Dagur - 28.01.1983, Síða 5

Dagur - 28.01.1983, Síða 5
UR EINUIANNAÐ Snjólaug Bragadóttir Vídeó sem helmilistæld Það skal tekið fram, að ég er ekkert hrifin af orðinu vídeó, en að minnsta kosti vita allir, við hvað er átt. Myndsegulband er allt of langt og óþjált, en von- andi eru hagir nýyrðasmiðir ekki sofnaðir á verðinum. Hver man ekki eftir þrýstiloftsflugvélinni, sem varð að þotu og þyrilvængj- unni, sem hlaut nafnið þyrla fyrir þeirra tilstilli. Nokkrar tillögur hafa skotið upp kollinum í blöðum og kann ég best við víðsjá af þeim. Vit- þjófur er önnur, sem ég er mjög á móti, vegna þess að allir hlutir, sem eru misnotaðir, geta orðið að vitþjófum viðkomandi mann- eskju, hvort sem um er að ræða bílinri eða ísskápinn, eða jafnvel spegilinn. Vissulega er hægt að misnota vídeó og veit ég mörg dæmi þess. Fólk tekur á leigu bíó- myndir í sólarhringatali og situr svo við án þess að skeyta um, hvort börn eru að horfa með- fram því á alls kyns hryllingfram eftir nóttum. Ef svo blessað tæk- ið skyldi bila skyndilega, kemur í ljós, að fjölskyldan kann ekki lengur að halda uppi sam- ræðum, hvað þá hafa ofan af fyrir sér af eigin hvötum. En þó mest sé talað um hryll- inginn, er hann vissulega ekki ráðandi. Skynsamt fólk held ég flest, að minnsta kosti það sem hefur börn á heimilinu, velur líka efni með tilliti til þeirra. Gamanmyndir eru bara sorglega lítið á markaðnum og þar sem tíminn er fremur naumur og kostar talsverða peninga, er fremur valið það sem fullorðna fólkið vill og börnin skilja síður. Engin lög eru til um vídeó á íslandi og á meðan svo er, veður allt uppi. Höfundarréttur er hlunnfarinn og öilu stolið sem hægt er. Það kvað vera bannað að taka upp efni úr íslenska sjónvarpinu, en það er samt gert. Norðmenn hafa árum saman karpað utan og innan Stórþingsins um ekki mikilvæg- ari hlut en það, hvað lög skuli gilda um spólur, sem teknar eru upp úr ríkissjónvarpinu og send- ar sjómönnum út á hafið. Á meðan eru ólöglegar hryllings- myndir orðnar þjóðarvandamál þar og allt að fara úr böndunum. Sagði ekki einhversstaðar að ís- lendingar og Norðmenn væru frændur? Það vill svo til, að ég les mikið af norskum blöðum og tímaritum og hef komist að því, að Norðmenn (og þá væntanlega frændlið þeirra líka) eru nautna- seggir hinir mestu og hættir mjög til að ofnota hlutina eða mis- nota. Manni sýnist að þegar eitt- hvað nýtt og skemmtilegt rekur á fjörur og ein skeið af því er nóg, sé vissara að hafa þær tvær, til að allt verði helmingi betra. Jæja, en öll dæmi verður að ýkja svolítið, til að vel skiljist, hvað verið sé að fara. Ef einhver heldur að ég viti ekkert um hvað ég sé að tala þegar vídeó er ann- ars vegar, get ég fullyrt að ég hef langa reynslu af slíku á heimili mínu, heil fimm ár. Þó get ég sagt með sanni, að það hefur ekki verið misnotað neinum til tjóns. Frá upphafi höfum við haldið við það, að nota þetta að- eins sem heimilistæki fyrir okkur sjálf, ekki sem afþreyingu. Sem sagt, við höfum aldrei á fimm árum tekið svo mikið sem eina mynd á leigu, eða fengið að láni. Heimilisfaðirinn er sjómaður og þess vegna tek ég upp það sem hann vildi séð hafa og geymi þangað til hann kemur. Þar sem ég er kvöldsvæf og nenni ekki að hanga uppi og bíða eftir mynd, sem mig langar þó að sjá, get ég slökkt á sjónvarpinu, stilit á upptöku og farið í rúmið. Mynd- in er svo á spólunni hvenær sem ég má vera að því að setjast niður með prjónana. Teikni- myndir og barnamyndir allar eru teknar upp og safnað saman í réttri röð, það kemur sér vel, þegar maður er í slátrum, veðrið er bálvont eða smáfólkið er lasið, svo eitthvað sé nefnt. Það er helst reyndar þar, sem tækin eru misnotuð, því litlir heimilis- vinir eiga það til að setjast hér upp og krefjast þess, að kveikt sé á sjónvarpinu, eins og ekkert sé sjálfsagðara. Best gæti ég trúað að ég gæti haft bara vel upp með því að selja aðgang, en það er bannað, svo mikið veit ég. kvöld stund í Nú fer sá tfmi í hönd þegar hinir ýmsu leikklúbbar í dreifbýlinu koma fram á sviðið og leyfa okk- ur menningarþyrstum íslending- um að njóta árangurs erfiðis síns. Og það er merkilegt hversu víða er