Dagur - 21.12.1982, Page 13
Nýjar Jbækur
Vinjar
Valtýr Guðmundsson, Sandi, er
höfundir ljóðabókarinnar Vinjar.
í Vinjum yrkir hann bæði rím-
uð og órímuð ljóð um samtíð og
fortíð. Náttúran og nánasta um-
hverfi hans er gjöfult yrkisefni,
gróandinn, veðrabrigðin og
skepnurnar.
En Valtýr seilist líka til liðinna
tíma, yrkir um Reynistaða-
bræður, þunga dóma á Lögbergi,
eyðibýli, ömmu sína og afa.
Skáldið beinir sjónum sínum að
nútímanum í ljóðum um
sjónvarp, rauðsokkur og verð-
bólguna. Einnig er þar að finna
ýmis tækifærisljóð.
Valtýr Guðmundsson er djarf-
ur í máli og hvass, þegar honum
þykir miður, en mjúkmáll og há-
stemmdur um það sem hrífur
hann. Lífsnautnin og unaður
starfsins einkenna kveðskap
hans.
í Vinjum eru 93 ljóð.
Bókin er prentuð og gefin út
hjá Bókaforlagi Odds Björns-
sonar, Akureyri.
33 spilagaldrar
Út er komin bókin Viltu læra 33
spilagaldra eftir Ólaf B. Jónsson,
bónda á Steiná í Svartárdal í
Húnavatnssýslu. í forspjalli segir
höfundur: „Árið 1948 fór ég fyrst
að skrifa niður spilagaldra. Þeir
eru ættaðir úr öllum áttum,
nokkrir frumsamdir. Sumir þeirra
eru það margbrotnir að það þarf
mikla umhugsun um þá, áður en
skilningur á þeim er nægur.“
Galdrarnir heita t.d. Tvö spil
færð, Ræningjarnir þrír, Hve
margar doppur, Spil í gegnum
borð og Sá einfaldi. Höfundur
gefur bókina út. ísafoldarprent-
smiðja prentaði.
Dagbók um veginn
Indriði G. Þorsteinsson hefur
sent frá sér Ijóðabókina Dagbók
um veginn, aðra útgáfu aukna.
Útgefandi er Almenna bókafélag-
ið. Bókin er myndskreytt af Jón-
asi Guðmundssyni.
Ljóðin í Dagbók um veginn eru
til orðin á löngum tíma - allt frá
því Indriði hóf rithöfundarferli
sinn og til þessa dags. Alls eru
ljóðin 44 talsins og skiptast í fimm
flokka sem heita: Hendur feðr-
anna, Sögunnar botn er grænn,
Marmari öreigans, Ameríka
Ameríka og í nauði vinda.
Eins og þessi nöfn bera með sér
fjalla ljóðin um mjögfjölbreytileg
efni, allt frá íslensku bændasam-
félagi fyrir tæknibyltinguna til
stórborga nútímans hinum megin
á hnettinum.
Sagnagerð
Út er komin á vegum Almenna
bókafélagsins bókin Sagnagerð,
hugvekjur um fornar bókmenntir
eftir Hermann Pálsson, prófessor
í Edinborg. Höfundurinn segir í
formála: „Eins og heiti bæklings-
ins ber með sér, þá er honum ætl-
að að vekja athygli á sköpun forn-
sagna, og er drepið lauslega á
ýmis atriði, sem hvert um sig væri
efni í heila bók, ef öllu' væri til
skila haldið. Hann er ekki ritaður
í því skyni að rifja upp öll þau
afrek, sem unnin hafa verið á sviði
sagnarannsókna, þótt stundum sé
vikið að þeim til glöggvunar,
heldur einkum í þeim tilgangi að
minna á ýmislegt, sem nú er að
gerast í þessum fræðum, og einnig
að benda á nýjar leiðir til betri
skilnings á íslendingasögum en
tfðkast hefur“.
Samúelsbók
Almenna bókafélagið hefui
sent frá sér Samúelsbók eftir
sænska höfundinn Sven
Delblanc. Þýðandi hennar er Sig-
VERÐLAUNABÓH NOROURIANDARÁDS «82
SVEN DEUBLANC
rún Astríður tiriksdóttir. Sam-
úels bók hlaut bókmenntaverð-
laun Norðurlandaráðs 1982. Petta
er afar áhrifamikið og hrífandi
verk eftir einn af kunnustu nú-
tímahöfundum Svía.
