Dagur - 14.12.1982, Síða 9
Þórsarar sigruðu IS
Þórsarar sigruðu lið IS í 1.
deildinni í körfuknattleik um
helgina en leikið var í Iþrótta-
skemmunni. Lokatölur leiks-
ins urðu 76:72, Þór í vil. Mikl-
ar sveiflur voru í leik liðanna
sem skiptust á um að hafa
forustuna og var það ekki fyrr
en á síðustu sekúndum leiks-
ins að Þórsarar tryggðu sér
sigur.
Ekki byrjaði þessi leikur
björgulega. Klukka tímavarðar
vildi ekki af stað og eftir að leik-
urinn hafði verið stöðvaður af
þeim sökum og hafði byrjað
aftur skall einn leikmanna IS í
gólfið og rotaðist. Varð að gera
hlé á leiknum aftur meðan beðið
var eftir sjúkrabifreið til að
flytja hann í burtu.
Mikið jafnræði var með liðun-
um allann fyrri hálfleikinn. Bæði
liðin beittu svæðisvörn, Þórsarar
í þeim tilgangi fyrst og fremst að
geta haft tvöfaldar gætur á risan-
um Pat Bock en ÍS-menn tóku
Robert McField mjög utarlega.
Segja má að þessi harði varnar-
leikur liðanna hafi kostað það að
leikurinn var ekki mjög
skemmtilegur á að horfa, enda
sóknarmistök talsverð á báða.
Staðan í hálfleik jöfn 34:34.
Sami barningunnn var áfram í
síðari hálfleiknum og jafnt á
mörgum tölum. Pó komst Þór
fimm stig yfir þegar fimm mínút-
ur voru til leiksloka 64:59 en ÍS
skoraði næstu 6 stig og leiddi
65:64. Síðan var jafnt 68:68,
70:70 og 72:72. Þegar 15 sek.
voru til leiksloka fékk Þór tvö
vítaskot sem Robert McField
skoraði úr. ÍS-menn hófu sókn
en Valdimar Júlíusson stal bolt-
anum af þeim, fór upp völlinn og
gaf á Eirík Sigúrðsson sem skor-
aði um leið og leiktíminn rann
út. Lokatölur því 76:72 Þór í vil
og dýrmæt stig í höfn.
Segja má að leikur Þórs hafi
skipst í tvö horn, vörnin oftast
mjög sterk og að samvinna þar
góð en sóknarleikurinn slakur
og mikið um mistök. Að
venju bar mikið á McField en
hann var óvenju mistækur í
skotum sínum og kvartaði mikið
undan körfunum í Skemmunni.
Jón Héðinsson var geysisterkur í
vörninni sem og fleiri og yfir höf-
uð má segja að varnarlega séð
hafi allir leikmenn komið vel út.
Staða efstu liðanna í deildinni er
þannig að Haukar eru taplausir,
Þór hefur tapað fjórum stigum
og á eftir þrjá leiki gegn Hauk-
um og tvo leiki gegn ÍS sem hef-
ur tapað 6 stigum.
Stig Þórs gerðu McField 39,
Jón Héðinsson 13, Eiríkur Sig-
urðsson 9, Björn Sveinsson 5,
Konráð Óskarsson 5 og Jóhann
Sigurðsson 5. Stigahæsstir hjá ÍS
voru Pat Bock með 29 og Eirík-
ur Jóhannesson með 16.
Tvö gull -
eitt silfur
Jón Héðinsson fer sér að engu óðslega og skorar með góðu skoti
Ljósm.: KGA.
Norðurlandamót unglinga í
lyftingum var haldið dagana
4. og 5. desember í H.C.
Andersen hótelinu í Odense.
Þrír Akureyringar voru þar
með þátttakendur og hlutu
tvenn gullverðlaun og ein silf-
urverðlaun.
Haraldur Ólafsson keppti í fl.
82.5 kg. Hann snaraði 130 kg og
jafnhattaði 165 samtals 295 kg.
Þetta er þriðja árið í röð sem
Haraldur hlýtur gullverðlaun á
norðurlandamóti unglinga. Tvö
undanfarin ár hefur Haraldur
keppt í 75 kg þyngdarflokki.
