Dagur - 03.12.1982, Side 11

Dagur - 03.12.1982, Side 11
Opið hús Akureyringum gefst á sunnu- mintonfélagi Akureyrar og kl. dag kostur á því að virða fyrir 15.30 verða fimleikar frá Fim- sér hina nýju íþróttahöll sem leikaráði Akureyrar. Kl. 16 verið er að taka í notkun þessa verður blak, sýnt af Skautafélagi dagana. Akureyrar, Skautaféláginu Hér er um svokallað „opið Óðni, Eik og KA og dagskránni hús“ að ræða og hefst það kl. 14 lýkur með því að ungir knatt- en þá leika meistaraflokkar KA spyrnumenn úr KA og Þór leika og Þórs í handknattleik. Kl. 15 ]istir sínar. sýna félagar úr Tennis- og bad- Tónleikar Tónlistarlíf á Norðurlandi er arasveitar Tónlistarskólans og með miklum blóma. Framundan Lúðrasveitar Akureyrar í Akur- er margskonar tónleikahald há eyrarkirkju. tónskólum og öðrum aðilum Tónskólinn á Siglufirði og víðsvegar áNorðurlandi. kirkjukór Siglufjarðarkirkju verða með aðventukvöld í Siglu- Tónleikar á vegum Tónlistar- fjarðarkirkju 5. des. skólans á Akureyri 10. des. Jólatónleikar Tónlistarskóla Tónleikar píanódeildar skólans Skagafjarðar verða í Höfðaborg 11.-12. des. Tónleikaferð Sin- Hofsósi og Miðgarði 12. des. fóníuhljómsveitar Tónlistar- Jólatónleikar Tónskólans á skólans í nálægð byggðarlög. Sauðárkróki verða 14. des. Létt klassisk tónlist. 16. des. Lúsíuhátíð á vegum Tónlist- tónleikar Sinfóníuhljómsveitar arskólans á Húsavík verður í Tónlistarskólans í Akureyrar- Húsavíkurkirkju í byrjun des- kirkju. 30. des. tónleikar Blás- ember. Söfnun Mæöra- styrksnefndar Mæðrastyrksnefnd mun um hús í Glerárhverfi og á Oddeyri helgina leita til bæjarbúa um og á sunnudaginn verður farið í fjárstuðning. Börn úr barna- Innbæinn og á Brekkuna. Kjör- skólum bæjarins munu ganga í orð mæðrastyrksnefndar í þess- hús með fötur og safna fé. Á ari söfnun er: Margt smátt gerir laugardaginn verður gengið í eittstórt. Leikfélag Akureyrar frumsýnir: Sunnudaginn 5. desember frumsýnir Leikfélag Akureyr- ar barnaleikritið „Siggi var úti“ eftir Signýju Pálsdóttur Ieikhússtjóra LA, sem er jafn- framt Ieikstjóri. Tónlistin í leikritinu er eftir Asgeir Jónsson, söngvara Bara- flukksins og hann flytur hana ásamt Jóni Arnari Freyssyni hljómborðsleikara og Sigfúsi Erni Óttarssyni trommuleik- ara. Leikritið gerist að mestu í ís- lensku hrauni, þar sem líffræð- ingurinn Siggi hefur búið um sig í helli, sem hann notar sem rann- sóknarstöð til að kanna atferli íslenska refsins. Hjón með 2 börn tjalda í hrauninu ásamt afa barnanna, sem var fræg grenja- skytta. Þetta fólk lendir í mikl- um ævintýrum og mannraunum í hrauninu, en drýgstan þátt í því eiga tískudrottningin Stella, sem ætlar sér að hagnast á loðfelda- sölu og hjálparkokkur hennar Úlfur, sem er „tveggja þjónn“ - hann þykist líka vinna fyrir líf- fræðinginn. Lítil tófa er á stöð- ugri ferð um hraunið og á sinn þátt í því að hlutir hverfa og birt- ast aftur á dularfullan hátt. Sýningin er unnin í mikilli samvinnu fastra starfsmanna leikhússins - innanhússverk. Þráinn Karlsson hefur hannað og stjórnað smíði á