Dagur - 21.12.1982, Blaðsíða 14

Dagur - 21.12.1982, Blaðsíða 14
85áraunglingur Kristján Rögnvaldsson, safnvörður garðyrkjumaður og múrari er átta- tíu og fimm ára í dag, 21. des. þótt flestum sem sjá hann myndi þykja það ótrúlegt, svo unglegur sem hann er og kvikurí hreyfingum. Við sem þekkjum Kristján undrumstþó enn meira hversu hann er ungur í andanum, enda verðum við þess iðulega vör að hann slær okkur, sem erum helmingi yngri að árum út í því efni. „Áhuginn og lífsfjörið er eins og í venjuegum manni um tvítugt og í ósérplægni og fórnfýsi fyrir áhuga- mál sín, á hann engan sinn líka,“ var sagt um bróður hans, Jón Rögnvaldsson, sjötugan og á hann þó ekki síður við um Kristján. Þeir bræður voru á ýmsan hátt líkir og einstaklega samhentir, og það sem annan kann að hafa vantað bætti hinn upp. Fæddir eru þeir bræðurí Grjótár- gerði í Fnjóskadal, sem nú er komið í eyði fyrir löngu, en fluttust ungir með foreldrum sínum að Fífilgerði í Kaupangssveit. Jón nam við Gagn- fræðaskólann á Akureyri og við garðyrkjustöð í Kanada og lauk þar garðyrkjuprófi, en Kristján gerðist handverksmaður og lærði múrun hjá Sveinbirni Jónssyni, þeim merka hugsjónamanni. Stundaði hann það starf síðan um nærfellt tveggja áratuga skeið, eða til 1938, er þeir bræður keyptu garð- yrkjustöðina Flóru á Akureyri, sem þeir ráku 1 15 ár. Árið 1954 tók Rögnvaldur við stjórn Lystigarðs Akureyrar og fáum árum síðar keypti Fegrunar- félagið hið mikla safn af lifandi plöntum, sem hann hafði komið upp í garðinum heima í Fífilgerði, og var það flutt í Lystigarðinn sem þar með varð grasafræðigarður. Kristján var jafnan sem önnur hönd Jóns við störfin í Lystigarðinum og í sameiningu sköpuðu þeir þann skrúðgarð og fræðistofnun sem Lystigarðurinn er í dag og gerðu hann frægan um víða veröld. Þegar Jón hætti störfum við garðinn árið 1970 hvarf Kristján einnig þaðan og tók upp önnur störf. Hann hafði þá fyrir nokkrum árum byrjað að vinna við Náttru- gripasafnið á vetrum og hefur haldið því áfram allt til þessa dags. Þar hafa verkefni hans verið marg- vísleg, einkum þó við smíðar og frágang og hirðingu á jurtasöfnun- um, og má segja að reynsla hans sem múrari og garðyrkjumaður hafi þar komið að góðu haldi, enda gekk hann að störfum sínum þar með sömu atorku og áhuga og áður í Lystigarðinum, þótt kominn væri á áttræðisaldur. Er það óefað mikið happ fyrir þessar upprennandi stofnanir að hafa notið krafta þessa bjartsýnismanns, þegar þyngst var fyrir fæti og mest á reyndi. Enn er þess að geta að Kristján hefur um áratugs skeið eða meira verið safnvörður við Davíðs- hús og Matthíasarhús á Akureyri og haft þau opin almenningi daglega á hverju sumri. Síðariárin hefur hann einnig haft sams konar gæslu á sýningarsal Náttúrugripasafnsins. Störf hans í þágu bæjarfélagsins eru því orðin mikil og hafa ekki verið launuð að verðléikum, því Kristján hefur jafnan verið lausráðinn og unnið störf sín í tímavinnu á lægsta kaupi. Við sendum Kristjáni hugheilar afmæ 1 isk veðj u r á þessum tímamótum og vonum að hann fyrirgefi okkur rabbið. H.Hg. og J.P. Dansklúbburinn Parið heldur dansleik annan í jólum að Bjargi kl. 9-1 fyrir meðlimi, nýjafélaga og gesti. Dansklúbburinn Parið. Eiginmenn, leitíð ekki langt yfir skammt! Jólagjöfina handa konunni fáiö þið í Skemmunni. S\emman SKIPAGATA 14 B - SÍMI 96-23504 PÓSTHÓLF 84 - 602 AKUREYRI Stálpönnurnar og pottarnir margeftirspurðu fást nú aftur. Pantanir óskast sóttar sem fyrst. ^VSTgtTL^LSTgröl--------. 14- DAGUR - 21. desember 1982 Tilraun a aðfangadagskvöld Alltaf vaknar hjá mér einhver sérstök tilfinning þegar jólin nálgast og er hún hvað stekust þegar logndrifa er úti og allt kyrrt og hljótt. Þessari tilfinningu er ekki got að lýsa en það má gefa henni nafn, jólagleði. Þegar auglýsingar dynja á manni og allir eru að farast úr stressi við jólagjafakaup, hreingerningu og bakstur verður mér alltaf hugsað til gömlu jólanna minna. Aldrei voru nein læti í kring um þau, bara friður og ró, þau voru tákn um komandi birtu. Sá er að vísu munurinn að ég sem barn bjó á afskekktum sveitabæ; þar sem rafmagn er ekki komið enn. I dimmunni var ósköp auðvelt að trúa á drauga og alls kyns kynjaverur er leyndust í myrkrinu og skúmaskotum víðs vegar. Tvennt var einkum til að styrkja draugatrúna hjá mér. Það fyrra var að einu sinni seint að kvöldi heyrðum dráttarvél ekið heim að bænum, síðan var gengið inn