Dagur - 26.11.1982, Blaðsíða 7

Dagur - 26.11.1982, Blaðsíða 7
I upphafi skyldi endirinn skoða Fornir spckingar töldu að Guð hefði skap- að manninn, dýrín og jurtimar, og sett þau lög og þær reglur sem heimurinn hlítir. Síðari tíma fræðingar hafa fremur viljað orða það svo, að umhverfið hafi framkall- að lífverurnar, og Guðslögin kalla þeir náttúrulögmál, án þess þó að geta svarað þeirri spumingu hver setti þau. Loks eru til svo vitrir menn að þeir telja umhverfið og raunar alla heimsbyggingu okkar vera blekkingu, og má það eflaust til sanns veg- ar færa, ef miðað er við niðurstöður nú- tima eðlisfræði. Samt sem áður er umhverfíð sá spegill, sem enginn kemst hjá að horfa í við og við, og allir eru háðir að meira eða minna leyti. Það er á vissan hátt partur af okkur sjálfum, fvlgir okkur eftir hvert sem við förum, og ósjálfrátt miðum við allt við það. DVið emm vissulega dætur langholts og lyngmós, synir landvers og skers, eins og skáldið kvað, í fleirí en einum skilningi. Borgarfólkið er þó kannski fremur afltom- endur ákveðinnar götu eða hverfís, og satt að segja virðist heimur þess oft vera ákaf- lega þröngur, svo hann nær varla út fyrír lóðarmörkin. Fyrir því fékkst átakanleg sönnun, ný- lega, í Kotárbdorgum, þar sem stórvirkar vinnuvélar tættu sundur óspillt land sem áætlað er að friðlýsa svo að segja fyrir aug- unum á íbúm næstu hverfa, án þess að nokkur gæfí þvdí gaum fyrir um seinan. í þeirri von, að hægt vefði framvegis að koma í veg fyrir slík slys, eru þær greinar ritaðar sem fara hér á eftir. Markmið þeirra er að opna augu íbúa Akureyrar fyrír því fjölbreytta og fagra umhverfí sem er innan bæjarmarkanna, og benda á staði sem er fróðlegt og skemmtilegt að skoða. Greinarnar eru ekki síst ætlaðar kennur- um við skóla bdæjaríns, sem hljóta að hafa skyldum að gegna í þessu efni, að kenna nemendum sínum að þekkja, meta og virða umhverfi sitt. Af þeim sökum verða greinarnar e.t.v. nokkuð smásmugulegar á köflum fyrír hinn almenna lesanda, sem bæði er „hámcnntaður" og fylgist með í sjónvarpinu, en á það verður nú að hætta. Lögð verður áhersla á að lýsa göngu- leiðum um svæðin, og benda fá hvað þar er að finna á hinum og þessum stöðum á ýmsum árstímum. Umhverfi Akureyrar er eins konar náttúrugripasafn, sem um margt tekur fram því safni sem sýnt er i Hafnarstræti 81, og bætir upp ýmsa vönt- un þess. Mikilvægt er að þeir sem lcggja sig eftir þessum upplýsingum haldi grein- unum saman, því þær mynda eina heild og vísað er milli þeirra á ýmsan hátt, t.d. í kort og myndir. Kotárborgir og Hamarkotsklappir O JL JL Umhverfi og minjar á Akureyri — II eftir Helga Hallgrímsson Klettaborgir eru sú jarðmyndun sem víða setur mestan svip á um- hverfi Akureyrar, og gerir það svo sérkennilegt að almennt er eftir því tekið. Slíkar myndanir er óvíða að finna á bæjarstæðum hérlendis, en þó má nefna Egils- staði, Borgarnes og Hómavík, sem dæmi um svipaðar aðstæður. Erlendis eru bæjarstæði af þessu tagi víða í Noregi (t.d. í Bergen), og í Miðjarðarhafslöndunum (einkum Grikklandi) og hin fræga stórborg Rio de Janero í Suður- Ameríku er einnig byggð á svip- uðu landi, þótt nokkuð sé þar ólíku saman að jafna um stærð klettaborganna. Borgalandslagið er þess eðlis að óhjákvæmilegt er að taka tillit til þess við skipulag þéttbýlis á þeim svæðum. Þar verða götur