Dagur - 21.12.1982, Blaðsíða 10

Dagur - 21.12.1982, Blaðsíða 10
Þegar fjörðurinn var manngengur út að Höfða Á heimlcið frá aðalfundi Sambands- ins 20. júní sl. stönsuðum við hjónin tvo daga á Akureyri. Við Jón Sigurðarson ■ fram- kvæmdastjóri heimsóttum skrifstof- ur Dags. Ég var einn af stofnendum blaðsins. Allir aörir sem sátu stofn- fundinn munu horfniraf sviðinu. Þar sem við ásamt starfsfólki blaðsins sátum við miðdegiskaffi- borðið og röbbuðum saman, var ég spurður, hvort ég gæti ekki rifjað upp einhverjar minningar frá Akur- eyrarárunum. Auðvitað á ég margar og margskonar minningar frá þeim árum. Sumar í glöggu minni, en aðr- ar að hverfa inn í mistur gleymsk- unnar. Datt mér í hug að segja þeim frá frosta- og ísavetrinum 1917-18, þegar Hjalteyri varð varahöfn fyrir Akureyri. Hann var cinnig minn síð- asti vetur á Akureyri. Ritstjórinn vildi setja þetta samtal í blaðið, en ég var því mótfallinn. Var því ekki viðbúinn og fannst það þyrfti nánari skýringa fyrir lesendur. Því fáir muna lengur hvernig lífsbar- áttan í landinu var fyrir sextíu og fjórum árum. Heimsstyrjaldarárin fyrri 1914- 1918 urðu oft erfiðleikar og jafnvel vandræði vegna skipaskorts til vöru- flutninga til og frá landinu. Vaxandi eftirspurn eftir skipum og hafnbann Breta á Þýskaland var aðalorsökin. Öll styrjaldarárin sveimuðu breskar freigátur kring um Island til athug- unar á skipum, förmum og farþeg- um, hvort sem skipin voru á leið til landsins eða frá. Oft var þeim skipað að sigla til breskra hafna til skoðun- ar. Allir póstflutningar urðu að fara gegn um London til ritskoðunar. OIli þetta miklum töfum á ferðum skip- anna. Fyrstu stríðsárin komust nokkui skip á vegum einstaklinga með vörur, sem ætlunin var að koma til Þýskalands, framhjá eftirlitinu, með því að sigla frá Vestfjörðum eða Norðurlandi norður í haf og inn í norska skerjagarðinn. Bretar urðu þessa lljótt varir og hertu þá eftirlit- ið. Þegar hinn ótakmarkaði kafbáta- hernaður Þjóðverja hófst með febrúar 1917 og Bandarfkin gerðust stríðsaðilar þann 6. apríl sama ár, versnaði ástandið stórlega. Um svip- að leyti voru þrjú skip sem lengi lúifðu verið í áætlunarferðum milli Norðurlanda, Bretlands og helstu hafna hérlendis kafskotin. Voru það dönsku skipin „Vesta" og „Ceres“ og norska skipið „Flóra“. Einnig var fjöldi annarra skipa kafskotinn á Norðursjó, eða hafinu kring um Bretland. Norðurlöndin voru líka illa sett um aðdrætti og settu útflutningsbann á nauðsynjavörur. Danir veittu okk- ur þó undanþágu frá því banni nokkrum sinnum, t.d. á rúgmjöli og tunnuefni. Hjalteyri, Vorið 1917 var útlitið slæmt. Eng- in skip til strandferða. Áhættusamt að flytja kol, salt, olíu og aðrar vörur sem við þurftum að sækja til Bretlands. Ölían var okkur lífsnauð- synleg vegna bátaútgerðar og þá var hún einnig eini ljósgjafinn í flestum héruðum landsins. Verslun og sigl- ingar urðu nú mjög háðar íhlutun landsstjórnar og leyfum stjórnvalda Bretlands og Bandaríkjanna, sam- kvæmt samningum sem við urðum að gera við þessi ríki. Einnig Frakkland. Voru þeir kallaðir bresku samningarnir. Þetta