Dagur - 22.10.1982, Page 8
TONLIST
Soffía Guðmundsdóttir
Fallegur söngur
Páll Jóhannesson.
Þaö var ánægjuleg stund, sem
tónleikagestir áttu í Borgarbíó
sl. laugardag er Páll Jóhannes-
son tenór efndi til sinna fyrstu
einsöngstónleika. Jónas Ingi-
mundarson lék með á píanó.
Páll stundar nú söngnám á
Ítalíu og hefur stigiö stór skref
fram á við eftir þessum tónleik-
um að dæma.
Ekki verður betur séð og
heyrt en Páll sé þegar kominn
með staðgóða söngtækni, sem af
því má marka, að þetta rennur
allt saman fram áreynslulaust
rétt eins og ekkert sé sjálfsagð-
ara.
Röddin er gullfalleg, hljóm-
mikil, björt og blæbrigðarík og
ótrúlega jöfn á tónsviðinu eins
og það leggur sig. Túlkun öll er
einlæg og látlaus, fjarri allri
sýndarmennsku.
Þá er textaframburður til
fyrirmyndar, og textarnir eru vel
sagðir fram um leið og þeir eru
sungnir. Þennan eilífa vanda
milli texta og tónlistar hefur
margur söngvarinn, þótt góður
sé, mátt stríða við um langa
hríð, en hann virðist ekki valda
Páli teljandi vandræðum.
Ekki minnist ég þess að hafa
heyrt alkunn íslensk lög svo
prýðilega flutt sem að þessu
sinni og upp á nýjan ferskan
máta, blátt áfram og innilegan.
Mér fannst ég eiginlega heyra
hin ljúfulög Eyþórs Stefánssona
Lindina og Mánáskinið í fyrsta
sinn að ógleymdum Bikamum
eftir sama höfund. Það var ris-
mikill flutningur og stór í
sniðum. Sama má segja um
Heimi eftir Kaldalóns.
ítölsku aríurnar, þessar skín-
andi perlur, samdar á sautjándu,
átjándu og nítjándu öld, voru
hver annarri fallegri, og eru þær
þó ekki auðveldar í meðförum,
en Páll ratar svo beina og ein-
falda leið, og það er ekki lítill
galdur.
Mig langar til að færa þeim
Páli og undirleikara hans Jónasi
Ingimundarsyni píanóleikara
bestu þakkir fyrir þessa tón-
leika. Þeir verða mér minnis-
stæðir.
Að lokum Páll: Til lukku með
þenna fallega söng og gangi þér
vel.
Soffía Guðmundsdóttir.
Þjóðarátak
krabbameini
- Qáröflunardagur 30. október
Landsráð gegn krabbameini
var stofnað 4. maí 1982. Fé-
lagar landsráðsins eru 60 sam-
tök vinnumarkaðarins,
íþrótta, atvinnulífs og lista.
Stofnfundurinn samþykkti
einum rómi að gangast fyrir
þjóðarátaki sem geri Krabba-
meinsfélagi Islands fært að
ráðast í ný og stærri verkefni
en hingað til hefur verið fært
s.s. leitarþjónustu gegn leg-
hálskrabbameini, fjöldaleit
að brjóstkrabbameini, leit að
krabbameini í körlum, rann-
sóknir á orsökum krabba-
meins og áhrifum umhverfís,
atvinnu og erfða og eflingu
krabbameinsskrár.
Landsráðið er stofnað fyrir
forgöngu forseta Islands, forsæt-
isráðherra og biskupsins yfir ís-
landi og voru þau á stofnfundi
kjörin í heiðursráð þess, en
framkvæmdastjóri fram-
kvæmdanefndar er Eggert Ás-
geirsson, áður framkvæmda-
stjóri Rauða kross íslands.
Hinn 30. þ.m. er ákveðið að
fram fari allsherjar fjársöfnun
um land allt framangreindum
málum til eflingar. Hefur land-
inu verið skipt í söfnunarum-
dæmi og umdæmunum í smærri
söfnunareindir og samkvæmt
beiðni framkvæmdanefndar
hafa Bragi Sigurjónsson og séra
Pálmi Matthíasson tekið að sér
að hafa yfirumsjón með söfnun á
Akureyri og í nágrannahrepp-
um. Hafa mörg félög og samtök
brugðist mjög vel við því að að-
stoða við söfnun þessa, en hún
er hugsuð sem söfnun í eitt skipti
(ekki árleg) og vonast til, að hún
skili miklum árangri, verði raun-
verulegt þjóðarátak gegn
krabbameini. Framlög yfir 100
kr. eru frádráttarbær til skatts.
Söfnunin verður þannig skipu-
lögð á Akureyri og í nágranna-
hreppum, að29. okt. (föstudag)
verður vitjað framlaga fyrir-
tækja og stofnana, en 30. okt.
(laugardag) ganga söfnunaraðil-
ar í hús, væntanlega á bilinu kl.
10-18. Reynt verður að gæta
þess, að hvergi verði tvívitjað
framlags og sérgerðar kvittanir
verða gefnar fyrir hverju fram-
lagi með áprentun Þjóðarátaks
gegn krabbameini. Mikilsvert er
fyrir söfnunaraðila, að menn
hafi framlög sín handbær, svo
söfnun gangi fljótt og vel, en
söfnunarfé þarf að skila um-
dæmisráði í síðasta lagi kl. 21 að
kvöldi söfnunardags uppi í lög-
reglustöðinni á Akureyri að
sunnanverðu, en þar mun um-
dæmisráð (Bragi og séra Pálmi)
vera til móttöku kl. 13-21 og
sími þeirra þar 25733. Söfnunar-
upphæðir frá öllum umdæmum á
landinu verða tilkynntar í sjón-
varpi kl. 23.30 þennan dag.
