Dagur - 04.01.1983, Side 5
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREVRI
RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167
SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÓRNSSON
BLAÐAMENN: ÁSKELL ÞÓRISSON, GYLFI KRISTJÁNSSON OG
ÞORKELL BJÖRNSSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Skynsamlegar aðgerðir
í efnahagsmálum
í áramótagrein sem Steingrímur Hermanns-
son, formaður Framsóknarflokksins ritaði í
Tímann, sagði hann m.a. að í meira en 40 ár
virtist dýrtíðin hafa verið forystumönnum
þjóðarinnar helsta áhyggjuefnið og kæmi það
m.a. í ljós þegar litið væri á áramótagreinar
síðustu áratuga.
„Verðbólguna höfum við þó þolað öll þessi
ár og reyndar meira en það, því lífskjörin hafa
jafnt og þétt farið batnandi. Er nokkur furða
þótt ýmsir skelli við skollaeyrum og finnist fátt
um þegar á verðbólguna er minnst. Öll þessi
ár hafa jafnframt einkennst af þeirri viðleitni
ríkisstjórna að forða þjóðinni undan atvinnu-
leysi og öðrum skakkaföllum dýrtíðarinnar um
leið og menn hafa keppst við að auka fram-
leiðsluna og hagvöxtinn.
En það er mikill munur á dýrtíð fyrri ára og
nú. Áður var verðbólgan mæld í einstafa tölu,
nú í tugum. Það er einnig mikill munur á því að
búa við verðbólgu við vaxandi framleiðslu og
hagvöxt eða við samdrátt þjóðartekna eins og
nú er“.
Síðan sagði Steingrímur: „ Þótt furðu vel hafi
tekist að halda fullri atvinnu og bæta lífskjörin
þrátt fyrir verðbólgu, hygg ég að tími sé kom-
inn til þess að staldra við og láta glauminn
þagna. Við langvarandi 60% verðbólgu efast
ég mjög um að nokkurri ríkisstjórn muni tak-
ast að koma í veg fyrir hin alvarlegustu böl
verðbólgunnar, atvinnuleysi og erlenda
skuldasöfnun. “
Steingrímur Hermannsson minntist síðan á
það meginmarkmið ríkisstjórnarinnar að forða
atvinnuleysi, en kvaðst sannfærður um að
ekki yrði við slíkt ráðið til lengdar, ef ekki
drægi fljótlega úr verðbólgu. Hann ræddi síð-
an um mismunandi aðferðir til að ráða niður-
lögum verðbólgunnar, annars vegar leið
íhaldsstjórna sem leiddi af sér gífurlegt
atvinnuleysi og hins vegar skipulega hjöðnun
og niðurtalningu verðbólgu. Steingrímur
sagði síðan:
„Það sannaðist 1981 að sú leið var vel fær.
En það hefur einnig sannast að til þess að var-
anlegur árangur náist er nauðsynlegt að
skrefin verði fleiri en núverandi ríkisstjórn hef-
ur borið gæfu til að stíga. Við það hættuástand
sem nú er verður ekki hjá því komist að lög-
binda slíkar aðgerðir til lengri tíma. Jafnframt
er eins og nú er ástatt, óhjákvæmilegt að
breyta vísitölukerfinu þannig að verulega
dragi úr víxlverkunum verðlags og launa. Ef
um það næst ekki samstaða, kann að reynast
nauðsynlegt að afnema með öllu vísitölubind-
ingu í okkar efnahagslífi, á öllum sviðum. Það
mun þó reynast þungbært í 60% verðbólgu.
Við skulum vona að á nýju ári náist breið
samstaða um skynsamlegar aðgerðir í efna-
hagsmálum, samstaða um hjöðnun verðbólgu
án atvinnuleysis."