Garðar Gíslason keppti í 90
kg flokki og hlaut þar silfurverð-
laun. Garðar snaraði 137,5 kg og
jafnhattaði 170 kg samtaís 307,5
kg. Sigurvegarinn í 90 kg fl. lyfti
sömu þyngd og Garðar en
reyndist hins vegar vera um 500
gr léttari og hlaut því gullið.
Sama staða kom upp á norður-
landamótinu í fyrra er Garðar
hlaut þar silfurverðlaun.
Gylfi Gíslason hlaut gullverð-
laun í 100 kg fl. annað árið í röð.
Hann snaraði 132,5 kg og jafn-
hattaði 170 kg.
Þeir félagar áttu allir mjög
góðar tilraunir við að setja ný ís-
lands- og norðurlandamet á
mótinu.
KA vann UMFA en
tapaði fyrir Haukum
Um helgina lék KA tvo leiki í
annarri deild karla. Fyrri leik-
urinn var að Varmá gegn
Aftureldingu og sá síðari gegn
Haukum í Hafnarfírði. Þessir
leikir eru þeir síðustu fyrir
áramót en leikir í deildinni
hefjast ekki aftur fyrr en í
febrúar.
Leikurinn við Aftureldingu
var KA nokkuð auðveldur og
sigur KA aldrei í hættu. í hálf-
leik hafði KA náð 5 marka mun
og í leikslok var markamunur-
inn einnig fimm mörk, eða 26
gegn 21. Bestu menn KA í þess-
um leik voru þeir Erlendur, sem
nú lék aftur með liðinu, og Jak-
ob Jónsson, en þeir ásamt
Guðmundi voru markhæstir
með 5 mörk. Friðjón gerði 4,
Flemming og Erlingur 3 hvor og
Kjeldl.
Síðari leikurinn var erfiður
enda úrvalsleikmenn í liði
Hauka. Að sögn KA-manna
voru þeir lélegir í þessum leik og
áttu nánast aldrei möguleika
gegn frískum Haukunum. Fyrri
hálfleikur var mjög jafn en í
hálfleik hafði KA eins marks
forustu, 13 gegn 12.
Haukar náðu strax forustu í
síðari hálfleik og héldu henni til
leiksloka en lokatölur urðu 27
gegn 23. Á síðustu mínútunum
reyndu KA-menn að leika
maður á mann en sú leikaðferð
dugði ekki gegn andstæðingun-
um og Haukarnir sigruðu eins og
áður segir. Magnús Birgisson
var bestur KA-manna í þesum
leik og skoraði hann 4 mörk. Er-
lendur gerði 5, Guðmundur 4,
Kjeld og Jakob 3 hver, Erlingur
2, Kristján og Friðjón eitt hvor.
Þórsarar sterkir
Um helgina fór fram á Akur-
eyri ein umferð í íslandsmóti
yngri flokka, Norðurlands-
riðli.
Það var Handknattleiksráð
Akureyrar sem sá um keppnina
og var leikið í íþróttaskemm-
unni. Það voru Þórsarar sem
voru sterkastir í þessari umferð
en þeir töpuðu aðeins einu stigi.
Annars fóru leikar sem hér
segir:
5. flokkur: Þór - Dalvík 11-0
S. flokkur: KA - Dalvík 9-3
5. flokkur: Þór - KA 18-6
4. flokkur: KA - Þór 5-5
3. flokkur karia: Þór - KA 16-15
3. flokkur karla: Þór - Völs. 19-8
3. flokkur karla: KA - Völs. 29-14
3. flokkur kvenna: Þór - Völs. 11-2
2. flokkur kvenna: Þór - Völs. 10-7
Æft í Höllinni
Nú í þessari viku flytjast allar
æfíngar íþróttafélaganna í
höllina. Þá verður þar líf og
fjör allt frá því snemma á
morgnana og fram eftir
kvöldi.
Nánast allar greinar keppnis-
íþróttanna verða þarna iðkaðar
en von er á nýjum körfum fyrir
keppendur í körfubolta nú á
næstunni. Smám saman verða
því ný tæki að koma og nýjar
vistaverur verða teknar í notkun
jafnóðum og þær klárast.
14rdesö.mþe;r 1982 - DAGUR-9