Dagur - 03.12.1982, Síða 12
mmr
Akureyrí, föstudagur 3. desember 1982
rBAUTINN - SMIÐJAN'
Á Bauta: Fyrst um sinn afgreiðum við Salatbarinn eingöngu
föstudaga-sunnudaga, bæði í hádeginu og á kvöldin.
*
Hafið þið prófað okkar vinsælu Bauta- og
Smiðjuhamborgara.
gömlum
Degi
árið 1949
Allir á völlinn
10. ágúst. Vikulegir knattspymuleikir KA - Þór! Og svona
verður það áfram hvernig sem blæs. Komið bara og sjáið í .
kvöld - kostar ekkert — nema skósólana, raddböndin og
taugamar. Það veitir ekká af að „heppa" á drengina (þetta
er nú stundum eins og gömul vél að fara í gang) og fyrir
utan völlinn er þetta ennþá a.m.k. aðallega taugastríð.
Tveir leikir eru búnir, flestir mættu til leiks og allir á vellin-
um gerðu eitthvað, misjafnlega fallegt og fáir ljótt en úr-
sht hafa ekki fengist. Endaði fyrri leikur með 1:1 marki,
síðari leikur með 2:2 mörkum. En verður áframhaldið
svona em þetta fyrr en varir orðnir viðburðaríkir leikir. Og
áreiðanlega er æfingin piltunum holl, ístra og stirðleiki í
hðamótum láta ekki lengi bíða eftir sér á shkum velsæld-
artímum er við lifum nú á í þessum bæ. Áfram því og fleiri í
framboði til leiks með hverri keppni. Og „bestu stæði" em
aUtaf th boða fyrir góða áhorfendur.
Góð afrek
24. ágúst. Meðal keppenda á Meistaramóti íslands í
frjálsum íþróttum vom stúlkur frá Akureyri sem vöktu
mikla athygh fyrir íþróttaafrek. Anna Sveinbjörnsdóttir
setti þar íslandsmet í kúluvarpi, kastaði 9,13 m og María
Guðmundsdóttir sló íslandsmet í hástökki. Hún stökk 1.32
m. Hvort tveggja em góð afrek og þegar þess er gætt að
stúlkurnar hafa aðeins æft nokkrar vikur undanfarið má
búast við að þær nái fljótlega betri árangri. Anna og María
eru báðar úr Knattspyrnufélagi Akureyrar.
Stærsti maður veraldar
7. október. Nýlega hafa borist hingað fréttir af Jóhanni
Svarfdælingi sem talinn er stærsti maður veraldar. Jóhann
er ráðinn hjá stærsta fjölleikafirma heims, Ringling Bors.
og Barnum og Baili í Bandaríkjunum. Hefur hann að
undanförnu verið á ferðalagi með fjölleikasýningum fé-
lagsins um Kaliforníu og sunnanverð Bandaríkin. í bréfum
lætur Jóhann vel af vistinni þar vestra.
Eldur í hóteli
16. nóvember. Rétt fyrir hádegi á mánudaginn kom upp
eldur í miðstöðvarklefa í kjaUara Hótels Norðurlands hér í
bæ. Miðstöð hússins er olíukynnt og er þess getið tU að ör-
yggisbúnaður hafi bhað vegna rafmagnstruflana er vart
var við rétt áður og of mikU olía hafi mnnið inn á ketUinn
en þá hafi myndast gas er síðan kviknaði í. . .
Vildi kaupa Nýja bíó
14. desember. Fyrir nokkm spurðist bæjarstjórnin fyrir
um það hjá eiganda Nýja bíó hér í bæ hvort eignir félags-
ins væru falar tU kaups. Stjórn bíósins hefur nú svarað
fyrirspum bæjarins á þá leið að hún hafi ekki fyrirhugað
sölu á eignunum, en hinsvegar telur hún sig fúsa að taka
tU athugunar tilboð frá bænum ef það bærist henni í
hendur. Á bæjarráðsfundi nú nýlega var mál þetta tekið tU
umræðu og var þar samþykkt að gera félaginu boð um að
kaupa ÖU hlutabréf þess fyrir 900 þúsund krónur enda tak-
ist samkomulág um greiðsluskilmála. Svör bíósins við
þessu boði hafa ekki borist að því er séð verður af fundar-
gerðum bæjarráðs og bæjarstjórnar.
