Dagur - 09.11.1982, Page 9
Tveir stórsigrar Þórs
114:76
Síðari leikurinn var leikinn kl. 11
f.h. á sunnudag vegna rafmagns-
leysis eftir hádegið og var ekki
annað að sjá en Þórsarar kynnu
því ve! að spila á þessum tíma. Nú
var allt annar bragur á íeik liðsins
en fyrri daginn, vörnin mjög vel á
verði og hraðaupphlaupum
óspart beitt. Pó var strögl fyrstu
10 mínúturnar en eftir það var um
einstefnu að ræða og staðan
breyttist úr 14:11 í 30:16 og f'hálf-
leik 50:30.
Sömu yfirburðirnir voru í síðari
háifleiknum og lokatölurnar
114:76 tala sínu máli um Þórsliðið
sem lék mjög góðan leik. Þótt
McField skoraði 63 af stigum liðs-
ins stóðu allir sig vel og skiluðu
sínu. Eiríkur skoraði nú 11 stig og
þeir Björn Sveinsson, Valdimar
Júlíusson og Jóhann Sigurðsson
10 stig hver, Ríkharður Lúðvíks-
son 6 og Guðmundur Björnsson
4.
Þórsarar geta verið ánægðir
með þessi fjögur stig og þá sér-
staklega með síðari leikinn sem
var besti leikur liðsins á keppnis-
tímabilinu. Vörnin mjög góð,
hraðaupphlaupin beitt og nýting
úr þeim góð. í liðið vantaði Jón
Héðinsson og Konráð Óskarsson
af fastamönnum liðsins en það
kom ekki að sök.
Robert McField kom úr þessari
ferð með 110 stig og sýnir það
hversu snjall leikmaður er hér á
ferðinni. Þó er eigingirni hans
ekki áberandi, heldur reynir hann
að spila menn uppi. En hann tek-
ur mörg skot í hverjum leik, og
því ekki þar sem nýting hans er
mjög góð?
Þórsarar hafa nú hlotið 10 stig í
1. deildinni af 14 mögulegum.
Liðið hefur tapað fyrir Haukum
og ÍS en með góðum leik er greini-
legt að bæði þessi lið geta legið
fyrir Þór á góðum degi. Næsti
leikur Þórs er einmitt hér á Akur-
eyri gegn ÍS og verður fróðlegt að
fylgjast með þeirri viðureign.
Enn um nýju
íþróttahöllina
Þórsarar gerðu góða ferð til
Borgarness um helgina, en þá
lék liðið þar tvo leiki í 1. deild-
inni í körfuknattleik gegn
UMFS. Fyrirfram var talað
um tvísýna leiki en raunin
varð önnur og Þór vann yfir-
burðasigur í báðum leikjun-
um.
Þórsararnir tóku strax í fyrri
leiknum forustuna, komust í
12:4 og höfðu yfir í hálfleik
45:39. Var vörnin höfuðverkur-
inn í fyrri hálfleik. Munurinn á
liðunum jókst síðan strax í upp-
hafi síðari hálfleiksins, sjá mátti
tölur eins og 63:47 og 79:59 og
rétt fyrir leikslok var staðan
91:67. Þá kom slæmur kafli og
Borgnesingarnir náðu að lag-
færa stöðuna. Lokatöiur urðu
93:79.
McField skoraði langmest
fyrir Þórsara, eða 47 stig, Eirík-
ur Sigurðsson 18 og Valdimar
Júlíusson 11.
Komust í 14-6
en töpuðu samt
KA lék tvo leiki um helgina í
fyrstu deild kvenna í blaki.
Andstæðingarnir voru IS, en
það er eins og karlaliðið að
mestu skipað gömlum nem-
endum í MA.
Fyrri leikurinn var á föstu-
dagskvöldið í íþróttaskemm-
unni. Nokkur byrjendabragur
var á leik KA-stúlknanna til að
byrja með, en þær töpuðu fyrstu
hrinunni 15—4. Þær náðu sér hins
vegar aðeins á strik í næstu
hrinu, en hún fór 15-10. ÍS sigr-
aði síðan í þeirri þriðju með 15-
7 og sigraði því í leiknum með
þremur hrinum gegn engri.
