Dagur - 04.11.1982, Side 8

Dagur - 04.11.1982, Side 8
Minningarorð Snæbjöm Einarsson, kennari Eftir því sem lengra líður á ævina förum við að finna oftar og sárar til þess að vinir berast burt með tímans straumi samkvæmt lögmáli lífsins. Skyldmenni og vinir, sem okkur fannst sjálfsagt að fylgdust með okk- ur alla lífsleiðina, eru allt í einu óvænt horfnir og í þeirra stað kemur söknuður og tómleiki. Það er að vísu sagt að maður komi í manns stað. En mér hefur oft fundist þegar einhver, sem var sérstæður og mikilsverður persónuleiki hverfur úr samfylgd- inni, að aldrei geti neinn komið full- komlega í hans stað. Og núna þegar Snæbjörn Einars- son frændi minn er horfinn af sjónar- sviðinu, finnst mér að enginn geti komið í hans stað. Fregnin um fráfall hans barst mér að morgni föstudagsins 22. október í vikunni sem leið. Ekki kom hún al- gerlega að óvörum, því að Snæbjörn hafði um langt árabil kennt van- heilsu, sem var honum fjötur um fót, þó að hann lengst af væri líkamlega hress og andlega væri engan bilbug á honum að finna. Snæbjörn fæddist 25. október, árið 1902, að Garði í Þistilfirði. Hann skorti því aðeins þrjá daga til að lifa sitt áttræðisafmæli, sem hann hafði hugsað sér að yrði gleði- dagur í hópi nánustu vandamanna og góðra vina. Foreldrar hans voru Ein- ar Einrsson og Björg Sigmundsdótt- ir, ersíðar bjuggu í Garðstungu, sem kallast mátti nýbýli í landi Garðs. Árið 1920 andaðist Einar og þá gerðist sú algenga saga fyrri ára, að fjölskyldan dreifðist. Systkinin voru fimm talsins, elstur var Einar, þá Snæbjörn, sem var þá milli ferming- ar og tvítugs, en yngri voru, Járnbrá, Ingvar og Guðmundur. Járnbrá er nú ein á lífi þeirra systkina. Snæbjörn einn hleypti heimdrag- anum að ráði. Hann var við nám í Menntaskólanum á Akureyri vetur- Olíuverslun íslands, OLÍS, hefur opnað nýja verslun í húsakynnum sínum við Tryggvabraut. Að sögn Há- konar Aðalsteinssonar mun OLÍS hafa þar á boðstólum ým- isskonar verkfæri og vörur til bifreiða. Verslunin heitir OLÍS-búðin. inn 1921-1922 og lauk prófi úr 2. bekk. Á þeim árum voru naumast mögu- leikar á að stunda framhaldsnám fyrir aðra en þá, sem áttu kost á fjár- hagslegum stuðningi frá foreldrum eða öðrum ættingjum, en í þessu til- felli var ekki um slíkt að ræða. Snæbjörn stundaði nú um skeið verslunarstörf á Akureyri og síðan algenga vinnu í átthögunum. Vetur- inn 1926-27 var hann við nám í íþróttaskóla Jóns Þorsteinssonar. Eftir það var hann við kennslu í átt- högunum og hélt leikfiminámskeið á Þórshöfn, Raufarhöfn og Húsavík. Þá tók við farkennsla eða skóla- stjórn og kenndi hann á eftirtöldum stöðum misjafnlega lengi, Presthóla- hreppi, Þistilfirði, Húsavík, Bú- landsskólahéraði, Kaldrananess- skóla í Strandasýslu og lengst á Raufarhöfn. Þar starfaði hann á skrifstofu Kaupfélagsins um sex ára skeið, en hóf síðan aftur kennslustörf við Raufarhafnarskóla. Árið 1951 kvæntist Snæbjörn Eriku Stakalies, sem fædd var í Austur-Prússlandi árið 1923. Börn þeirra eru, Ingvar Guðmundur, Ein- ar Friðrik, Fannlaug Svala, Guðjón Sigurður, og Snæbjörn, sem fórst af slysförum á barnsaldri. Öll eru þau manndóms og dugnaðarfólk, og eru búsett í Hafnarfirði þar sem Snæ- björn og Eirika hafa búið síðustu árin. Snæbirni