verið að setja upp leikrit. En þetta verður enn merkiiegra þegar málið er kannað og í ljós kemur að uppsetning margra dreifbýlisleikfélaga er hreint ekkert iakari en hjá hinum „stóru“ í þéttbýlinu. Þetta varð ég áþreifanlega var við sl. sunnudagskvöld er ég brá mér með fjölskylduna í Laugaborg í Eyjafirði og sá leikrit Jónasar Árnasonar Skjaldhamra. Það er Leikfélagið Iðunn í Hrafnagilshreppi sem hefur tek- ið þetta kunna verk tii flutnings. Ýmsir hafa í gegnum árin spreytt sig á Skjaldhömrum, og það sern ég best veit þá nýtur þetta leikrit alltaf mikiiia vin- sælda. Og ekki að ástæðulausu. Leikritið er meinfyndið, persón- urnar fáar en fjölbreyttar og spaugilegar hver á sína vísu. Leikritið er einfalt og virðist léttvægt hvað boðskap snertir en' þegar hláturinn tekur enda og áhorfandinn nær að setjast niður í einrúmi með minningar frá skemmtilegu kvöldi þá festa ræt- ur ýmsar myndir sem í sjálfu sér eru hápólitískar. Leikritið vekur áhorfandann því til hugsunar um ýmislegt, t.d. hersetu, nátt- úruvernd o.fl. En hvernig skyidi Leikfélag- inu Iðunni hafa gengið að koma þessu ágæta leikriti til skila til áhorfandans? Því er fljótt svarað. Leikend- ur og aöstandendur sýningarinn- ar eiga mikiö lof skilið. Leik- stjóranum, Gesti E. Jónassyni, hefur tekist vel upp með gerð leikmyndar. Hún gaf það and- rúmsloft sem hæfði efninu vel. Leikendurnir komust allir vel frá sínu. Pétur Helgason var ör- uggur í hlutverki Stone majors- I.eikarar í „Skjaldhömrum“. Gestur E. Jónososn, sem jafnframt er leik- stjóri, er lengst til hægri í aftari rðð. Lcikrítið verður sýnt í Laugaborg á sunnudagskvöld kl. 20.30. smá byrjunarörðugleikar voru hjá Pétri en hann komst fljótt yfir þá. Sama er að segja um Í’uríði Schiöth í hiutverki leften-, ant KatrinarStanton-smástirð- leiki í byrjun en síðan varð fram- sögn og fas allt rnjög sannfær- andi. Ulfar Hreiðarsson kentst mjög vel frá vitavarðarhlutverk- inu. Einlægni, gáski og svolítill einfeidningsháttur gera vita- vörðinn að vini manns strax í byrjun og leikur Úlfars er frjáls og óþvingaður. Kristinn Jónsson leikur N. Claxton, korporál. Hlutverkinu skilar Kristinn vel - persónan er í sjálfu sérekki stór- kostleg né eftirminnileg, en viss- ir taktar hjá Kristni koma manni til að brosa þegar hugsað er til sýningarinnar. Björk Sigurðar- dóttir leikur „máilausu" stúlk- una Birnu, (systur vitavarðar- ins). Hennar heimur er við áifa og huldufólk, og í gegnum mennina sér hún sem skyggn væri. Það er ekki auðveit hlut- verk að ganga ætíð um þegjandi. Leikarinn þarf þá að hafa citt- hvað annað en málið til að bera, til þess að heiila áhorfand- ann. Sonur minn, 10 ára, sagði eftir frumsýninguna: „Mér fannst sú sem lék Birnu vera al- varleg eins og álfkona.*1 Sú setn- ing segir nóg um hversu vel hef- ur til tekist um vai á leikara í þetta hlutverk. Að síðustu skal getið um leik- stjórann Gest, sem bregður sér á ógleymanlegan hátt í hltuverk furðufuglsins og rolunnar Páis Daníels. Gestur er fæddur í svona hlutverk, og vakti óskipta kátínu. Sem sagt, gott leikrit og vel flutt. Þeir sem viija vera góðir viö sig og sína nánustu ættu ekki að láta þessa sýningu í Lauga- borg frarn hjá sér fara. Þetta er ieikrit fyrir alia fjölskylduna og því upplagt að fara mcð alit liöið í Laugaborg og sjá Skjald- hamra. Pétur Þórarinsson. Hér í Helgar-Degi munu á næstunni birtast myndir úr ljós- myndaplötusafni Hallgríms Einarssonar og sona hans sem nú er unnið að „copyeringu“ á. Allar þessar myndir eru ónafngreindar í safninu og viljum við heita á Ákureyringa og aðra þá sem telja sig þekkja myndirnar að klippa þær úr blaðinu og senda, ásamt nöfnum, til Minja- safnsins á Akureyri, Aðalstræti 58, eða láta frá sér heyra með öðrum hætti. Þá viljum við benda á að „album“ með myndum úr safninu liggur frammi í Amtsbókasafninu hér í bæ. Væri vel þegið ef bæjarbúar, einkum þeir eldri, vildu líta þar inn og sjá hvort þeir þekkja þessar myndir og ef svo væri að skrifa nöfnin í „blokkir“ sem þar munu einnig verða. Minjasafnið á Akureyri. 3 Myndin er af: 28. jantiar 1983 - DAGUR - 5

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.