Dagur - 18.01.1983, Blaðsíða 4

Dagur - 18.01.1983, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167 SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222 RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON OG ÞORKELL BJÓRNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Furðulegar aðgerðir borgarstjórans Aðgerðir borgarstjórnarmeirihlutans í Reykja- vík að undanförnu hafa vakið furðu manna um allt land. Að vísu mátti vita það að íhalds- og afturhaldsstefna yrði ofan á þegar eftir að nýi borgarstjórnarmeirihlutinn tók við stjórn borgarinnar. Hins vegar væntu menn ekki þess sem nú er orðið raunin, enda hefur keyrt svo úr hófi að meira að segja sjálfstæðismönn- um blöskrar. Einræðistilhneigingar nýja borgarstjórans eru með slíkum eindæmum að aðrir borgarfull- trúar en Sjálfstæðisflokksins fá vart að láta skoðun sína í ljósi fyrr en eftir að ákvarðanir hafa verið teknar. Landslög eru virt að vettugi og engu er líkara en borgríki sé að verða til í ríkinu með algjört sjálfdæmi í eigin málefnum. Einhliða hækkun strætisvagnafargjalda hef- ur vakið hvað mesta athygh þeirra mála sem borgarstjórnarmeirihlutinn hefur beitt sér fyrir. Vart fer á milli mála að þar eru landslög og reglur brotnar, þær lýðræðislegu leikreglur sem þjóðin hefur sett sér eru fótum troðnar af nýja einræðisherranum í borgríkinu sjálf- stæða. Borgarstjórinn treystir ekki einu sinni þingmannaliði flokks síns í Reykjavík til að beita áhrifum sínum til að breyta vitlausu vísi- tölukerfi, sem veldur því að hækkun stræt- isvagnafargjalda í Reykjavík hækkar laun fólks- ins í Grímsey og Grindavík. Hann sniðgengur allt og alla, einnig lýðræðislega kjörna þing- menn Reykjavíkurborgar sem taka þátt í að setja leikreglurnar í þessu þjóðfélagi. Fleiri gætu ef til vill komið í kjölfarið og sennilega væru Grímseyingar miklu betur komnir ef þeir segðu sig úr lögum við landið og þyrftu þar með ekki að leggja sitt af mörkum til að byggja upp ýmiskonar þjónustustarfsemi í Reykjavík, sem þeir nota svo sárasjaldan. Þá er þess að geta að hækkun strætisvagna- fargjalda kemur að sjálfsögðu verst við þá sem mest nota þessa samfélagslegu þjónustu, þá sem ekki eiga bíla og minnst mega sín. Annað mál sem vert er að ræða er sú ákvörð- un borgarstjórnarmeirihlutans að meina nem- endum utan af landi að sækja iðnskóla og fjöl- brautaskóla í Reykjavík, nema til komi greiðslutrygging fyrir námsvistargjöldum. At- hyglisverð eru þau ummæli ráðuneytisstjóra menntamálaráðuneytisins að það sé rangt hjá borgarstjóra að borgin hafi mikinn kostnað af utanbæjarnemendum. Það sé ríkissjóður sem borgi meginhlutann af námskostnaðinum en ekki borgarsjóður. Auk þess stórgræði borgar- sjóður á því að hafa allar menntastofnanir og kennara við þær í borginni. Þá verði Reykjavík að þjóna öllum landsmönnum sem höfuðborg, enda njóti hún góðs af öllum þeim opinberu stofnunum sem ríkið kostar. Mikið hefur áunnist í lagningu bundins slitlags í þriðja hefti Fjármálatíðinda 1982 er forvitnileg grein um samgöngur og ferðamál þar sem vikið er að vegamálum í upphafi. Greinin er eftir Valdi- mar Kristinsson og þær upplýs- ingar sem hér koma fram eru úr þessari grein. í kaflanum um vegagerð seg- ir svo í greininni: „Lagning bundins slitlags á þjóðvegi hér á landi á sér ekki langa sögu og hefst raunar ekki að marki fyrr en með lagningu nýrrar Reykjanesbrautar milli Hafnar- fjarðar og Keflavíkur sem steypt var á árunum 1962 til 1965. Árið 1972 var svo lokið byggingu nýs vegar milli Reykjavíkur (Arbæj- ar) og Selfoss, sem lagður var malbiki og olíumöl, og 1971-1972 var einnig lagður steyptur vegur frá Reykjavík (Höfðabakka) og upp í Kollafjörð. Frá 1974 var lægð í lagningu bundins slitlags fram til ársins 1978 þegar ný tækni tók að ryðja sér til rúms (sjá kort hér á eftir). Vegna mikils kostnaðar er ekki gert ráð fyrir að steinsteypa verði notuð að ráði við vegalagningu hér á landi í fyrirsjáanlegri framtíð. Malbik er aftur á móti æskilegt að nota þar sem umferð er tiltölulega mikil. Olíumölin tók víða við af malbikinu, einkum vegna þess að hún er auðveldari í flutningum og hægt er að laga hana í litlum stöðvum. Hins vegar hefur svokölluð klæðing, þar sem möl er dreift yfir olíuborinn veg, tekið að mestu við af olíumölinni síðustu árin og virðist ætla að gera góða raun. Nær alltaf er miðað við tvöfalda klæðningu sem lögð er á með nokkru millibili en samt er hún verulega ódýrari en aðrar