Dagur


Dagur - 03.12.1982, Qupperneq 7

Dagur - 03.12.1982, Qupperneq 7
um saman kom ég ekki heim. Það má líka segja að heim hafi ég komið eins og hver annar gestur, því sjaldan var stansað þar lengi. Við vorum margir bílstjórarnir sem ókum á þessari leið. Við vor- um persónulegir vinir og kunn- ingjar og samheldnin var mjög mikil. Við gistum einkum á þrem- ur stöðum, Varmahlíð, Blöndu- ósi og Fornahvammi, því þetta var tveggja daga ferð hvora leið. Þarna áttum við sérlega miklum hlýhug að mæta og vorum au- fúsugestir á hvaða tíma sólar- hringsins sem var. Góður starfs- andi bílstjóranna og vinátta fólks- ins sem við gistum hjá gerði okkur lífið bærilegt.“ „Yið reyndum að nýta allar stundir til samveru og glaðværðar“ Við höfum nú setið að spjalli dá- góða stund og pípurnar eru orðn- ar margar sem búið er að reykja. Það er notalegt að sitja þarna inni og rabba við Alla Geira og ekki er stressinu eða æsingnum fyrir að fara. Ég spyr eftir minnisstæðum atburði eða skemmtilegri sögu. Alli hugsar málið stundarkorn og segir svo: „Ég veit eiginlega ekki hvernig á að svara þessu. Auðvit- að er hægt að segja margar sögur um stórhríð og endalausan þrældóm, lá við að maður mokaði heilu sólarhringana á stundum. Það er tilgangslaust að segja slík- ar sögur núna, það skilur þær eng- inn maður. Við borðuðum einu sinni marg- ir bílstjórar kvöldmat í Varma- hlíð. Strax eftir matinn lögðum við af stað. Rétt vestan við Oxna- dalsheiðina, við Fremri-Kot, mættum við bílalest frá Akureyri. Þar fengum við að vita að það væri búið að hreinskafa veginn til Ak- ureyrar. Uppi á heiðinni töfðumst við í hálftíma við að losa bíl sem búinn var að vera þar í nokkra daga. Meðan við vorum að ná bílnum upp brast á glórulaus þreifandi stórhríð. Klukkan 9 kvöldið eftir komumst við svo til Akureyrar. Þá voru liðnir 27 tímar frá því við lögðum upp frá Varmahlíð. Það eina sem við nærðumst á var molakaffi sem við hituðum okkur í Bakkaseli. í sambandi við einhverja skemmtilega sögu dettur mér í hug veislan í Fornahvammi. Það var seint að kvöldi að bílalest rennur í hlað í Fornahvammi, þar tókum við gistingu. Sá var siður á þeim bæ þá að slökkva á rafstöð- inni klukkan hálf tólf. Við vorum í banastuði og okkur þótti þetta óhemju harðir kostir og óréttlætið algert. Einhver okkar fór því á fund hótelstjórans, Páls Sigurðs- sonar, og tjáði honum óánægju okkar. Sagði hann Páli að okkur þætti þetta ákaflega súrt í broti að missa rafmagnið svo snemma. Það stæði nefnilega þannig á að Páll Ásgeirsson frá Akureyri væri fimmtíu ára og við vildum gjarnan gleðjast með honum eitthvað fram eftir nóttu. Páll Sigurðsson brást hart við, ræsti út allt sitt lið og sló upp dýrðlegri veislu. Það var mikið drukkið og sung- ið langt fram eftir nóttu og raf- stöðin sá um að veita okkur birtu og yl. Það þarf auðvitað ekki að taka það fram að Páll Ásgeirsson átti ekkert afmæli, og þaðan af síður að hann væri fimmtugur. Þessi litla saga sýnir bara að í góðra vina hópi var reynt að nýta allar stundir til samveru og glað- værðar. „Hef alltaf verið ákaflega heppinn með starfsfólk“ Þetta hús sem við sitjum nú í var byggt árið 1973 og flutt í það vorið eftir. Jarðhæðin er 200 fermetrar og svo er 70 fermetra kjallari. Það er orðið of lítið fyrir okkur í dag. Hinsvegar hef ég leyfi til að byggja ofan á húsið og vissulega dreymir mig að f ara út í þær fram- kvæmdir. Nú, ástæðan fyrirþví að ég réðst í þessa byggingu var sú að ég hafði enga aðstöðu hér heima. Þetta var orðið ansi erfitt allt saman. Ég sá sjálfur um að koma pökkunum út til viðskiptavinanna og naut dyggrar aðstoðar konunn- ar og börnin hjálpuðu okkur við þetta, eftir því sem þau gátu og höfðu aldur til. Einnig önnuðust þau innheimtu og tóku þátt í þessu með mér af lífi og sál, enda hefði þetta nánast verið ógerning- ur ef fjölskyldan hefði ekki að- stoðað mig svo dyggilega. Ég hef alla tíð verið heppinn með minn rekstur og aldrei orðið fyrir slysum né öðrum áföllum. Þá hef ég sömuleiðis verið sérlega heppinn með starfsfólk og mannaskipti ekki verið tíð. Sig- urgeir sonur minn hefur verið framkvæmdastjóri frá því við fluttum í þetta húsnæði. Sigurgeir Ólafsson hefur unnið hjá mér í tólf ár og Bjarni Sveinsson í 6. Á undan Bjarna var Ólafur Sigur- pálsson hér í fimm ár. Allt eru þetta úrvalsmenn.” Þá er samtalinu lokið. Ég stend upp og þakka Alla fyrir spjallið og geng út í kvöldkyrrðina. Ég lít um öxl og sé hann setjast upp í „frúar- Benzinn" og aka í gagnstæða átt. Aðalgeir Sigurgeirsson bifreiðastjóri. X Hfýtt sykorminna Sanitas maltol Holl næring í hveijum dropa 3. desember 1982 - DAGUR - 7

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.