var margt vel gefið meira en almennt gerist. Hann var góður íþróttamaður og mikill áhugamaður á því sviði. íþróttaandinn fylgdi hon- um í starfi ævilangt. Hann var gædd- ur tónlistargáfu og ríkulegum áhuga í þeirri grein. Þar sem hann var við kennslu stofnaði hann kóra bæði barna og fullorðinna, einnig kvart- etta. Hann var hljóðfæraleikari af lífi Þar að auki er hægt að fá margs- konar þakþéttiefni, límbönd, gaskúta og steinolíuofna svo eitt- hvað sé nefnt. „Við munum koma með ýmislegt nýtt í verslunina á næstu dögum,“ sagði Hákon þeg- ar rætt var við hann fyrir helgi. og sál og marga stundina lífgaði hann tilveruna með söng og hljóðfæraleik þar sem hann var gestkomandi. Hann var skáldmæltur vel og gaf út ljóðabók árið 1955 og nefndist hún, Ber þú mig, þrá. Þannig hefst æskuljóð, sem hann orti um þær mundir, sem hann var við nám í Reykjavík og túlkar það fyrst og fremst heimþrá, átthagatryggð og saknaðarkennd. Þetta ljóð varð þjóðkunnugt og mikið sungið bæði af kórum og kvartettum og einnig almenningi, undir laginu. Old Virg- inny, eftir James Blond. Öll ljóð Snæbjarnar bera vott um viðkvæmt og ákaft tilfinningalíf. Hann bjó yfir ríkum metnaði og skaphita. Þess gætti þó ekki mikið í sambúð- inni við aðra, því að réttlætiskennd hans og sáttfýsi brást ekki. Veturinn 1923-24 þegar Snæbjörn var kennari í Þistilfirði, stóð hann fyrir því að endurreisa Ungmenna- félag sveitarinnar. Hann veitti því síðan forstöðu og gaf út á vegum þess handskrifað blað. Snæbjörn var röskur og laginn Það var árla morguns fimmtudaginn 21. október, að dimmt él gekk yfir Villingadal, í þann mund sem hús- bóndinn, Jón Hjálmarsson, var að búast til brottferðar. Hann hafði jafnan haft það fyrir venju að taka daginn snemma, ekki síst þá ferð var í vændum, en för skyldi aldrei frest- að þegar skyldan kallaði, þó að él væru dimmn eða þung færð á vegin- um. Þessari för varð heldur ekki frestað. Áður en dagur var á lofti, var Jón allur. Við sem höfum þekkt Jón Hjálm- arsson og haft samskipti við hann allt frá allra fyrstu bernskudögum, finnum best, þegar svona snögg um- skipti hafa orðið, hversu stórt skarð hann skilur eftir sig. Gamlir nemendur minnast hans sem ágæts kennara og hve mikill félagi hann var í námi og leik. Þá var ekki venja að kennarar fylgdu nemendum eftir í frímínútum eða utan skóla- tíma. Við minnumst hve frímínút- urnar voru vel notaðar í boltaleikj- um og ekki síður þegar skautarnir voru teknir fram eftir skólatíma og ísinn dunaði af umferð glaðværrar æsku sem naut hvetjandi foringja. Jón var um árabil formaður í Bindindisfélginu „Dalbúinn" í Saur- bæjarhreppi. Á þeim árum var mikið líf í þeim félagsskap og undu ung- lingarnir hag sínu vel - án bíla - í sam- veru við hest sinn í ríki náttúrunnar í byggð og til dala. Sumarmorgnarnir voru vel notaðir þegar tækifæri gafst frá heyönnum. Jón var bindindis- maður alla tíð og taldi að sérhver æskumaður ætti að forðast neyslu á- fengis og annarra eiturlyfja og einnig að það væri göfug viðleitni að bind- ast samtökum sem stuðluðu að vel- ferð æskulýðsins. Þegar ungmennafélögin við Eyja- fjörð felldu bindindisákvæðið úr samþykktum sínum sagði hann skil- ið við félagsskapinn í mótmælaskyni við þá ákvörðun. Hann var alltaf