Dagur - 03.12.1982, Page 5
MYNDLIST
Hvalreki fyrir
kvikmynda-
unnendur
Tekist hefur að fá til sýninga á
Akureyri 4 af þeim kvikmynd-
um sem sýndar hafa verið á
„frönsku kvikmyndavikunni" í
Reykjavík. f>að er fyrir 'milli-
göngu menningarfulltrúa
franska sendiráðsins sem þessar
myndir fást sýndar hér fyrir
norðan.
Fyrsta myndin sem verður
sýnd á Akureyri er raunar í
tveimur þáttum. Fyrri hlutinn
verður sýndur á föstudagskvöld
kl. 21, en sásíðari kl. 17ásunnu-
dag. Myndin fjallar um líf og
starf eins frægasta leikritaskálds
Frakka, Moliere (1622-1675).
Leikstjóri og höfundur kvik-
myndahandrits er Ariane
Mnouchkine, en hún hefur
stjórnað hinum fræga leikflokki
„Sólarleikhúsinu“ (Théatre du
Soleil) í átján ár.
Laugardagssýningar verða
tvær. Kl. 18 verður sýnd myndin
„Surtur“ (Anthracite). Myndin
gerist árið 1952 í gagnfræða-
skóla jesúítareglunnar í Rodez-
héraði. Leikstjóri er Edouard
Niermans og er myndin að miklu
leyti byggð á persónulegri
reynslu hans. Um mynd sína
segir Niermans: „Bernskutíma-
bilinu er oftast lýst sem
skemmtigöngu milli sakleysis og
galgopaskapar, en í staðinn er
hér um að ræða tímabil þegar
maður kemst í kynni við klíku-
skap og óumburðarlyndi, lærir
að svindla, pína sjálfan sig og
haga sér aumlega."
Á laugardagskvöld kl. 21 er á
dagskrá mynd sem nefnist
„Undarlegt ferðalag“ (Un
étrange voyage). Leikstjórinn,
Alain Cavalier, er þekktur fyrir
sérstæðan, fágaðan og nákvæm-
an stíl. Kvikmyndin byggist á
atviki, sem talað var um í blöð-
um í Frakklandi árið 1978.
Fimmtugur maður fer að leita að
móður sinni, sem hvarf á ferð
með lest milli Troyes og Parísar.
Hann verður þess brátt fullviss
að móðir hans, sem kom í lestina
í Troyes, hafi ekki farið úr henni
í París, þó að lestin hafi ekki
numið staðar á leiðinni.
Á sunnudag verður seinni
hluti Moliere á dagskrá kl. 17.
Um kvöldið, kl. 21, lýkur
frönsku kvikmyndahelginni
með sýningu verðlaunamyndar-
innar „Stórsöngkonan“ (Diva).
Cynthia Hawkins, ein af mestu
sópransöngkonum veraldar,
neitar að láta taka söng sinn
upp. Einn af aðdáendum
hennar, póstmaðurinn Jules,
tekur söng hennar ólöglega upp
á segulband. Vegna misskilriings
lendir póstmaðurinn í útistöðum
við undirheima Parísar og er
hundeltur af vörðum laganna og
glæpamönnum.
Ætla má að þessar sýningar
verði kvikmyndaáhugamönnum
mikill fengur. Ef góð reynsla
fæst af þessari tilraun verður
reynt að Íífga upp á heldur fá-
tæklega kvikmyndahúsamenn-
ingu Akureyrar með svipuðum
hætti í framtíðinni. Það er Borg-
arbíó sem annast sýningarnar,
en myndirnar eru fengnar fyrir
milligöngu franska sendiráðsins
í Reykjavík. Eiga þessir aðilar
þakkir skilið fyrir framtakið.
Akureyri, nærsveitir
ítalskur tískufatnaður
á dömur og herra.
Gatsby
Kaupangi, sími 25692
■ ...... .......
Ólafur H. Torfason
Elías B. Hall-
dórsson sýnlr í
Klettagerði 6
Elías B. Halldórsson sýnir
málverk í Gallerí Kletta-
gerði 6 dagana 27. nóv. - 5.
des. 1982.
Elías B. Halldórsson mun
vera einn þekktasti og virtasti
myndlistarmaður íslenskur, sem
ekki býr í Reykjavík. Það hefur
oft vakið furðu ýmissa menning-
arvita að hann skyldi setjast að á
Sauðárkróki. En athugasemd-
unum hefur fækkað með árun-
um, því Elías hefur reglulega
sýnt myndir sínar syðra og
sannað, að fáir standa honum nú
á sporði við ákveðna tegund
myndlistar. Það er mikið fagn-
aðarefni að Eyfirðingum gefst
nú kostur á að svífa inn á kosta-
miklar víðlendur hans, þar sem
liturinn syngur og formin endur-
óma.