Næsti leikur var síðan á laug-
ardaginn, en hann fór fram f
íþróttahúsinu í Glerárhverfi. Nú
náðu KA-stelpurnar sér á strik
og náðu fljótlega yfirburðastöðu
í fyrstu hrinunni. Þær komust í
4-0 og síðan í 10-4. Síðan kom-
ust þær í 14-6 og vantaði þá að-
eins eitt stig til að tryggja sér sig-
ur í hrinunni. Það gekk hins veg-
ar mjög illa og smám saman söx-
uðu IS-stúlkurnar á forskotið og
þrátt fyrir það að uppgjafirnar
gengju á milli liðanna, náðu
KA-stelpurnar ekki að tryggja
sér þetta eina stig sem vantaði og
ÍS sigraði því með 16-14.
Eftir þessa lotu var eins og all-
ur vindur væri úr norðanmönn-
um, en þær töpuðu næstu hrin-
um 15-11 og 15—4. Þrátt fyrir að
ÍS sigraði í báðum leikjunum er
ekki svo ýkja mikill munur á
þessum liðum, en í liði ÍS er t.d.
ein þýsk stúlka sem er mjög góð
og heldur liði sínu saman. Það
sem virðist vanta hjá KA-stúlk-
unum er meiri harka í sóknina,
en taka vel á móti boltanum og
spila honum vel upp, en það
vantar herslumuninn, meiri
hörku í sóknina.
Blaðamaður íþróttasíðunnar
hefur verið tíður gestur í
íþróttahöllinni hinni nýju, en
um helgina hafa sérfræðingar
frá Hollandi og Reykjavík
verið að vinna við að leggja
sérstakt “slitlag“ á gólfið. Það
er einnig lagt á baðganginn og
áhaldageymslurnar beggja
megin salarins.
Þessu verki hefur miðað vel
áfram og húsið verður glæsilegra
og glæsilegra með hverjum deg-
inum sem líður. Lýsing er mjög
góð, búið að klæða báða stafna,
mála veggi salarins svo eitthvað
sé nefnt.
Ekki er opnunardagur ákveð-
inn, en þó er haldið sig við næstu
mánaðarmót. Þá standa yfir
samningar við HSÍ um landsleik
við Dani milli jóla og nýárs og
vonandi komast þeir samningar
í höfn, þannig að við Akureyr-
ingar eygjum langþráðan draum
að sjá alvörulandsleik í hand-
knattleik hér á Akureyri.
Öruggt hjá IS
Karla- og kvennalið ÍS gerðu
góða ferð norður yfír heiðar
um helgina. Karlaliðið keppti
fyrst við lið Bjarma í Fnjóska-
dal á föstudagskvöldið og fór
leikurinn fram eystra.
í fyrstu hrinunni stóðu
Fnjóskdælir nokkuð í stúdent-
um, en þeirri hrinu lauk með 15
stigum gegn 12. Síðan tóku stú-
dentar leikinn í sínar hendur og
sigruðu í tveimur næstu hrinum,
báðum með 15 gegn 2.
Á laugardaginn keppti síðan
ÍS við Eyfirðinga og fór leikur-
inn fram í íþróttahúsinu í Gler-
árhverfi. Eyfirðingar, sem fengu
slæma útreið hjá ÍS fyrir sunnan
um daginn, hugðust nú hefna
harma sinna. UMSE byrjaði vel
og komst í 3-0, en stúdentum
tókst að jafna og komast yfir og
þegar þeir höfðu gert 15 stig
hafði UMSE aðeins gert 7.
Næsta hrina var nokkuð jöfn
lengi vel, en ÍS var sterkara á
endasprettinum og sigraði með
15 gegn 9. Stúdentar byrjuðu af
fullum krafti í þriðju hrinunni og
komust m.a. í 5—0. Eyfirðingum
tókst hins vegar að jafna og
komast yfir 10-9, en ennþá voru
stúdentar sterkari á endasprett-
inum og sigruðu með 15—10.
Þótt ekki hafi verið mjög
mikill munur á stigum liðanna
voru stúdentar greinilega betri,
en þeir hafa mjög leikreynt lið
og leika nánast með sama lið og
þeir hafa notað í mörg ár.
Hjá UMSE verður alltaf
nokkur endurnýjun þar er marg-
ir leikmenn þeirra eru nemend-
ur í MA, þannig að segja má að
þeir ali upp leikmenn fyrir
Reykjavíkurliðin sem fá þessa
pilta þegar þeir koma til frekari
framhaldsnáms í Reykjavík. í
liði ÍS voru t.a.m. fimm leik-
menn sem voru hér í MA.
McField skoraði 110 stíg í Borgamesi um helgina.
9. nóvember 1982 - DAGUR - 9