Dagur - 07.12.1982, Blaðsíða 11

Dagur - 07.12.1982, Blaðsíða 11
Nýting og úrvinnsla rekaviðar og úrgangstimburs Guðmundur Bjarnason alþingis- maður hefur ásamt Páli Péturs- syni og Sigurgeiri Bóassyni lagt fram tillögu til þingsályktunar á Alþingi um nýtingu og úr- vinnslu rekaviðar og úrgangs- timburs. Gert er ráð fyrir að framkvæmd verði athugun á nýtingu og úrvinnslu rekaviðar og úrgangstimburs til iðnaðar og orkusparnaðar og í ítarlegri greinargerð með tillögunni seg- ir: „Á fjörum landsins liggur mikið magn trjáviðar, reka- timburs, og bíður tortímingar. Enginn opinber aðili hefur til þessa stuðlað að nýtingu reka- viðar. Þó er vitað að sumt af þessu rekatimbri er úrvals-efni- viður sem hentar vel til smíða og hvers konar iðnaðar. Við allar byggingarfram- kvæmdir, stórar og smáar, þar sem viðhafður er sá hefðbundni byggingarmáti að slá upp steypumótum úr mótatimbri, fellur til meira og minna af úrgangstimbri sem að lokum hafnar á sorpeyðingarstöðum og er þar ýmist urðað eða brennt, oftast með ærnum til- kostnaði og engum til gagns eða hagsbóta. Sömu sögu má sjálf- sagt einnig segja hvað varðar úr- gang frá hinum ýmsu trésmíða- verkstæðum. Þó er vitað að hluti þess úrgangs er þegar nýttur, og ánægjulegar eru þær fréttir, að einstakar trésmiðjur hafa ekki þurft að kaupa orku til upphitunar um áraraðir. Því finnst okkur, flutnings- mönnurn þessarar tillögu til þingsályktunar, fyllilega tíma- bært að fram fari ítarleg athug- un á því, með hvaða hætti megi nýta rekavið og úrgangstimbur með tilliti til orkusparnaðar, aukinnar fjölbreytni í atvinnu- lífi, einkum til sveita, tekju- öllunar og gjaldeyrissparnaðar. Okkur flutningsmönnum finnst eðlilegt að athugun þessi sé unnin sameiginlega á vegum landbúnaðarráðuneytisins, þar sem reki er í flestum tilfellum talinn til hlunnindaá bújörðum og frekari nýting hans ætti að geta létt undir með landbúnað- inum, en á hinn bóginn getur einnig verið um verulegan orku- sparnað að ræða og nýtingu á hráefni til iðnaðar. Einhver rekahlunnindi munu vera á meirihluta jarða er liggja að sjó. Árið 1932 voru skráðir 1114 jarðir í fasteignamati með reka, og fram yfir síðustu alda- mót var hitagjafi heimila hér á landi eingöngu fast heimafengið eldsneyti. Var rekaviður mikill hluti þar af. Síðar komu inn- fluttir orkugjafar til sögunnar og ruddu þessum heimafengnu orkugjöfum, sem meira þurfti að hafa fyrir, úr vegi. Með hækkandi olíuverði hafa við- horfin hins vegar breyst á ný og aftur er leitað nýrra leiða. Mest munar þar að sjálfsögðu um jarðhitann, sem víða er mjög ódýr, og raforkuna, sem á hinn bóginn er því miður víða um land mjög dýr orkugjafi og stefnir í að verða álíka dýr og olía. Því er okkur nauðsyn- legt að leita allra leiða og nýta alla þá möguleika sem tiltækir eru. Trjálurkakatlar, sem brenna úrgnagsreka, morviði og öðru föstu eldsneyti, eru nú að koma í umferð hér á landi. Þetta eru danskir katlar og eru 18-20 slíkir þegar í notkun hér og allmargir væntanlegir. Hefur notkun þeirra gefið mjög góða raun. Um árabil hafa bestu afurðir úr rekaviði verið girðingar- staurar, en ekki er nokkur vafi á að mikið af þessu rekatimbri er úrvalsviður sem efna má niður í planka og borðvið og nota síðan til smíða og hvers konar iðnað- ar. Því miður liggja ekki fyrir neinar upplýsingar urn magn rekaviðar á strandlengju lands- ins, hversu mikið rekur hér á land árlega, hversu mikið verð- mæti hér er um að ræða ef vel væri um hirt, hversu mikil hitaorka er fólgin í reka svo og úrgangi trésmíðaverkstæða." Jólatré oggreinar Rauögreni, stafafura og aukþess fjallaþinur sem heldur barrinu fram á vor. Seljum í Mývatnssveit 13. des., á Dalvík 15. des. og á Húsavík 17. og 18. des., frá kl. 16. Vinsamlega pantið tímanlega. Skógræktin, Vöglum, sími 23100. LETTIR b Hesta- eigendur Þeir sem eiga hross í högum Hestamannafélags- ins Léttis eru beðnir að taka þau í vikunni eða í síð- asta lagi um næstu helgi. Haganefnd Léttis. Jólagjöf veiðimannsins fæst hjá okkur: Stórkostlegur afsláttur á vöðlum og bússum ásamt öllum öðrum veiðivörum. VÖÐLUR, stærðir40-46, verð kr. 750 III EyfjÖrð BÚSSUR, stærðir 40-47, verð kr. 400 Hjaiteyrargötu 4, s.mi 25222 Verslunin Sjö - Sjö Jólatilboð 20% afsláttur af vattkápum, úlpum og buxum. Erum að taka upp kjóla og pils í úrvali og margt fleira. Verslunin Sjö - Sjö Strandgötu 11 - gegnt BSO QIRMI heimilistæki Úrvals vara sem við þorum að mæla með Ryksugur, djúpsteikingarpottar, gufusuðupottar (4 stærðir), hrærivélar, handþeytarar, hakkavél, pizzupönnur, kaffikönnur, brauðristar, hárblásarar, og m.fl. * Viðgerða- og varahlutaþjónusta Óseyri 6, Akureyri. Pósthólf 432 . Sími 24223 Leikfélag Akureyrar Siggi var úti Nýtt barnaleikrit eftir Signýju Pálsdóttur sem einnig er leikstjóri. Leikmynd gerði Þráinn Karlsson. Búninga gerði Freygerður Magnúsdóttir. Lýsingu annaðist Viðar Garðarsson. Tónlist: Bara-flokkurinn. Sýning fimmtudag kl. 18.00. Sýning laugardag kl. 17.00. Sýning sunnudag kl. 15.00. Aðgöngumiðasalan er opin alla daga frá kl. 13.00- 17.00. Sími 24073. Áskrift, afgreiðsla, auglýsingar. Sími 24222

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.