Dagur - 04.11.1982, Side 12

Dagur - 04.11.1982, Side 12
Valdimar Pétursson. Nýtt skipu- lag „Það er rétt að Hagvangur gerði úttekt á stjórnun og skipulagi Sjálfsbjargar á Akur- eyri. Við fengum ákveðna punkta um það hvernig stjórnin ætti að vera í Bjargi og nú er unnið að því að koma á nýju skipulagi,“ sagði Stefán Arna- son, varaformaður Sjálfsbjarg- ar á Akureyri. „Það var nauð- synlegt að fá fram ákveðnar breytingar eftir að starfsemin flutti út í Glerárhverfi. Umsvifln jukust mikið og það var ástæð- an fyrir því að við báðum um þessa úttekt.“ Stefán sagði að í tillögum Hag- vangs væri t.d. gert ráð fyrir að ráðinn yrði framkvæmdastjóri fyrir Sjálfsbjörg og allt það sem færi fram í húsinu. „Þessi fram- kvæmdastjóri mun hafa alla starfsemina í sínum höndum. Við erum búin að ráða Valdimar Pét- ursson í starfið og hann byrjar um áramótin," sagði Stefán og gat þess um leið að hann teldi ekki ástæðu til að fjalla nánar um til- lögur Hagvangs. „Við eigum eftir að byggja mikiðenn. ínæsta áfangaersund- laug og íþróttasalur, þar sem ætl- unin er að vera með fyrir- byggjandi meðferð. Ég vona að framkvæmdir geti hafist næsta vor.“ Aðspurður sagði Stefán að töluvert hefði dregið úr fjárfram- lögum til byggingarinnar, en svo virðist vera sem einstaka félög hafi fengið það á tilfinninguna að byggingarframkvæmdum sé lokið, sem er síður en svo tilfellið. Umferð leyfð áný „Þegar framkvæmdum við Hafnarstræti lýkur, telur nefndin eðlilegt að umferð verði leyfð um götuna, þar til hellulögn hefst,“ segir í sam- þykkt sem umferðarnefnd gerði fyrir skömmu. „Verði tæknideild falið í samráði við lögreglu að gera nauðsynlegar ráðstafanir vegna gangandi og akandi umferðar. Bifreiða- stæði verði hönnuð í götunni. Umferð í miðbænum verði að öðru leyti óbreytt.“ 230 lök og 100 sængurver saumuð í Systraseli Undanfarna daga hafa konur í Kvennasambandi Akureyrar unnið við að sauma rúmfatnað og handklæði fyrir Systrasel. Ef að líkum lætur munu þær hafa lokið saumaskapnum í gær en vinnan hófst um s.I. helgi. Þetta er framlag Kvennasam- bands Akureyrar til „vinnu- vökunnar“ sem Kvenfélaga- samband Akureyrar hvatti að- ildarfélög sín til að taka þátt í. AU mörg kvenfélög útbjuggu muni og seldu á basar, en Kvennasamband Akureyrar taldi að kraftar meðlimanna nýttust best við skaumaskap í Systraseli. Margrét Kröyer, gjaldkeri K.S.A, sagði að saumakonurnar hefðu verið beðnar um að sauma 230 lök 100 sængurver og ótil- greindan fjölda handklæða. „Við höfum skipst á um að koma, en sumar hafa verið alla dagana,“ sagði Margrét er Dagur ræddi við hana. „Þærkonursemhafakomið og saumað eru allar í einhverju af þeim fjórum kvenfélögum sem starfa á Akureyri, en þau eru svo aftur aðilar að Kvennasambandi Akureyrar. Að meðaltali hafa verið þarna 10 konur á hverjum degi og stundum 12. Þetta hefur verið mjög ánægjulegt samstarf, enda vitum við vel að með því erum við að gera gagn. Ef við hefðum ekki tekið þetta að okkur hefði saumastofa sjúkrahússins þurft að annast þennan sauma- skap.