„Hér voru nemendur
sem töldu sig
stuðningsmenn allra
flokka og flokksbrota“
— Spjallað við Jón Sigurðsson, skólastjóra
Samvinnuskólans á Bifröst
„Mikill tími fer í
félagslífið hjá öllum
nemendunum“
— segir Þórír Aðalsteinsson formaður Skólafélags Samvinnuskólans
„Samvinnuskólinn er við-
skipta- og félagsmálaskóli. Það
er misskilningur sem gætir víða
að hann sé aðeins viðskipta-
skóli, en hann er hvort tveggja.
Það eru til fleiri viðskiptaskólar
hér á landi en það er algjör sér-
staða þessa skóla að hann er
jafnframt félagsmálaskóli. Það
eru margir sem segja að það sé
einkennilegt að hafa verslunar-
skóla uppi í sveit þar sem engin
verslun er nálæg, og verslunar-
skóli ætti að vera í Reykjavík,
enda er viðskiptalífið fjörugast
þar, eða á Akureyri því að þar
er mjög mikilvæg viðskipta-
miðstöð. Þá gleyma menn því
að þetta er félagsmálaskóli. Og
allir þeir sem ég hef rætt við um
málefni Samvinnuskólans hafa
verið sammála um að það er
ekki hægt að stunda félags-
málafræðsluna með góðum ár-
angri nema í heimavistar-
skóla,“ sagði Jón Sigurðsson,
skólastjóri Samvinnuskólans
að Bifröst, í samtali við Dag.
Hvaða réttindi gefur Sam-
vinnuskólinn?
„Eftir tveggja ára nám í Sam-
vinnuskólanum er Samvinnu-
skólapróf tekið. Samvinnuskóla-
prófið veitir þríþætt réttindi. í
fyrsta lagi veitir það rétt til að
hefja nám við Framhaldsdeild
Samvinnuskólans og stefna að
stúdentsprófi. í öðru lagi er það
viðurkennt af öllum framhalds-
skólum að menn geti komið þar
inn á þriðja ár eftir nám hérna.
Menn hafa reyndar til dæmis farið
héðan í verslunarháskóla í Dan-
mörku. í þriðja lagi er Samvinnu-
skólapróf metið og viðurkennt
sem próf í verslunar- og skrif-
stofustörfum, stjórnun, bók-
færslu og öðru þess háttar. Auka-
lega fylgja þvf réttindi Æskulýðs-
ráðs ríkisins til að starfa sem leið-
beinandi á félagsmálanámskeið-
um á vegum þess.“
Styttri kennslutími
Nú er starfsár Samvinnuskólans
einna styst allra skóla á landinu.
Hvernig farið þið að því að hafa
starfsárið svo stutt?
„Við kennum um 20% styttri
tíma í vikum talið en flestir aðrir
skólar en í staðinn kennum við
20% meira á viku meðan starfað
er. Og þá á ég aðeins við reglulega
bekkjarkennslu, en ekki allt fé-
lagslífið. Þetta er gert vegna þess
hve dýrt það er fyrir nemendur að
standa undir fæðiskostnaði mötu-
neytis o.fl. Auk þess er mikill
fjöldi námskeiða, heimavinna,
verkefni, málfundir og margt
fleira. Og félagslífið er hluti
námsins enda gefnar einkunnir
fyrir það út af fyrri sig.“
Hver eru inntökuskilyrðin í
Samvinnuskólann ?
„Grunnskólapróf, eða sam-
bærileg menntun, er auðvitað
frumskilyrði. Auk þess er starfs-
reynsla metin mikils. En meðal
umsækjenda eru margir sem hafa
aflað sér meiri menntunar en
grunnskóla nemur. Og þar sem
umsækjendur eru fjórum til fimm
sinnum fleiri en að komast hljót-
um við að krefjast góðrar skóla-
menntunar eða starfsreynslu. Það
hefur alltaf verið þannig í Sam-
vinnuskólanum að starfsreynsla
hefur verið metin að jöfnu við
próf úr öðrum skólum.“
Framhaldsdeild
Hvernig starfar Framhaldsdeild
Samvinnuskólans í Reykjavík?