aðferðir við lagningu bundins slitlags á gamla vegi, 7,5 m breiða sem hér segir: tvöföld klæðning 486 þús., olíumöl 707 þús. og malbik 1020 þús. í öllum tilfellum er reiknað með 15 cm burðarlagi og öxlum á vegina. Haustið 1982 var búið að leggja bundið slitlag á um 650 km af þjóðvegum landsins. Til þess að gera grein fyrir hversu stór áfangi þetta er má nefna til samanburðar að þjóðvegakerfið í heild er um 8400 km. Ekki segir þetta þó alla söguna þar sem umferð um vegina er afar mismunandi og þótt oft hafi takmarkað tillit verið tekið til umferðarþungans við ákvörðun um vegagerð þá er þó yfirleitt ekki lagt á bundið slitlag nema þar sem umferðin er allmikil eða mikil. í langtímaáætlun um góð- vegagerð, sem mun ná 12 ár fram í tímann, er gert ráð fyrir að ljúka vegabótum á um 2800 km eða þriðjungi þjóðvegakerfisins; þar af er helmingurinn í hringvegin- um eða um 1400 km. Samkvæmt þessari langtímaáætlun ná góð- vegirnir nú yfir nær fjórðunginn eða 650 km af 2800 km. Góðvegagerð mun komin skemmra á veg hérlendis en í flestum öðrum löndum og eftir að hún hófst að nokkru marki hefur gætt vaxandi óþolinmæði margra að þurfa að aka fjölfarna malar- vegi þegar munurinn á þeim og nýju vegunum er svo mikill. En þó að þannig gangi hægt með tilliti til þess hve seint var af stað farið þá er þegar farið að muna veru- lega um góðvegina á ýmsum leið- um, eins og eftirfarandi yfirlit gef- ur til kynna.“ í greininni í Fjármálatíðindum er einnig gerð grein fyrir einstök- um framkvæmdum í vegagerð. Eftirfarandi kemur þar fram um þjóðvegaframkvæmdir á Norður- landi: „Nú er búið að opna nýja veg- inn um Hrútafjarðarháls og klæða helminginn af honum. Er lengi búið að bíða eftir þessum 10 km vegarkafla, enda tók framkvæmd- in mörg ár. Fleiri þjóðvegarkaflar hafa verið klæddir í Húnavatns- sýslum síðustu tvö árin og veru- lega farið að muna um þá í akstri þarna. í Skagafirði hefur bæst við klæðninguna til Sauðárkróks og einnig austan Héraðsvatna í fram- haldi af nýju brúnni. Mánár- skriður hafa löngum verið þyrnir í augum Siglfirðinga en nú er verið að lækka veginn þarna um 100 m eða úr 170 m í 70 m og verður af þessu veruleg samgöngubót. Enn bíður framtíðarvegarlagn- ingin um Giljareitina og mun ekki fullljóst hvernig vegur verður best lagður þar en þarna hefur löngum þótt varasöm leið, einkum á vetrum. Vegurinn um Öxnadals- heiði er kominn í framtíðarhorf, þó enn án klæðningar, og í Öxna- dalnum er sennilega hægt að lag- færa veginn undir klæðningu en í Hörgárdalnum er hringvegurinn gamall og úr sér genginn, og þarf efalaust að endurleggja hann. Nú er komið bundið slitlag nær alla leið frá Akureyri til Dalvíkur og verið er að ljúka við tvíbreiða brú á Svarfaðardalsá hjá Dalvík. Væntanlega kemur vegur yfir Eyjafjörð, norðan flugvallar,á næstu árum, en fyrir sunnan vænt- anlegt vegarstæði er nær þurr- lendi að sjá þegar fjara er. Á þessu ári hefur aftur verið unnið verulega í Víkurskarði og er nú hægt að aka veginn nær alla leið yfir í Fnjóskadal. Þessari vega- gerð gæti lokið á næsta ári. í Aðaldal hefur verið lagt bund- ið slitlag á nær 25 km, næstum samfellt frá Húsavík.“ Bundið slitlag á þjóðvegum — tegund fyrstu gerðar. Sleypa Malbik Olíumöl Ktœðing Alls Lagl á km km km km km fyrir 1960 4,99 4,99 1962 3,70 — — — 3,70 1963 10,80 — — — 10,80 1964 — — — — 1965 18,28 3,51 — — 21,79 1966 — • — — — — 1967 0,80 0,94 ■ — — 1,74 1968 — — — — — 1969 — — — — 1970 ■ — 11,03 — 11,03 1971 3,10 3,01 12,31 — 18,42 1972 10,79 4,70 20,54 — 36,03 1973 ' — 2,15 22,34 — 24,49 1974 — 1,78 6,54 — 8,32 1975 — 4,22 13,31 — 17,53 1976 — — 13,96 — 13,96 1977 — 0,30 12,66 — 12,96 1978 0,65 6,90 21,38 13,90 42,83 1979 — 0,59 12,92 26,71 40,22 1980 — 11,67 24,56 55,07 91,30 1981 — 6,01 26,46 110,45 142,92 1982 — 3,00 10,20 131,01 144,21 Aldur óviss — 1,33 2,42 — 3,75 Samtals 48,12 55,10 210,63 337,14 650,99 Bundið slitlag á þjóðvegum haustið 1982 frá Reykjavík til: Þingvalla ........ 34 km af 51 km alls eða 67% Borgarness .... 69 km af 117 km alls eða 59% Blönduóss...... 120 km af 292 km alls eða 41% Sauðárkróks ... 149 km af 368 km alls eða 40% Akureyrar...... 155 km af 438 km alls eða 35% Dalvikur....... 172 km af 463 km alls eða 37% Húsavíkur .... 185 km af 530 km alls eða 35% Hvolsvallar .... 106 km af 106 km alls eða 100% Víkur í Mýrdal . 111 km af 192 km alls eða 58% 4 - DAGUR -18. janúar 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.