ár keypti landsstjórnin tvö skip, Sterling til strandferða og Willemoes (síðar Selfoss) til milli- landasiglinga. Þegar leið á haust var olía uppseld á Akureyri og víðar norðanlands. Menn urðu því fegnir þegar Willemoes kom til Akureyrar um jólaleytið með olíu, sem átti að nægja til vorsins og slatta af ágætum kolum, sem skipt var milli bæjarbúa. Það var gott veður laugardaginn 4. jan. 1918. Það voru pollar á götum Akureyrar klukkan 9 um kvöldið, er ég átti leið út á Oddeyri, en dökkur bakki í norðri. Um miðnætti brast á með norðanrok með mikilli fann- komuogfrosti. Hafísinnkomeinsog þjófur á nóttu og „hringaði sig um hólmann hálfann", eins og segir í kvæði Einars Benediktssonar „Hafísinn". Hann klippti sundur nyrstu bryggjurnaráöddeyri. Enfrá Oddeyrartanga lagðist ísröndin ská- hallt að Veigastaðabás. Daginn eftir tók veðrinu að slota, en frostið var þá 25 stig, en meira seinnihluta mánaðarins, allt í 35 stig. ísjakarnir voru yfirleitt háir og fyrirferðarmiklir neðansjávar, strönduðu á grynningum. Mynduð- ust því rúmgóð sund milli þeirra og meðfram ströndum. Um leið og ísinn stöðvaðist fraus hann saman og varð manngengur sama dag út að Höfða. Þegar horft var út eftir firðin- um var að sjá turn við turn, eins og segir í áðurnefndu kvæði. Þá athuguðum við hvar best væri ið aka af ísnum í land. Það var innar- iega í Hjalteyrarvíkinni. Þurfti að laga þar dálítið til og tóku sömu menn að sér það verk. Að þessu loknu spenntum við skautana og héldum heim ánægðir með dagsverk- ið. Nú vai;afgreiðslu Eimskipafélags- ins sagt frá þessum undirbúningi og bændum á félagssvæðinu gert aðvart um að vera tilbúnir að taka þátt í flutningunum ef þeir hefðu tiltæka hesta og sleða. Einnig ökumönnum á Akureyri. Þeirra á meðal voru þrír alkunnir berserkir. Það voru þeir bræðurnir Jósep og Magnús Jóns- synir og Zófónías Baldvinsson. Þeir smíðuðu stóra sleða sem tóku marg- falda hleðslu fram yfir þá venjulegu, beittu mörgum hestum fyrir og fóru geyst er þeir mættu til leiks. Ég var beðinn að fara til Hjalteyr- ar og sjá um móttöku varanna þar, bæði þeirra sem fluttar voru þangað og þeirra sem kaupfélagið fékk með skipunum. Ég held það hafi verið á skírdag, sem við fjórir saman fórum gangandi með smásleða í eftirdragi með dóti okkar út fjörðinn. En það voru Jakob Karlsson, afgreiðslumaður Eimskips og með honum Jóhannes Jónasson og Sigurður H. Austmar og ég frá KEA. Veðrið var sæmilegt, 10 eða 12 gráðu frost, en það þóttu nán- ast hlýindi þá. Á leiðinni ræddum við Jakob um að hafa sem nánasta sam- vinnu okkar á milli, bæði við skriftir og á bryggju. Varð hún með ágæt- um. Aðstoðarmenn fékk ég á Hjalt- eyri. Við fengum rúmgott herbergi á Hótel Hjalteyri hjá þeim hjónum Sigtryggi Benediktssyni frá Hvassa- felli og Margréti Jónsdóttir frá Arn- arnesi, er þá ráku hótelið. Varð það bæði skrifstofa okkar og svefnpláss. Þá kom Sterling, gekk vel að leggj- ast að bryggjunni, en skipstjóri sagði við okkur að ef veður spilltist mundi hann fljótt koma sér út úr þessari geil. Sama sagði skipstjórinn á Lag- arfossi þegar hann kom. Nú