Dagur - 21.12.1982, Blaðsíða 7
BÆKUR
Kristján frá Djúpalæk
FORN
FRÆGÐARSETUR
Petta er 4. bindi bókaflokks séra
Ágústs Sigurðssonar um forn
frægðarsetur í ljósi liðinnar
sögu. Ekki veit ég hvort menn
gera sér grein fyrir því er menn
handfjalla fræðirit eins og þetta
hvflík vinna liggur þar að baki.
Til að gefa hugmynd um slíkt má
geta þess að aftan við þetta bindi
er skrá um heimildir og skýring-
ar er að baki liggja, hvorki fleiri
né færri en um 330 tilvitnanir.
Og þó að þetta rit fjalli aðeins
um þrjá kirkjustaði, Krossþing í
Landeyjum, Borg á Mýrum og
Þönglabakka í Fjörðum, er það
um 250 blaðsíður að stærð.
Klerkurinn á Mælifelli skrifar
sem sagt fleira en stólræður.
Langlengsti og veigamesti
þátturinn er um Krossþing í
Landeyjum og ekki að ástæðu-
lausu því hér er i>m virkilega
fornt frægðarsetur að ræða en þó
fyrst og fremst Krossstaður.
Flestir hafa heyrt talað um
Krossreiðir, sem voru nokkurs
konar Sauðafellsfarir, þar sem
óvinir ráðast heim á bæ, lim-
lesta fólk og drepa húsbændur.
pað er vitaskuld útilokað að
gera efni þessu nokkur skil í
blaðagrein eftir hraðlestur. Það
er svo ótrúlega viðamikið enda
er hér um marga kirkjustaði að
ræða og það virðist alveg með
ólíkindum hversu miklar heim-
Jón Gísli Högnason leggur hér
upp í langa ferð. Þetta er 1. bindi
verks sem á að fjalla um þróun-
arsögu Kaupfélagsins á Selfossi
og Mjólkursamlagsins.
Jón Gísli gerir fyrst grein
fyrir sjálfum sér og fyrstu for-
göngumönnum um stofnun
þessara miklu bændasamtaka en
það eru Helgi Ágústsson frá
Birtingarholti og Egill Thorar-
ensen .Höfundur notar þá að-
ferð að hann fær stóran hóp
mjólkurbflstjóra á Suðurlandi til
að segja sögu sína. Það eru ekki
ildir eru enn finnanlegar um
staði þessa frá fornu fari. Nú vill
svo til að einn sögufrægasti bær á
íslandi tilheyrir Krossþingum en
það er Bergþórshvoll. Þar kem-
ur séra Ágúst með athyglisverða
söguskýringu. Hann telur það
hvorki hafa verið flónsku Njáls
né aumingjaskap að láta brenna
sig inni heldur hafi það verið
„friðþæging fyrir syndir vígfimu
kappanna á Bergþórshvoli",
sona sinna. Þetta kann nú vel að
vera. Ennþá athyglisverðara
þykir mér þó að Njáll hafi séð í
hendi sér er hann kaus að
brenna inni ásamt konu sinni og
dóttursyni að þar með hafi hann
gert brennuvargana að óalandi
og óferjandi níðingum um allar
aldir. Flosa var vorkunn að vilja
hefna sín á banamönnum
Höskuldar Hvítanessgoða. Það
var hefnd, hitt morð.
Hins vegar þykir mér það
hreystiverk að fjalla um sögu
Bergþórshvols, eins og gjört
hefur verið um aldir, eftir rit-
verk Einars Pálssonar, og nýta
sér ekki það ljós sem hann hefur
varpað á söguna.
En þetta er nú kannski útúr-
dúr. Kaflinn um Krossþing er
svo ótrúlega viðamikill, ættir og
atburðir, og ég alls ófær að rök-
ræða sanngildi þessara fræða.