“ Margrét sagði að þegar kven- félagakonurnar hefðu spurt sjálfa sig hvernig þær gætu best stutt við bakið á öldruðum, en þangað átti væntanlegur ágóði af „vinnu- vökunni" að renna, hefðu þær valið að sauma í Systraseli. Mar- grét sagði að það væri með öllu óvíst hvort basar eða eitthvað þ.h. hefði gefið nokkuð í aðra hönd á Akureyri enda væru fjöl- mörg félög með slíkar uppákom- ur um helgar. Það ríkti líf og fjör í saumasaln- um í Systraseli er ljósmyndari blaðsins leit við í fyrradag. Saumavélar suðuðu og á borði í miðjum salnum voru ágætis klein- ur. Frammi á gangi voru iðnað- armenn önnum kafnir enda er ætl- unin að taka Systrasel f notkun síðar í þessum mánuði. Þær voru að sauma er Ijósmyndara Dags bar að garði. F.v.: Droplaug, Laufey, Jónína, Hrefna, Kristjana, Júdit og Margrét. Mynd:aþ. .. Nýjabíó: Ollum sagt upp Búið er að segja upp öllu starfs- fólki Nýja bíós frá og með 1. febrúar 1983. í uppsagnarbréf- unum kemur fram að ástæðan er rekstrarerfiðleikar. AIIs Ný glæsileg brú yfir Svarfaðar- dalsá við Dalvík hefur verið tekin í notkun og leysir hún af hólmi gamla brú sem var að niðurlotum komin. Framkvæmdir við nýju brúna hófust árið 1980 en þá voru ramm- aðar niður undirstöður. Stöplar voru steyptir í fyrra og í sumar var brúin steypt upp og endanlega starfa 12 manns í Nýja bíói á tvískiptum vöktum, auk nokk- urra ræstingakvenna. Bíógest- um hefur fækkað mikið á undanförnum mánuðum. lokið við frágang hennar. Nýja brúin er um 85 metrar að lengd, tvær akreinar og auk þess gang- stígur öðrumegin. Brúin kemur í boga í beinu framhaldi af vegin- um og halli er á henni eins og á veginum sem að henni liggur. Gamla brúin sem nú fær hvíldina hefur þjónað sínu hlutverki vel, en hún var byggð árið 1929. # Fasteigna- verð hækkar I nýútkomnu fréttabréfi Fast- eignamats ríkisins kemur fram að fasteignaverð hækk- aði frá 1. okt. 1981 til sama tíma þess árs meira en dæmi eru til um áður. Þetta á við all- ar gerðir fasteigna þótt hækk- unin hafi verið breytileg eftir tegundum og landshlutum. Byggingarkostnaður hækk- aði á þessu tímabili um 64,1 % og hefur hækkunin aldrei ver- ið meiri á þessu tímabili frá því Fasteignamatið tók til starfa 1976. Árin 1977-1981 nam hækkunin nálægt 50% öll árin. íbúðir í fjölbýlishús- um hækkuðu hlutfallslega mest, um 88% yfir árið. # Hver fermetri á 10.600 Frá 1978 hefur verð íbúða á höfuðborgarsvæðinu hækk- að um nálægt 40% umfram byggingarkostnað, en utan þess svæðis hefur íbúðaverð aftur á móti fylgt hækkun byggingarkostnaðar nokkuð vel. í september sl. kostaði hver fermetri í íbúð í fjölbýlis- húsi í Reykjavfk 10.600 kr. Þá er miðað við að íbúðin sé greidd á einu ári. Samkvæmt útreikningum Rannsóknar- stofnunar byggingariðnaðar- ins, sem er grundvöllur vísi- tölu byggingarkostnaðar, kostaði fermetrinn 8.900 kr. í okt. Sameign er sieppt í báðum tilfellum. Þessar tölur benda eindregið til þess að íbúðir í fjölbýlishúsum seijist nú yfir byggingarkostnaði. # Rauðahúsið fjarlægt Bæjarráði barst á dögunum bréf frá framkvæmdanefnd félagsheimilisbyggingar verkalýðsfélaganna á Akur- eyri. Þar kemur fram að verka- lýðsfélögin á Akureyri hafa fest kaup á húseignunum við Skipagötu 14 (þvottahúsið) og hafa ákveðið að hefja þar byggingu félagsheimilis næsta vor. Þess varfarið á leit i bréfinu að ráðstafanir verði gerðar til þess að flytja „Rauða húsið“ af lóðinni nr. 16 við Skipagötu svo það standi ekki í vegi fyrir bygg- ingarframkvæmdum. Bæjar- ráð lagði til vegna þessa bréfs og væntanlegrar gönguleiðar milli Skipagötu og Hafnar- strætis að Rauða húsið verði fjarlægt af lóð sinni og að leigu á húsinu verði sagt upp miðað við 1. apríl 1983. Hér má sjá hreppstjóra Svarfaðardalshrepps, Hjört Þórarinsson og Svein Brynjólfsson vegavinnuverkstjóra á gangbrautinni yfir hina nýju brú. Mynd: Rögnv. Nýbrúá Svarfaðardalsá

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.