Dagur - 07.12.1982, Blaðsíða 3

Dagur - 07.12.1982, Blaðsíða 3
HAGKAUP Akureyri - Sími 23999 Þrítugasti og annar aðalfundur Landssambands Stangarveiði- félaga var haldinn á Akureyri 23. og 24. október 1982. Fund- inn sátu 65 fulltrúar frá 12 að- ildarfélögum en 24 félög eiga aðild að sambandinu. Formaður LS, Birgir J. Jó- hannsson, flutti skýrslu stjórnar- innar fyrir liðið starfsár. í upphafi máls síns minntist formaður Jakobs V. Hafstein, sem var vara- formaður Landssambands Stang- arveiðifélaga 1968-1970. í skýrsl- unni var skýrt frá samskiptum LS og Könnunarnefndar úthafsveiða á laxi og niðurstöður nefndarinn- ar raktar. Þá var einnig skýrt frá ráðstefnu um verndun lax í Norður-Atlantshafi, sem haldin var í Reykjavík 18.-22. janúar sl. og gerð grein fyrir niðurstöðum ráðstefnunnar. Einnig var fjallað um endurskoðun lax- og silungs- veiðilöggjafarinnar, sótthreinsun veiðitækja, sem veiðimenn koma með til landsins, hert eftirlit vegna ólöglegra veiða í veiðiám og við ósa þeirra og um fræðslu meðal unglinga sem hafa áhuga á lax- og silungsveiði. Samstarf Landssambands Stangarveiðifé- Iaga og Landssambands Veiðifé- laga (Veiðiréttareigenda) hefur verið mjög gott og hafa sambönd- in haldið sameiginlega fundi og unnið saman að ýmsum málum. Gestir fundarins voru Þór Guðjónsson, veiðimálastjóri, Gunnar G. Schram, prófessor og Vigfús Jónsson, stjórnarmaður í Landssambandi Veiðifélaga. Tvö framsöguerindi voru flutt á fund- inum af Þór Guðjóssyni og dr. Gunnari G. Schram, prófessor. Skyrta: kr. 399. Peysa: kr. 249. Buxur: kr. 399.- Peysa: kr. 249.- Buxur (stretch flannel): kr. 499,- Hálsklútur: kr. 159.- Blússa: kr. 399.- Leðurslaufa: kr. 139,- Buxur: kr. 479,- Skyrta: kr. 399.- Buxur (stretch flauel): kr. 549.- Hvatt til að fólk sé vel á verði gagnvart brotum á jafnréttislögunum Jafnréttisnefnd Akureyrar var stofnuð á síðastliðnu sumri og er hún skipuð fimm fulltrúum, auk áheyrnarfulltrúa frá jafn- réttishreyfingunni. Formaður er Karólína Stefánsdóttir og rit- ari Bergljót Rafnar, en auk þeirra eiga sæti í nefndinni Kat- rín Jónsdóttir, Gísli Jónsson og Ólafur Birgir Árnason og áheyrnarfulltrúi jafnréttis- hreyfíngarinnar er nú Guðrún Gísladóttir, en hún situr þar með málfrelsi og tillögurétti en hefur ekki atkvæðisrétt. Nefndin hefur þegar haldið sex fundi, þar sem rætt hefur verið um stöðu jafnréttismála almennt og nauðsyn þess að kanna stöðu þeirra mála hér á Akureyri. Slíkar kannanir hafa verið gerðar víða annars staðar, s.s. í Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi, Garðabæ og Neskaupstað. Ekki er ástæða til að ætla, að niðurstöður jafn- réttiskönnunar á Akureyri verði í mörgu frábrugðnar, en þó er að áliti nefndarmanna rétt, að slík könnun fari einnig fram hér, þannig að nefndin geti betur áttað sig á, hvar sé helst þörf úrbóta í þessu bæjarfélagi. Hefur nefndin Aðalfundur Lands- sambands stangveiði- félaga í því skyni farið fram á fjárveit- ingu frá Akureyrarbæ á næsta ári. En nefndin situr ekki auðum höndum á meðan. Fyrsta verk nefndarinnar var að senda öllum grunnskólum bæjarins bréf með fyrirspurn um, hvernig lögum um jafnrétti sé framfylgt í skólunum. Ekki hafa enn borist svör frá öll- um skólunum og mun því síðar verða fjallað um þær niðurstöður. Varðandi hlutverk jafnréttis- nefndar var á fundi nefndarinnar 20. október sl. samþykkt eftirfar- andi bókun: „Nefndarmenn eru sammála um mikilvægi samhjálpar kynj- anna innan heimilis og utan. Nefndin álítur það vera hlutverk sitt að vekja almenna umræðu um þau viðhorf, sem viðhalda mis- rétti kynjanna. Nefndin bendir á nauðsyn þess að sníða af þá van- kanta í þjóðfélagsgerðinni, sem torvelda framkvæmd jafnréttis- laga.“ Annað hlutverk jafnréttis- nefndar er að vekja athygli á mis- rétti og brotum á lögum um jafn- rétti kynjanna og sinna ábending- um og kvörtunum þar að lútandi. Hefur nefndin þegar haft til um- fjöllunar slíkt erindi þar sem vak- in er athygli á mismunandi álagn- ingu á karlmanna- og kvenfatn- aði, en álagning á kvenfatnaði er samkvæmt lögum leyfileg 3,2% hærri en á karlmanna-, barna- og unglingafatnaði. Nefndin hefur sent jafnréttis- ráði þetta erindi, en jafnréttisráð er sá aðili, sem sker úr um slík mál. Mun niðurstaða jafnréttis- ráðs verða birt þegar þar að kemur. Jafnréttisnefnd Akureyrar vill hvetja fólk til að vera vel á verði gagnvart brotum á jafnréttislög- um og öllu misrétti sem orsakast af kynferði, og senda þá ábend- ingar eða önnur erindi skriflega til jafnréttisnefndar, Geislagötu 9. Karlmannaföt með vesti mikið og fjölbreytt úrval • Frakkar mikið úrval og margar gerðir Leðurmittisjakkar margar gerðir Herradeild sími23599 Faljegur klæðnaður á f ínu verði Erum alltaf að taka upp nýjar vörur. Mikið úrval af buxum, blússum, skyrtum, peysum o.m.fl. Allt á fína Hagkaupsverðinu, auðvitað. 7. desember 1982 - DAGUR - 3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.