sjaldan lagðar beint, og húsaskip- an verður einnig að miðast við plássið á milli klettanna, því ekki er lengur talið heppilegt að byggja uppi á þeim, eins og þó var tíðkað til forna. Á hinn bóginn veitir hið fjöl- breytta landslag klettaborganna frábæra möguleika til samfléttun- ar byggðar og landslags, gróðurs o.s.frv. svo að með hugkvæmni og góðum vilja má skapa þar ákaf- lega skemmtilegt umhverfi þótt þéttbýli eigi í hlut. Er tilvalið fyrir svonefnda landslagsarkitekta að spreyta sig á slíku verkefni. f „Aðalskipulagi Akureyrar 1972- 1993“ er farið um þetta svofelld- um orðum: „Einstakir klettar og hamrar í bæjarlandinu eru einnig mikil- vægir hlutar af landslagi Akureyr- ar. Þessir klettar gefa aðliggjandi svæðum skemmtileg sérkenni og eru augnayndi í þéttri íbúða- byggð. Æskilegt er að varðveita þessa kletta og fella þá inn í fyrir- hugaða byggð. Klettasvæðin eru heppileg til útivistar, auk þess sem frá þeim er gott útsýni. Auka má gildi þeirra með heppilegum gróðri og tengja þá við gönguleið- ir aðliggjandi íbúðasvæða." í umræddu aðalskipulagi bæjarins virðist sú stefna annars vera mörkuð að fara ekki með þétta eða samfellda byggð inn á helstu borgasvæðin, og flokkast þau því yfirleitt sem „græn svæði“, sem einkum eru ætluð til útivistar, skógræktar o.s.frv. Frá sjónarmiði náttúruverndar er ekkert því til fyrirstöðu að borga- svæðin séu nýtt á þann hátt, enda er landslag þeirra ekki sérlega viðkvæmt, og gróðurinn er að sjálfsögðu mótaður af aldalangri beitarnýtingu og gæti víðast hvar verið miklu ríkulegri og blómlegri en hann er nú. Þá er landið á milli borganna víða umbreytt af fram- ræslu og túnrækt, en túnin henta á hinn bóginn vel til útivistar. Hæfi- leg útplöntun á runnum og trjá- lundum getur gert svæðin ennþá meira aðlaðandi og haft heppileg áhrif á jarðveg og annan gróður, en gæta verður þess að skógurinn skyggi ekki á klettana eða kæfi þá alveg, eins og dæmi eru til þar sem skógræktaráhuginn er mikill. Þá mætti að ósekju leggja nokkra göngustíga um borgasvæðin og setja hlið eða tröppur á girðingar, þar sem þær teljast nauðsynlegar, en mikið af því girðingakraðaki sem nú er í borgunum mætti ef- laust taka burt. Orð og örnefni (Sbr. kortið, mynd 1) Lesendur munu e.t.v. hafa hnotið um orðið borgir, sem hér er notað jöfnum höndum um klettana í bæjarlandinu, en fyrir því er nokkuð rík hefði í Eyjafirði, sem best má sjá af örnefnum, eins og Kotárborgir, Krossanesborgir. Naustaborgir o.s.frv. Borg virðisl hér yfirleitt eiga við staka kletta eða klappir, er rísa nokkuð hátt yfir umhverfi sitt, sem að jafnaði er allvel gróið og nokkuð slétt. Þessi notkun orðsins er gömul í málinu, og nægir þar að minna á forn örnefni eins og bæjarnöfnin Borg í Skriðdal, Borgir í Nesjum, Borg á Mýrum, Stóra- og Litla- Borg í Húnavatnsþingi o.fl. Á öll- um þessum stöðum eru svipaðar klettaborgir nálægt bæjunum, og af slíkum borgum eru Borgar- fjarðar-nöfnin dregin. Orðið er alþjóðlegt og kemur fyrir í flest- um evrópumálum, oftast í merk- ingunni kastali (t.d. Burgáþýsku, bourg á frönsku og burgh á ensku), en af því hefur það sums- staðar komist inn í heiti þéttbýlis- staða, er byggðust umhverfis kastala (StraBburg og Edinburgh t.d.), og af þeim ástæðum virðist það hafa komist inn í íslensku í merkingunni stór bær. (Reykvík- ingar samþykktu