Dagur - 15.02.1983, Blaðsíða 12

Dagur - 15.02.1983, Blaðsíða 12
Öskudagurinn er á morgun og er ekki að efa að kátir krakkar verða víða á ferðinni. Þessi mynd er tekin í fyrra af þeirri athöfn sem allir Akureyringar þekkja svo vel. Sauðárkrókur: Símakerfið oft algjörlega óvirkt Hlíðarfjall: Lokað vegna snjó- leysis „Vegna snjóleysis hefur orðiö að loka skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli og það verður lokað þangað til að snóar aftur“ sagði ívar Sigmunds- son forstöðumaður skíðasvæðis- ins er hann hafði sámband við Dag í gær. ívar sagði að síðan reksturinn í Hlíðarfjalli hófst árið 1962 hefði aldrei þurft að grípa til þessara ráðstafana á þessum árstíma. „Á vissum tímum dagsins, fyrir hádegi og aftur eftir hádegið er símakerfið hér í bænum algjör- lega óvirkt. Það virðist vera að hér séu allt of fáar Iínur“, sagði Þórður Þórðarson bæjarstjóri á Sauðárkróki í spjalli við Dag um ástandið í símamálum þar í bænum. Þórður hefur skrifað símamála- stjóra og kvartað undan þessu ástandi. „Þetta mikla álag mynd- ast fyrst og fremst þegar símaviðtalstímar eru á sjúkrahús- inu og þá fer allt úr sambandi og ekkert hægt að hringja hérna. Þetta mun hafa verið svona um nokkurt skeið. Ég held að það þurfi að gera breytingar á símstöðinni hér til að kippa þesu í lag. Jafnframt hefur því verið borið við að þetta ástand sé að einhverju leiti vegna bilanna á stöðinni en ég hef ekki nánari skýríngar á því“, sagði Þórður Þórðarson. Landssamtök um jafnrétti milli landshluta: Berjast gegn fyrirhugaðri breytingu á atkvæðavægi Stofnuð hafa verið Landssam- tök um jafnrétti milli lands- hluta og var stofnfundur sam- takanna haldinn á Akureyri um helgina. Eins og nafn samtak- anna bendir til berjast þau fyrir jafnrétti fólks, óháð hvar það er búsett á landinu, en aðalbar- áttumál samtakanna fyrst um sinn verður að berjast gegn fyrirhugaðri breytingu á at- kvæðavægi, á meðan leiðrétt- ingar hafa ekki verið gerðar á öðru misrétti sem ríkir í land- inu. Pétur Valdimarsson, sem er einn af aðal hvatamönnum að stofnun landssamtakanna, sagði í samtali við Dag að hann og félagar hans hefðu undanfarna daga og vikur rætt við fólk í öllum kjördæmum og væri mikill áhugi meðal manna um að stofnuð yrðu aðildarfélög um allt land á næstunni. Jafnframt yrði skorað á þingmenn að standa gegn því samkomulagi sem flokksstjórnirnar virtust gera sín á milli. í ályktun stofnfundarins segir orðrétt: Fundurinn lýsir óánægju sinni með það hve seint Stjórnar- skrárnefnd skilaði skýrslu um endurskoðun stjórnarskrárinnar og þá fljótfærnislegu afgreiðslu sem þessu stórmáli er ætlað, og að mestu án almennar umræðu. Þá átelur fundurinn þau vinnu- brögð að telja meira vægi atkvæða á landsbyggðinni eina misréttið sem þörf er á að leiðrétta. Fund- urinn bendir á að höfuðborgar- svæðið nýtur, umfram aðra landshluta, margskonar forrétt- inda, sem einnig þarfnast leiðrétt- ingar. Ennfremur telur fundurinn að fjölmiðlar hafi fjallað einhliða og jafnvel villandi um málið, þar sem sjónarmið annara landshluta en höfuðborgarsvæðisins hafi lítið komið fram. Þá álítur fundurinn svokallaða skoðanakönnun, sem nú fer fram á höfuðborgarsvæðinu, ólýð- ræðislega