Dagur - 15.02.1983, Blaðsíða 4

Dagur - 15.02.1983, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREVRI RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167 SÍMI AUGLÝSINGADEILDAR DAGS OG AFGREIÐSLU: 24222 ÁSKRIFT KR. 90 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 10 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRÍKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON, ÓLAFUR JÓHANNSSON (SAUÐÁRKRÓKI) OG ÞORKELL BJÖRNSSON (HÚSAVlK) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Þjóðarsátt milli þéttbýlis og strjálbýlis A miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins sem haldinn var um helgina kom fram greinileg óánægja meðal fulltrúa með þau vinnubrögð sem flokkarnir þrír, Alþýðuflokkur, Alþýðu- bandalag og Sjálfstæðisflokkur, hafa knúið fram til að breyta kosningaskipan í landinu. Greinilegt er að flokkarnir þrír hafa bundist samtökum um að hrinda breytingum í fram- kvæmd þrátt fyrir að þær séu ótímabærar og illa undirbúnar og án þess að fólkið í landinu fái að kynna sér þessi mikilvægu mál og segja sitt álit. Flestir þeir sem tóku til máls voru and- vígir þessum vinnubrögðum og bentu á það misrétti sem ríkti á öðrum sviðum lands- byggðarfólki í óhag og að nær væri að leiðrétta þann ójöfnuð áður eða samhliða því sem breytingar yrðu gerðar á kosningaskipan. Hagsmunir fólksins á landsbyggðinni og hagsmunir Framsóknarflokksins eru tengdir sterkum böndum, enda flokkurinn með mest af fylgi sínu í strjálbýlinu. Þrátt fyrir einstaka óánægjuraddir í öðrum flokkum er stefna for- ustumanna þeirra einfaldlega sú að draga úr áhrifum landsbyggðarinnar og þar með áhrif- um Framsóknarflokksins. Þessi aðför gengur meira að segja svo langt að talað er um að við- halda einhverju misvægi milli atkvæða en jafn- framt að koma á algjörum jöfnuði milli flokka, sem er ósamræmanlegt. Á miðstjórnarfundinum var samþykkt að taka áfram þátt í umræðum um þessi mál og freista þess að hafa áhrif á gang þeirra og vernda hagsmuni íbúa landsbyggðarinnar og þar með allra landsmanna. Almennt gera menn ráð fyrir að breyting á kosningaskipan sem nú er stefnt að geti með engu móti staðist til lengdar. Til þess eru þær breytingar sem nú eru á döfinni of yfirborðskenndar og illa undir- búnar. Ef ekki á að koma til verulegs ósættis milli þéttbýlis og strjálbýlis í framtíðinni verður að koma til kerfisbreyting og þjóðarsátt um fram- för landsins alls. Það verður að bæta fólki á landsbyggðinni það upp að það býr við mjög skerta þjónustu miðað við íbúa höfuðborgar- svæðisins og hefur miklu mun lakari aðstöðu til áhrifa. Það er fjarstæða að halda því fram að vægi atkvæða og jafnrétti milli landshluta í öðrum efnum séu óskyld mál. Misvægi at- kvæða er tilkomið vegna misréttis á öðrum sviðum. Það misrétti verður að lagfæra sam- hliða jöfnun kosningaréttarins því ella gæti komið til búseturöskunar, sem ein út af fyrir sig er dýr og óhagkvæm og getur haft ófyrir- sjáanlegar afleiðingar öllum íbúum landsins til tjóns. 