hófst mikið annríki við að taka á móti vörum úr skipunum, flytja þær á bryggjubrún landmegin svo handhægt væri að lesta þær á sleð- ana. Samtímis komu svo lestirnar innan að. Var tekið af sleðunum rétt hjá, og þeir hlaðnir vörum fyrir bakaleiðina. Skipulögðum við þetta eins vel og aðstæður leyfðu. Urðu sleðarnir að koma í röð hver á eftir öðrum að bryggjunni og að fenginni afgreiðslu að aka í sveig inn á aðra sleðabraut, en meðfram henni var nægilega rúmt svæði þar sem þeir gátu stansað meðan hestarnir maul- uðu úr heypokunum og ökumenn nesti sitt eða drukku kaffi á hótelinu. Hver ökumaður afhenti hleðsluseðil og fékk nýjan yfir það sem hann tók til baka. Unnið var flesta dagana frá klukkan 5 að morgni til 11 eða 12 að kvöldi, að frádregnum matarhléum. Við strikuðum út alla helgidaga í okkar almanökum, en rétt fyrir há- degi á páskadag kom Jakob til mín með skeyti, að mig minnir frá sýslu- manni. í því var skorað á okkur að gefa frx vegna hátíðarinnar. Við grettum okkur, en sáum okkur ekki annað fært en verða við áskoruninni að einhverju leyti. Gerðum við það með því að framlengja matarhléið um tvo tíma. Að máltíð lokinni las Sigtryggur Benediktsson páskahug- vekju, en sálmar voru sungnir að sið- venju fyrir og eftir. Sigtryggur flutti hugvekjuna ágætlega. Ekki tókst mér samt að komast í hátíðaskap. Meðan á lestrinum stóð sat ég á stól í horni stofunnar, milli svefns og vöku. í huganum ómaði bergmál frá háværum aðgangshörðum öku- mönnum og óþægilegum skrækjum skipsvindunnar. Þegar Sigtryggur sagði amen og las Faðirvorið, hvarf bergmálið. Við Sigtryggur höfðum oft sungið saman í kirkjukór Akur- eyrar er hann var búsettur innra. Síðan var farið til vinnunnar. Þegar lokið var við að afgreiða Sterling, varð dálítil bið þar til Lag- arfoss kom. En þarna var komið þriðja skipið, að mig minnir frá Sam- einaða félaginu. Man ekki hvað það hét, en þekkti það vel. Þ'að mun hafa safnað síldartunnum frá sumrinu áður og kom frá Siglufirði. Notaði nú tækifærið til að taka síldartunnur sem lágu á Hjalteyri. Jakob hafði verið beðinn að af- greiða skipið. Það tók ekki langan tíma. Fór svo skipið frá bryggjunni, lagðist að ísröndinni nokkurn spöl út frá oddanum. Beið þar nokkra klukkutíma eftir tveimur farþegum frá Akureyri. Minnir mig að það væru þeir Ásgeir Pétursson útgerð- armaður og Sigurður Bjarnason timburkaupmaður. Flutti þá annar tveggja bíla sem þá voru á Akureyri. Nú kom Lagarfoss. Með honum kom mikið af vörum til kaupfélags- ins, mest rúgmjöl. Vörurnarfóru all- ar á sleðunum inneftir, nema 50-60 sk. af rúgmjöli sem urðu eftir í skál- anum, Hjalteyringum og nágranna- bændum til þæginda. Voru síðan af- hentir eftir ávísunum frá kaupfélag- inu. Öllum akstri var lokið 5. apríl. Ekið hafði verið um þrjú þúsund tunnum af saltkjöti frá Akureyri og Svalbarðseyri samanlagt. Nokkuð á annað hundrað böllum af haustull og miklu magni af gærum. Kjötið fór allt með Lagarfossi til Noregs, en ull- in og gærurnar með Sterling til Reykjavíkur til umskipunar þar til Ameríku. Sleðarnir voru flestir 200 einn daginn. Ökumenn gátu