Dagur - 07.12.1982, Blaðsíða 6
Minni laxveiði í sumar:
í ám á Norðaustur
landi var
veiðin lökust
Laxveiðin hér á landi hefur auk-
ist verulega síðustu áratugina
eða nær þrefaldast þegar með-
alveiðin 1970-1979 sem var
64.538 laxar er borin saman við
veiðina 1950-1959. En þrátt
fyrir vaxandi veiði, þegar til
lengri tíma er litið, geta af ýms-
um ástæðum komið léleg veiðiár
inn á milli, eins og við erum að
reyna þessi árin. Á árinu 1980
var tala veiddra laxa um 19%
minni heldur en meðaltal síðasta
áratugs, en heildarþungi veið-
innar var í meðallagi miðað við
sama tímabil vegna óvenju hás
meðalþunga laxanna í veiðinni.
Árið 1981 var tala veiddra laxa
um 27% minni heldur en meðal-
tal síðasta áratugs, og meðal-
þyngd aflans um 30% minni
heldur en meðalþungi ársafla á
sama tímabili.
Laxveiðin síðastliðið sumar
(1982) var samkvæmt bráða-
birgðaathugun enn minni að töl-
unni til heldur en veiðin 1981
eða um 37% lakari heldur en
meðalveiði síðasta áratugs, en
23% ef miðað er við meðalveiði
síðustu tuttugu árin. Veiðin var
misjöfn og yfirleitt lakari en
sumarið 1981. Nokkrar ár við
Faxaflóa voru með betri veiði en
í fyrra, en í ám á Norðaustur-
landi var veiðin lökust. Líkur
benda til, að laxgengdin síðast-
liðið sumar hafa víða verið meiri
heldur en veiðin gefur tilefni til
að ætla. Veiðiskilyrði voru
óhagstæð lengst af um veiðitím-
ann. Fyrst er til að taka, að lax
gekk mjög seint í árnar. Voru
þær vatnslitlar lengst af sumri,
en undir slíkum kringumstæðum
tekur lax illa. í júlímánuði leysti
snjó úr fjöllum og óx þá vatn í
ánum. Seinni hluta mánaðarins
komu stórflóð í sumar ár og
trufluðu veiði. Norðanlands dró
úr veiði vegna kuldakasts, sem
kom um miðjan ágúst og var hún
rýr eftir það.
Orsakir rýrnandi laxveiði hér
á landi á árunum 1980, 1981 og
1982 hvað töluna snertir eru
vafalaust margar, en þar hefur
einkum verið rætt um tvær þ.e.
stórauknar sjávarveiðar Færey-
inga á laxi á árunum 1979 til 1982
og vetrar-, vor- og sumarkulda
hér á landi 1979 og lágan sjávar-
hita fyrir Norður- og Austur-
landi það ár. Um framlög ein-
stakra landa til laxveiða á Fær-
eyjamiðum er ekki vitað með
vissu, en talið iíklegt, að Noreg-
ur, Skotland og íriand leggi þar
mest til. Ábending er um, að ís-
lenskur lax leiti á Færeyjamið,
þar sem þremur merkjum af ís-
lenskum löxum hefur verið skilað
frá Færeyjum. Flinsvegar er ekki
vitað í hve miklum mæli hann
leitar austur í Atlantshaf og
veiðist þar. Úr því mun fást
skorið á næstu árum með merk-
ingum hér á landi og leit að
merktum löxum í Færeyjum svo
og með öðrum rannsóknarað-
ferðum, sem unnið er að í sam-
vinnu þeirra landa, sem leggja
lax til veiðanna, og er ísland að-
ili að þeim.
Afleiðingar kuldanna 1979,
sem voru einir þeir mestu frá
upphafi veðurathugana hér á
landi komu fram í tregari göngu
laxaseiða til sjávar sumarið 1979
en ella. Þá hafa skilyrði í sjónum
vegna óvenjulegs kulda verið
mjög óhagstæð fyrir seiðin. Vís-
bending um lélega afkomu sjó-
gönguseiða kemur fram í því, að
lítið er af eins árs laxi úr sjó
(smálaxi) í veiðunum 1980 og
Iítið af tveggja ára laxi úr sjó í
veiðunum 1981.
Afleiðingar kuldanna munu
væntanlega einnig koma fram í
minni laxgöngum næstu árin,
þar sem ungseiðaárgangurinn
1979 hefur að meira eða minna
leyti misfarist og vöxtur annarra
seiða í ánum verið með al-
minnsta móti það sumar. Ár-
ferði eftir 1979 mun hafa haft
veruleg áhrif á, hve bati í lax-
veiði kemur fljótt fram. Vitað
er, að árferði 1980 var mjög
hagstætt, en árferði 1981 og 1982
hafa á hinn bóginn verið óhag-
stæð að ýmsu leyti. Flýta má
fyrir bata með því að sleppa
seiðum í ár þar sem lítið er um
seiði eins og t.d. í ám á Austur-
landi.
Það er ekki nýtt fyrirbrigði, að
það dragi verulega úr laxveiði í
eitt eða fleiri ár í senn, og að
veiðin aukist að nýju. Við þessu
er að búast. Orsakir veiðirýrn-
unar geta verið margar, eins og
áður sagði, bæði heima fyrir, í
hafinu og vegna veiða á fjarlæg-
um hafssvæðum, og svo geta þær
verið sambland af öllu þessu eins
og helst er útlit fyrir hvað snertir
veiðirýrnunina hér á landi þessi
árin. Vinna þarf markvisst að
því að draga úr rýrnuninni með
fiskræktaraðgerðum eftir því,
sem við verður komið, og að
þrengja að sjávarveiðum á laxi
með tiltækum ráðum, sem styðj-
ast sem mest við staðreyndir.
Laxastigi.
fullt Ms af ®
Nýjar vörurstreyma inn daglega. Stórglœsit
GAZELLA
Kápur - Slár - Dragtir.
Bæjarins besta úrval af kápum.
Herrar, þarna fáið þiðgóða jólagjör
handa konunni.
Kjólar í mjög
fjölbreyttu úrvali.
Verðið mjög gott.
Prjónasett ný sending.
Jóladúkar smáir og stórir.
Jóla-eldhúsgardínuefni.
Snyrtivörur í gjafakössum
Vefnaðarvörudeild.
6 - DAGUR - 7. desember 1982