fyrir nokkrum árum að kalla Reykjavík borg að því er virðist til að skapa henni sérstöðu meðal þéttbýlisstaða landsins.) ardal og Hamarkot á Akureyri, en víðast á landinu er það notað um þverhnípta og nokkuð háa kletta eða björg. Borgaþyrpingar þær sem hér um ræðir, draga nafn af tveimur jörðum, sem nú eru fyrir nokkru horfnar úr tölu bújarða vegna út- þenslu þéttbýlis á Akureyri, en það eru j arðirnar Kotá og Hamar- kot. Kotárbærinn stóð við norðurenda götunnar sem nú kallast Kotárgerði, og var þar búið fram um 1960, en Hamarkot var á ásnum þar sem nú er Ásveg- ur (nr. 22-26), og lagðist niður fyrir mörgum áratugum. Báðar þessar jarðir eru að líkindum byggðar út úr aðaljörðinni Stóra- Eyrarlandi, sem var þar sem Lystigarðurinn og spítalinn er nú. (Sjá greinar Eiríks Eiríkssonar: Lífsstríð liðins tíma/Höfuðból Eyjafjarðar, í Heima er best 27,- 28. árg. 1978-1979). Því miður virðast flest gömul örnefni á þessum jörðum hafa far- ið forgörðum í umróti liðinna ára. Skólaæfíng I Mællng á stefiiu jökulráka I sambandi við þætti þá um um- hverfi Akureyrar, sem fyrirhugað er að birta í Degi í vetur, verður reynt að benda á einfaldar athug- anir eða mælingar, sem kennarar geta gert með nemendum sínum, eða jafnvel látið nemendur í efrí bckkjum framkvæma sjálfa. At- huganir af þessu tagi dýpka þekk- inguna og gera hana varaniegri auk þess sem þær geta verið skemmti- leg tilbreyting frá hinu daglega starfí. Mæling á stefnu jökulráka og grópa er einfalt dæmi af þessu tagi, og hefur Þóroddur F. Þóroddsson jarðfræðingur (starfsmaður Nátt- úrugripasafnsins) ritað eftirfarandi lýsingu á henni: Stefnu jökulráka má mæla með venjulegum ferðaáttavita, sem margir eiga. Velja þarf siétta klöpp (í nágrenni skólans) þar sem rák- irnar eru langar og skýrar, en rák- imar sjást best þar sem jarðvegi hefur nýlega verið sópað af klöpp- unum. Gæta ber þess að áttavita- nálin er viðkvæm fyrir áhrífum frá málmum (jámi) og jafnvel bergi. Því er ekki heppilegt að leggja átta- vitann á klöppina þegar mælt er, heldur skal halda á honum í útréttrí hendi (þeirri sem úrið er ekki á), til að forðast truflanir frá grípum sem menn bera með sér (t.d. kiki eða myndavél). Mælingin fer þannig fram, að sigtað er eftir endilöngum rákun- um, þannig að mið áttavitans falli saman við þær, og síðan er áttavita- skífunni snúið þar til nálin vísar á norður (N eða 360°), og hornið sem rákirnar mynda við segulstefnuna (segulnorður) er síðan lesið af skíf- unni. Ef erfitt reynist að greina rák- irnar er gott ráð að leggja blýant eða reglustiku samsiða rákunum og miða síðan við stefnu hlutanna. Einnig er hægt að mæla rákastefn- una með því að horfa á rákimar, og láta jaðar áttavitans bera við þær, en það reynist oftast ónákvæmara, því að þá er miðað við svo stuttan kafla af rákinni. Að lokum þarf svo að vita mis- vísun staðaríns og leiðrétta fyrír henni, en hér á Akureyrí er hún nú um 23° til vesturs (þ.e. rétt norður er 23° austar en segulnorður þ.e. stefna nálarinnar). A mörgum átta- vitum er hægt að setja segul- skekkjuna inn og stilla N-merkið á rétt norður. Þarf þá ekki að leið- rétta. Gott er að endurtaka mæl- inguna nokkram sinnum á mis- munandi rákum og jafnvel á klöpp- um í nágrenninu til samanburðar. Geta má þess til gamans, aö á Austurlandi er nú oftast notað orðið hraun um kletta sem