Dagur - 03.12.1982, Side 3

Dagur - 03.12.1982, Side 3
MATUR Margrét Kristinsdóttir J ólabaksturíim Eitt af því sem styttir okkur stundir í skammdeginu er bless- aður jólabaksturinn. Nú á tím- um vaxandi áhuga fólks fyrir hollu fæði hefur bakstur á sæta- brauði minnkað á heimilum hversdagslega. Það er því ekki aðeins enn meira gaman að gera sér dagamun um jólin og bragða á gómsætum kökum heldur er ánægjan meiri við baksturinn, því þetta er skapandi starf. Auð- vitað hefur fólk mismunandi góðan tíma, en flestir baka þó eitthvað. Jólakökurnar eru ekki aðeins til að gera gott í munninn heldur eru þær mjög til skrauts og ekki er verra hve blessaður ilmurinn af baksturinum kitlar nefið notalega og kemur okkur í jólaskap, eða hafið þið ekki prófað að fá ykkur göngutúr á kyrru kvöldi á þessum tíma um íbúðahverfin? Sjaldnast verður maður fyrir vonbrigðum með að ekki læðist bökunarilmur út um hálfóþinn eldhúsglugga hér og þar, út í svalt kvöldloftið og viti menn - brúnin léttist, við herð- um gönguna heim og förum að fletta blöðum og bókum í leit að spennandi uppskriftum. Hér eru nokkrar valdar af handahófi. Mömmudraumar 250 g smjör 150 gsykur 2 eggjarauður 475-500 g hvei ti Marengs: 2 eggjahvítur 125 gsykur 1 tsk. edik 100 g afhýddar, malaðar möndlur Saxið kalt smjörið saman við hveitið, blandið sykri saman við Dg vætið í með eggjarauðunum. Hnoðið og mótið sívalninga úr deginu, 4 cm í þvermál. Kælið vel. Þeytið hvíturnar, setjið edik og 1 msk. af sykrinum saman við og þeytið áfram. Blandið því sem eftir var af sykrinum og möluðu möndlunum saman við með sleikju. (Þetta er gert til að sykurkornin verði heil í mar- engsinum - þau springa síðan í hitanum og þá stirnir skemmti- lega á marengsinn). Sneiðið nú deiglengjurnar niður í þunnar sneiðar, setjið marengsdoppu ofan á hverja sneið og bakið við 160 °C (vægan hita) næst efst í ofninum í 12-14 mín. Fljótlegar kókosmjölskúlur 400 ghveiti 200 gsykur 200 g smjörlíki 200 g kókosmjöl 2 tsk. hjartarsalt 3egg Saxið smjörlíkið saman við hveitið, blandið hjartasalti, sykri og kókosmjöli saman við, vætið í með eggjum og hnoðið. Mótið litlar kúlur úr deiginu á milli lófanna, dýfið þeim í sykur og raðið á bökunarplötu. Bakið við 190 °C þar til kökurnar verða gullnar á lit. Brúnir kossar 400ghveiti 250 gsykur 250g smjörlíki 2 tsk. lyftiduft 1 tsk. hjartarsalt 1 tsk. kanell 2 msk. kakó 2 msk. síróp 1 egg Smjörkrem 3 msk. smjör, lint 2 bollar flórsykur 1 eggjarauða 2 msk. rjómi kirkju, jólatré eða hvað sem fólki dettur í hug. 400ghveiti 100 gkakó 1 tsk. natron 500 g sykur ‘álmjólk 4 egg 1 tsk. kanell 1 tsk. kardimommur 1 tsk. negull 200 g brætt smjör eða smjörlíki Sykurbráð 250-300 g flórsykur 6-8 msk. vatn rauður, grænn oggulur matarlitur Setjið vökva og egg í skák og sláið saman. Sigtið þurrefnin út í ásamt bræddu smjöri eða smjör- líki og hrærið öllu saman. Bakið við 180 °C í u.þ.b. 1 klukustund. stund. Við skulum svo enda hér á einni góðri formköku með súkkulaði- molum í. Sandkaka 200 g srnjör eða smjörlíki 2'k dl sykur 3egg 2 msk. koníak eða sherry e. t. v. 2 tsk. vanillusykur 80 g kartöflumjöl (ca. 1 dl) 120ghveiti (ca. 2 dl) 1 tsk. lyftiduft 75 g gróft saxað súkkulaði Hrærið smj ör og sykur mj ög vel, bætið eggjum einu og einu út í, hrærið vel á milli. Sigtið þurrefn- in út í, blandið þeim saman við og loks víni og súkkulaðimolum. Setjið í smurt, aflangt mót (stærð l'/2 lítri) og bakið á neðstu rim við 170 °C í rúman klukkutíma. Búið til venjulegt hnoðað deig. Setjið það í gegnum hakkavél með „flatri túðu“ (þetta skilja allar húsmæður!) og bakið við 180-200°C. Leggið saman tvær og tvær með smjörkremi á milli. „Brownies“ Litlar, mjúkar, amerískar súkkulaðikökur 75 g suðusúkkulaði lOOgsmjör 2 stór egg 180 g dökkur púðursykur 100 g grófsaxaðir valhnetu- kjarnar 60 ghveiti Bræðið súkkulaði og smjör hvort fyrir sig. Þeytið egg og syk- ur saman og blandið síðan öllu öðru í, hrærið ekki mikið, að- eins þannig að deigið verði samfellt. Smyrjið t.d. ferhyrnt mót með smjöri, stráið brauð- mylsnu í mótið. Setjið deigið í (það á að vera 1-1V2 cm þykkt) og bakið við 150 °C í 40-45 mín- útur. Látið kökuna kólna í mót- inu, skerið hana svo niður í fer- hyrninga. Skreytið þá gjarnan með bræddu súkkulaði og val- hnetukjarna. Piparkökur 1 dl vatn 2 dl síróp 300 g smjörlíki 1 msk. natron rifið hýði afl sítrónu (ath. aðeinsysta hýðið) 2msk. engifer 750 ghveiti 2 dl dökkur púðursykur 2 dl sykur 2 dl afhýddar möndlur, skornar í strimpla Látið suðuna koma upp á vatni og sírópi og hellið því sjóðandi heitu yfir smjörlíkið. Hrærið þar til smjörlíkið er bráðnað. Látið kólna. Bætið natroni, sítrónu- hýði, engifer og mestum hluta hveitisins saman við, hnoðið og stráið því sem eftirer af hveitinu yfir. Geymið til næsta dags á köldum stað. Setjið báðar syk- urtengundirnar á borð og hnoð- ið þeim í deigið. Mótið litlar kúl- ur úr deiginu, setjið þær á plötu og þrýstið möndlubita ofan í hverja kúlu. Bakið við 150 °C í u.þ.b. 15 mín. Athugið að kök- urnar renna út og þarf því að vera rúmt um þær á plötunni. Kryddkaka í ofnskúffu Þessa er upplagt að baka á Þor- láksmessu, láta hana vera í skúffunni og skreyta mismun- andi lituðum glassúr. Mála t.d. EIGUM FYRIRUGGJANDI = YAMAHA EC 540, 58 HA. YAMAHA ET 340,32 HA. VÉLSLEÐAR KRAFTUR - ENDINC - ORVCCI ■ YflMÁHA VELADEILD SAMBANDSINS Á rmúla 3 Reykjavík Sími38 900 3. desember 1982 - DAGUR - 3

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.