Dagur - 04.01.1983, Blaðsíða 7

Dagur - 04.01.1983, Blaðsíða 7
tMinning Hallfríður Gunnarsdottir Fædd 15. apríl 1907 - Dain 21. nóvember 1982 Að morgni 22. nóvember si. hringdi síminn og var mér sagt lát Hallfríðar Gunnarsdóttur. Okkur setti hljóð og þó hún hefði gengið með hjartasjúk- dóm í nokkur ár gátum við illa sætt okkur við það að hún væri horfin yfir móðuna miklu. Þegar ég var krakki kom ung skag- firsk stúlka í nágrenni foreldra minna að Máná á Tjörnesi. Hún vakti allsstaðar eftirtekt fyrir glæsi- leik, einlægni og hjálpsemi, en örlög- in höguðu því þannig að ekki fengum við lengi að njóta hennar þar. Hall- fríður giftist syni hjónanna á Máná, Aðalgeir Sigurðarsyni, glæsilegum efnismanni, en missti hann snögg- lega þegar þau voru í heimsókn í heimkynnum Hallfríðar að Keflavík í Hegranesi í Skagafirði. Aldrei gleymi ég deginum, sem okkur var sagt lát Alla, þá ríkti mikil sorg á bænum heima og allir voru harmi slegnir. Hallfríður var hjúkr- unarkona og fór að vinna á Sjúkra- húsinu á Sauðárkrók. Allsstaðar var hún eftirsótt því að allt lék í höndun- um á henni, saumaði hún á sauma- stofu og var mikið leitað til hennar. Heima þar saumaði hún peysuföt, upphluti og leysti hvers manns vanda. Ég flutti inn í Eyjarfjörð og aftuj lágu leiðir okkar saman. Þá var hún búin að stofna heimili með Mikael Þorfinnssyni, ágætis manni og var heimili þeirra rómað fyrir myndar- skap og gestrisni. Þar vantaði aldrei hlaðið veisluborð af mjög góðum mat og brauði og húsfreyjan dúkaði borð og bar fram af einstakri smekk- vísi. Þótt húsið að Rauðumýri 9 væri ekki stórt, vantaði aldrei pláss og oft var þar þétt setið. Hallfríður var mikill unnandi móður náttúru og bar blómagarður- inn hennar vitni um hvað hún unni gróðri og þá töluðu stofublómin sínu máli. Hún var borin og barnfædd í sveit og unni af heilum hug dýrum og öllu sem leit að búskap. Hallfríður mun ekki hafa orðið rík á nútíma mælikvarða, enda sagði hún við mig: „Ég er svo rík þegar ég á Öldu mína ogelskulegu barnabömin". í þessum orðum fellst mikil viska. Alda, einkabarnið, er bráðmyndarleg og barnabörnin fjögur svo vel gerð að unun er að, enda vel vandað að upp- eldi þeirra. Tengdason sinn, Olaf Arnarson, dáði Hallfríður og virti. Hallfríður tók virkan þátt í félags- málum og má þar nefna hvað hún vann ötuglega til styrktar byggingu heilsuhælis Norðurlands. Hún hafði unnið hjá Jónasi Kristjánssyni lækni og hreyfst af starfi hans. Við þökkum Hallfríði alla tryggð og vináttu og það sem hún hefur fyrir okkur gert. Við minnumst hennar með söknuði. Mest hafa þeir misst sem stóðu henni næst, en bjartar minningar eiga eftir að verða ljós á vegi þeirra. Innilegar samúðarkveðjur til Mikaels og fjölskyldunnar Birki- lundi 16 og annarra aðstandenda. Karólína Gunnarsdóttir. Minning Baldur Halldórsson Fæddur 19. jan. 1916 - Dainn 10. okt. 1982 Baldur Halldórsson var burtu kall- aður úr þessu lífi