Dagur - 14.12.1982, Qupperneq 1
DEMANTS-
HRINGARNIR
KOMNIR
GULLSMIÐIR
i SIGTRYGGUR & PÉTUR
' AKUREYRI
65. árgangur
Akureyri, þriðjudagur 14. desember 1982
Samgöngukerfið nýtist
■ I ■ ■ i segir í skýrsiu um
ekki sem skyldi
Ncfrðurlandi
Á Norðurlandi er fyrir hendi
flutningakerfi sem ekki nýtist
sem skyldi til almennra sam-
gangna. Ljóst er að víkka má út
hið almenna fólksflutninga-
kerfi með aukinni nýtingu póst-
bifreiða og skólabifreiða. Það
er Ijóst að tiltölulega auðvelt er
að samræma flutninga á pósti
almennum fólksflutningum og
einnig mætti nota skólabifreið-
ar til póstflutninga og almennra
farþegaflutninga, þótt það sé
ekki jafn einfalt í sniðum.
Skólaflutningar á Norðurlandi
1981 kostuðu alls rúmlega 6,8
milljónir króna og á sama tíma
greiddi Póst- og símamála-
stofnunin tæplega 3 milljónir
fyrir póstdreiflngu út frá póst-
stöðum á Norðurlandi auk
greiðslu til sérleyfísbifreiða og
flugvéla. AIls kostuðu þessir
flutningar því 9,8 milljónir á ár-
inu 1981. Þetta er það há upp-
hæð að menn hljóta að staldra
við og athuga hvort ekki megi
reka samgöngukerfið fyrir
lægri fjárhæðir.
Segja má að þetta séu megin-
niðurstöður nefndar sem sam-
gönguráðherra skipaði að tilmæl-
um Fjórðungssambands Norð-
lendinga til að gera tillögur um
samgöngukerfi, skipulag sam-
gangna og flutningaþjónustu á
Norðurlandi. Áhersla skyldi lögð
á að samgöngukerfið stuðlaði að
auknum samskiptum milli staða
og að aukinni samvinnu milli sam-
gönguþátta með eðlilegri verka-
skiptingu og með tilliti til hag-
kvæmni og félagslegra þarfa.
Stuðlað skyldi að uppbyggingu
innanhéraðssamgangna m.a. með
samhæfingu þeirrar samgöngu-
þjónustu sem fyrir er, m.a. með
tengingu samgöngukerfisins með
flutningamiðlum og samgöngu-
miðstöðvum.
í tillögum sínum bendir nefnd-
in á að nauðsynlegt sé að koma
upp flutningamiðstöðvum, skipt í
þrjá flokka eftir eðli þjónustunn-
ar. í nefndarálitinu kemur einnig
fram að vöruflutningar á sjó frá
Reykjavík til hafna á Norðurlandi
hafi ekki verið nægilega reglu-
bundnir og lagt er til að meiri
áhersla verði lögð á beina vöru-
flutninga frá útlöndum til hafna á
Norðurlandi og þá sérstaklega til
Akureyrar vegna mikillar vöru-
dreifingar þaðan á aðra staði. í út-
tekt nefndarinnar er að finna
margar gagnlegar upplýsingar um
ýmislegt varðandi samgöngurnar,
m.a. um arðsemi vega o.fl.
Nefndina skipuðu Ólafur Stein-
ar Valdimarsson, Áskell Einars-
son og Helgi Ólafsson, en með
henni störfuðu Benedikt Boga-
son, Kristján Kolbeins og Guð-
mundur Sigvaldason.
Jólasvcinarnir hcimsóttu Akureyri sl. sunnudag. Yngsta kynslóðin kunni vel að meta það sem þeir höfðu fram að færa og söngurinn dunaði í Hafnarstræti.
Mynd: áþ
139. tölublað
Jólablað Dags kemur út nk.
föstudag. Að venju kemur út
blað nk. fimmtudag, en síðasta
blað fyrir jól kemur út þriðju-
daginn 21. desember. Ekkert
blað kemur út milli jóla og
nýjárs. Fyrsta blað á nýju ári
verður gefið út þriðjudaginn 4.
janúar.
Nýr grunnskóli var formlega
vígður á Kópaskeri sl. laugar-
dag. Byggingin er 550 fermetr-
ar að flatarmáli og tekur við af
gömlu skólahúsi, sem byggt var
árið 1928 og stendur í rösklega
2ja km. fjarlægð frá þorpinu.
