Dagur - 21.12.1982, Síða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167
SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON
BLAÐAMENN: ÁSKELL ÞÓRISSON, GYLFI KRISTJÁNSSON OG
ÞORKELLBJÖRNSSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Snúum vörn í sókn
Tvívegis á þessum vetri hafa landsmenn
verið minntir óþyrmilega á það hvar á
hnettinum þeir búa. Óveðrið sem gekk yfir
landið um helgina olli ófærð um allt land og
raskaði verulega öllum jólaundirbúningi.
Póstflutningar fóru úr skorðum og hundr-
uð manna komust ekki leiðar sinnar þar
sem allt innanlandsflug lagðist niður, ein-
mitt þegar jólaumferðinn var að hefjast.
Ófærð varð á götum flestra bæja og óheyri-
legur kostnaður fer í það að ryðja snjó af
götum. Sem dæmi má nefna að það kostar
milli sjö og átta þúsund krónur á klukku-
stund að ryðja snjó af götum Akureyrarbæj-
ar þegar öll tiltæk verkfæri eru notuð. Það er
dýrt að búa á íslandi. Þetta er eitt dæmi um
það en nefna mætti mörg önnur. Margvís-
legur kostnaður stafar af því hversu
strjálbýlt landið er. Engum dettur þó í hug
að ástandið væri betra ef allir landsmenn
flyttust til höfuðborgarsvæðisins og ynnu
þar við að þjónusta hvern annan. Þannig
gengi dæmið einfaldlega ekki upp.
Þessi áföll af völdum veðursins í vetur
minna okkur á enn önnur áföll sem raunar
skipta miklu meira máli fyrir þjóðarbúið
þegar til lengri tíma er litið. Þjóðin hefur
ekki orðið fyrir jafn alvarlegum skakkaföll-
um hvað varðar aflabrögð og sölu afurða,
viðskiptajöfnuð og annað það sem ræður
hagsæld landsmanna, um margra ára skeið.
Sem betur fer hafa allflestir losnað við alvar-
leg skakkaföll af völdum óveðranna sem
geysað hafa í vetur. Hins vegar er ljóst að
verulega mun þrengjast í búi á næstunni
vegna þess hversu að kreppir í efnahags-
málum þjóðarinnar.
íslendingar eru ekki óvanir áföllum af
ýmsu tagi, en þeim hefur tekist að hjara í
landi sínu vegna þess að þar vilja þeir búa,
enda óvíða í heiminum betra að vera þegar
á allt er litið. Nú sem fyrr verður samtaka-
mátturinn að koma okkur á réttan kjöl á ný.
Hann hefur reynst drýgstur til sóknar og
varnar á liðinni tíð og nú er vissulega þörf á
sameiginlegu átaki. Því miður horfir reynd-
ar ekki allt of vænlega í þeim efnum, því
mennirnir sem hafa úrslitaáhrif á stjórn
landsins búa sig nú undir átök, því kosning-
ar til Alþingis eru á næstu grösum.
Vonandi kemst þjóðin heil frá þeirri hildi
sem framundan er. Við búum í lýðræðis-
þjóðfélagi og því eru átök um stefnur
sjálfsögð. Þau mega hins vegar ekki ganga
út yfir heill þjóðarinnar á örlagatímum.
Sameinumst í því að snúa vörn í sókn og
virkjum samtakamáttinn.
ÍÞRÓTTA-
AJMTsTÁLL
1982
Janúar:
„Klæðist Gunnar KA-peysunni
aftur?“ - sagði í fyrirsögn á fyrstu
íþróttasíðu ársins. Að sjálfsögðu
var hér átt við Gunnar Gíslason,
landsliðsmann í handknattleik og
knattspyrnu. í greininni kom
fram að Gunnar var ákveðinn að
leika með KA í 1. deild knatt-
spyrnunnar á komandi sumri, en
vafi lék hinsvegar á hvort hann
myndi leika með félaginu í hand-
knattleik nú í vetur. Eins og menn
vita ákvað Gunnar síðan í haust
að leika með KR og átti það ekki
sístan þátt í ákvörðun hans að
hann ætti þá frekar möguleika á
sæti í landsliðinu. „Það er nánst
ómögulegt að leika með liði á Ak-
ureyri og ætla sér að eiga mögu-
leika á að komast í landsliðið í
handknattleik,“ sagði Gunnar.
Þórsarar fengu til liðs við sig
bandarískan körfuknattleiks-
mann, Roger Berents, 24 ár að
aldri. Þess má geta að Berents lék
með Þór til loka íslandsmótsins
en ekki var ráðist í það að fá hann
aftur til landsins. Þótti hann ekki
nægilega sterkur leikmaður og
ónothæfur sem þjálfari.
Akureyringar og Reykvíkingar
háðu bæjarkeppni í íshokký fyrir
leikmenn 23 ára og yngri og fór
leikurinn fram í Reykjavík. Leik-
ur liðanna var mjög spennandi en
norðanmönnum tókst að hafa sig-
ur 5:4. Markvörður Akureyrar,
Jón Birgir Guðlaugsson, vann
það afrek að verja vítaskot á síð-
ustu sek. leiksins en það þykir
mikið afrek í þessari íþróttagrein.
