Dagur - 21.12.1982, Page 20

Dagur - 21.12.1982, Page 20
Akureyri, þriðjudagur 21. desember 1982 Súlan landar á Grenivík Súlan EA mun leggja upp afla á Grenivík eftir áramót, eins og undanfarin ár. Að sögn heima- manns, er Dagur ræddi við, hef- ur afli Súlunnar haldið uppi atvinnu á Grenivík en eins og venjulega munu stærstu heima- bátarnir halda suður á vertíð. Súl- an verður á trolli úti fyrir Norður- landi. 14 sýna í Klettageröi Nú sýna 14 listamenn að Klettagerði 6 og verður sýning- in opin til 23. desember frá klukkan 15-22. Sýningin er mjög fjölbreytt en þar er að finna myndverk af öllum gerðum, s.s. málverk, teikningar, grafík, eftirprentanir, tréskúlptúra og einnig bækur, svo eitthvað sé nefnt. A sýningunni gæti jafnvel verið að finna hluti sem hentuðu til jólagjafa. Næsta blað keinur út 4. janúar. Munið eftir smáfuglunum Það má enginn fara íjóiaköttinn - allra síst fuglarnir. Þessi fuglhafði gnótt matar þegar KGA tók myndina en þegar það hret er gengið yfir, sem nú herjar á landsmenn, verða þeir að muna eftir smáfuglunum. Korn handa þeim fæst í verslunum, en þeir fúlsa ekki heldur við brauðmylsnu og fleiru álíka góðgæti. Létu ekki vita er þeir sneru til baka — Hjálparsveit skáta greip í tómt er meðlimir sveitarinnar leituðu bíla sem áttu að vera á Öxnadalsheiði „Við fengum um það beiðni kl. 3 aðfararnótt sunnudags að fara tjl aðstoðar tveimur bíluni á Öxnadalsheiði. Bilarnir höfðu farið frá Varmahlíð áleiðis til Akureyrar kl. 10 á laugardagskvöld og fólkið hafði tekið það fram að það myndi láta vita af sér ef það myndi snúa við“, sagði Þórar- inn Ágústsson formaður Hjálp- arsveitar skáta á Akureyri í samtali við Dag í gær. Fjórir hjálparsveitarmenn voru sendir af stað brutust þeir í ofsa- veðri upp á Öxnadalsheiði þar sem þeir fundu báða bílana kl. 6 um morguninn og voru bílarnir báðir mannlausir. Það var svo ekki fyrr en kl. 7 um morguninn að fóikið lét vita af sér en það var þá komið í Varmahlíð aftur. Hinsvegar gekk illa að koma skilaboðum til björgunarmanna því talstöðvar þeirra höfðu blotn- að og voru óvirkar. Komu björg- unarmennirnir ekki til Akureyrar fyrr en kl. 15 á sunnudag. „Þessir bílar voru mjög illa út- búnir, á sumardekkjum og keðj- um og það er furðulegt að fólk skuli leggja upp þannig útbúið, ekki síst vegna þess að það hafði verið varað sérstaklega við því að vont veður væri og allt kolófært", sagði Pórarinn. Veðurofsinn var svo mikill að ganga varð á undan bíl hjálparsveitarmannanna sem fóru til leitar. I gær fóru síðan menn frá Hjálparsveit skáta á Akureyri á snjóbíl fram á Hörgárdal og sóttu þangað sjúkling. Pá aðstoðuðu skátarnir Félagsmálastofnun við að koma mat til fólks í bænum sem fær matarsendingar heim til sín, auk þess sem lögreglan naut aðstoðar skátanna. Lögreglan á Akureyri á aðeins einn fjórhjóla- drifinn bíl. Kampavín og laufa- brauð á Fjöllum Fyrir nokkrum dögum opnaöi Ólöf Bjarnadóttir leirmuna- verkstæði á Grímsstöðum á Fjöllum. Verkstæöiö er í véla- geymslu á staðnum og þegar fyrstu munirnir komu út í síð- ustu viku fögnuðu íbúar á Grímsstöðum þessum áfanga í atvinnusögu Grímsstaða með kampavinsdrykkju og