í öðr- um landshlutum kallast borgir. Þá er orðið stapi víða notað í svipaðri merkingu, en fágætt mun það í Eyjafirði. í seinni tíð virðist til- hneiging til að kalla klettaborg- irnar aðeins klappir, og kemur það fram í örnefnum, en er þó oft- ar notað um minni og lægri kletta er borgirnar. Enn er til orðið hamar, sem í Eyjafirði virðist hafa nokkuð svipaða merkingu, ef dæma má af örnefnum, eins og Stóri-Hamar (Stórhamar) í Öng- ulsstaðahreppi, Hamar í Svarfað- 1. mynd. Kort af Kotárborgum og Hamarkotsklöppum, ásamt Neðra- Glerárgili og Efrí-Gleráreyrum, en svæði þetta má með réttu kalla „Miðgarð Akurey rar“ þar sem það er nú að verða umluk- ið þéttrí byggð á allar hliðar. Kortið er tciknað eftir loftmynd í mælikv. ca. 1:5 þús. Borgir og holt era punktuð til aðgreining- ar frá ræktuðu landi (og þéttbýli), skurðir eru sýndir með ein- földum stríkum og vegir með tvöföldum stríkum. Hús á borga svæðunum eru svört. Rcynt var að setja öll gömul örnefni inn á kortið, og töluvert af nýnefnum, sem merkt eru með kommum eða gæsalöppum (nánarí skýring í tcxta). Þannig eru nær allar klettaborgir á þessu svæði nafnlausar, fyrir utan samheitin þ.e. Kotárborgir og Hamarkotsklappir, en ólíklegt er að þær hafi ekki flestar haft sín sérstöku nöfn, meðan landið var nýtt á hefðbundinn hátt. Nokkuð er þó til af nýlegum ömefnum, sem notuð voru af síðustu ábúendum a Kotá og Skarði, og voru þau feng- in hjá Gísla heitnum Guðmann (Skarði) og Kristni Björnssyni (Kotá) (merkt með kommum á kortinu). Auk þess hefur svo höf- undur greinarinnar búið til all- mörg nöfn á einstakar jarðmynd- anir, einkum klettaborgir og hvamma (eða bása) í Glerárgili (merkt með gæsalöppum á kort- inu). Ber að skoða þau sem tillög- ur fremur en endanleg örnefni, og komi eldri nöfn á þessum stöðum í leitirnar, ber þessum nýnefnum skilyrðislaust að víkja. Hins vegar er mikið hagræði að því að hafa nöfn á sem flestum stöðum, eink- um á þeim svæðum, sem ætluð eru til útivistar, og mörgum finnst landslagið lítils virði ef það heitir ekki neitt (sjá kortið). Götu- og hverfanöfn eru einnig að sjálfsögðu nýnefni, en sá er munurinn að þau eru á vissan hátt „lögleidd" og því varanleg. (Því miður virðist oft gæta þeirrar til- hneigingar hjá örnefnasmiðum bæjanna, að velja götum og hverf- um heiti sem þeir telja „falleg“, án tillits til örnefna sem fyrir eru á staðnum, og þannig vinna þeir að útrýmingu fornra örnefna.) Hvernig urdu borgirnar tií? Næst er þá að athuga hvernig klettaborgirnar hafa orðið til, en um það finnst fátt ritað í jarð- fræðibókum, og skýringar þær sem hér verða gefnar á þessu fyrirbæri eru engan veginn ein- hlítar. Ljóst virðist þó, að samspil ísaldarjökla, berggerðar, berg- lagahalla og sprungna í berginu (eða misgengja) sé mestu vald- andi um þessa myndun. Jarð- fræðilega teljast borgirnar til þess sem kallað er hvalbök eða á fræði- máli „roche moutonnée" (sem er franska og þýðir klettur með kindarlagi). Slíkir klettar eru jafnan aflangir í skriðstefnu jök- ulsins, og aflíðandi þeim megin sem jökullinn hefur skriðið upp á þá, en brattir eða þverhníptir hin- um megin, og hefur lagið þótt minna á hvalbak (mynd 8). Þetta á vissulega við um flestar borgir og klappir á Akureyri. Auk þess eru þær alsettar grópum og rákum (sjá síðar), svo handbragð jökuls- ins leynir sér ekki á