7 dagar til jóla - pennastrikið ókomið
17. desember. í dag éru 7 dagar til jóla og nærri hálfur
mánuður síðan ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins settist á
valdastólana með miklu yfirlæti. Samt er „pennastrikið"
ókomið enn, enda þótt dýrtíðin hafi aldrei verið geigvæn-
legri en nú og afkoma útflutningsframleiðslunnar aldrei
erfiðari en síðustu vikurnar. - Þjóðin spyr því: Hvar er
„pennastrikið" sem öllu átti að koma til betri vegar, að
sögn núverandi forsætisráðherra, er hann var að magna
dýrtiðina með aðstoð hins landlausa lýðs kommúnista-
flokksins á árunum 1944-1947? Málgögn Sjálfstæðis-
flokksins hafa til þessa ekki sagt neitt um undramátt
þessa leynivopns Ólafs Thors.
X
Óli G. Jóhannsson:
„Með svolítið
krakkalegu
hugarfari“
— segir listamaðurinn um grafík-
möppu sem var nýlega gefín út
ÓIi G. Jóhannsson hefur nú
gefíð út grafíkmöppu sem í eru
10 silkiþrykksmyndir. Mappan
ber heitið „Áður fyrr . . .“ og
er gefín út í 100 tölusettum ein-
tökum. Dagur ræddi stuttlega
við Óla og spurði fyrst um nafn-
giftina.
„Þessar myndir eru gerðar
með hliðsjón af olíumálverkum
sem urðu til fyrir hartnær tíu
árum. Þessi málverk urðu svo-
lítið söguleg, eða öllu heldur
sýningin sem þau voru sýnd á.
Það var í Norræna húsinu á
samsýningu akureyrskra mynd-
listarmanna. Sýningin fékk af-
leita dóma eins og suma rekur
ef til vill minni til og meðal ann-
ars var það sagt um mig að ég
kynni ekki að teikna og feldi
það með rósaflúri. Málverkin
fengu sem sagt mikla og fræga
umfjöllun á sínum tíma.“
„Ertu ekkert ragur við að
gefa þessar sömu myndir eða
svipaðar út í grafík, eftir þá um-
fjöllun sem þær fengu á sínum
tíma?“
„Það er nú öðru nær, því ég
er mjög stoltur af þessu tíma-
bili. Á þessum árum var eigin-
lega brotið blað í ferli mínum á
þessari braut. Þessar myndir
höfðuðu til fólksins, hins al-
menna skoðanda, þó hinir
lærðu hafi ekki farið um þær
mjúkum höndum.
Með aukinni þekkingu og
reynslu datt svo þessi þráður út
hjá mér. Útgáfan á þessum
grafíkmyndum er í og með gerð
fyrir sjálfan mig til að rifja upp
gamlar stundir. Þá má geta þess
að ég varð var við það á Kjar-
valsstöðum þegar ég tók þátt í
samsýningu þar í október að
fólk spurði eftir þessum gömlu
myndum - vildi þær jafnvel
frekar en þennan realisma sem
maður er að böðlast í núna.“
„Eru þessar myndir mjög
óiíkar því sem þú hefur verið að
vinna að upp á síðkastið?“
„Þær eru gjörólíkar og það
má nú reyndar segja að þessar
myndir séu ólíkar málverkun-
um sem þær eru gerðar með
hliðsjón af. Þær eru einfaldari í
•o,
uppbyggingu og aðeins svartar
og hvítar. Meginhugmyndirnar
koma þó fram.“
„Er eitthvað ákveðið þema í
þessum myndum?,,
„Margar af þessum myndum
urðu upphaflega til þegar
maður var allur í því að eignast
börn. Þær voru gerðar að sumu
leyti fyrir krakkana, með svo-
lítið krakkalegu hugarfari. Mér
þykir vænt um þetta tímabil og
þar sem tækifæri gafst til að
vinna þetta í grafík hjá Teikni-
stofunni Stíl valdi ég nokkrar
samstæðar myndir frá þessu
tímabili og gekk frá þeim,
teiknaði þær í svörtu og hvítu
fyrir silkiþrykkið. “
o<
>o
'BA■KHA4AHAN »
Barnahúfur
og vettlingar
Loðfóðraðar nylon
skíðalúffur
á alla fjölskylduna
Sokkabuxur
fyrir börn og
fullorðna
Gjöf sem vermir