bókmenntasérfræðingar
og rithöfundar með réttar skoð-
anir. Þeir voru svo háfleygir að
það var ómögulegt að skilja þá.
Ég minnist þá orða Guðmundar
Daníelssonar sem sagði: Ég skrifa
bara að gamni mínu. Þegar ég var
búinn að skrifa dálítið datt mér til
hugar að það hefðu fleiri gaman
að lesa þetta og þ.á fór ég að gefa
þetta út. Mig varðar ekkert um
annað. - Svei mér þá - ég held að
ég geri þessi orð Guðmundar að
mínum.
Húsvíkingar eru
dásamlegir menn
ö
Frá upphafi hafa verið dfýgðing
þrennskonar glæpir á íslandi. Égi
á við meðferð á börnum, g^makunl
mennum og dýrum. En ijú er n
þetta mikið að breytast og j§ieirai-jr|
að segja er í dag farið svo vel múSbrn
mörg börn að þau eru gerð:.hálfni;;l
vitlaus. En það er ekki svo mdðjrn
gamalmenni, þau þola þetta, em .
þau eru að verða svo gömul áð; i
þjóðfélagið er að komast í vand-
ræði með þau. Og ástæðan fyrir
háum aldri? Þar kemur fyrst til
húshlýjan, hús nútímans eru hlý,
björt og viðfeldin. Fæðið er gotto^
og heilbrigðisþjónustan er einnig
ágæt. Og sem betur fer fjölgar !.«
þeim sífellt sem geta notið ellinnfini
ar. En þú og þessir ungu menmarj
sem standið undir þessu eruð ekkifía
famir að lítast á blikuna og ég sldl
það vel.
Mér finnst alltof mikið gert af
því að halda lífinu í gömlu fólkjpllL
en annað er víst ekki hægt. Ég3
þekki gamla menn sem voruí/aktolE
ir upp aftur með hjartahpoðiiöo
Þeim var ekkert um þetta, vildu fá u
að fara. Þorleifur heitinn Bjarna«rn
son sagði mér að hann hefði veriðrj'
vakinn upp tvisvar. Ég var steinHibl
dauður, sagði Þorleifur mér qg; i
bætti við: Enn er ég logsár á bringfn
unni eftir átök læknanna.
Þá vildi ég tala um dýrin. Það er ör
búið að fara illa með þau. Ég er nú
að myndast við að vera í Dýrar/r/
verndunarfélaginu á Akureyriji/j:
sem hefur mest verið haldið upþiqu
af vini mínum Marxusí Heígas0
syni, fyrrverandi stöðvarstjoracrö
Nú er Níels Halldórsson tekimtujl
við stjórnartaumunum og fer véiv
af stað.
Já það kennir ýmsra grasaHE/Ei
dýraverndunarfélögunum. Ég héfri
Gott að vera á
Landspítalanum
lent í því oftar en einu sinhi afc iiHefur þú nokkum tíma heyrt eins
fara suður á fundi hjá Dýravörndfemhryllilegan málshátt og notaður er
unarfélagi íslands. Einunjsinmmaimmannsemerrauðuríframan:
lenti ég í hálfgerðum útistöðumuöNú, þú ert eins og barinn
lendingar séu léttari en við.
En ég gæti aldrei hugsað mér að
búa fyrir sunnan. Þar er ég eins og
vængbrotinn fugl. Ég þori ekki að
aka um borgina auk þess sem ég
rata ekkert um hana. Helst af öllu
vildi ég búa úti í sveit. Hér getur
maður ekki átt hest, rollu eða
ur og átti rétt á embættinu. Prest-
urinn kom til séra Gunnars í
Glaumbæ og spurði hann álits.
Nei, sagði séra Gunnar, þú gerir
aldrei skýrslur. Þá sagði hinn:
Hvenær gerði Jesú Kristur
skýrslur? Svo var það annar prest-
ur sem kom líka til séra Gunnars.
6 - DAGUR— 22. október 1982
22. október 1982 - DAGUR - 7