þeim. En hvers vegna myndast slíkar borgir þá ekki hvarvetna þar sem jöklar skríða yfir? Því er erfiðara að svara, en þar virðast eiginleik- ar bergsins vera afgerandi, eink- um hallinn og hallastefnan. Hér á Akureyri hallar berglögunum all- verulega til suðausturs eins og gerla má sjá í klettunum fyrir ofan Kjarna og Hamra, og þar má einnig glögglega sjá misgengi lag- anna, um sprungur er liggja norður-suður eða sem næst því. í grjótnámum á Akureyri sést einn- ig mikið af sprungum, með svip- aðri stefnu, sem oft eru fylltar með þunnu kvartslagi eða glimm- erkenndu efni (brúnglimmer) og töluvert er um bergganga, er hafa svipaða stefnu og sprungurnar. Borgirnar eru oftast í nokkuð reglulegum röðum í S-N stefnu (eða SSV-NNA), og á milli þeirra sund með sömu stefnu, og stund- um mynda þær heillega ása í þessa átt (t.d. Melgerðisásinn í Glerár- hverfi). Árvatn hefur sýnilega dýpkað sum af þessum sundum og myndað raunveruleg gil milli borgaraðanna, einsog Lækjardal- urinn í Kotárborgum er best dæmi um. Bergið í hinum einstöku lög- um er misjafnt að eðli og lögin auk þess misþykk, og því misjafn- lega auðvelt fyrir jökulinn að rjúfa þau. Allt spilar þetta inn í við mynd- un borganna, og á sinn þátt í nú- verandi útliti þeirra. Ef berglögin hefðu verið lárétt (eins og þau upphaflega voru), ósprungin og af svipaðri gerð og þykkt, hefðu að líkindum ekki myndast neinar borgir, þótt jökull skriði þar yfir og meitlaði ofan af þeim. Nú kann einhver að spyrja hvort sjórinn eigi ekki einhvern hluta að máli við myndun borg- anna, enda ótvíræð líking með þeim og eyjaklösunum á Breiða- firði t.d., og því er heldur ekki að neita, að borgasvæðin í Eyjafirði eru yfirleitt í svipaðri hæð yfir sjávarborð, þ.e. milli 20 og 100 m enda telur Trausti Einarsson (í ritinu Studies of the Pleistocene in Eyjafjörður, 1959) að klettar þessir myndi greinilega fornan 2. mynd. Lækjardalur og „Dalborgir“. Byrjað er á lagningu vegar í gegnum dalinn, sem tengjast á niður á Tryggvabraut. Hinn frægi skurður rafveitunnar sést einnig á myndinni. Á borginni t.v. (,,Háborg“) er best útsýni yfir bæinn. Norðaustan í ytrí borginni (t.h.) er gamalt grjótnám. 3. mynd. Hvalbök (jökulflúðir) á miðklöppunum í Kotárborgum. Hér sjást jökulgrópir greinilega og grófar ríspur, einnig sjást sprangur í berginu og ýmiss konar munstur (hríngar) í gerð þess. 4. mynd. Skýrar jökulríspur sjást best þar sem jarðvegur hefur nýlega veríð tekinn af klöppunum. Efst til hægrí má sjá hvernig frostið er byrjað að bijóta upp yfirborð klappar- innar. 5. mynd. Jökulborinn steinn (grettistak) á Háborg (sbr. mynd 2). 8. mynd. Skýringarmynd af hvalbaki. klettinn þannig. (Holmes). 6. mynd. Þríhyrnulaga brot (jökulmánar) eru algeng á borgunum. strandflöt. Er því ekki fyrir það að synja, að sjórinn eigi þátt í myndun borganna. Þær bera þess samt lítil merki, og ekki er vitað til að sjávarborð hafi nokkru sinni orðið svo hátt í Eyjafirði síðan síðasta jökulskeiði lauk fyrir um 10 þúsund árum. Hins vegar er ekkert því til fyrirstöðu að sjávar- borð hafi getað verið hærra fyrir síðasta jökulskeið, og sjórinn þá myndað þennan umrædda strand- flöt. Er þá heldur ekki von til að mikil sjávarmerki sjáist á borgun- um, þar sem jökullinn hefur fljót- lega afmáð þau. Verður þetta að nægja um myndun borganna að sinni, en hver