Dagur - 14.12.1982, Blaðsíða 4

Dagur - 14.12.1982, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167 SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222 RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON BLAÐAMENN: ÁSKELL ÞÓRISSON, GYLFI KRISTJÁNSSON OG ÞORKELLBJÖRNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Álmálið úr sjálfheldu Úrsögn Guðmundar G. Þórarinssonar, al- þingismanns, úr álviðræðunefndinni svo- kölluðu hefur vakið mikið fjaðrafok í her- búðum Alþýðubandalagsins. Hjörleifur Guttormsson, iðnaðarráðherra, talar um svik við málstað íslendinga og að þjóðar- samstaða hafi verið rofin. Álviðræðunefnd- in hafi verið einingartákn. Hið sanna í þessu máli, sem raunar hefur komið glögglega fram, er það að álviðræðu- nefndin var aðeins sviðsetning Hjörleifs til að láta svo líta út sem allir stjórnmálaflokk- ar stæðu einhuga að baki honum í deilunum við svissneska álhringinn. Staðið hefur í samningaþófi í tvö ár án nokkurs árangurs. Reyndar er ofrausn að tala um samningaþóf því hingað til hefur aðeins verið deilt um það hvort aðilar ættu að ræðast við eða ekki. Álviðræðunefndin kom aldrei inn í þessar viðræður allan þennan tíma. Það er reyndar líka ofrausn að tala um viðræður í þessu sambandi, því slíkt nafn er ekki hægt að gefa örfárra klukkustunda fundum Hjörleifs með forsvarsmönnum Alusuisse. Mikilvægast í þessu máli er að knýja fram hækkun orkuverðsins og því fyrr því betra. Það sem vakti fyrir Guðmundi G. Þórarins- syni var að fá úr því skorið hvort álhringur- inn væri tilbúinn til að semja um hækkun orkuverðsins og önnur deilumál. Hann vildi krefjast þess að svissnesku álfurstarnir sýndu samningsvilja sinn í verki með nokk- urri hækkun orkuverðsins strax, en síðan yrði tekið á málinu öllu. Þetta kallaði Hjör- leifur Guttormsson sveitamennsku, að ætla að hægt væri að bera fram kröfur án tillits til hins samningsaðilans. Tvennt er athyglisvert við þessa yfirlýs- ingu Hjörleifs. Annað er það viðhorf sem hann virðist hafa til fólksins sem byggir sveitir landsins og er raunar hans umbjóð- endur. Hitt er það að hann hefur sjálfur frá upphafi hagað sér með þeim hætti á stutt- um fundum sínum með fulltrúum álfélags- ins eins og ekki væri um að ræða samning tveggja aðila, heldur skák sem hann gæti leikið einn. Það er reyndar furðulegt að hann skyldi ekki hafa boðað einhliða að- gerðir strax í upphafi, í stað þess að hafa stórkostlega fjármuni af íslendingum með því að tefja málið eins og hann hefur gert. Hreyfing er nú komin í málið, sem von- andi verður til þess að fljótlega verður unnt að fá sanngjarna leiðréttingu á ómöguleg- um samningi, sem sjálfstæðismenn og krat- ar bera ábyrgð á, en það vill gleymast hverj- ir það voru sem stóðu að upphaflegu samn- ingagerðinni fyrir íslands hönd. 4 r DAGUR -14. desemþer 1982 BÆKUR Kristján frá Djúpalæk Austfirskir dándimenn Bókin heitir Dömur, draugar og dandimenn.Dömurnar eru þar atkvæðisminnstar þó að þær séu fyrst taldar en dándismenn og draugar hafa mikið umleikis. Þetta eru æviminningar Sigfúsar Kristjánssonar, Fúsa á Aust- fjarðartúni, sem Vilhjálmur Einarsson skólameistari hefur skráð. Og má nú guð vita hvor- um ber að þakka meir. En þetta er ósvikin bók eftir ágætismenn sem kunna þá list að segja sögu. Kauðaskapur verður þar ekki fundinn, hvorki í máli né tónteg- und. Faðir Sigfúsar kom aðeins við sögu hans í upphafi ferils. Hann dó að drengnum nýfæddum. En móðir hans átti meiri örlög. Hún fór vestur um haf að leita gæf- unnar ung að árum en fann ekki. Fjórar ferðir var henni þvælt á milli heimsálfa á flutningadöll- um, vanfærri með fársjúkan mann. Yfirvöld í báðum löndun- um voru hrædd við ómegð, pen- ingana sína. Þetta eru einhverjir mestu “Hreppaflutningar" sem um getur í sögunni. Ótrúlegt að slíkt skuli gerast í upphafi vorrar alsnægtaaldar. Það eru nokkrar myndir af þessari konu í bók- inni. Hún hefði átt betri