Dagur - 04.02.1983, Blaðsíða 11

Dagur - 04.02.1983, Blaðsíða 11
HVAÐERAB GERAST? Keppt í „ís-cross“ Keppt verftur í Ís-Cross akstri á tjörninni við Drottningarbraut sunnu- daginn 6. febrúar 1983, kl. 2. Keppni þess gefur stig í Norðurlandskeppninni í Is- Crossi. Keppendur verða víða að. Þar má telja þá helsta: Norðurlandsmeistari í Rally-Cross, Þorvaldur Árnason á Siberiu-Mustang (Moskwitch) og Kjartan Bragason Akureyrarmeist- ari í Rally-Cross á Vuxhall Viva. Sveinn Rafnsson kemur til með að keppa á Skodanum sem vann ís- Crossið á Húsavík í fyrra. Sveinn sýndi mikil tilþrif á þessum bíl þegar hann marði 3ja sætið á Norður- landsmeistarakeppninni í Rally-Cross í sumar. Von er á Volvo Turbo árg. 1982 sem Jón Ragnarsson (bróðir Ómars) ekur, mun koma frá Reykjavík og keppa sem gestur'. Jón er á nýlegum bíl og virðist hann ætla að treysta á að norðlending- arnir komist ekki upp að hliðinni á honum til að rispa lakkið. Jón varð annar í Is- Crossinu á Leirtjörn fyrir skömmu þar sem hann gerði hetjulegar tilraunir til að komast fram úr núverandi íslandsmeistara, Þórði Valdimarssyni sem ekur 170 h.a. VW. Keppni þessi er fyrsta keppni af þremur sem Bíla- klúbbur Akureyrar mun standa fyrir í vetur. Þessi keppni gefur stig til Norður- landsmeistaratitils en hinar tvær munu gefa stig til ís- landsmeistaratitils. ls-Cross er að verða ein af vinsælustu akstursíþróttum Norður- landa og hvetjum við alla sem vettlingi geta valdið til að koma og kynnast þessari stórfenglegu akstursíþrótt. Sökum mikils kostnaðar af slíku keppnishaldi hvetj- um við áhorfendur til að taka miðasölufólki vel. „Hitabylgja“ í Freyvangi Leikfélag Öngulsstaða- hrepps og Ungmennafélag- ið Árroðinn sýna „Hita- bylgju" í Freyvangi annað kvöld kl. 20.30. Er það 5. sýningin, en 6. sýning verð- ur á sama tíma á þriðjudags- kvöld. Sýning leikáhugafólks í Öngulsstaðahreppi á Hita- bylgju hefur fengið mjög' góða dóma gagnrýnenda. Þórhallur Bragason segir m.a. í Degi 27. janúar: „Ég leyfi mér að fullyrða, að þessi sýning er óvenjulega góð af áhugamannasýningu að vera, hér er verkefni val- ið af metnaði og dirfsku, og árangurinn er ótvíræður sig- ur fyrir alla þá er leggja hönd á plóg. Sýning Hita- bylgju í Freyvangi er við- burður sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara, ég trúi því vart að nokkur sjái eftir þeirri kvöldstund". „Art“ með tónleika í Dynheimum Hin bráðefnilega tölvu- og vélahljómsveit Art, frá Ak- ureyri, heldur tónleika I Dynheimum laugardaginn 5. febrúar. Hljómsveitin Art mun koma fram á nokkurs konar uppákomu í Dynheimum umrætt kvöld, en húsið opn- ar klukkan 21. Auk þess verður diskótek á staðnum og verður dansað fram til klukkan eitt um nóttina. Hljómsveitina Art skipta: Sigurður Kristinsson, Tóm- as Finnur Guðmundsson, Hermann Örn Ingólfsson og Jakob Jóhannsson, en þeir eru allir á aldrinum 16-17 ára. Hljómsveitin „Art“. Þaft verftur vxntanlega hart barist í höUinni um helgina. Bautamót í innanhússknnattspyrnu: 16 lið mæta í íþróttahöllina Sextán lið munu taka þátt í „Bautamótinu“ í innan- hússknattspyrnu sem fram fer í íþróttahöllinni