sjálfum sér samkvæmur, en þrátt fyrir þetta var hann alltaf talsmaður hreyfingarinnar og hvetjandi fyrir málefnum hennar. Það yrði langt mál að rekja allan félagsmálaferil Jóns Hjálmarssonar og verður það ekki gert í þessum kveðjuorðum, en alltaf var hann virtur í félagi ogstarfi og jafnan kjör- inn til ábyrgðar á einn eða annan hátt. Hann yfirvegaði afstöðu sína til mála af gaumgæfni og fylgdi þeim eftir í samræmi við sannfæringu sína og samvisku. starfsmaður að hvaða starfi, sem hann gekk, og samviskusamur í allra besta lagi. Sú fjölhæfni, sem hann var gæddur gerði honum fært að hagnýta svo vel þá stopulu menntun, sem hann naut, að einstakt má teljast. Geta má nærri hvað það hefur komið sér vel í afskekktum skóla- hverfum þegar kennarinn gat kennt bæði söng og leikfimi með öllum öðr- um námsgreinum. f viðræðum var Snæbjörn líflegur og kom víða við. Kímnigáfa hans var næm og ósvik- in. Allir, sem höfðu af honum kynni munu viðurkenna að hann var ein- staklega lífrænn maður, bæði í leik og starfi. Og þeir, sem þekktu hann best, munu hafa látið sér skiljast að hann var heill í gleði og harmi. Þó að Jón í Villingadal var gæddur góðu búmannseðli. Hann sagði eitt sinn, að bóndinn þyrfti að kappkosta þrennt: Að fara vel með jörðina sína, að fara vel með skepnurnar sfnar og fara vel með sjálfan sig. Tvennt það fyrsta rækti hann með prýði, en sjálfum sér vildi hann gieyma. Starfsemi atorkumannsins ofgerði líkamsþrekinu. Þess vegna varð hann þreyttur og slitinn fyrir aldur fram. Á yngri árum var Jón þrekgóður og fylginn sér svo orð fór af. Hann sagði - og má telja það kjör- orð hans - að maður skyldi ganga að hverju verki og starfi „með oddi og egg“- Einn þáttur í ræktunar - og félags- málastarfi Jóns skal tilgreindur hér. Þegar skógræktaráhugi endurvakn- aði upp úr 1950, gerðist Jón virkur skógræktarmaður og hefur síðan plantað miklum fjölda trjáa. Þrátt fyrir það að land hans liggur við efstu mörk þess sem þykir vænlegt til skógræktar, þá eru mörg tré á góðu þroskastigi þar. Það hefur verið eftirtektarvert, að þar sem ungtrján- um hefur verið plantað þétt, verður vöxtur þeirra öruggari. Þetta mætti skoða sem táknrænt dæmi þess, að þar sem lífsbaráttan er hörð gildir náin samstaða. Trén hans Jóns halda áfram að vaxa og vitna um trú rækt- unarmannsins á gróðurmátt moldar- innar. Jón í Dal - en svo kölluðum við hann stundum - var góður nágranni, hollráður og hjálpsamur. Maður átti hann vísan sem „hauk í horni“. Hann hafði góða yfirsýn yfir samfé- lagið, hann mundi sex ættliði og átti þar ónotað gott hugðarefni til að vinna úr, ef tími hefði gefist. Ýmsu kom hann þó til skila af þjóðlegum fróðleik sem fengur er í. kynni okkur Snæbjarnar hafi verið margvfsleg, er mér hann nú á þessari stundu minnisstæðastur eins og hann var á æskuárunum, og mér finnst ein- hvern veginn að hann hafi átt miklu fleiri æskuár en aðrir, sem ég hefi átt samleið með. Mér er efst í minni þegar hann var að koma sem gestur á æskuheimili mitt, að þá kom hann ávallt færandi hendi. Ekki var hann fyrr kominn inn fyrir dyr, en að hann var sestur við hljóðfærið og lék og söng ný og skemmtileg danslög eða aðra söngva, sem ekki var lítilsvert að læra, og stundum fylgdu þeim er- lendir textar. Hann