33 Engin ástæða er til bjartsýni“ - segir Jón Geir Ágústsson, byggingafulltrúi, um horfurnar í byggingariðnaði á Akureyri „Það er Ijóst að byggingarhrað- inn er minni en áður var og einnig er eftirspurn eftir lóðum minni" sagði Jón Geir Ágústs- son byggingafulltrúi á Akureyri er Dagur ræddi við hann fyrir helgina, um nýbyggingar í bæn- um á s.l. ári. „Á síðasta ári var hafin bygging 92 íbúða og var staða þeirra þann- ig um áramótin að aðeins ein íbúð var fullgerð, 41 var fokheld og 50 voru styttra á veg komnar. Þetta sýnir minni byggingarhraða en áður var og að róðurinn er víða orðinn þungur hjá þeim sem eru að byggja, hvort sem menn vilja kalla þetta kreppueinkenni eða ekki. Ásókn í lóðirer áberandi mikið minni en hefur verið, t.d. með einbýlishúsin. Á þessu kunna að vera ýmsar skýringar, það er hugsanlega ekki alfarið það að það kreppi að, heldur getur áhugi verið mismikill á þeim lóðum sem til úthlutunar eru, eftir því hvar í bænum þær eru. Ég held að það sé greinilegt að það er hluti af ástæð- unni fyrir minnkandi ásókn í lóð- irnar. Þegar úthlutað var í Jörfa- byggðinni fengu færri lóðir en vildu en það eru enn til lóðir í Síðuhverfinu." - Og hvað er þá framundan, byggingarhraði minni en áður og minnkandi ásókn í lóðir? „Ég held að það sé ekki hægt að segja annað en að menn í bygg- ingariðnaði óttist atvinnuleysi. Spáin okkar er ekkert glæsileg því þótt byrjað verði á fjölmörgum íbúðum segir það ekki alla sög- una. Spurningin er hvað þessar íbúðir fara langt og með tilliti til þess sem gerðist á s.l. ári er engin ástæða til bjartsýni.“ Á sl. ári var hafin bygging 92 íbúða á Akureyri á móti 56 árið áður. Fokheldar íbúðir á árinu 1982 urðu 68 á móti 34 árið 1981. Fullgerðar íbúðir á síðasta ári voru 109 á móti 125 árið 1981 og í árslok 1982 voru 288 íbúðir í smíðum. Þessar tölur segja e.t.v. að árið 1982 hafi ekki verið svo slæmt þegar á heildina er litið miðað við árið 1981. En ljóst er að byggingartími íbúða er að lengjast, og nú í ársbyrjun er minni ásókn í lóðir en verið hefur undanfarin ár. Minning: Þórarinn Kristjánsson Þórarinn eða Tóti eins og hann var ætíð kallaður fæddist að Ing- vörum í Svarfaðardal, sonur hjónanna Önnu B. Arngríms- dóttur og Kristjáns E. Jóhannes- sonar fyrrum frystihússtjóra og hreppstjóra á Dalvík. Fjöiskyld- an fluttist frá Ingvörum til Dalvík- ur er Tóti var í barnæsku og þar dafnaði hann vel og óx úr grasi. Systkinin urðu fljótt fleiri og telja í dag þau Hrönn, Ingunni ,Birnu og Guðlaugu. Snemma þótti Tóti mjög efni- legur íþróttamaður og að loknu almennu námi stundaði hann nám við íþróttaskólann Geysi í Haukadal. Svo fer sem auðið er má segja um líf Tóta, sem og svo margra annarra. Sjómennskan varð hans ævistarf, að undan- skildum fáum árum sem fisksali í landi, og var hann lengst af vél- stjóri í millilandasiglingum. Þar til fyrir fáum árum er heilsan brast. Tóta varð á lífsleiðinni tveggja barna auðið. Þau eru Arna Krist- ín og Jóhannes og búa þau bæði í Reykjavík. Síðustu árin bjó hann með Sólveigu Þorsteinsdóttur en þau kynntust að Reykjalundi hvar þau dvöldust bæði sér til hressing- ar og endurhæfingar og er óhætt að segja að þau hafi notið hlýju og ástúðar hvors annars í ríkum mæli. Tóti frændi, eins og við kölluð- um hann, var frá því ég man eftir mér hinn síungi og fjörugi frændi sem alltaf var tilbúinn að hjálpa og gefa og sannkallaður vinur í raun. Við sem höfum nú af honum séð um sinn þökkum honum göf- ugt föruneyti og vottum honum okkar dýpstu virðingu í Guðs nafni. Krístján E. Jóhannesson. 4 - DAGUR -15. febrúar 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.