Dagur - 26.11.1982, Blaðsíða 2

Dagur - 26.11.1982, Blaðsíða 2
LESENDAHORNIÐ Að sofa eins og selur í vinnunni Það verður að draga úr umferðarhraðanum „Kjósandi“ hringdi: Alveg krossbrá mér þegar ég horfði á sjónvarpsfréttirnar á mánudagskvöldið, og veit ég ekki hvorum brá meira, méreða þingmanni Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra, sem vaknaði skyndilega í frétta- tímanum. Þannig var að verið var að sýna myndir frá Alþingi (hátt- virtu vildi ég sagt hafa) þar sem bráðabirgðalög ríkisstjórnar- innar komu til umræðu. Hefði maður haldið að það væri mikil stund í þinginu þegar þessi um- deildu lög kæmu fram, ekki er svo lítið búið að rífast og naggast út af þeim. Og þá hefði ekki ver- ið óréttlátt að krefjast þess að allir þingmenn Alþingis væru mættir í umræðuna og að þeir væru vakandi á meðan hún færi fram. En svo sér maður það í frétta- tímanum þegar sjónvarps- myndavélinni er beint yfir sali Alþingis að einn þingmaður þessa kjördæmis sefur eins og selur í miðjum salnum. Það var ekki fyrr en myndavélinni var beint að honum og sessunautur hans hnippti í hann að hann hrökk í gírinn aftur og sá ég ekki betur en hann hefði gaman af því að vera vakinn frammi fyrir alþjóð á þennan hátt. Eg var alveg rasandi, að hugsa sér að nokkur þingmanna skuli geta leyft sér þetta. Mitt álit er að þingmenn beri það mikla ábyrgð á þeim ógöngum sem allt þjóðlíf okkar, og þá ekki síst efnahagslífið, er komið í og að þeir hefðu það vel borgað fyrir veru sína í þinginu að þeir gætu verið þar vakandi. Ég er senni- lega ekki nema með um þriðj- ung af launum alþingismanns, en ég er alveg viss um það að ég stæði atvinnulaus uppi ef ég leggði mig í vinnutímanum og hrykki upp er vinnuveitandi minn hvessti á mig sjónum. Óvenju tíð slys í umferðinni gera það óneitanlega að verkum að hinn almenni vegfarandi fer að hugleiða ástand mála. Menn spyrja sig og aðra hvað hafi farið úrskeiðis, hvort ökumenn og aðrir vegfarendur fari ekki nógu varlcga, hvort vegir og ökutæki hæfi ekki lengur hvort öðru eins og hér áður fyrr. Spurningarnar verða ætíð fleiri en svörin - og því miður er eins og spurninga- flóðið og úrbótaviljinn hverfi eins og dögg fyrir sóíu eftir að nokkur tími er liðinn frá mestu slysaöldunum. Þegar þessi orð eru rituð hafa jafn margir látið lífið í umferðarslysum á íslandi og allt árið í fyrra - og enn á tala fallinna eftir að hækka. Ég held að Akureyringar geti á ýmsan hátt gengið á undan með góðu fordæmi í umferð- armálum. Að vísu virðist mér við fyrstu sýn að bíllinn verði að víkja fyrir gangandi vegfarend- um í æ fleiri tilfellum ef á að tak- ast að skapa það ástand á götum bæjarins að bærilegt geti talist. Það er staðreynd, óhrekjanleg staðreynd, að langflest umferð- arslys má rekja beint eða óbeint til of mikils umferðarhraða mið- að við aðstæður. Einfaldlega af þeirri ástæðu verða yfirvöld að beita sér fyrir aðgerðum sem miða að því að draga úr umferð- arhraða og við skulum minnast þess að sá tími sem það tekur þig og mig að komast á milli staða styttist ótrúlega lítið þótt hrað- inn sé aukinn um 10 eða 15 km. Eflaust munu fjölmargir öku- menn mótmæla harðlega öllum þeim aðgerðum sem beitt verður í þá átt að draga úr ökuhraða. Ég geri t.d. ráð fyrir að hags- munafélög á borð við félög leigubílstjóra, með fullri virð- ingu fyrir þeim, muni segja eitt- hvað