göngin og inn í eldhús, hundarnir geltu eins og um kunnugan væri að ræða - en enginn sást. Aldrei fékkst nein skýring á þessu, enginn kom um kvöldið, þannig að enginn var að senda fylgjuna sína á undan sér. Hin ástæðan var göngin. Þau voru mér ægilegur þyrnir í augum. Þesi göng tengdu saman nýtt íbúðarhús og leifar af gamla bænum, hlóðareldhús og fjós. Þau voru hlaðin úr torfi og grjóti, um þau skutust mýs og hljóð frá kúnum í fjósinu bárust til þess sem um göngin fór. Um þessi göng var ætíð gengið á vetrum, bæði vegna fannfergis við aðaldyr og svo var erfitt um aðföng mestan hluta vetrarins og kol voru engin léttavara sem borin var á baki né dregin á sleða af einum manni. Um jólin voru göngin alltaf upplýst ogég var ekki gömul þegar mér varð Ijós sú staðreynd að eftir jólin fór að birta aftur. Þetta var það besta við jólin, birtan og það að losna við myrkfælnina í göngun- um á meðan og vita að bráðum færi sólin að sjást aftur. Fyrstu merki þess að jólin væru í nánd, voru ekki auglýsingar í sjónvarpi eins og nú, enda ekkert sjónvarp á íslandi þá, heldur laufabrauðsbakstur. Jól án laufa- brauðs þótti nánast guðlast. Um svipað leyti var farið að huga að jólahangi- kjötinu, hvort það væri orðið mátulega reykt. Fullorðna fólkinu þótti það nefnilega ómissandi líka, ekki mér, ég fékk aldrei skilið þetta hangikjötsát, fiskur og þá sérstaklega saltfiskur, það var minn uppáhaldsmatur, af hverju ekki að hafa hann? Jólagjafir skiptu ekki höfuðmáli, ef ég fékk bók var ég ánægð, enda engar auglýsingar sem glöptu. Hvernig skyldi þessu vera háttað nú, eru börn ánægð með það sem þau fá eða vilja þau alltaf meira og meira? Þessu hafði ég lengi velt fyrir mér, þar til að ég ákvað ein jól að gera á þessu smá athugun. Sonur minn var búinn að sitja alla aðventuna límdur framan við sjónvarpið og horfa á auglýsingar um öll fallegustu og hentugustu leikföngin til jólagjafa. Oft var hann búinn að láta þau orð falla að þetta eða hitt langaði hann til að eignast. Þegar leið nær jólum ákvað ég hvernig að tilauninni skyldi staðið. Eg hafði keypt handa drengnum rafmagnsbíl, sem í þyrfti tvær rafhlöður af sömu stærð og algengastar eru til nota í vasaljós. Nú ætlaði ég að gea honum grikk, að vísu skal viðurkennt að jólin eru kannski ekki heppilegasti tími til að hrella fólk, ég pakkaði bílnum inn og faldi hann. Síðan pakkaði ég inn rafhlðunum og setti þann böggul viðjólatréð semjólagjöffrá pabba og mömmu. Aðfangadagur kom og leið að kvöldi, ósköp hægt eins og ævinlega, enda er hann sennilega algengasti dagur ársins a.m.k. hjá börnum. Eftir að hafa hlustað á messu og borðað var farið að huga að jólagjöfunum. Ekki man ég núna aðrar gjafir sem drengurinn fékk, en síðastur var honum afhentur pakkinn frá pabba og mömmu. Hann opnaði og viti menn hann þaut upp um hálsinn á okkur og sagði: „Takk elsku mamma og pabbi, batterí í vasaljósið mitt, nú get ég látið það lýsa mér þegar dimmt er.“ Þetta var besta jólagjöfin hans. Bíllinn vakti að vísu hrifningu, en ekki eins mikla. Þarna fékk ég þá sönnun sem mig vantaði. Jólin eru enn það ljós í skammdeginu sem þeim var ætlað, og jólagleðin er ekki eitthvað sem heyrir sögunni til, því þrátt fyrir allar umbúðirnar og auglýsingaskrumið er hægt að gleðjast yfir því sem lítið er. Það borgar sig ekki alltaf að stressa sig fram úr hófi, það skapar engum meiri ánægju. Þó jólin séu hátíð barnanna fyrst og fremst, þá langar mig í lokin að hugsa aðeins til aldr. ða fólksins, því ári þess er nú senn að ljúka. Margir hinna öldruðu hugsa nefnilea hvað mest ti! baka í kringum jólin og því finnst mér tilvalið að senda þeim lítið ljóð eftir Bjarna Jónsson og mínar bestu óskir um gleðileg jól og vonum að eftir ykkur verði meira munað í framtíðinni. Á.M. Gamla kertið Ég kveiki á þér, kertið gamla miti, því Kristur gaf mér jólaljósið þitt. I fver geisli frá þéi vekur sömu sýn. ég sé til baka æskujólin mín. Þú góða ljós, er geymir það sein var. og glæðir aðeins fagrar minningar. Ég sit hjá þér og sé að þú ert til, mín sál er barmafull af þökk og yl. A meðan endist ævikveikur þinn. cg alltaf sanna jólagleði finn. Þú gleymdist aldrei gegnnm lífsins svað. þú gamli sveitaarfur heimanað. F.g skil það núna. einmitt livað það er. sem ævinlega hefur bjargað mér. Að þótt ég víða lenti lífs nm stig. í leynihólfi alltaf geymdi ég þig.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.