Knattspyrnumenn voru komnir
á knattspyrnuskóna sína og byrj-
aðir að æfa úti í snjónum. Bæði
Akureyrarliðin höfðu ráðið sér
þjálfara strax í upphafi ársins,
KA-menn Alex Willoughby og
Þórsarar Douglas Reynolds,
hvort tveggja menn sem hér
höfðu starfað áður. Var mikill
hugur í mannskapnum sem von-
legt var.
„Ég er eins og afi innan um
þessa krakka en ætli ég haldi ekki
áfram á meðan ég hef gaman af
þessu. Annars eigum við mikinn
fjölda af efnilegum unglingum og
framtíðin er björt,“ sagði Haukur
Jóhannsson, skíðakappi, sem
skellti sér í baráttuna enn eitt
árið, enda hefur hann engu
gleymt. Orð hans um unglingana
áttu fyililega rétt á sér eins og
síðar átti eftir að sannast.
Febrúar:
Eftir ósigur KA í 1. deild hand-
boltans gegn HK spurði íþrótta-
fréttamaður Dags í risastórri
fyrirsögn: „Er KA fallið í 2.
deild?“ Útlitið var orðið slæmt.
Á sama tíma var gengið frá því
að landsliðsmarkvörðurinn, Árni
Stefánsson, myndi þjálfa lið
Tindastóls í 3. deild knattspyrn-
unnar á komandi keppnistíma-
bili. Þarf ekki að orðlengja það að
Árni gerði góða hluti á Sauðár-
króki, en Tindastólsmenn misstu
naumlega af sæti í 2. deild á kom-
andi keppnistímabili.
Dalvíkingar eignuðust heims-
methafa í frjálsum íþróttum. Það
var Sigurður Matthíasson, en
hann gerði sér lítið fyrir og stökk
1,77 metra í loft upp og yfir rá án
þess að nota atrennu. Geysilegur
stökkkraftur það.
Þórsarar sigruðu lið Ögra í 3.
deild handboltans með miklum
yfirburðum. Voru þeir þegar hér
var komið sögu búnir að tapa
fæstum stigum allra liða í deild-
inni og gerðu sér góðar vonir um
sigur í deildinni.
Daninn Jan Larsen kom til Ak-
ureyrar og ræddi við forráðamenn
Handknattleiksdeildar KA um
þjálfarastörf næsta keppnistíma-
bil. Svo fór að samningar tókust
og þjálfar Jan Larsen nú lið KA.
Körfuknattleiksmenn Þórs sátu
ekki aðgerðarlausir. Þeir unnu lið
Daninn Jan Larsen gerðist þjálfari
hjá KA.
Tindastóls og ísafjarðar léttilega
og voru þegar hér var komið sögu
búnir að tryggja sér sæti í úrslita-
keppni 2. deildar.
Á Unglingameistaramóti ís-
lands í lyftingum var Haraldur
Ólafsson tvímælalaust maður
mótsins. Hann hafði geysilega
yfirburði í sínum flokki og setti
hvorki fleiri eða færri en 5 ný ís-
landsmet.
Mars:
Þórsarar unnu alla andstæðinga
sína í úrslitakeppni 2. deildar í
körfuknattleik sem háð var á Ak-
ureyri. Þar kepptu lið úr Vest-
mannaeyjum, frá Breiðablik í
Kópavogi og Austfjörðum og
sigraði lið Þórs örugglega og flutt-
ist í 1. deild.
Á sama tíma vöktu piltar úr
Bjarma í Fnjóskadai mikla at-
hygli er þeir tryggðu sér silfur í 2.
deildinni í blaki og fluttust í 1.
deild. Lið UMSE sem hafði leikið
í 1. deild hélt sæti sínu þar örugg-
lega.
Siglfirskir knattspyrnumenn
vöktu athygli á íslandsmótinu í
knattspyrnu innanhúss. Þar sigr-
uðu þeir hvert liðið af öðru og
komust loks í úrslit gegn Breiða-
blik. Þar létu þeir hinsvegar í
minni pokann en ekki fyrr en eftir
geysilegan baráttuleik.
Islandsmótið í íshokký var háð
í þessum mánuði og þar léku Ak-
ureyringar og Reykvíkingar.
Norðanmenn höfðu mikla yfir-
burði eins og við var búist fyrir-
fram og unnu 14:5 sigur án erfið-
leika.
KA kvaddi 1. deild handbolt-
ans með stórtapi fyrir KR í
íþróttaskemmunni. KA-maður-
inn fyrrverandi, Alfreð Gíslason,
Rafn Hjaltalín heiðraður, en hann lét af störfum sem dómari í 1. deild í haust,
eftir farsælt starf.
4?«D3WÍUR?e8t.4e»»mb<!f tS82