á Akur- eyri um helgina Mótið hefst kl. 9 á morg- un (laugardag) og verður þá leikin riðlakeppnin, en liðin 16 keppa í fjórum riðlum og komast tvö lið úr hverjum í milliriðla sem verða tveir. Undanúrslitin hefjast kl. 12 á hádegi á sunnudag en úrslitaleikimir um 1. og 3. sætið hefjast kl. 17.30 á sunnudaginn. Riðlaskiptingin á mótinu er þessi: A-riðUl: KA(a) - Magni - Leiftur - Reynir. B-riðill: Þór(a) - Árroðinn (a) - Æskan - KA(b). C-riðill: KS - Árroðinn(b) - Vaskur - ÍBA B-riðill: Völsungur- Þór(b) - Vorboðinn - HSÞ(b). Þetta er mjög góð þáttaka nær allra félaga á Norður- landi. Leikirnir verða alls 38 talsins og liðin munu fá þarna góða æfingu fyrir ís- landsmótið innanhúss sem haldið verður í byrjun mars. Frumsýning hj á LA Föstudagskvöldið 4. febrú- ar frumsýnir Leikfélag Ak- ureyrar hið vinsæla leikrit Emst Braun Olsen, Bréf- berann frá Arles, í þýðingu Úlfs Hjörvars. Leikstjór- inn, Haukur Gunnarsson, og leikmyndahönnuðurinn, Svein Lund-Roland, koma báðir frá Noregi til þessa verks en „Bréfberinn“ hef- ur verið sýndur í tugum leik- húsa á öllum Norðurlönd- um síðan hann var frum- sýndur í Árósum 1975 og notið hvarvetna mikillar lýðhylli. Það er Þráinn Karlsson sem leikur bréfberann og Sunna Borg madame Roul- Tónleikum frestað Fyrirhugaðir tónleikar Sig- urðar Björnssonar og Sige- linde Kahmann á vegum Tónlistarfélags Akureyrar, sem vera áttu á laugardag, verður frestað vegna veik- inda. in, konu hans. Viðar Egg- ertsson leikur listmálarann Vincent van Gough og Theodór Júlíusson vin hans Gauguin. Bæjarbúarnir í Arles eru litríkar persónur, einkum gleðikonan Gaby, sem" Ragnheiður Tryggva- dóttir leikur, en það var Gaby sem fékk með frægari jólagjöfum sögunnar, af- skorið eyra frá Van Gogh. í tengslum við leiksýning- una verður opnuð myndlist- arsýningin „Fólk“, samsýn- ing 13 myndlistarmanna á Akureyri. Á sýningunni verða olíumálverk, krítart- f næstu viku er væntanlegur til Akureyrar skíðagöngu- þjálfari. Eru allir þeir sem hug hafa á að æfa skíða- göngu með keppni fyrir aug- um hvattir til þess að láta skrá sig í síma 22722 fyrir mánudagskvöld. Nk. miðvikudagskvöld hefst námskeið í skíða- eikningar, vatnslitamyndir og grafík og verður hún í fordyri og göngum leikhúss- ins. Sýningin er opin frá kl. 19.30 alla daga sem leikið er. Þeir sem sýna eru: Aðal- steinn Vestmann, Anna Torfadóttir, Einar E. Helgason, Guðmundur Ármann, Guðmundur Oddur, Haraldur Ingi Har- aldsson, Helgi Vilberg, Lýður Sigurðsson, Ólafur H. Torfason, Óli G. Jó- hannsson, Ragnar Lár, Si- gurður Aðalsteinsson og Örn Ingi. göngu fyrir almenning og hefst það kl. 20 ef veður leyfir, annars í Hlíðarfjalli kl. 17. Hvert námskeið stendur yfir í fimrn skipti og alls verða námskeiðin sem haldin verða þrjú talsins. Skráning fer fram að Skíða- stöðum í síma 22930. Skíðagöngunámskeið húsgagnasýning Kynnum hín vinsælufiij^N|bama- og unglingahúsgögn um helgina, laugardaginn 5. febrúar kl. 10-18 og sunnudag 6. febrúar kl. 14-18. Orkin hans IMóa Ráðhústorgi 7, sími 23509. 4. febrúar 1983 - DAGUR -11

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.