hinn 10. október s.l. Hann var fæddur að Hvamtni, foreldrar hans voru Guðný Pálsdótt- ir og Halldór Guðlaugsson bóndi. Baldur var elstur af 8 börnum þeirra er upp komust. Hann vinnur síðan öll almenn sveitastörf á búi for- eldra sinna er var títt á þeim dögum, en ungur fer hann á Bændaskólann að Hvanneyri og útskrifast þaðan 19 ára gamall. Eftir heimkomu þaðan vann hann á ýmsum stöðum í Eyjafirði, eða þar til hann fer að búa félagsbúi með bræðrum sínum, þeim Snorra og Guðlaugi. Síðar starfar hann við Skjaldarvíkurbúið og þar kynnist hann eftirlifandi konu sinni, Jónu Sæmundsdóttur. Gengu þau í hjóna- band 14. maí 1948. Þegar svo Baldur flytst til Akureyrar, flytja foreldrar hans einnig með þeim og þau kaupa húseignina Aðalstræti 28, er var heimili þeirra æ síðan. Eina dóttur barna áttu þau, Védísi, sem er gift Garðari Helgasyni verkstjóra hjá Útgerðarfélagi Akureyringa. Börn þeirra eru átta talsins og sá afi þeirra ekki sólina fyrir þeim. Einnig dvald- ist á heimili þeirra meira og minna Guðbjörg, systurdóttir Jónu, því er óhætt að segja að Baldur hafi átt gott fjölskyldulíf og manngæsku þeirra hjóna má líka sjá á því að á heimilinu dvöldu mörg gamalmenni er voru undir þeirra handarjaðri. Baldur réðist til starfa hjá Kaup- félagi Eyfirðinga árið 1955 og starf- aði þar til dauðadags. Hann var trúr í starfi og samviskusamur með af- brigðum, hann var fastur ritari á fundum K.E.A. og einnig sá hann um skjalavörslu fyrir þá um árabil. Baldur starfaði mikið í félagi Versl- unar- og skrifstofufólks, var í stjórn þess árin 1960-1964 og upp frá því gengdi hann hinum ýmsu trúnaðar- störfum fram á síðari ár. Er félagið minntist 50 ára afmælis síns var Bald- ur fenginn til að skrá sögu þess og tókst honum það verk með prýði. f upphafi afmælisritsins segir hann: „Minni okkar er hverfult. Því er það að á tímamótum viljum við gjarnan líta til baka um farinn veg, huga að helstu kennileitum. Hið fyrsta sem við sannréynum á slíkum stundum, er hve undra fljótt sandi tímans fenn- ir í farna slóð og ekki síður hitt að slík upprifjun vekur oftast fleiri spurningar en hún svarar. Þó skal á 50 ára afmæli F.V.S.A. reynt að draga saman nokkur atriði úr sögu þess“. Síðan skýrir hann frá hve hart var barist um hvert fastlaunað starf á þessum fyrstu árum félagsins en þá ríkti mikið óvissuástand í atvinnulífi hins almenna borgara. Hann heldur áfram að fylgjast með af áhuga á hinum ýmsu fram- faramálum félagsins, þegar það eign- ast sitt eigið húsnæði 1964 og sitt fyrsta orlofshús eignast félagið 1973, síðan annað 1977 og var Baldur við- staddur þá víxlu. Vegna þessa alls vildi félagið minnast þessa góða fé- laga og þakka honum vel unnin störf og drengskapar í hvívetna. Hvaðerhel? Öllum líkn, sem lifa engill, sem til lífsins leiðir Ijósmóðir, sem hvílu breiðir. Sólarbros, er birta él heitirhel. Eilíftlíf,- ver oss huggun, vörn og hlíf lifí oss, svo ávallt eygjum