Dagur - 28.01.1983, Blaðsíða 11

Dagur - 28.01.1983, Blaðsíða 11
HVAÐERAÐ GERAST? Stjaman kemur ekki - Breiðablik hleypur ískarðið og leikur tvo leiki við Þór Ekkert verður af komu fyrstu deildarliðs Stjörn- unnar hingað um helgina, en þess í stað sækja Breiða- bliksmenn Þórsara heim og leika við þá tvo leiki. Að sögn Ólafs Jenssonar, hjá Þór, stafar þetta af því að tveir af fastamönnum Stjörnunnar meiddust í leik gegn ÍR á dögunum og vegna þess að Brynjar Kvar- an leikur með landsliðinu erlendis um þessar mundir. Stjörnumenn vildu ekki koma hingað nema með sitt besta lið, enda töldu þeir það ósanngjarnt gegn áhorf- endum. - Þeir hafa þó lýst yfir fullum áhuga á að koma og ætti það verði ekki af því einhvern tímann fyrir loka- umferðina um fslandsmeist- aratitilinn, sagði Ólafur. Leikirnir við Breiðablik verða í Höllinni og hefjast þeir klukkan 20 í kvöld og klukkan 13.15 á morgun, laugardag. Mikið um að vera í Sj allanum Það er að venju mikið um að vera í Sjallanum og er þessi helgi þar engin undan- tekning. Það verður hljóm- sveitin Gautar frá Siglufirði sem heldur uppi fjörinu um helgina, en ýmislegt annað verður til skemmtunar, svo sem sjá má á upptalning- unni hér á eftir. í kvöld . er það lausar skrúfur sem gilda og þeir sem vilja herða sig upp ættu að mæta á kabarettinn „Lausar skrúfur". Kaba- rettinn hefstkl. 22,enfrá kl. 20 verður borinn fram kaba- rettmatur. Sibba og Maggi verða með rokkdanssýningu en það verða svo Gautar sem taka við og sjá um tón- list fyrir dansskóna fram eftir nóttu. Gautar, Sibba og Maggi verða svo aftur á ferðinni á laugardag, en þess má geta að það kvöld mun Edward Fredriksen leika ljúfa „dinnertónlist" fyrir gesti. Gestir kvöldsins verða hljómsveitin Helga magra og Munkur, en þeirra er von um miðnæturbil. Á sunnudag verður svo diskótek í Sjallanum. Bilasýning um helgina Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdimarssonar gengst fyrir mikilli bílasýningu um helg- ina en á sýningunni verða sýndir Subaru- Wartburg- og Datsunbílar, sem Ingvar Helgason flytúr inn. Bílasýningin verður opin frákl. 14-17 bæði laugardag og sunnudag, en þess má geta að Toyotaumboðið hélt mjög vel heppnaða bílasýningu um síðustu helgi. Hefur áhugi manna vaxið mjög fyrir sýningum sem þessum því á þeim er mjög auðvelt að gera gæða- og verðsamanburð. Það er ekki seinna vænna fyrir Eyfirðinga sem ætla að taka þátt í árshátíð Eyfirð- ingafélagsins í Reykjavík að fara að panta flugmiðana og hótelgistinguna. Árshátíðin verður eftir viku, eða föstu- daginn4. febrúar. Þarverð- ur að venju glatt á hjalla. Árshátíðin verður á Hótel Sögu og hefst klukk- an 19 með borðhaldi. Þorra- matur og kalt borð er á matseðlinum. Heiðursgest- ur og aðalræðumaður kvöldsins verður Jónas G. Rafnar. Ómar Ragnarsson mun sjá um að allir skemmti sér vel og sitthvað fleira verður til skemmtunar. Miðasalan verður 1. og 2. febrúar í anddyri Hótels Sögu. í fyrra mættu um 200 manns á árshátíð Eyfirð- ingafélagsins í Reykjavík, þar af milli 40 og 50 manns að norðan. Að sögn Ásbjörns Magn- ússonar, formanns félags- ins, hefur starfsemin verið með venjubundnum hætti í vetur. Spilakvöld hefur ver- ið hálfsmánaðarlega á Hall- veigarstíg og þátttaka í þeim verið góð. Þau munu standa fram í apríl. Kaffi- dagurinn var í haust, eins og Dagur sagði frá á sínum tíma, og birti myndir af. Þá er árlega farið í sumarferða- lag. Síðast var farin dags- ferð í Þjórsárdal og Veiði- vötn. Yfirleitt er hins vegar um tveggja daga ferðir að ræða. Og nú er bara að bregða sér suður eina helgi, hitta alla gömlu kunningjana sem flust hafa suður (fyrir ein- hvern misskilning, hlýtur að vera) og skemmta sér í góð- um félagsskap. Flugleiðir bjóða upp á helgarpakka, eins og allir ættu að vita. Góða skemmtun. „Nær uppbókað hjá Hótel KEA fram í mars“ - Það er nú kominn fullur kraftur í þorrabakkasöluna og hún mun m.a. standa alla helgina í Súlnabergi, sagði Gunnar Karlsson, hótel- stjóri á Hótel KEA, í stuttu spjalli við Dag. Að sögn Gunnars kosta þorrabakkarnir 185 krónur stykkið en á hverjum bakka er tveggja manna skammtur. Gunnar sagði að nú færi árshátíðar- og einka- samkvæmatíminn í hönd og Hótel KEA væri nánast upppantað undir slíkar veislur allar helgar fram í mars. Þar væri þó ein helgin undanskilin, 11.-12. febrú- ar, en þá yrði Samvinnu- ferðarkvöld á Hótel KEA. Þess má geta að veitingasal- urinn er opinn í hádeginu og öll kvöld virka daga. Gunnar Karlsson. Flóamarkaður í Amaró-húsinu Náttúrulækningafélag Ak- ureyrar hefur nú opnað Flóamarkað í Amaróhúsinu við Hafnarstræti. Fyrst um sinn verður Flóamarkaðurinn opinn á mánudögum frá kl. 14-18, en á markaðnum er að finna alls kyns fatnað og hentug efni t.a.m. í öskudagsbún- inga. Mun vera hægt að gera mjög góð kaup á þessum markaði. Arshátíðarvertíðin að hefiast Nú er tekið að færast fjör í árshátíðirnar og þorrablótin og meðal þeirra sem vitað er til að haldnar verða um helgina má nefna árshátíð Rotary á Hötel KEA á laug- ardagskvöldið og Sjálfs- bjargar sem verður sama dag að Bjargi. Ungmenna- félagið Dagsbrún verður með þorrablót í Hlíðarbæ laugardaginn eftir viku og hefst það klukkan 20.30. Miðapantanir eru teknar niður í símum 22597 og 22908 nk. mánudag og þriðjudag frá kl. 20-22. Messur um helgina Messað verður í Akureyrar- prestakalli í Akureyrar- kirkju sunnudag kl. 14. Sálmar númer 210, 175, 120, 121 og 527 verða sungnir. Prestur séra Þór- hallur Höskuldsson. Þá verður guðsþjónusta í Dvalarheimilinu Hlíð og hefst hún klukkan 15.30. Prestur er séra Þórhallur Höskuldsson. Guðsþjónusta verður jafnframt á Fjórðungs- sjúkrahúsinu kl. 17. Prestur séra Birgir Snæbjörnssonar. 2?f)ian^r 1903 - - tt

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.