leikmynd- inni, Viðar Gárðarsson annaðist lýsinguna og Freygerður Magn- úsdóttir búningana. Leikarar eru 9, þar af 3 börn. Líffræðinginn Sigga leikur Bjarni Ingvarsson, refaskyttuna Marinó Þorsteinsson, foreldr- ana Ragnheiður Tryggvadóttir og Jónsteinn Aðalsteinsson, börnin Melkorka Ólafsdóttir og Gunnlaugur Ingivaldur Grétars- son, skinnasalana Sunna Borg og Theodór Júlíusson og tófuna Jóhanna Sara Kristjánsdóttir. Frumsýning verður 5. des- ember kí. 5 og næstu sýningar helgina á eftir. Þetta verður jóla- sýning Leikfélags Akureyrar en í desember hefjast æfingar á Bréfberanum frá Arles eftir Ernst Bruun Olsen í þýðingu Úlfs Hjörvar og leikstjórn Hauks Gunnarssonar. Fyrirlestur í Rauða húsinu Á laugardaginn 4. desember kl. 14 mun Þorsteinn Gylfa- son flytja fyrirlestur í Rauða húsinu, sem nefnist „Hvað er réttlæti?“ Þessi fyrirlestur er nokkurs konar framhald af „Rauðum fyrirlestri“, sem Þorsteinn flutti í Rauða húsinu í fyrrasumar. í þeim fyrirlestri fjallaði Þorsteinn um og gagnrýndi m.a. hug- myndir Miltons Friedmans um frelsi og réttlæti. í fyrirlestrinum á laugardag- inn mun Þorsteinn snúa sér að frjálshyggjukenningum Ro- berts Nozick, prófessors við Harvard-háskóla, og ræða ásamt öðru þá kenningu hans, að ríkisafskipti í tekjujöfnun- arskyni séu mannréttindabrot. Þorsteinn mun reyna að sýna fram á, að í þessum hugmynd- um Nozicks séu sambærilegir brestir við þá sem greina má í frjálshyggju Friedmans. Markmið Þorsteins er þó ekki fyrst og fremst að sýna fram á fræðilega veikleika frjálshyggjunnar, heldur telur hann að af þessari gagnrýni megi draga ýmsar ályktanir um réttlæti. Og þessar ályktanir telur Þorsteinn að stangist að meira eða minna leyti á við við- teknar réttlætishugmyndir sið- fræðinga og stjórnspekinga eins og til að mynda víðfræga réttlætiskenningu Johns Rawls í bók hans Theory of Justice. Rauða húsið Félag áhugamanna um heimspeki á Akureyri. Fjölskyldu- skemmtun Hótel KEA gengst fyrir fjöl- skylduskemmtun á sunnudag- inn og stendur hún yfír frá kl. 12 á hádegi til kl. 15. Fjöldi gómsætra rétta verður á boðstólum á hlaðborði ásamt ostabakka, jólaglöggi og pip- arkökum. Ef börn kjósa að borða með foreldrum sínum þá er hálft gjald fyrir 6-12 ára en ókeypis fyrir yngri börn. Vöru- kynning verður frá Vöruhúsi KEA s.s. tískusýning, snyrti- vörukynning og kynning á nýj- um jólaplötum. Ingimar Eydal leikur létt lög á milli atriða. í Gildaskálanum á 1. hæð verður videósýning fyrir börn og þar verður þeim boðið upp á ókeypis pylsur og gosdrykki. Borðapantanir á fjölskyldu- skemmtunina eru í síma 22200. Nýja bíó Næsta mynd í Nýja bíó á Akur- eyri er bandaríska myndin „Mitchell“ og fjallar hún um samnefndan rannsóknarlög- reglumann sem er harðdugleg- ur og óvæginn eins og segir í kynningu myndarinnar. Mitchell,sem leikinn er af Joe Don Baker, er sendur til húss eins í hverfi auðmanna til að rannsaka morð þar og á sú rannsókn eftir að verða æði umfangsmikil og spennandi. Með önnur aðalhlutverk fara Martin Balsam og John Saxon. Aðventukvöld í