Arkitekt og hönnuður skólans
var Maggi Jónsson, arkitekt,
Reykjavík. Framkvæmdir við
skólann hófust haustið 1978, en
kennsla hófst í skólanum um
miðjan október sl. þrátt fyrir að
framkvæmdum væri ekki að fullu
lokið.
Ingvar Gíslason, menntamála-
ráðherra, flutti ávarp og lýsti
skólann formlega tekinn í
notkun. Byggingarmeistari og
umsjónarmaður framkvæmda frá
upphafi var Marinó Eggertsson,
Kópaskeri. Heildarbyggingar-
kostnaður er á núverandi verð-
lagi um 8,5 milljónir króna. í
skólanum eru í vetur 33 nemend-
ur, þar af fimm í forskóla. Kenn-
arar skólans eru þrír auk skóla-
stjórans, Péturs Þorsteinssonar.
P.Þ.
Stóraukinn áhugi á
refarækt í Svarfaoardal
Dalvík, 13. desember.
Mikill uppgangur er nú í refa-
rækt í Svarfaðardal. Tveir
bændur fengu dýr í vetur. Þetta
eru bændurnir Hjalti Haralds-
son, Ytra-Garðshorni og Ingvi
Eiríksson, Þverá. Hjalti fékk
45 læður og 15 karla. Að sögn
Hjalta eru þetta allt hvolpar
síðan í vor. Dýrin komu frá loð-
dýrabúinu Grávöru á Grenivík.
Að Þverá komu 40 læður og 15
karldýr frá Loðfeldi á Sauðár-
króki.
Umræddir bændur höfðu byggt
refaskála, Hjalti um 500 fm skála,
sem hann taldi geta hýst allt að 90
dýr með góðu skipulagi og hag-
ræðingu. Ingvi aftur á móti tók
hluta af fjárhúsi undir þessa starf-
semi. „Ég bjó áður eingöngu með
sauðfé, en hef fækkað því
nokkuð. Riða hefur sett strik í
reikningin svo þetta er hálfgerð
varnaraðferð hjá okkur,“ sagði
Hjalti. Hann sagði einnig að flest
dýranna væru valin af dönskum
sérfræðingi sem var hér á ferð ný-
lega við lífdýraflokkun.
Eitt refabú í viðbót mun líta
dagsins ljós í desember, en það er
búið Dalalæðan hf. sem er eign
bændanna Hjartar Þórarinssonar
á Tjörn, Þorgils Gunnlaugssonar í
Sökku, Pórarins Jónssonar á
Bakka, Árna Steingrímssonar á
Ingvörum, auk Skarphéðins Pét-
urssonar á Dalvík, sem jafnframt
er framkvæmdastjóri. Skarphéð-
inn sagði að þeir fengju 100 læður
og 30 karldýr. Pau verða fengin
til helminga frá Grávöru á Greni-
vík og Sigurði Helgasyni, Ytri
Grund í Höfðahverfi. Til að hýsa
þau hafa þeir félagar reist mynd-
arlega skála fyrir um 150 dýr. í>að
var Víkursmiðjan á Dalvík sem
smíðaði skálann.
Eina reynslan af refarækt í
svarfdælskri byggð hefur fengist á
mjnkabúinu að Böggvisstöðum.
Fyrir einu ári komu þangað 140
læður og 50 karldýr. í ár verða
settar á hjá minkabúinu 400 læð-
ur og 150 karldýr, sem gefa munu
af sér um 2500 til 3000 skinn, sem
er áæltuð ársframleiðsla búsins.
Þorsteinn Aðalsteinsson, fram-
kvæmdastjóri, sagöi að rekstur-
inn hefði gengið einstaklega vol,
frjósemi hefur verið mikil og eru
dæmi um að læður hafi átt
allt að 21 hvolp í goti, en
;#vegna frosta og byrjunarörðug-
leika hafa afföll orðið töluverð.
Meðaltalið varð því um 6 hvolpar
á hverja læðu, sé tekið tillit til
geldra og óparaða dýra. Þorsteinn
sagði, eins og hinir væntanlegu
refabændur, að hann væri bjart-
sýnn þrátt fyrir lækkun á refa-
skinnum á uppboði í Finnlandi
nýlega. í desember mun Böggvis-
staðabúið senda 400 skinn á upp-
boð í Danmörku, sem verður
haldið í byrjun næsta árs. Það eru
fyrstu svarfdælsku refaskinnin
sem fara á markað og munu von-
andi ylja einhverri tískudrósinni í
útlöndum. Og við skulum vona að
það verði örlög fleiri „skinna“ úr
Svarfaðardal.
AG