Tekið skal fram, að ávísanir,
sem inn koma verða ekki inn-
leystar fyrr en eftir mánaðamót.
DA GD VELJA Bragi V. Bergmann
Brandarar:
„Mamma, ég hef magaverk," sagði
Sigga litla 6 ára.
„Það er bara af þvl að þú vildir ekki
borða matinn þinn. Maginn er tómurl"
Skömmu slðar kom pabbinn heim og
kvartaði sáran yfir þvt að hann hefði
haft höfuðverk allan daginn. Þá gall I
Siggu litlu:
„Það er bara af þvl að höfuðið er tómt!“
☆ ☆*
Svenni litli hafði séð nýfædda kettlinga
hjá nágrannanum, sem hann var mjög
hrifinn af. Hanneyddiöllumfrístundum
sínum þar, en dag nokkúrn kom hann
hágrátandi heim og sagði mömmu
sinni að nágranninn hefði drekkt kettl-
ingunum, öllum nema einum.
Mamman reyndi að skýra út fyrir syni
sínum að ekki væri hægt að láta öll af-
kvæmin lifa, þá yrði einfaldlega alltof
margir kettir.
Stráksi þurrkaði tárin, leit á mömmu
sínaog sagði:
„Heyrðu, mikið var ég heppinn. Hvað
vorum við eiginlega mörg?“
„Ungi maður," sagði móðirin, - það
voru tvær kökusneiðar hér I ofninum I
morgun. Getur þú sagt mér af hverju
það er bara ein núna?“
„Það hlýtur að hafa verið svona dimmt,
aðég hefekkiséð hina."
☆■☆☆■
„Hlauptu inn og þvoðu þér í framan,
drengur. Pabbi þinn er að hugsa um að
bjóða þér í bílferð með sér.“
„Er ekki rétt að vita vissu sína áður?“
☆ ☆☆
Árni spurði mömmu sína hvernig hann
hefði orðið til:
„ Þú lást (maganum á mér og stækkað-
ir þar,“ útskýrði mamman.
„Fékk ég mat þarna inni?“
„Já, já, á hverjum degi.“
„En mamma, hvernig í ósköpunum
gastu komið diskunum þangað inn?“
☆ ☆☆
„Pabbi, snýst jörðin I hringi?"
„Hver djöfullinn er þetta strákur, hef-
urðu nú stolist I brennivtnið rétt einu
sinni?"
☆ ☆☆
„Hvað ætlar þú að verða þegar þú
verður stór?“ spurði frændinn litla
drenginn.
„Prestur."
„Já, sko, strax kominn með áhuga á
andans málefnum."
„Fjandinn hafi þau. En þetta er eina
starfið þar sem bara þarf að vinna á
sunnudögum, og þá er ekkert varið í
sjónvarpið hvort sem er.“
☆ ☆☆
Litli óþekktarpúkinn á heimilinu, hann
Siggi sem var sex ára var búinn að sitja
lengi, þögull og hugsi. Svo snéri hann
sér að mömmu sinni:
„Mamma, er það ekki Guð, sem gefur
okkur daglegt brauð?"
„Jú, auðvitað, væni minn.“
„Og kemur ekki jólasveinninn með jóla
gjafirnar?"
„Vitanlega.“
„Og kom ekki storkurinn með mig og
litlu systur?"
„Jú, jú, auðvitað var það storkurinn."
„En til hvers höfum við þá eiginlega
hann pabba...?“
☆ ☆☆
- Hvað ætlar þú að gera þegar þú
verður stór, Siggi minn?
- Safna skeggi, svo ég þurfi ekki að
þvo andlitið á mér...
☆ ☆☆
Gvendur litli er alltaf að spyrja föður
sinn hvernig hann hafi orðið til. Faðir-
inn færist alltaf undan, en Gvendur
spyr því ákafar, þangað til faðirinn
segir:
- Ég tók tvö fræ og gróf þau úti í garði
og hvolfdi blómapott yfir. Og þegar ég
lyfti pottinum upp nokkrum dögum
síðar, fann ég þig undir honum!
Gvendur litli hugsaði málið og einsetti
sér að gera tilraun sjálfur. En þegar
hann lyfti blómapottinum, var ekkert
undir honum nema stór ánamaðkur.
Þá segir stráksi í bræði:
- Sko, ef ég væri ekki hann pabbi
þinn, skyldi ég drepa þig ófétið þitt!
☆ ☆☆
- Stóra systir mln notar sltrónusafa
sem andlitsnæringul
- Nú, já. Þess vegna er hún alltaf
svona súr á svipinn ...
☆ ☆☆
(fíTH! £R GR£ifjfi£MunuR 'A bkí/jfJun o& skfihíjétuin).
— ; / JÍ jfl 8 1 1 * BAot- HfcTTU FR'etta TÍHK- AltLrR STottA SAMÞVKKr SkogT FRUMA uLtim'' fíWAf G-LATA
J / / /•***> m ^KAMM! v
i'&m Rf&LU' BuUCitJi 'asu'att
< r* i'W* G-ÖSLA
s HrTTi OKA SAURW IPKA to- IAus a TAur LauaJ L
V
TRAfJAfc KEIt)!' HLióE> » LEÐJa FU&L
SEaJd r 'A BRoTt VÍ«AM FjöRD SKIfJNXÐ V y
RÖKKUí STUUMfi TUNWu T ► v—
&AMAL- í>Ac,c, sj v /
SÖM&L æða ; ►
# Skagafj. Í-MÚL.S
pOFWA OrlST L :
8 - DAGUR,- QktófcM; 1982