„Tilgangur Framhaldsdeildar-
innar er að gefa Samvinnuskóla-
nemum kost á því að fara lengra í
námi, til dæmis til háskóla. Þar
eru því kenndar þær greinar sem
þarf til stúdentspróf en eru ekki
kenndar á Bifröst, auk verslunar-
greina. Má geta þess að nemend-
ur úr Framhaldsdeildinni hafa
náð mjög góðum árangri í háskóla
og einkunnir þeirra verið með
þeim allra hæstu. Og núna er svo
komið að allir þeir sem kenna
verslunargreinar við Framhalds-
deildina eru Samvinnuskólastúd-
entar. Þetta finnst mér mjög
ánægjulegt og gott vegna þess að
þá vita kennararnir vel hvað nem-
endurnir hafa að baki er þeir
koma til náms í Framhaldsdeild-
inni.“
Hver er aldur nemenda í skól-
anum?
„Það hefur alltaf verið mjög
mikil dreifing í aldri nemenda í
skólanum. Meðalaldurinn hefur
oft verið í kringum 19 ár í fyrsta
bekk. Það er augljóst að hér eru
aldrei nemendur yngri en þeir
sem náð hafa grunnskólaprófi og
svo eru hér menn fram um 30 ára
aldur og núna síðastliðið vor lauk
39 ára gamall maður námi hér og
það eru fleiri dæmi slíks. Þetta
kemur til af því að menn sækja um
skólavist af mismunandi forsend-
um og ástæðum.“
Ákaflega líflegt
félagslíf
Nú er Samvinnuskólinn þekktur
fyrir mikið félagslíf. Hvernig er
félagslífinu háttað?
„Það er ákaflega líflegt og
mikið og allir taka þátt í því. Þótt
einhver vildi draga sig í hlé held
ég að það væri ákaflega erfitt að
losna við að taka þátt í félagslíf-
inu. Auðvitað er fólk mismunandi
áberandi en allir eru þátttakend-
ur. Þegar ég byrjaði hér hélt ég að
svo kröftugt félagsstarf væri
óþekkt. En þetta byrjaði allt
saman á fyrstu dögum skólastarfs-
ins eins og ekkert væri sjálfsagð-
ara. Embættismenn sem kosnir
höfðu verið veturinn áður hófu
vinnu og undirbúning samstundis,
án þess að skólastjóri eða félags-
málakennari þyrftu nokuð að ýta
á þá. Þetta stendur auðvitað allt á
gömlum merg og skipulagningin
og framkvæmdin er öll í höndum
nemenda. Félagsmálakennari er
hér á staðnum nemendum til
halds og trausts. Til hans geta
nemendur alltaf leitað um aðstoð.
Félagsmálakennari og skólastjóri
fylgjast alltaf með félagslífinu og
vinna að skipulagningu í samráði
við nemendur. Hér er að sumu
leyti ágæt aðstaða fyrir félagslíf,
svo sem setustofa, sjónvarpsað-
staða, vinnustofa fyrir ljósmynda-
klúbb og margt fleira. Hins vegar
er hér ekki góð geymsluaðstaða
fyrir klúbbana og ýmislegt mætti
bæta.“
Nú er björgunarsveit hér á
staðnum. Gætir þú sagt okkur
eitthvað frá henni?
„Já, björgunarsveitin hér er
deild í björgunarsveit héraðsins
og af hálfu björgunarsveitar hér-
aðsins eru hér heimamenn sem
eru aðilar að þessu starfi nemend-
anna. Þetta á við ef yrði almenn
leit í héraðinu. Hins vegar er
björgunarsveitin hér ef eitthvað
kæmi fyrir hjá nemendum t.d. í
fjallgöngu eða íþróttum. Björg-
unarsveitin á grundvallarbúnað
og núna í jólafríinu mun félags-
málakennarinn festa kaup á frek-
ari búnaði vegna slysa o.fl.“
Yistarreglur
Hvernig er vistarreglum
framfylgt?