og einn getur svo íhugað þetta fyrir sig og myndað sér sínar skoðanir. Margt kunni Grettir vel að vinna (Ummerki jökla á borgunum) Eins og fyrr var getið, hefur ísald- arjökullinn skilið eftir ótvíræð ummerki um „jötungrip" sín á klöppum og borgum við Akur- eyri. í fyrsta lagi með því að gefa þeim hið sérkennilega hvalbaks- lag (8. mynd), sem lýst var í næsta kafla á undan. í öðru lagi með því að grafa í þær rennur eða grópir (jökulgrópir), en þær eru oft um metri í þvermál pg nokkurra desi- metra djúpar, stundum bugðóttar og liggja í skriðstefnu jökulsins eða skáhallt á hana. Oft eru þær með fáguðum botni, sem sýnir að þær eru að einhverju leyti grafnar af vatni, sem runnið hefur undir jöklinum. Einnig koma fyrir grunnar og víðar dældir með vatnsslípuðum botni, og stendur oft regnvatn í þeim (jökulbollar, mynd 7). í þriðja lagi eru klapp- irnar svo alsettar rispum og rák- 7. mynd. Grunnar skálar (jökulbollar) eins og þessi eru einnig tíð- ar á klöppunum. Þær eru oftast með vatnsslípuðum botni. 1 þeim eru oft regnvatnspollar, eins og á mynd- inni. Direction of lce Flow Örín sýnir skríðstefnu jökulsins er mótaði um (jökulrákum), sem vísa í skriðstefnu jökulsins, og vitna nákvæmlega um þá stefnu er hann hafði síðast, skömmu áður en hann dagaði uppi á svæðinu (mynd 4). Hér á Ákureyri er þessi rákastefna venjulega í N til NNV (eins og fjörðurinn), en sumsstað- ar gætir einnig ráka með N A-lægri stefnu, og virðist hún tengjast jökli úr Glerárdal. Rákirnar eru skýrastar á klöppum þar sem jarð- vegur hefur legið yfir og hlíft þeim við veðrun og á hæstu kollunum eru þær yfirleitt meira eða minna útmáðar. í fjórða lagi má víða á klöppunum finna sérkennilegar þríhyrnings- eða hálfmánalaga grópir (jökulmána eða jökulsigð- ir, mynd 6), og virðist jökullinn þar hafa sprengt upp stykki með samsvarandi lögun úr yfirborði bergsins. Er talið að steinar í neðra borði jökulsins eigi þátt í þessu, og verki sem eins konar meitill, enda ekki smáræðis þrýst- ingur sem á þeim hvílir. Stundum sést aðeins að sprungið hefur fyrir stykkinu, en það ekki losnað. Hér og þar á borgunum getur að líta staka steina af mismunandi stærð, allt upp í björg sem eru nokkrir metrar í þvermál (mynd 5). Þessir steinar standa oft uppi á hæstu hryggjum klettanna, eða tæpt á klettabrúnum, og er engu líkara en einhver heljarjötunn hafi gert sér það til dundurs að setja þá þarna, enda voru þeir og eru gjarnan kallaðir grettistök, eftir Gretti hinum sterka Ás- mundarsyni, sem var sterkastur þeirra manna er sögur fóru af á ís- landi. Grettistökin eru að sjálf- sögðu steinar er verið hafa í jökl- inum eða á yfirborði hans þegar hann bráðnaði á staðnum, en nafngiftin sýnir að menn hafa fyrir löngu tekið eftir þessu fyrirbæri og leitað skýringa á því á sína vísu. Er mér ekki kunnugt um neitt samsvarandi heiti í öðrum evrópumálum, en á fræðimáli kallast þessir steinar erratic blocks eða erratics, sem er dregið af latneska orðinu errare er þýðir að dreifa eða villast. Sérlega myndarleg grettistök eru á hæstu borginni (Háuborg) vestan við Lækjardalinn (mynd 5). Smærri steina, sem eflaust hafa verið víða á borgunum, hafa menn fyrir löngu hirt og notað í húsbyggingar, garða o.fl. 6 - DAGUR - 26. nóvember 1982 26. nóvember 1982 - DAGUR - 7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.