Meðan lífið
yngist
Út er komin hjá Almenna
bókafélaginu ný skáldsaga eftir
Kristján Albertsson. Heiti hennar
er Meðan lífið yngist og er sam-
kvæmt bókarkynningunni „nú-
tímasaga sem gerist að miklu leyti
í Reykjavík og á Akureyri. Hún
kynnir okkur sérkennilegar per-
sónur úr athafnalífi, stjórnmála-
lífi og menningarlífi og margt ber
á góma í fjörugum viðræðum sem
ekki hvað síst snúast um fornt og
nýtt í íslensku þjóðlífi
MEÐAM
LÍFIÐ
YNGIST
Óvenjuleg örlög óvenjulegs
fólks verða uppistaða ástarsögu
sem vænta má að ýmsum þyki
nokkuð einstæð í íslenskum bók-
menntum".
Kristján Albertsson hefur nú
lifað langa ævi og hefur mörgu og
merkilegu kynnst. Má vænta þess
að sagan beri nokkur merki þess.
„Hér er nægur snjór og mjög
gott skíðafæri,“ sagði ívar Sig-
mundsson, forstöðumaður í
Hlíðarfjalli, skíðalandi Akur-
eyringa er Dagur spjallaði við
hann fyrir helgina.
í dag og á morgun er opið í
„Fjallinu“ frá kl. 13-16. Lokað
verður á Þorláksmessu og um
helgina er opið kl. 13-16 á mánu-
dag til fimmtudags í næstu viku og
einnig mánudaginn 3. janúar
1983.
Þess má að lokum geta að sala
árskorta í Hlíðarfjall er hafin.
Kortin fást hjá Ferðaskrifstofu
Akureyrar og kosta 750 krónur
fyrir börn en 1.550 fyrir fullorðna.
Opið í Hlíðar-
fialli um jólin
Úrval
myndaramma
Opið
í hádeginu
nonður.
mynd
LJÓSMYN DASTOFA
Sfmi 96-22807 • Pósthólf 464
Slerárgötu 20 602 Akureyri
ARNMHHIIA
Brúðhjón: Hinn 11. desember
voru gefin saman í hjónaband í
Akureyrarkirkju Stefanía Mar-
grét Stefánsdóttir, húsmóðir og
Kristján -Ðergur Árnason, véla-
maður. Heimili þeirra verður að
Hrísalundi 20a, Akureyri.
Hinn 11. desember voru gefin
saman í hjónaband á Akureyri
Unnur Snorradóttir, húsmóðir og
Bjarki Kristinsson, bíLtjóri.
Heimili þeirra verður að Þórunn-
arstræti 133, Akureyri.
Hinn 11. desember voru gefin
saman í hjónaband í Akureyrar-
kirkju Anna Geirþrúður Elís-
dóttir, verkakona og Ingimar
Marinó Víglundsson, verka-
maður. Heimili þeirra verður að
Hafnarstræti 23, Akureyri.
Samvinnutryggingar hafa nú aukið gildi Hey- og búfjár-
tryggingarinnar og bjóða nú nýja samsetta brunatryggingu fyrir
bændur í hefðbundnum búgreinum. Hún veitiraukna tryggingavernd
og tryggir nú allt í senn: búfé, fóður og tæki (ökutæki þó
undanskilin).
Kostirnir eru augljósirþví miklir fjármunir eru bundnir í tækjum
sem eru mjög oft ótryggð og fást því ekki bætt er tjón verður.
IÐGIALDSTAXTINN LÆKKAR
AUKIN
TRYGGINGAVERND
BÆNDAAN
IÐGIALDSHÆKKUNAR
PODUR
EIN TRYGGING1STAD MARGRA
Um leið og gildi tryggingarupphæðarinnar eykst lækkar ið-
gjaldstaxtinn þannig að útgjaldaaukning verður engin fyrir bóndann.
KYNNIÐ YKKUR ÞESSA AUKNU TRYGGINGA VERND HJÁ
NÆSTA UMBOÐSMANNI.
SAMVINNU
TRYGGINGAR
ÁRMÚLA3 SÍMI81411
UMBOÐSMENN UM LANDALLT
21. desember 1982 - DAGUR -13