æðra lífið, þó að deyjum. Hvað er allt, þá endar kif? Eilíftlíf. Úr leik í 2. flokki. Sókn KA bítur á vörn Þórsara. Ljósmynd: KGA. Akureyrarmót í innanhúsknattspyrnu: KA með 6 titla Þórsarar með 3 Nú á milli jóla og nýárs var haldið í nýju íþróttahöllinni Akureyrarmót í innanhúss- knattspyrnu. Það var KRA sem sá um þetta mót sem fór í alla staði ágætlega fram. Alls var keppt í níu flokkum og fóru leikar þannig að KA sigr- aði í sex flokkum en Þór í þremur. Vaskur tók þátt í meistaraflokki og fyrsta en þeim tókst ekki að vinna sigur í sínum leikjum. í sumum flokkum var keppt I B- og C- flokkum en það er aðeins A- liðið sem telst meistaria. Úrs- lit einstakra leikja urðu þessi: 6. flokkur c-lið: Þór2-KA0 6. flokkur b-lið: Þór6-KA2 6. flokkur a-lið: Þór 3 - KA 4 5. flokkur c-lið: Þór 2 - KA 0 5. flokkur b-lið: Þór 5 - KA 1 5. flokkur a-lið: Þórl-KA2 4. flokkur b-lið: Þórl-KA3 4. flokkur a-lið 3. flokkur b-lið 3. flokkur a-lið 2. flokkur a-lið Kvennaflokkur Eldri flokkur: 1. flokkur: 1. flokkur: 1. flokkur: Meistarafl.: Meistarafl.: Meistarafl.: Þór 1 - KA 5 Þór 3 - KA 1 Þór 1 - KA 2 Þór 5 - KA 1 Þór 2 - KA 1 Þór 7 - KA 4 KA 8 - Vaskur 1 Þór 6 - Vaskur 2 Þór 4 - KA 7 KA 9 - Vaskur 2 Þór 7 - Vaskur 3 Þór 3 - KA 5 Handknattleikur: Þórsarar ólöglegir Rétt fyrir jólin var leikin önn- ur umferð í keppni annars flokks, en sú fyrsta var leikin hér á Akureyri í nóvember. Að þessu sinni var leikið fyrir sunnan. í fyrstu umferð sigr- aði KA mjög óvænt en í ann- arri umferð fengu þeir sex stig. Lið Þórs í þessum leikjum var kært af þeim liðum sem Þór sigr- aði á þeim forsendum að í liðinu væru of margir leikmenn þriðja flokks. Kæran féll á þann veg að allir sigrar Þórs voru taldir þeim tapaðir. Að loknum tveimur umferð- um er KA í fjórða sæti, en Þór að sjálfsögðu í því neðsta með ekkert stig eftir að af þeim hafa verið dæmd öll stigin. Það er nokkuð furðulegt að ekki megi hafa unga leikmenn í liðunum, en þrátt fyrir það virðist þriðji flokkur Þórs nokkuð sterkur því þeir leikmenn unnu marga sigra yfir piltum úr öðrum flokki. Þorsteinn kemur norður fljótlega „Já, það er frágengið að hann leikur með okkur næsta sumar“, sagði Guðmundur Sigurbjörnsson formaður knattspyrnudeildar Þórs, þeg- ar hann var að því spurður hvað liði viðræðum við Þor- stein Ólafsson. Þorsteinn er fyrrverandi markmaður hjá Keflvíkingum, en undanfarin ár hefur hann leikið í Gautaborg í Svíþjóð. Hann hefur einnig leikið í ís- lenska landsliðinu, eða alls 16 sinnum. Þórsarar fá þarna mjög reyndan markmann, en hann er einnig þekktur að því að stjórna vörninni röggsamiega. Guðmundur var að því spurð- ur hvort Sigurður Lárusson léki með Þór í sumar, en hann sagði það allt óákveðið. Þorsteinn, sem er efnaverk- fræðingur, kemur hingað um mánaðarmótin janúar-febrúar, en hann mun hefja störf hjá Sjöfn. 4. janúar 1983 - DAGUR - 7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.