ævi skilið. En þessi sonur hennar var heppinn. Hann komst í gott fóst- ur og varð að manni, bæklaðist að vísu ungur á fæti en hvað bag- ar það kátan Austfirðing með ættarfylgju þeirra flestra í blóð- inu, glaðbeittan húmor og ódrepandi viljaþrek. Sigfús varð eftir margháttað basl „Fúsi á Austfjarðartúni", Þekktur af þúsundum mannna. Fúsi segir mjög vel frá, er sjálfur fyndinn og glöggur á hvar feitt er á stykkinu í frásagnar- máta. Hann tilfærir snilldarsög- ur eftir Gunnari á Fossvöllum, séra Sigurjóni á Kirkjubæ, Þor- steini kaupfélagsstjóra á Reyð- arfirði og fleirum. Kjarval var oft farþegi hans og fær hér minn- ismerki. Saga Sigfúsar er saga fjöldans, baráttan á kreppuár- unum og svo forkostuleg kynni og sambúð við heri tveggja þjóða á stríðsárunum í litlu heimaþorpi hans, Reyðarfirði. Lýsingarnar á „sveitamönnun- um“ sem vildu forvitnast um búskap þessara gesta sinna eru alveg óborganlegar. Séstaðan kemur er hann gerð- ist bílstjóri með glansskyggnis- húfu og borða er jók kvennhylli sem þó er ekki tíunduð enda betra að lifa en skrifa um. í bók þessari koma glögglega fram þeir óyfirstíganlegu örðugleikar er mættu bílstjórum á vegleys- um í upphafi bílaaldar. Fáir eru svo ónæmir á góðmeti að þeir lesi ekki þessa bók sér til óblandinnar ánægju- og fróð- leiks. Faðir sögumanns var systur- sonur Sigfúsar þjóðsagnaritara og virðist Fúsi að nokkru hafa verið innréttaður svipað honum af skapara sínum, natinn hlust- andi sagna, minnugur vel og full- veðja í móðurmáli. Og í sam- vinnu við Vilhjálm Einarsson skapast hér saga sem lifir, hvað sem beinhörðum sannleik líður. Bókin er 183 bls. Örn og Ör- lygur gefa út. Gróin spor Jóhannes Friðlaugsson: Aldaminning Að fá í hendur bók eftir þenn- an höfund er eins og mæta göml- um kunningja, svo margt las maður eftir hann hér áður fyrr í ýmsum ritum og bókum. Mér er þó efst í huga lítið rit er hét „Jólakveðjan“ og barst okkur ungum í fásinnið. Þetta var gjöf frá dönskum sunnudagaskóla- börnum til íslenskra barna. Það var unnið hér á landi og prestar dreifðu því til sóknarbarna sinna. í því átti Jóhannes Frið- laugsson margar fallegar jóla- sögur er hlýjuðu viðkvæmum um hjartarætur. Jóhannes var þannig maður. Hann skrifaði ekki ónytjuorð. Hann vildi ekki aðeins gleðja heldur betra menn og bæta. Dýrasögur hans eru í sérflokki, og átakanlegar, til að snerta strengi samúðar og brýna til betri meðferðar og meiri um- hyggju um dýrin. Þessi bók er sérstæð því að hún er úrval úr verkum hans margþættum, sýnisbók: sögur, ljóð, erindi, greinar og frásagn- ir, enda verður enginn svikinn af henni. Sögurnar og frásagn- irnar verma og greinar eins og „Hreindýraveiðar í Þingeyjar- sýslu á 19. öld“ og „Hvítabjarn- arveiðar í Þingeyjarsýslum“ eru stórfenglegar en um leið átakan- leg skrá um miskunarleysi. Enginn les þessa bók ósnort- inn en hún verður ekki auglýst sem spennuvaki. Sérstök bókar- prýði er að fjölmörgum teikn- ingum sonarins, Hrings Jóhann- essonar, sem er ofursnjall lista- maður. Andrés Kristjánsson skrifar formála um manninn og kennarann Jóhannes Friðlaugs- son og Indriði Indriðason um ættir hans og fleira. Nokkrar myndir eru af Jóhannesi á ýms- um aldri. Aftast í bókinni er skrá um rit- verk Jóhannesar og hvar þau hafa birst. Eru ritstörf þessi mikil vexti fyrir mann sem hvort tveggja var bóndi og kennari en maður ekki heilsuhraustur. Maður skynjar við lestur Gróinna spora að þessi þing- eyski alþýðumaður hafi átt menntaðra hugarfar en flestir samferðamenn um þær mundir. Var þó ekki auður garður list- anna þar um sveitir á fyrri hluta þessarar aldar. Bók þessi er falleg yst sem innst og valin gjöf unglingum til mótvægis við hroðann. Hún er gefin út í 400 tölusettum eintök- um af Jónu Jakopsdóttur, ekkju Jóhannesar, og börnum þeirra hjóna. Hún er 250 bls. í gullin- sniði, verðug aldarminning góðs drengs.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.