Dagur - 04.01.1983, Blaðsíða 1

Dagur - 04.01.1983, Blaðsíða 1
SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 66. árgangur Akureyri, þriðjudagur 4. janúar 1983 1. tölublað Húsbrot og I íkamsárás fimm manna á ung hjón Fimm ungir menn frá Húsavík hafa verið kærðir fyrir húsbrot og líkamsárás á ung hjón sem búa í Saltvík, sem er skammt sunnan Húsavíkur. Atburður- inn gerðist kvöldið fyrir gaml- ársdag. . , ... b Auk ungu hjonanna voru stödd í húsinu móðir mannsins og 15 ára gömul systir hans og urðu þær vitni að átök- unum. Ungu mennirnir fimm forðuðu sér þegar þær mæðgur hringdu í lögregluna á Húsavík og húsbóndinn á heimilinu hafði hótað að sækja hagla- byssu. Þeir voru farnir þegar lögreglan kom á vettvang, en náðust fljótlega og voru settir í gæsluvarðhald uns skýrslutöku var lokið, á gamlársdag. Menn- irnir munu hafa verið ölvaðir en ekki er að fullu ljóst hver ástæðan var fyrir þessum verknaði, að sögn Adolfs Adolfssonar, sýslufulltrúa á Húsavík. Við skýrslutöku hjá lögregl- unni á Húsavík sagðist húsráð- endum og gestum þeirra svo frá, að um klukkan ellefu um kvöldið hafi stór bíll rennt í hlað , á tíma þegar ekki var von neinna gesta. Tveir menn komu upp að húsinu og þegar opnað var ruddust þeir inn með dólgslátum, hávaða og dónaskap. Síðan bættust hinir þrír í hópinn, en einhverjir urðu eftir úti í bíl. Skipti engum togum að þrír hinna óvelkomnu gesta hófu að berja á hjónunum. Þegar móðir mannsins kom fram til að aðgæta hvað væri á seyði lá tengdadóttir hennar í gólfinu en sonurinn var í ryskingum við mennina. Hún kallaði þegar á dóttur sína 15 ára sem einnig var gestkomandi, eins og fyrr sagði, og bað hana að hringja í lögregluna. Það var búið að slá gleraugu af konunni og brjótra þau, auk þess sem hún hafði hlotið áverka í andliti, og einnig var búið að slá gleraugu af syni hennar. Hann hótaði að sækja haglabyssu og Iíklega hefur sú hótun, ásamt því að hringt var í lögregluna nægt til þess að menn- irnir höfðu sig á brott. Eins og áður sagði voru þeir settir inn en sleppt á gamlársdag eftir að skýrslur höfðu verið tekn- ar af þeim. Áður en þeim var sleppt höfðu þeir orð á því að kæra húsráðandann fyrir að hafa hótað þeim að sækja byssuna. Slík kæra hafði ekki komið fram í gær. Ungu hjónin lentu í því meðan þau bjuggu á Húsavík, að brugg tók að leka niður í íbúð þeirra úr íbúðinni fyrir ofan. Hátalarar eyðilögðust og málið var kært. Sá sem bruggið átti var bróðir eins fimmmenninganna og kann þetta að hafa verið upphaf málsins að einhverju leyti. Enn er heitu vatni stolið Einn aðili var á milli jóla og ný- árs kærður af Hitaveitu Akur- eyrar fyrir stuld á heitu vatni. Daníel Snorrason rannsóknar- lögreglumaður á Akureyri tjáði Degi að slík mál kæmu alltaf upp af og til. Þannig hefðu í desember borist fjórar eða fimm kærur frá Hitaveitunni vegna stulds á heitu vatni, en slíkar kærur eru orðnar margar frá því þær fyrstu komu upp. Hitaveitan leggur hinsvegar áherslu á að reyna að koma í veg fyrir slíkt athæfi og fylgist vel með að slíkt sé ekki stundað. Kærði sjálfa sig Kona nokkur í Glerárhverfi hringdi nýlega til Hitaveitu Ak- ureyrar og kvartaði yfír því að lítill hiti væri á ofnunum hjá sér. Hafði verið mikill kuldi í íbúð hennar og sýndi inntaks- mælirinn lágt hitastig. En þrátt fyrir kvörtun hennar og beiðni um að viðgerðarmenn kæmu á vettvang létu þeir bíða eftir sér. En konan dó ekki ráðalaus. Hún tók sig til, hringdi í Hitaveit- una og kærði stuld á heitu vatni. Tiltók hún heimilisfang vatns- þjófsins, en það var hennar eigið heimilisfang! Eftir það þurfti hún ekki að bíða nema í nokkrar mín- útur, þá voru menn frá Hitaveit- unni mættir til að koma upp um þjófnaðinn. Konan sagði þeim hinsvegar frá bragði sínu og bað þá vinsamleg- ast að lagfæra hitakerfi sitt til þess að hún gæti fengið eðlilegan hita í íbúðinni. Urðu hitaveitumenn fúslega við þeirri ósk. Margrét Þorsteinsdóttir með „nýársbarnið“ á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak- ureyri. Fyrsta barn ársins á Akureyri Kl. 11.29 á nýársdagsmorgun fæddist fyrsta barn ársins á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak- ureyri og var það drengur. For- eldrar hans eru Margrét Þor- steinsdóttir, hjúkrunarkona á sjúkrahúsinu og Guðmundur Víðir Gunnlaugsson, yfir- kennari við Barnaskóla Akur- eyrar. Margrét tjáði Degi að sam- kvæmt „áætlun“ hefði barnið átt að fæðast á 2. dag jóla. „Það dróst hinsvegar og það var orðið ansi spennandi síðustu dagana að sjá hvort það fæddist fyrir áramótin eða ekki,“ sagði hún. Drengurinn nýfæddi, sem var 14 merkur við fæðingu, er annað barn þeirra hjóna en fyrir áttu þau stúlku sem verður þriggja ára í apríl. Margrét og syninum unga heilsast vel og sá nýfæddi „sat fyrir“ eins og hann hefði aldrei gert annað er mynd var tekin af honum í gær ásamt móður sinni. Mynd: H.Sv.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.