aðeins farið eina ferð á dag, þar sem leiðin fram og til baka var yfir 50 km. Laugardagsmorguninn 6. apríl var byrjað að vinna kl. 5. Um kl. 9 kom Hallgrímur Kristinsson úteftir. Hann var að fara með Lagarfossi til Reykjavíkur. En þangað fór Lagar- foss áður en hann lagði á haf, með rúmar 7.000 tunnur af saltkjöti frá Norður- og Austurlandi. Við Hall- grímur skiptumst á fáum orðum. Hann fór niður á farrýmið með dót sitt, en sagðist koma fljótlega til baka. Ég hafði tekið eftir því að skip- stjórinn var mjög órólegur, gekk aftur og fram í brúnni, horfði út í fjarðarmynnið, en kallaði þess á milli: „Eruð þið ekki að verða búnir.“ Um klukkan 10 fór ég upp í brú með farmbréfastranga til að fá undirskrift skipstjóra eins og þá var venja. Hann sagði: „Hérverðurekk- ert undirskrifað. Eruð þið ekki að verða búnir?“ Ég hugsaði: „Hver fjandinn er að karlinum?" og dokaði við. Verið var að velta síðustu tunnunum fram bryggjuna. Þegar skipstjórinn sá það, skipaði hann að taka landgang- inn og mönnum að vera tilbúnir við festingar á bryggjunni. Við mig sagði hann að ég skyldi flýta mér í land. Annars yrði ég að fara með skipinu. Ég flýtti mér niður á dekkið og 10- DAGUR - 21. desember 1982 niður á farrýmið til að ná í Hallgrím. Fékk þjónustumann þar til að leita, stökk upp á dekkið og í land. Rétt á eftir kom Hallgrímur, hann hafði verið á tali við samfarþega í hans klefa og vissi ekki um hvað var að gerast. Ég kallaði: „Farmskjölin" og kastaði pakkanum af afli. Hann skall á þilfarið við hlið Hallgríms. Þá köll- uðumst við á nokkrum orðum og kveðjum og eftir nokkrar mínútur var Lagarfoss kominn framhjá odd- anum, út fyrir ísinn og á ferð. Mestur hluti sláturfjárafurða frá haustinu lágu á Akureyri. Megin- hluti þeirra í eigu Kf. Eyfirðinga. Einnig í þess umsjá dálítið af sams- konar vörum frá kaupfélögum í ná- grannasýslum er bjuggu við hafn- leysur, þar sem hæpið var að skipa þeim út í hafróti. Þessu olli skipaekl- an. Sama ástand ríkti víðast hvar kringum landið. Beðið var eftir að skip fengist til flutninganna. Bretar höfðu sumarið 1917 leyft sölu á tuttugu þúsund saltkjötstunn- um til Noregs. Gærur og ull varð að flytja til Bandaríkjanna. Seinni hluta febrúar fór ísinn að lóna frá Norðurlandi og varð auður sjór inn fyrir Hrísey. Nú hafði landsstjórnin fengið Lagarfoss til að safna saltkjötstunnunum saman og sigla með þær til Noregs. 22. mars kom Lagarfoss að Hrísey. Farþegar með honum fóru á bátum til Ár- skógsstrandar og þaðan landveg til Akureyrar. Þeirra á meðal var Hall- grímur Kristinsson, þá einn af framkv.stj. Landsverslunar og einn- ig Sambandsins. Hann kom til að sitja aðalfund Kf. Eyfirðinga og skila af sér kaupfélagsstjórastöðunni við félagið. Það gerði hann á skírdag 28. mars. Hvað var nú til ráða? ísinn lokaði Hafís á Pollinum 12. júní 1915. siglingaleið um Eyjafjörð lengra en til Hríseyjar, því útilokað að hann tæki vörurnar í þessari ferð. Hann fór því til Sauðárkróks og Húnaflóa- hafna til að sækja það sem þar lá. Rétt eftir að Lagarfoss fór vestur, kom sprunga í ísinn milli Hjalteyrar- odda og