Dagur - 21.12.1982, Síða 9
Jói litli var tíu ára tökudrengur á fremsta bæ í
afskekktum dal á Norðurlandi. Húsbændur
hans voru efnuð hjón sem höfðu hreppt hann
þá um vorið á sveitarfundi þar sem ómagar
voru boðnir upp. Þau áttu lægsta boðið um
meðgjöf. Og þau töpuðu ekkert á því. Jói var
slitviljugur drengur og það kom sér vel því
nóg var að gera. Hann var látinn bera allt
vatn í bæ og fjós, hann varð að moka flórinn,
bera inn eldivið en skólp og ösku út á haug.
Allir þóttust mega segja honum fyrir
verkum. Hann kom ekki svo inn í bæinn að
einhver segði ekki: „Gerðu nú þetta, Jói litli,
gerðu hitt!“ Hann var yfirleitt vakinn eld-
snemma á morgnana og nú er komið var
skammdegi var það honum mikil raun að
þurfa að paufast einn á myrkrinu um hlöðu
og fljós. Honum var ekki trúað fyrir opnu
ljósi, hann gæti kveikt í. Myrkfælnin ætlaði
alveg að gera útaf við hann. Fólkið á bænum
hafði lúmskt gaman af því að hræða hann.
Það sagði honum hinar mögnuðustu sögur
um allar þær skottur og lalla sem í myrkrinu
búa, svo að hann þóttist skynja draug í
hverju skoti. Og kæmi hann æpandi inn á
harða spretti undan einhverjum þeirra hlógu
allir dátt og sögðu: „Mikið dæmalaust flón
geturðu verið, drengur!“
Jóa litla var oft kalt. Fötin hans voru mestu
garmar. Hann var síblautur í fætur og frost-
bólga sótti á fingur hans. Oft var hann líka
svangur og honum varð illt í magnum af
köldu súrmeti og saltsoðningu. Fengi hann
graut eða flóaða mjólk leið honum betur.
hendurnar og setti bletti á bækurnar. Auk
þess skildi hann ekkert sem í þeim stæði.
Best leið Jóa litla á kvöldin þegar hann var
sestur á rúmið sitt innan um gamla fólkið og
reyndi að prjóna sjóvettlinga eða leista sem
seldir voru í kaupstaðinn fyrir jólin. En vit-
anlega fékk hann ekki aurana. Sveitarómagi
mátti þakka fyrir að fá að éta.
Nú var kominn Þorláksdagur og ilmur af
laufabrauði og hangikjöti mætti Jóa í göng-
unum. Ofurlítil tilhlökkun gerði vart við sig í
brjósti hans. Jólin höfðu yfir sér einhvern
sérstakan hlýjan blæ. Og þó að hann ætti
ekki von á neinni jóalgjöf myndi hann fá
meira og betra að borða en vant var. Þannig
hafði það verið þar sem hann var síðast. Einu
sinni hafði meira að segja gömul kona gefið
honum kerti á aðfangadagskvöld og hann
gleymdi aldrei þeirri gleði sem litla kertið
veitti honum. Ljósið hans var bjartara en
önnur ljós. Mikið sá hann eftir því þegar það
var brunnið og aftur varð dimmt í sál hans.
Enn var komið aðfangadagskvöld. Gömul
vinnukona á bænum gaf Jóa litla fallega
ullarsokka er hún hafði prjónað svo að lítið
bar á í hvíldartíma sínum. Þetta gladdi hann
mjög mikið. Þessi gamla kona hafði alltaf
verið honum notaleg og reynt að taka svari
hans væri hann órétti beittur.
Jói fékk hangikjöt og laufabrauð og vel
smurða flatköku að borða. En á eftir kom
Jói var oft ávítaður og stundum var hann
flengdur ef eitthvað fór á annan veg fyrir
honum en fullorðna fólkið taldi að vera ætti.
Hann var því oft í leiðu skapi og fullur af van-
máttugri reiði sem braust þó oftar út í tárum
en uppreisn.
Enginn hafði hugsun á því að kenna hon-
um að þekkja stafina, hvað þá að læra að
skrifa þá. En hann langaði fjarska mikið til
að læra að lesa. Hann öfundaði mjög einka-
soninn á bænum sem hafði sér kennara og
stundum stalst hann til að fletta námsbókum
hans ef þær lágu á glámbekk. í þeim voru
skemmtilegar myndir, sumar af dýrum og
blómum sem hann þekkti, aðrar af höllum og
stöðum í utlöndum. En eigandi bókanna var
ekkert mjúkur á manninn ef hann komst að
þessu. Hann sagði að Jói væri skítugur um
sama súrglundrið og hversdagslega. Og nú er
hann sat á rúmfletinu sínu og lapti upp í sig
ólykjuna með fýlusvip kom sonur hjónanna
fram úr innri baðstofunni, þar sem húsbænd-
ur borðuðu sér, og skipaði yngstu vinnukon-
unni að koma strax með jólagrautinn.