Glerárskóla Á sunnudagskvöld 5. desember kl. 20.30 verður aðventukvöld í Glerárskóla. Dagskrá aðventukvöldsins verður fjölbreytt. Ræðumaður verður Kristján skáld frá Djúpa- læk. Kirkjukórinn syngur undir stjórn Áskels Jónssonar. Örvar Atli Örvarsson og Halldór Hall- dórsson leika á trompett. Hrefna Hjaltadóttir leikur á fiðlu. Einsöng syngur Helga Al- freðsdóttir og syngur hún einnig tvísöng með Eiríki Stefánssyni. Þá verður upplestur og meðal annars flytur Sigurbjörn Bene- diktsson frumort ljóð. í lok sam- verunnar verða tendruð ljós og allir syngja jólasálm. Petite Messe Solennelle Passíukórinn á Akureyri er nú að æfa Petite Messe Solenn- eUe eftir Rossini og mun flytja verkiö tvisvar í byrjun des- ember. Fyrri tónleikarnir verða að Ydölum í Aðaldal föstudaginn 3. des. kl. 21.00 og hinir síðari í Akureyrar- kirkju sunnudaginn 5. des. kl. 21.00. Stjómandi Passíukórs- ins er nú sem fyrr Roar Kvam. Flytjendur með kórnum að þessu sinni eru allr utan einn búsettir hér fyrir norðan, en þeir eru: Signý Sæmundsdóttir ’ sópran, Þuríður Baldursdóttir alt, Viktor Guðlaugsson tenór, Michael J. Clarke bassi, Paula Parker píanó, Úlrik Ólason harmóníum. Málverka- og bóka- uppboð í Sj allanum Málverka- og bókauppboð verður haldið í Sjallanum á morgun, laugardag, klukkan 14. Slíkt uppboð hefur ekki áður verið haldið á Akureyri, að því er menn ætla, en hug- mynd þeirra sem standa að þessu er sú, að slík uppboð geti verið mánaðarlega í vetur. Það eru Jón Sólnes og Bárður Halldórsson sem standa að uppboðinu. Á uppboðinu verða meðal annar 75 bókanúmer og 15 mál- verk m.a. eftir Gunnlaug Scheving, Eirík Smith, Karl Kvaran og Valtý Pétursson. Flest málverkin koma frá einka- aðilum og mörg þeirra að sunnan. Af bókum má nefna að töluvert verður af þjóðlegum fróðleik og frumútgáfur af bókum helstu rithöfunda okkur s.s. af íslenskum aðli eftir Þór- berg Þórðarson. Veitingarverða seldar á uppboðsstaðnum. Skíði um helgina Æfingar á vegum Sktðaráðs verða um næstu helgi sem hér segir: Laugardaginn 4. des. 12 ára og yngri kl. 10.30. Sunnu- daginn 5. des. 12 ára og yngri kl. 10.30. 13 ára og eldri eiga að mæta kl. 12 laugardag og á sama tíma sunnudag. Rútuferðir verða báða dag- anakl. 10.00 ogkl. 11.30. Allir hvattir til að mæta er ætla að vera með í vetur. Æfingarfyr- irkomulag í desember verður kynnt á þessum æfingum. Kjarnamót: Skíðagöngumót fyrir alla fjölskylduna fer fram í Kjarnaskógi 12. des. kl. 14.00. Gengnir verða 5 km og kl. 15.00 fer fram tímataka í öllum flokkum fyrir þá er vilja og stunda skíðagöngu sem keppnisíþrótt. Kjörið tækifæri til að trimma á gönguskíðum. Skráning fer fram á mótsstað klukkutíma fyrr. Iðunn með basar Kvenfélagið Iðunn heldur sinn árlega basar í Laugaborg laugar- daginn4. desembernk. Konurn- ar verða þar með kaffihlaðborð frá kl. 14.30. Kaffimiðar verða seldir við innganginn og gilda þeir jafnframt sem happdrætt- ismiðar. Sala basarmunanna hefst svo kl. 16.00. 3. desember 1982 - DAGUR -11

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.