og hreina misnotkun á því hugtaki. Sauðárkrókur: Brugguðu og seldu landa! Lögreglan á Sauðárkróki hefur haft hendur í hári ungs manns í bænum sem hefur bruggað og soðið landa. Einnig leikur grunur á að maðurinn hafí selt unglingum mjöðinn. Tildrög þess að málið upplýstist voru þau að lögreglan var að að- stoða unga stúlku sem var mikið ölvuð og var með flösku af land- anum á sér. Við yfirheyrslu sagði stúlkan til mannsins og gerði lög- reglan þá húsleit hjá honum. Við þá leit fundust tækin og ját- aði maðurinn að eiga þau ásamt öðrum manni er kom þar að á meðan lögreglan dvaldi í húsinu. Sagðist sá hafa ætlað að taka tæk- in með sér heim þar sem hann hefði heyrt að kunningi sinn væri farinn að selja framleiðsluna en til þess hefði leikurinn ekki verið gerður. Málið er enn í rannsókn. Algjör ördeyða í Eyjafirði: Sá eini fékk líf! Algjör ördeyða hefur verið hjá trillukörlum á Akureyri að undanförnu, og muna menn sem hafa stundað róðra í ára- tugi ekki annað eins ástand. „Algjör ördeyða“ segir ná- kvæmlega alla söguna um ástand- ið, því það sem af er þessum mán- uði hefur aðeins veiðst einn fiskur og var honum gefið líf. Menn velta að sjálfsögðu fyrir sér ástæð- um þessa ástands og eru helst á því að mikil umferð sela í Eyja- firði í vetur eigi þarna einhverja sök á. Alls eru það 5-6 trillur sem gerðar eru út frá Akureyri. • Bolluátið mikla Þá er bolludagurinn að baki þetta árið og sennilega eru einhverjir saddir eftir átið mikla í gær. Þeir munu hins- vegar einnig vera nokkuð margir sem gáfu boilunum frí þetta árið enda er verð þeirra ekki beint aðlaðandi. Heilar 18 krónur þurfti víst að borga fyrir eina rjómabollu og sjá allir að siíkt verð gefur ekki til- efni til mikils áts á stórum heimilum. # APáAkureyri Þá er AP-fréttastofan búinað koma sér upp starfsmanni á Akureyri, ef marka má Mogga. Fyrir helgina var frétt f því merka blaði um slys sem átti sér stað í skipasmiðastöð f bænum, merkt AP-fréttastof- unni og undirskrift „fréttarit- ari“. - Já, það var ekki seinna vænna að alþjóðleg frétta- stofa kæmi sér upp starfs- manni í bænum til að fylgjast með þvf sem er að gerast. # Meðdemanta á bryggjunni í fréttabréfi Eimskips er sagt frá skemmtilegu máli: Snemma í desember kom eitt leiguskip Eimskips, Mare Garant til Reykjavíkur frá Portsmounth. Meðal annars varnings sem fiuttur var það- an voru gámar með vindling- um fyrir Rolf Johansen & Co. Skömmu eftir að Mare Garant sigldi frá Portsmounth, hafði sötustjóri hjá Rolf Johansen samband við Eimskip og sagði að aðskotahlutur kynni að vera í tilteknum gám. Við hleðslu vindlinganna í gám- inn í N-Carolina, taldi einn hleðslumanna sig hafa týnt giftingarhring sínum, gull- hring með þremur demönt- um. Var þess farið á leit við starfsmenn vöruafgreiðslu Eimskips, að við losun þessa gáms yrði sérstaklega athug- að, hvort hringurinn fyndist. Við losun gámsins fannst hringurinn reyndar, óskemmdur, innst inni f gámnum. Hringnum var þeg- ar skilað til Rolf Johansen, sem kom honum áleiðis til eiganda."Já, verkamennirnir við höfnina í N-Carolina ganga með demantsskreytta giftingahringa í vinnunni. flottir á því þar!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.