„Vistarreglumar eru birtar f
Handbók Samvinnuskólans.
Þeim er framfylgt með því að
skipað er svokallað Vistarráð úr
röðum nemenda og því falið að
sjá um að reglurnar séu virtar.
Það hefur reynst mjög vel að hafa
mál nemendanna í þeirra eigin
höndum, enda er þetta fullorðið
fólk. Hér í eina tíð var ekki Vist-
arráð, en þá voru vistarreglurnar
allt öðru vísi. Þá fengu menn ekki
að fara af staðnum alveg fram að
jólum. Þá var vistunum líka lokað
innbyrðis í karlavistir og kvenna-
vistir og fleira þess háttar. Fyrir
átta eða níu árum var fallið frá
þessu. Þá var tekið upp annakerfi
þannig að menn geta farið til
læknis, keypt sér föt og skemmt
sér á þriggja vikna fresti. Einnig
voru vistirnar opnaðar innbyrðis
en þar á móti kom Vistarráð til
sögunnar og það á að halda skipan
á málum og tilteknar mjög ein-
faldar reglur. Það er reynt, eins og
fyrirrennari minn, Haukur Ingi-
bergsson sagði, að hafa þessar
reglur þannig að hér geti fólk lifað
eins eðlilegu lífi og hægt er, miðað
við það að þessi skóli er eins og
togari úti á rúmsjó, 3 vikur í
hverri veiðiferð. Það verða að
vera einhverjar reglur um borð
þangað til komið er að landi
aftur.“
Félagslífíð er nám
Hver eru áhrif félagslífs á námið?
„í fyrsta lagi er félagslífið nám.
Hvað sem lfður öðrum skóium er
hérna ekki eiginleg samkeppni
milli félagslífs og náms. félagslífið
er nám og það eru gefnar ein-
kunnir fyrir félagslífið. Hér er
kennari sem vinnur við að leið-
beina og efla félagslífið. Hinu er
náttúrlega ekki að leyna að
sumum finnst þessi hluti námsins
miklu skemmtilegri en aðrir hlut-
ar þess. Eins finnst einhverjum
áhugaverðara að læra bóklegu
greinarnar og slær þá slöku við
félagslífið. Þetta er einfaldlega
dæmi um sérhæfingu einstaklings-
ins eftir áhuga og aðstæðum."
Eru menn hér úr öllum stjórn-
málahópum?
„Skólafélagið gekkst fyrir
skoðanakönnun í fyrra um þetta
og það kom í ljós að hér voru
nemendur sem töldu sig stuðn-
ingsmenn allra flokka og flokks-
brota. Ég veit ekki annað en að
þetta sé svona ennþá. En ég verð
líka að viðurkenna að ég veit ekki
um stjórnmálaskoðanir nemenda
frekar en kennara og starfsfólks,
nema þeirra sem eru opinskáir.
Ég hef aldrei spurt um þetta sér-
staklega enda ekki í verkahring
mínurn."
Nú er þessi skóli eign Sam-
vinnuhreyfingarinnar. Er hér
stundaður áróðurmeð Samvinnu-
hreyfingunni?
„Hér er verið að veita fólki
þekkingu á starfsháttum og ein-
kennum samvinnufélaga og hér er
verið að kenna fólki að nýta sér þá
þekkingu. Það er hins vegar erfitt
að reka áróður fyrir því t.d. að at-
kvæðisréttur í félagi eigi að vera
jafn frekar en ójafn. Það fyrir-
brigði er varla tekið upp hér sér-
staklega því það er heimspekilegt
vandamál. Því er einfaldlega sleg-
ið föstu að í samvinnufélögum er
atkvæðisréttur allra jafn og í
hlutafélögum jafn hlutunum, svo
að eitt einkenni sé nefnt. Ef þetta
er aðlaðandi einkenni samvinnu-
formsins þá er það auðvitað gott
og ég tel að svo sé.“
„Skólafélag Samvinnuskólans
er félag allra nemenda Sam-
vinnuskólans. Tilgangur félags-
ins er að efla félagslegan þroska
nemenda og það gerir félagið
meðal annars með því að sjá
nemendum fyrir heilbrigðu
skemmtana- og félagslífi. Inn-
an Skólafélagsins eru starf-
ræktir 14 klúbbar svo og ýmsar
nefndir og ráð. í klúbbastarfinu
ættu allir nemendur að geta
fundið sér eitthvað við sitt hæfi.