Drengurinn gekk framhjá Jóa litla, leit ofan í
skálina hans, hnusaði út í loftið, gretti sig og
tautaði: „Oj bara“. Jóa féll fyrst allur ketill í
eld. Það kom kökkur í hálsinn á honum af
sorg og smán. En svo blossaði upp í honum
ólgandi reiði. Honum fannst blóðið fossa
upp til höfuðsins. Það söng fyrir eyrum hans
Og það var eins og brjóstkassinn ætlaði að
springa. Aldrei hafði hann verið svona al-
gjörlega á valdi heiftarinnar. Hann hafði allt-
af verið það bældur ög varnarlaus að kjark-
urinn sveik hann og orðin köfnuðu í hálsi
hans. Nú var eitthvað að gerast í huga hans
sem gerði hann að nýjum manni, sterkan og
áræðinn. Hann varð að hefna sín, borga einu
sinni fyrir allt sem hann hafði mátt þola.
Hann reyndi þó að stilla sig en hann var ekki
sjálfráður gerða sinna. Að lokum reis hann
upp og þaut inn í hjónahúsið. Þár sat fjöl-
skyldan við dúkað borð, hlaðið krásum, og
sonur hjónanna, sem hafði sært hann fyrir
stundu, var að taka fyrstu spænina af rauð-
seyddum rúsínugrautnum með rjómablandi
út á.
Jói gekk beint að borðinu til hans og
hrækti á diskinn hans, ofan í jólagrautinn.
Honum fannst sér létta fyrir brjósti. Nú hafði
hann komið fram hefnd.
En varð hefndin honum lengi sæt? Æ nei.
Drengurinn leit á Jóa augum fullum af skiln-
ingsvana undrun og hryggð. Jóa var nóg
boðið. En það sem verst var: Nú skammaði
hann enginn. Hann var ekki flengdur. Hann
reyndi að grúfa sig niður undir sængina sína
en fann enga fró þar. Hann gægðist undan
sængurhorninu. Allir í frambaðstofunni
voru hljóðir og honum fannst fólkið horfa á
sig með ásökunarsvip. Hann staulaðist á fæt-
ur og læddist fram löng og dimm göngin.
Hann langaði mest til að flýja út í myrkrið og
hríðina, týnast og hverfa sjónum allra
manna. En hann skorti kjark. Allan mátt
hafði dregið úr honum. Hann var algjörlega
lémagna.
í auðum bás í fjósinu hvíldi hann þessa
jólanótt og grét. Aldrei hafði hann átt svona
bágt.
Daginn eftir, jóladag, fóru allir til kirkju
nema Jói. Þennan morgun var allt öðruvísi
en áður. Enginn talaði til hans. Enginn virtist
sjá hann frekar en hann væri ekki til. Hann
dundaði við verkin sín eins og vant var. Það
var gott þegar allir voru farnir og hann einn
eftir með kúnum.
Þannig liðu nokkrir dagar. Honum var
skammtaður matur eins og vant var en þögn-
in umlukti hann hvar sem hann fór í bænum
Nokkrum dögum síðar hnýtti gamla
vinnukonan leppana hans í klút og fékk
honum. Hann átti að verða póstinum sam-
ferða til þorpsins úti við fjarðarbotninn
Húsbóndi hans hafði talað við oddvita sveit-
arinnar er þeir hittust við kirkjuna á jóladag-
inn og afsagt að hafa þennan ómaga lengur á
sínu heimili. Oddvitinn skrifaði svo móð
urmyndinni hans sem nú bjó með sjómanni í
þorpinu. Hann tilkynnti henni að hún yrði nú
að sjá Jóa fyrir samastað. í þessari sveit
treysti enginn sér til að ábyrgjast barn með
hans innræti.
Jói litli átti eftir að rétta úr kútnum og
verða þekktur maður. En atburðurinn í innri
baðstofunni aðfangadagskvöldið forðum í
sveitinni fylgdi honum æ síðan eins og
skuggi. Augu drengsins er hann hefndi sín á
vitjuðu hans í svefni með sinni djúpu spurn
Sveittur vaknaði Jói upp af martröð sinni
marga nótt og andvarpaði: Af hverju, a:
hverju í ósköpunum gerði ég þetta?
K.f.D
21. desember 1982 - DAGUR - 9