lék einnig algeng lög, sem við kunnum, en oft í eigin útsetn- ingu, sem gæddi þau nýju lífi og heitri tilfinningu. Síðan var oft brugðið á leik úti við, og þá mátti búast við einhverjum nýjungum í íþróttaiðkun eða öðrum leikjum. Að því loknu gátu hafist umræður í baðstofuni, og þær gátu staðið fram á nóttina án þess að okkur leiddist. Ég veit að margir minnast Snæ- bjarnar með hlýjum huga og þakk- Iátum. Ég og fjölskylda mín erum honum þakklát vegna þeirrar hlýju og tryggðar, sem hann bar til okkar, og þeirra góðu minninga sem við eigum frá samverustundum með honum, fyrr og síðar. Fjölskyldu hans send- um við innilegar samúðarkveðjur á þessum dögum saknaðar og trega. Einar Kristjánsson. É1 morgunsins gekk yfir um há- degi, þá gerði skýjarof, haustsólin varpaði ljóma sínum á snæviskrýdd fjöllin: Galtárhnjúk, Leyningsöxl, Bungur og Tröllshöfða. Það er fögur sjón fyrir þann, sem gæddur er átt- hagatryggð. Fyrir ferðalanginn er heiðríkjan heillandi. Fjarlægðar- bláminn er kannski bil milli heima - eða - vísleggjast tilverustigin ef til vill með aðeins mismunandi bylgju- tíðni? Ég og fjölskylda mín þökkum þér, Jón, að leiðarlokum samfylgdina og alla vináttu. Við óskum þér góðrar ferðar til nýrra heimkynna. Við sendum þér, Hólmfríður, börnum ykkar, systkinum Jóns og öðrum ætt- ingjum hans innilegustu samúðar- kveðjur og biðjum Guð að blessa ykkur minningarnar. Sigurður Jósefsson. Jón Hjálmarsson frá Villingadal er látinn. Það áfall verða ættingjar hans og vinir að komast yfir. Okkur öllum sem áttum því láni að fagna að kynn- ast hógværum mannkostum hans, er nú harmur í huga. Djúphygli, drengskapur, gáfur og sá eiginleiki hans að vinna öllum málum af heil- um hug öfluðu honum trausts og virðingar langt umfram flesta sam- ferðamenn. Fjölhæfni hans til verka var með fádæmum. Hvort heldur unnin voru hin grófustu bústörf, viðkvæm fé- lagsmál eða sest að skriftum ef tóm gafst og gömlum sögnum breytt í skrásettar glitrandi stílperlur - alls staðar risu hæfileikar hans upp úr því venjulega. Dagstund í eldhúsinu hjá Jóni og Fríðu var oft eins og langur skóli í því að sjá sjálfan sig sem ábyrgan þegn í okkar litla samfélagi. Það jafnvægi hugar og handa sem ríkti á Villingadalsheimilinu var okkur, sem getum gengið þar um hús sem okkar eigin, mikið umhugsunarefni. Af engum var betra að þiggja ráð enda oft eftir þeim leitað. Nú er úti sú tíð. Kæri vinur, þú er nú horfinn „ann- að að starfa" en við stöndum eftir hnípin og hljóð og biðjum þann guð sem öllu ræður um styrk ástvinum þínum til handa. í hugum okkar, sem nutum vináttu þinnar, mun minningin um glaðværa drenglund þína lifa uns röðin kemur að okkur, hverju og einu, að lúta lögmáli alls þess er lifir. Pétur Brynjólfsson. Bókauppboð Laugardag 6. nóv. kl. T4.00 verður haldið bóka- uppboð í Alþýðuhúsinu á Akureyri. Uppboðsskrá liggur frammi í fornbókaversluninni Fróða, Geisla- götu 1, þarsem bækurnar verða tilsýnis. Uppboðshaldarar: Bárður Halldórsson/Jón G. Sólnes. Þessir munu verða viðskiptavinum innan handar: F.v. Hákon Aðalsteinsson, Páll Tryggvason og Einar Jónsson. Mynd: áþ. OLÍS opnar verslun Minning Jón Hjálmarsson, Villingadal ;8~t3AGUR-4Ýnóvemfc>er1982

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.