Elías hefur fyrir löngu skapað
sér sérstöðu í svartlistinni með
stórum og öflugum dúkskurð-
armyndum. Einkenni þeirra
sem ég hef séð er þrautsamræmd
myndbygging, þar sem hvergi er
leitað einfaldra lausna eða
ódýrra áhrifameðala. Engin slík
verk sýnir hann hér að þessu
sinni. Hins vegar er því ekki að
leyna, að ögun og samhljóínun
grafíkmeistarans er væntanlega
lykill að olíuverkunum sem
hann sýnir í Klettagerðinu. Hús,
landslag og dáindisþreknir
kvenmenn - allt grópað í
kyrrstæð, fáguð og styrk form,
auk bragðmikilla og djúpra lita-
flekkja - svona þreifar Elías
fyrir sér þannig að nálgast hreint
abstrakt. Sérstaklega áhrifa-
miklar eru slíkar uppraðanir
hans úr þorpum, þar sem þögnin
og lognið ríkir, en myndsviðið
ólgar af litatónum og baráttu lít-
illa myndheilda innbyrðis. Þess-
ar myndir Elíasar hafa mest gildi
þegar hann losar sig við fyrir-
myndina, en bregður henni yfir í
stílfærða hrynhljóma og leysir
fjarvíddina upp í margþrepa
flæði.
Það er annars einkenni á verk-
um Elíasar, hve fjarvíddin verð-
ur óvenju djúp, og þó spannar
hún breið víðerni í bakgrunnin-
um. Athyglisvert er líka að
skoða, hve vel honum tekst að
beita lit og samspili ljósa til fjar-
víddaráhrifa og þannig nær hann
tilfinningu niður á við og til
beggja hliða, sem ekki er heigl-
um hent. Það nálgast þó ofnotk-
un eða bruðl hve iðulega Elías
spennir verkin við sjóndeildar-
hring með ljósum bekk neðst á
himni.
Þeir sem áhuga hafa á að
kynnast því hvernig „viður-
kenndur" og agaður listamaður
bragðbætir heiminn með safa-
ríkum olíumálverkum klassískr-
ar myndbyggingar eiga brýnt er-
indi í Klettagerðið núna.
PJÝJAR BÆKUR
Hjartsláttur á Þorra
Bóndinn á Fremstafelli, Suður-
Þingeyjarsýslu, sendir frá sér
taktbundinn kveðskap í öguðu
formi, hjartslátt sem á upptök sín
í fornbókmenntum eins og Njálu,
en bærist líka í fjárhúsunum, á
túninu og á heiðinni.
Svo notuð sé ein hending
skáldsins sjálfs þá „. . . heyrist
sem kliður af fólksins ferð í fall-
hljómi þessa máls.“ Ljóðlínurnar
eru teknar úr hrifningarljóði sem
Jón orti vegna þeirrar þjóðarsögu
sem laukst upp þegar hann hafði
fest kaup á Orðabók Blöndals og
hreifst af þeirri arfleifð sem glitti í
bak við letrið.
Og þótt flest yrkisefni Jóns á
Fremstafelli séu úr hversdagslegu
amstri bóndans, með djúpum
undirtón liðinna kynslóða, þá eru
hér mörg önnur dýrðarljóð en til
orðabókarinnar.
Jón yrkir um blómin sem leyn-
ast „milli eggjagrjóts í urðum“, og
vísar e.t.v. um leið til annarrar
túlkunar, hann hrífst af sólrisi og
sunnanátt, soðnum laxi, Stóra-
Brún sínum og útsýninu af
Herðubreið. Og hann minnist
þess lífsskilnings sem hann nam af
handtökum afa síns við eldsmíð-
ina.
Drangur -
Mánudaga:
Frá Akureyri kl. 12.00 til Hríseyjar,
Dalvíkur, Olafsfjarðar og Siglufjarðar
og til Grímseyjar annan hvern
mánudag. í desember mánudagana
13. desember og 20. desember.
Aætlun
Fimmtudaga:
Frá Akureyri kl. 08.00 til Hríseyjar,
Dalvíkur og Siglufjarðar.
frá kl. 9.00 til kl. 17.00 í
Oddeyrarskálanum,
Akureyri, sími 24088.
Vörumóttaka alla virka daga
Oddeyrarskálanum.
Flóabáturinn Drangur hf
3. desember 1982 - DAGUR - 5