Hitt þykir mér eftirtektarvert í
einvörðungu persónusögur
mannanna sjálfra heldur varpa
þær mjög skýru Ijósi á fram-
kvæmdastjórana, einkum Helga
Ágústsson sem var yfirmaður
þeirra. Helgi hefur verið ein-
stakur maður eins og hann á ætt-
ir til. Elja hans og árvekni eru
dæmalaus. Hann er eins og hinir
fornu konungar er stjórnuðu
herförum. Hann gengur fremst-
ur í bardaga þegar mest á reynir
og hlífir sér hvergi. Hann er
harður húsbóndi en fyrirgefst
allt því að hann er sanngjarn.
Helgi kemur að hinu unga sam-
þessu bindi eins og raunar hin-
um fyrri hve ákaflega prestar
voru fégjarnir, drykkfelldir og
kvensamir. Ótrúlega margir
misstu kjól og kall um lengri eða
skemmri tíma vegna „ótíma-
bærra“ barneigna enda segir
séra Ágúst einhvers staðar að
hefðu prestar ekki verið „endur-
reistir" fyrir þær sakir myndi
hafa orðð fámennt í stéttinni.
Enþað má Ágúst eiga að hann
fer mildari höndum um þessa
bresti en okrið og yfirganginn.
Þátturinn um Borg á Mýrum
er að vonum minni í sniðum
enda þar fjallað nær eingöngu
um einn kirkjustað. Nokkuð
löngu máli er eytt í frum-
byggjanna, enda engir aukvisar.
Egill á þar stóran þátt. Og þá má
ekki gleyma sjálfum Snorra.
Hér gerir séra Ágúst aðra merki-
lega söguiega uppgötvun. Hann
heldur því sem sagt fram að Ein-
ar skálaglamm sé hinn eiginlegi
höfundur Eglu. Og það er vitað
mál að þeir Egill áttu margt
saman að sælda, m.a. erlendis,
og báðir voru skáld og höfðu
gaman að hreystisögum. Ágúst
hyggur að Einar hafi fest sér
þetta allt í minni ásamt ljóðum
Egils og búið í glæsilegan munn-
legan sagnastíl. En það væri
það reyfaraleg tilgáta að Einar
hefði getað fært eitthvað af
þessu í letur sjálfur? Hann færði
Agli eitt sinn skjöld skrifaðan
sögum þótt hann fengi Iitlar
þakkir fyrir. Rúnir voru nothæft
tæki til geymslu hugverka. Það
er a.m.k. víst að höfundur Egils-
sögu, hver sem hann var, segir
Þorgerði Egilsdóttur hafa skorið
Sonartorrek á kefli um leið og
karl kvað. En saga Borgar var og
verður merkileg.
vinnufyrirtæki sem bóndi en
þetta er verkstjórn og bændur
eru vanir aö stjórna. Mannlegir
eiginleikar þeirra Helga og Egils
gefa bók þessari alveg sérstakan
blæ.
Saga mjólkurbflstjóranna er
margþætt, allt frá því aö keyra
yfir venjulegan draug á Hellis-
heiði til þess að falla í Ölfusá er
brúin hrundi undan einum
þeirra. Millispilið eru ofur-
mannleg átök á hinni örðugu
leið milli Selfoss og Reykjavík-
ur. Hellisheiði og Svínahraun
eru ekki létt yfirferðar á vetrum
Og þá erum við komnir að síð-
asta hefðarsetrinu, „Thaungla-
bakke yderst mod Ishavet" eins
og stjórnarherrar í Kaupmanna-
höfn og jafnvel sjálfur konung-
urinn kölluðu það: Þönglabakka
í Fjörðum. Og þótt Látra-
Björgu þætti fagurt í Fjörðum
„þá Frelsarinn gefur veðrið
blítt“ þá veit hún heldur enga
verri sveit „er vetur að oss fer að
sveigja“:“Menn og dýr þá
deyja“.