á þá leið að minni há- markshraði og tálmanir á götum bæjarins sé atlaga gegn stéttinni. En við skulum líka gæta að því að núverandi akstursmáti er at- laga gegn þeim sem voga sér út fyrir hússins dyr. Hann er hættu- legur ungum sem öldnum og of mikill hraði gerir það að verkum að ökutækið eyðir mun meiru bensíni en ella. Það þarf ekki að fara langt til að finna prýðilegar aðferðir til að draga úr ökuhraða. Að sjálf- sögðu þarf í upphafi reglugerð sem mælir svo fyrir að hámarks- hraði á Akureyri sé t.d. 10 eða 15 km lægri en hann er í dag (að jafnaði) en að auki þarf hryggi þvert yfir götur, það má mjókka þær á vissum stöðum svo aðeins einn bíll komist um þær í einu. Mér dettur einna helst í hug að líkja slíkum „þrengingum" við grindahlið á þjóðvegum landsins. Það væri ekki út í blá- inn að þrengja götur þar sem von er á skólabörnum, þar sem þykir sannað mál að bróðurpart- ur bílstjóra aki of hratt og svo mætti lengi telja. Síðast en ekki síst þarf mun virkara eftirlit af hálfu lögreglunnar, en nú eru komin á markað tæki sem gera henni kleift að mæla hraða bif- reiða á tiltölulega einfaldan hátt. Kjarni málsins er sá að þeir bílar sem nútíminn býður upp á eru of góðir, of kraftmiklir fyrir götur í bæ eins og á Akureyri. Það er að mörgu að hyggja þegar menn ræða um úrbætur í umferðarmenningunni, sem þykir víst ekki á háu plani á Ak- ureyri. A.m.k. segja utanbæj- armenn að það sé allt að því háskalegt að aka um bæinn og að innfæddir taki lítið sem ekkert tillit til þeirra sem eru óvanir umferðinni. Ég held að það sé of mikið til í þessu áliti utanbæj- armannanna, en hitt er líka staðreynd að það aka of margir um Akureyri og aðra bæi án þess að hafa til þess nokkra hæfi- leika. Menn taka ökupróf á besta aldri og þurfa síðan varla annað en að ganga með skírtein- ið til fógeta með ákveðnu milli- bili til að endurnýja það. Ég tel að ökumenn þurfi að ganga undir langt og strangt próf með vissu millibili, t.d. á 7 ára fresti og að greiða sjálfir fyrir prófið svo blessað ríkisbáknið þurfi ekki að hafa áhyggjur af þeim útgjöldum. Þau eru víst næg fyrir. Innfæddir Akureyringar þekkja nokkuð hvaða bílar það eru í umferðinni sem ber að var- ast og hliðra til fyrir þeim eftir þörfum, en það eru einmitt þeir bílstjórar sem farið er að förlast sem ættu einna helst að sleppa stýrinu, auk þeirra bílstjóra sem hafa óþolandi kláða í bensínfæt- inum. Já, ég hef margar tillögur og sumar er eflaust ekki hægt að framkvæma - og þó. Eitt er víst og það er að við verðum að búa svo um hnútana að menn geti farið um götur bæjarins - akandi eða gangandi - án þess að eiga það á hættu að óvarkár glanni eða sjóndapurt gamalmenni aki viðkomandi niður. Ökumaður (og göngugarpur) í Þórunnarstræti. ERBILAÐ? VANTAR VARAHLUTl ? VERWTIIBÚIN! Við erum þegar farnir að huga að varahlutapöntunum fyrir vorið, svo sem frá INTERNATIONAL, PZ, KUHN, KEMPER og fleirum. Verið forsjál, því við eigum ýmsa varahluti á hagstæðu verði frá síðasta sumri. Einnig er gott að hafa tímann fyrir sér ef útvega þarf sérstaka varahluti fyrir vorið. Sambandsins Ármúla 3 Reykjavik Sími 38900 Þar sem mörg bréf bíða birtingar í Lesendahorn- inu eru viðkomandi bréfritarar beðnir um að sýna þolinmæði. Bréfín eru birt í þeirri röð sem þau berast. 2 - DAGUR- 26. nóvember 1982

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.