Kljástrandar og fylluna rak til hafs. Um þetta leyti var Sterling einnig væntanleg í strandferð norður. Nú var um það rætt hjá starfsmönnum kaupfélagsins, hvort gjörlegt væri að koma skipunum að bryggju á Hjalteyri og lesta skipin þar. Éf svo reyndist mundi hægt að aka vörunum á sleðum út fjörðinn. Ég var vel kunnugur á Hjalteyri, bæði staðháttum þar og fólkinu sem þar bjó. Niðurstaða þessara um- ræðna varð sú, að við Vilhjálmur Þór færum tii Hjalteyrar til að athuga ásamt mönnum þar, hvort þetta væri gjörlegt, hvort húspláss væri fáanlegt til vörugeymslu ef á þyrfti að halda, og gera aðrar þær ráðstafanir er okk- ur þættu nauðsynlegar. Vilhjálmur var þá 18 ára og ég 23. Við Vilhjálmur tókum skauta okkar, spenntum þá á okkur við Oddeyrina og höfðum fljóta ferð út fjðrðinn þótt færið væri ekki íyrir listhlaup. Þegar til Hjalteyrar kom fórum við beint að þýsku bryggju sem lá rétt innan við eyraroddann, til þess að sjá hvernig þarna væri umhorfs. Fyrir ofan bryggjuna var einnig stór skáli. Þá fórum við til Árna Jónssonar frá Arnarnesi, sem búsettur var á Hjalteyri og hafði umsjón með þess- um eignum. Hann sagði velkomin af- not af bryggjunni og einnig af all- stóru geymsluplássi í skálanum. Þá fundum við aðra Hjalteyringa sem mér þótti æskilegt að hafa með í ráðum. Gengum síðan allir á bryggj- una til að athuga hvað þyrfti að gera. Það er aðdjúpt við eyraroddann. Töldu meðráðamenn okkar að sennilega mætti ryðja geil frá oddan- um og inn með bryggjunni, sem skip- in gætu rennt inn í, en til þess þyrftu verkfæri sem ekki væru til á staðnum. Við réðum strax menn til að sjá um verkið, sögðumst senda þeim verkfærin daginn eftir og það gerðum við. Nú gat ég athugað hvað olli þessu írafári. Kolsvartur bakki var um morguninn norður í fjarðarmynni og nú hafði hann færst nær. Skipstjór- anum hafði ekki litist á blikuna. Að hálftíma liðnum frá því Lag- arfoss fór, skall á norðanrok með mikilli fannkomu og vaxandi frosti. Lagðist Lagarfoss í var við Hrísey til næsta dags. Verkinu var lokið. Sláturfjáraf- urðir frá haustinu farnar áleiðis til kaupenda eftir að hafa legið mánuð- um saman við hafnir vegna skipa- leysis og af völdum hafíssins. Þar með var aðaltiganginum náð. Einnig komu nú nauðsynjavörur í stað þeirra sem voru að ganga til þurrðar. Við félagarnir töluðum smástund við þá sem unnu með okkur á Hjalt- eyri, þökkuðum ágæta liðveislu, kvöddum og hlupum undan veðrinu að hótelinu. Eftir ágæta máltíð fór- um við að búa okkur til heimferðar. Sigtryggur sagði fásinnu að fara í þessu foraðsveðri. Við þökkuðum hjónunum alla þeirra ágætu um- hyggju og hlupum af stað út í sortann. í þessu efni höguðum við okkur ekki skynsamlega, því við vor- um langþreyttir, sérstaklega við Jakob vegna svefnleysis. Þegar vinnu lauk við bryggjuna urðum við að vinna langt fram á nætur við sam- anburð og skriftir. Jakob varð að vera á skrifstofunni á daginn til að svara fyrirspurnum. Ég fastbundinn hjá bryggjunni meðan ökumenn voru afgreiddir. Jóhannes sá um samanburð á farmskrám og vörum við uppskipun o.fl. og Sigurður stjórnaði vinnu við