Eitt er víst að hér verða tíðar
prestaskipti en víðast hvar ann-
ars staðar. Að Þönglabakka
voru jafnvel sendir klerkar sem
forbrutu sig á hinum dyggðum
prýdda vegi lífsins. Staðurinn
þótti svo út úr alfararleið að
biskupar sáu sér ekki fært að
vísitera þar, jafnvel öldum
saman. Ég ætla ekki að reyna að
rekja þá sögu alla en þess má
geta að einn var sá klerkur er
undi þar vel, séra Jón J. Reykj a-
lín. Honum þótti Svalbarð verra
enda Þislar vandfýsnir mjög á
prestinn. Hins vegar var vera
hans í Fjörðum einstæður at-
burður í mannlífssögu Þöngla-
bakka á síðari öldum. Jón er
m.a. talinn hafa verið einhver
mestur söngmaður á íslandi og
gekk sú tóngáfa í erfðir. Merk er
einnig saga séra Árna Jóhannes-
sonar og má þar vísa til Theo-
dors Friðrikssonar.
Þetta er mikið verk og mynd-
arlegt. Séra Ágúst hefur ekki
setið auðum höndum á Mælifelli
eða í kóngsins Kaupmannahöfn
sl. vetur. Bókaútgáfan Örn og
Örlygur hefur heldur ekkert til
sparað að gera bókina sem best
úr garði. í henni er mikill fjöldi
ljósmynda og teikninga sem við-
fangsefninu tengjast og bókar-
kápa er sérlega smekkleg.
laldar, að ógleymdum Kömb-
unum.
Bókaforlag Odds Björns-
sonar er að hefja hér útgáfu
verks sem ávæútlanlega eftir að
verða merkilegt ritstafn. Og höf-
undi tekst að gera fræðilegt við-
fangsefni að sp:nnandi lesn-
ingu. Mikill fjöídi mynda er í
bók þessari og nafnaskrá. Hún
er 350 bls. aö stærð. Og þá dett-
ur mér í hug: Hvenær kemur
saga Jónasar Kristjánssonar á
Akureyri og bflstjóranna hans?
Borgarbíó:
Jólainvndin í Borgarbíói að
þessu sinni er ensk-banda-
ríska myndin „On Golden
Pond“ eða Síðsumar, eins og
íslenska heiti myndarinnar er.
Hér er á ferðinni mjög þekkt
kvikmynd með þeim Katharine
Hepburn og HemyFonda í aðal-
hlutverkum, en þau hlutu bæði
Oscar-verðlaun fyrir leik sinn í
myndinni. Jane Fonda, dóttir
Henry Fonda, leikur einnig stórt
hlutverk í myndinni.
Barnamynd Borgarbíós, sem
sýnd verður kl. 15 á 2. dag jóla,
ber heitið „Söguleg sjóferð“,
skemmtileg mynd sem fjallar um
harða lífsbaráttu túnfiskveiði-
manna.
Nýja bíó:
Annan í jólum kl. 3 verður sýnd
Walt Disney myndin Snati og
vinir hans. Kl. 5 og 9 verður
Stipes sýnd, en þetta er bráð-
skemmtileg ný amerísk gaman-
mynd. Þegar sýningum ná Strip-
es lýkur verður kvikmyndin
Dýragarðsbörn tekin til sýninga.
Kvikmyndin Dýragarðsbörn er
byggð á metsölubókinni sem
kom út hér á landi fyrir síðustu
jól. Það sem bókin segir með
tæpitungu lýsir kvikmyndin á
áhrifamikinn og hispurslausan
hátt. Erlendir blaðadómar segja
að þetta sé myndin sem allir
verði að sjá.
Ysjur og
austræna
enn í dag, hvað þá í árdaga bfla
ENN MJKUhN VIÐ FJÖLBREYTNINN
K. Jónsson & Co. hf., Akureyri.
Nú bjóðum við 9 mismunandi grænmetistegundir
Grænar baunir, Gulrætur og grænar baunir, Ameríska
grænmetisblöndu, Gulrótarteninga, Maískorn og Rauðrófur.
j""oG NÚMA eÍnnIgT
■ X ítölsk grænmetisblanda
I SJFrönskgrænmetisblanda
KJ grænmeti á
hvers manns disk
Rauðkál
Reynið þessar tegundir með hátíðarmatnum, i salatið, eða bara hvenær sem er.
21. desember 1982- DAGUR - 7