Þessir klúbbar eru: íþrótta-
klúbbur, Björgunarsveitin
Glanni, Útvarpsklúbbur,
Leiklistarklúbbur, Listaklúbb-
ur, Dansklúbbur, Tónlistar-
klúbbur, Skólahljómsveit,
Skólakór, Ljósmyndaklúbbur,
Blaðamannaklúbbur, Kvik-
myndaklúbbur, Bridgeklúbbur
og Skákklúbbur. í klúbbana
geta nemendur gengið, eins
marga og þeir vilja og ekki er
óalgengt að nemendur séu virk-
ir meðlimir í 3-4 klúbbum eða
jafnvel fleirum. Það kostar
peninga að starfrækja klúbb-
ana og til að standa undir þeim
kostnaði greiða nemendur
Skólafélagsgjald sem stjóm
Skólafélagsins ákveður í byrjun
hvers skólaárs. Síðan gera for-
menn klúbbanna fjárhagsáætl-
un fyrir veturinn hver fyrir sinn
klúbb. Á gmndvelli þeirra áætl-
ana sker stjórn Skólafélagsins
niður eða eykur við fjármagn til
klúbbanna og leggur fram fjár-
hagsáætlun fyrir Skólafélagið í
heild,“ sagði Þórir Aðalsteins-
son, formaður skólafélags
Samvinnuskólans, í samtali við
Dag.
Kosið í öll embætti
Hvernig erkosningum háttað?
„Það er kosið með lýðræðis-
legri kosningu í öll embætti innan
Skólafélagsins. Á vorkjörfundi
kjósa 1. bekkingar nemendur úr
sínum röðum í stjórn Skólafélags-
ins, formenn klúbbanna og önnur
embætti sem nemendur síðan
gegna veturinn sem þeir eru í 2.
bekk. Á skólafélagsfundum er
kosið í ýmsar nefndir og á haust-
kjörfundi eru 1. bekkingar kosnir
í embætti."
Hvernig er félagslífinu
stjórnað?
„í hverri viku er haldinn fundur
með formönnum klúbbanna og
stjórn Skólafélagsins. Á þessum
fundum greina formenn klúbbana
frá fyrirhuguðu starfi f sínum
Þórir Aðalsteinsson.
klúbbum fyrir næstu viku og gerð
er dagskrá fyrir vikuna þar sem
reynt er að láta starf klúbbanna:
skarast sem minnst því nemendur
eru flestir í mörgum klúbbum og
geta ekki verið á 2 stöðum í einu.
Stjórn Skólafélagsins ákveður
samskipti við ýmsa hópa, t.d.
skóla og íþróttafélög sem koma í
heimsókn til okkar og keppa við
okkur í íþróttum eða þá heim-
sóknir okkar til þeirra. Við höfum
samráð við félagsmálakennara
um allt sem við gerum í félags-
starfinu en hans hlutverk er að
leiðbeina okkur og gefa okkur
góð ráð.“
Gott og heilbrigt
félagslíf
Hvernig er félagslífið ?
„Það er virkilega gott og um-
fram alit heilbrigt. Ekkert áfengi
eða aðrirvímugjafareru hérhafð-
ir um hönd enda varðar slíkt skil-
yrðislausri brottvikningu úr skóla
og fer ekki saman með kröftugu
félagslífi og erfiðu námi. Við
búum fjarri þéttbýli og komumst
ekki á aðrar skemmtanir en þær
sem við stöndum sjálf fyrir og
þess vegna er félagslífið hérna
svona fjölbreytilegt og mikið.