skipin. Veðurguðirnir höfðu verið okkur dásamlega hliðhollir þennan tíma, því þeirra var valdið, mátturinn og dýrðin. Nú höfðu þeir fengið vonskukast. Við vorum í sólskins- skapi og kærðum okkur kollótta. Gleymdum þreytunni og hlupum út í hríðarsortann. Fyrst gengum við inn með fjöru að Bakkaeyri. Þaðan tók ég stefnuna fyrir Hörgárósa að Gás- eyri og gekk fremstur. Að stundu lið- inni spurði Jóhannes hvort ég ætlaði þvert yfir fjörðinn. Ég neitaði því. Hinir töldu fráleitt að ég væri með rétta stefnu. Nú þá farið þið ykkar leið, ég fer mína. Þar með skildum við. Ætluðum að hóa svo við vissum hver af öðrum, en það var tilgang- slaust vegna stormsins. Mig var farið að lengja eftir Gás- eyrinni. Allt í einu sá ég dökkt í spori mínu, athugaði það og fann að það varsandur. Þarna hlaut að vera Gás- eyrin. Nú var ég þarna um kyrrt all- lengi og hóaði stöðugt. Loksins kom svar. Snjókoma fór minnkandi, en renningskófið mikið. Milli bylja sá ég þá í móunum upp af eyrinni, varð ég feginn komu þeirra. Þeir sögðust hafa komið að hólum sem hafa verið norðan við Skipalón og urðu því að kjaga ófærðina yfir hálsinn. Þegar við komum móts við Glæsi- bæ stakk Jakob upp á því að við fær- um þangað heim og fengjum hress- ingu hjá Kristjáni og Guðrúnu. Við vorum sammála um það. Eftir góðar veitingar og hvíld héldum við áfram. Þegar við komum í bótina milli Ak- Ur nýútkominni ureyrar og Oddeyrar skiptum við dóti okkar, þökkuðum samvinnu og samveru og hver hélt til síns heima. Það var búið að loka búðum, en þega ég kom að kaupfélaginu var ljós á skrifstofunni. Ég fór inn í anddyr- ið, klappaði á hurðina og opnaði. Sigurður Kristinsson stóð framan við peningaskáp sem stóð við vegginn andspænis dyrunum. Ég bauð gott kvöld. Sigurður snéri sér við og horfði stjarfur á mig augnablik. Svo færðist bros yfir andlitið og hann sagði: „Ert þetta þú, ég hélt það væri draugur.“ Ég bað hann fyrir skjala- pakkann, stansaði ekki, en fórheim. Mér varð litið x' spegil og undraðist ekki viðbrögð Sigurðar. Þetta var nieiri hrímþursinn. Fannbarinn með klakabrynju. Augun þrútin og blóð- hlaupin. Varirnar bólgnar og sprungnar. Hér hafði sterk sól og frost á víxl og ekki síst svefnleysið verið að verki. Mér hlýnar í geði er ég minnist þess, hvað allir voru samhentir við að leysa þessi verk af hendi sem best. Á sumardaginn fyrsta var ég snemma á fótum. Það var suðvestan hvassviðri. Ég gekk upp á höfðann þar sem kirkjan stendur nú, til að sjá hvort breytingar væru á ísnum. Þeg- ar ég hafði staðið þar dálitla stund, sá ég hvar blátt strik byrjaði að mynd- ast gegn um ísinn hjá Krossanesi í átt að Svalbarðseyri. Smám saman leng- dist strikið og breikkaði þar til það náði alla leið yfir fjörðinn og ísbreið- an sigldi hægt út fjörðinn. Næstu daga fór það sem eftir var af ísnum. Á árinu 1918 kom fyrsta kaupskip- ið til Akureyrar 1. maí. Það var Sterling. Var skipinu ákaft fagnað af mannfjölda. Skráð í október 1982 Hallgrímur Sigtryggsson. ljósmyndabók Hallgrims Einarssonar. 21. desember 1982 - DAGUR -11

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.