laufa- brauðsáti. Ólöf hefur í hyggju að búa til ýmiskonar listmuni sem verður þó einnig hægt að nota á heimilum. Hér er um að ræða diska, tesett, könnur og fleira. „Mig langaði til að fara af stað með listiðnað", sagði Ólöf þegar Dagur slá á þráðinn til hennar í gærmorgun og ræddi við han um keramikverkstæðið. „Ég tók fyrstu brennsiuna út úr ofninum í síðustu viku. Sumir munanna höfðu heppnast ágætlega“. Leirinn sem Ólöf notar er inn- fluttur, en hún sagði að Búðar- dalsleirinn hentaði ekki vel í list- muni eins og þá sem búnir verða til á Grímsstöðum. Ólöf hafði ekki í hyggju að setja fleiri muni í ofnin fyrir jól, en á næsta ári mega Akureyringar og Reykvíkingar búast við að sjá muni frá Ólöfu í verslunum. f»ess má geta að Ólöf nam við Myndlista- og handíða- skólann í Reykjavík. # Jólamyndirnar „endursýndar“ Þess er jafnan beðið með eftirvæntingu af ákveðnum hópi fólks hvaða myndir kvik- myndahúsin bjóði til sýninga um jól. Bæði kvikmyndahúsin á Akureyri eru með þekktar myndir en hætt er við að að- sókn verði ekki sem skyldi. - Vitað er að a.m.k. önnur sú mynd sem sýnd verður í kvik- myndahúsi á Akureyri sem jóiamynd hefur verfð sýnd í kapalsjónvarpi í bænum. Mun sú sýníng hafa verið ólögleg, og ekki er erfitt að tmynda sér hvaða áhrif sú sýning hefur á aðsókn á myndina í kvik- myndahúsinu. # Söluhæstu bækur á Akureyri S&S lék forvitni á að vita hvort sama munstrið væri í söiu á bókum á Akureyri og (Reykja- vík en sem kunnugt er hafa bóksalar fyrir sunnan gert sölukannanir af og til núna fyrir jóiin sem sfðan hafa birst í blöðum. Hann Aðaisteinn í Bókval hafði þetta allt á hreinu þegar við leituðum til hans og eins og gefur að l(ta er röðunin nokkuð önnur á , Akureyri. Ekkert virðist þó fá haggað veldf Alíster Mac- Leans sem er (fyrsta sæti yfir söluhæstu bækur, og heitir sú Dauðafljótið. í öðru sæti á listanum hjá Ðókvai er Hverju svarar læknirinn (Guðsteinn Þengilsson), í þriðja Ijós- myndabókin um Akureyri með myndum Hallgríms Ein- arssonar, þá koma Aldnir hafa orðið, i fjórða sæti, 555 gátur í fimmta, Allt um potta- plöntur í sjötta sæti, Sýnir og sálfarir í sjöunda, Kvistir f lífstrénu (áttunda, Afi táning- ur í níunda sæti og þriðja bfndi af Landið þitt, (tíunda sæti. Akureyringarnir á þess- um Top 10 bókalista á Akur- eyrí eru því Hallgrímur Ein- arsson, Erlingur Davíðsson, Indriði Úlfsson og Steindór Steindórsson. • llla búnir bflar Það er aldrei nógsamlega brýnt fyrir ökumönnum að skilja bíia sfna eftir heima ef færi á götum bæjarins er slæmt. Nú eins og endranær við svipaðar aðstæður mátti sjá vanbúna bíla kolfasta ( sköflum og eigendur þeirra ráðþrota við stýrið. Ekki að- eins tefja slíkir bilar fyrir um- ferðinni heldur koma þeir í veg fyrir að snjóruðningstæki geti rutt göturnar. Á hverju ári eru ökumenn hvattir til að búa bíla s(na þanníg að þeir séu tiibúnir til að mæta þæfingi og hálku, en það er eins og til sé hópur ökumanna sem neiti því staðfastiega að það geti fest snjó á Akureyri, hvað þá að hann komi f vég fyrir um- ferð bíla á ónýtum snjódek- kjum eða sléttum sumar- dekkjum.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.