Skólafélagið stendur fyrir 3 stór-
hátíðum: Fullveldisfagnaði, Af-
mælishátíð, sem er sameiginleg
afmælisveisla allra í skólanum, og
sönglagakeppninni Bifrovision.
Klúbbarnir eru á stanslausu spani
allan veturinn, starfandi eru mál-
fundafélög og alls kyns önnur fé-
lög og haldnar eru kvöldvökur á
laugardagskvöldum og þá leikur
skólahljómsveitin fyrir dansi."
Eru allir nemendur virkir í fé-
lagslífi?
„Já, nemendur reyna nær
undantekningarlaust að nýta sér
þá möguleika sem þetta mikla fé-
lagslíf í skólanum hefur upp á að
bjóða. Námið er að vísu erfitt og
tímafrekt og það eru lestímar alla
daga nema sunnudaga frá kl. 16 til
18.30 en allar frístundir eru not-
aðar til félags- og tómstunda-
starfa.“
Eru íþróttir mikið stundaðar á
Bifröst?
„íþróttaaðstaðan hér er nú
vægast sagt bágborin. Við höfum
lítinn íþróttasal en nýtum hann þó
vel. Tímar eru skipulagðir í saln-
um á kvöldin og mest kapp er lagt
á körfubolta, blak og hnit en einn-
ig frjálsar íþróttir, borðtennis og
líkamsrækt. En knattspyrna er
stunduð úti á sparkvelli."
Er einhver blaðaútgáfa á
Bifröst?
„Já, þar má fyrst nefna blað
Skólafélagsins sem heitir Vefar-
inn. Vefarinn kemur út 2svar á
vetri og í blaðinu eru sögur, grein-
ar, viðtöl og ljóð, allt eftir nem-
endur og blaðið er unnið á
staðnum. Fréttablað er gefið út
einu sinni í viku og flytur það
fréttir úr félagsstarfinu og af mál-
efnum skólans. Blaðamanna-
klúbburinn gefur út Þefarann 5-6
sinnum á vetri en í því blaði eru
skopsögur, grín og slúðursögur.
Nemendur2. bekkjar gefaút jóla-
blað Samvinnuskólans sem gefið
er út í 6 þúsundum eintaka og
dreift um allt land. Og loks má
nefna blað, eða öllu heldur bók,
sem gefin er út á vorin og heitir
Ecco - Homo. í þeirri bók eru
skopteikningar af nýútskrifuðum
nemendum og pistill í léttum dúr
um skólagöngu þeirra hér á
Bifröst."
Nemendur ánægðir
Hver eru viðbrögð nemenda til
skólans?
„Nemendur eru yfir höfuð
ánægðir með þennan skóla, leggja
hart að sér í námi, hafa gaman af
því sem hér er verið að gera og
námsleiði er í algjöru lágmarki.
Enda væri annað ósanngjarnt
gagnvart þeim fjölmörgu sem
sækja um skólavist og fá ekki inni.
En ekki bara vegna þess heldur
líka að Samvinnuskólinn er ein-
stök menntastofnun. Hér eru
kennd hagnýt fræði og í félagslíf-
inu læra nemendur hluti sem þeir
þurfa virkilega á að halda og hafa
mikið gagn af. Skólinn setur nem-
endum sínum að vísu strangar
reglur en þær reglur virða nem-
endur og fara eftir þeim í hví-
vetna.“
Er erfitt að vera formaður
Skólafélagsins?
„Það er ekki erfiðara starf en
t.d. störf formanna í klúbbunum.
Á þeim hvílir mikil vinna svo og á
öðrum nemendum sem gegna
ýmsum embættum innan Skóla-
félagsins. Það fer mikill tími í fé-
lagslífið hjá öllum nemendum
skólans og þannig skal það líka
vera.“
4 - DAGUR - 4. janúar 1983
4. janúar 1983 - DAGUR - 5