Dagur - 15.02.1983, Blaðsíða 8

Dagur - 15.02.1983, Blaðsíða 8
Véladeild KEA, Búvélaverkstæðið, Óseyri 2, sími 23084. Bændur Sparið tíma - sparið peninga Hafið búvélarnar klárar þegar þið þurfið á þeim að halda. Rafeymasala Rafgeymaþjónusta Sönnak rafgeymar ísetning á staðnum Önnumst allar almennar bfla- og búvélaviðgerðir. Látið okkur yfir- fara tækin og bílinn AKUREYRARBÆR Tilkynning frá Hitaveitu Akureyrar Mælingarmenn verða að störfum á eftirtöldum stöðum þriðjudaginn 15. febrúar til þriðju- dagsins 22. febrúar. Eyrarvegur Fjólugata Furuvellir Glerárgata Grenivellir Grænagata Hvannavellir Ráðhústorg Reynivellir Sólvellir Tryggvabraut Víðivellir Síðuhverfi Hús og býli án húsnúmera Öngulsstaðahreppur Hús sem hafa stærri skammt en 5,0 l/mín. Hitaveita Akureyrar. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 60., 62. og 65. tbl. Lögbirtingablaðsins 1981 á fasteigninni Keilusíðu 6h, Akureyri, þingl. eign Kristjáns Sveinssonar, fer fram eftir kröfu innheimtumanns rikissjóðs á eigninni sjálfri föstudaginn 18. febrúar 1983 kl. 16.30. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 6., 11. og 14. tbl. Lögbirtingablaðsins 1982 á fasteigninni Langholti 16, Akureyri, talin eign Jóns Gíslasonar, fer fram eftir kröfu Hreins Pálssonar, hdl., Lífeyrissjóðs versl- unarmanna og innheimtumanns ríkissjóðs á eigninni sjálfri föstudaginn 18. febrúar 1983 kl. 16.00. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Tjarnarlundi 9k, Akureyri, þinglesin eign Bjarna Guðmundssonar, fer fram eftir kröfu Péturs Guðmunds- sonar, hdl., Ásgeirs Thoroddsen, hdl., og Gunnars Sólnes, hrl., á eigninni sjálfri föstudaginn 18. febrúar 1983 kl. 14.00. Bæjarfógetinn á Akureyri. á-D'ÁéUR-^'tétírtíár 1983 Hlegið í þingsölum: Sjálfstæðismenn greiddu ekki atkvæði Bráðabirgðalög ríkisstjórnar- innar voru samþykkt á kvöld- fundi á Alþingi í gær. Sjálf- stæðismenn sátu hjá við at- kvæðagreiðsluna og vakti það aðhlátur í þingsölum þegar formaður þingflokks þeirra reyndi að réttlæta hjásetuna. Sjálfstæðismenn lýstu því yfír strax við setningu bráða- birgðalaganna, fyrir nær hálfu ári, að þeir myndu berjast gegn þeim og fella þau. Athygli vakti að Guðrún Helgadóttir lýsti því yfir, þegar hún gerði grein fyrir atkvæði sínu um bráðabirgðalögin, að hún væri hætt að styðja ríkisstjórnina. Hafði hún farið fram á þing- flokksfund fyrir atkvæðagreiðslu en ekki formaður þingflokksins, eins og venja mun vera, og var beiðninni um frestun atkvæða- greiðslu því hafnað. Innanflokks- deilur virðast því í þingliði Al- þýðubandalagsins. Forval Alþýðubandalagsins: Steingrímur í efsta sæti Steingrímur J. Sigfússon, jarð- fræðingur í Þistilfirði, bar sigur úr býtum í seinni umferð forvals Al- þýðubandalagsins í Norðurlands- kjördæmi eystra. Hlaut Stein- grímur 131 atkvæði í fyrsta sæti og alls 238 atkvæði í fyrstu fjögur sætin. Önnur í forvalinu varð Svan- fríður Jonasdóttir, Dalvík, með 121 atkvæði í fyrstu tvö sætin og 207 atkvæði samanlagt. Helgi Guðmundsson, Akureyri, varð þriðji með 117 atkvæði í fyrstu þrjú sætin og alls 142 atkvæði. Soffía Guðmundsdóttir, Akur- eyri, varð fjórða með 147 atkvæði í fyrsta til fjórða sæti. 288 manns greiddu atkvæði í forvalinu og voru 284 gild. Bílvelta í Hegranesi Á dögunum valt vörubifreið á veginum í Hegranesi rétt við vesturós Héraðsvatna. Hálka var mikil á veginum er óhappið varð og mun bílstjórinn hafa misst vald á bifreiðinni. Bif- reiðin skemmdist nokkuð en öku- maður hennar slapp lítt meiddur. Á palli bílsins voru 40 tunnur af síld og lá farmurinn út um allt. Ó.J. Frá Dalvík. Styrktarfélag vangefinna Þorrablót verður haldið að Galtalæk föstudaginn 18. febr. kl. 19.00. Allir þroskaheftir velkomnir. Skemmtiatriði og dans. Nefndin. Dalvík: Vara- rafstöð tekin í notkun „Lengi hefur verið talað um þörfína á vararafstöð hér á Dalvík,“ sagði Helgi Jónsson, hjá RÁRIK. Nú er þessu langþráða markmiði náð því tekin hefur verið í notkun 800 kw dieselrafstöð. Stöðin er 1400 hestöfl, ensk og af gerðinni Cummings. Mun stöð- in að mestu geta annast rafmagns- þörf á Dalvík en með skömmtun gæti hún bjargað Svarfaðardal líka. Tilkoma stöðvarinnar er mikið ánægjuefni fyrir Dalvík- inga þar sem vinna og annað hefur oft lagst niður vegna rafmagns- leysis og truflana, þótt ekki hafi verið mikið um það síðan hring- tengingin átti sér stað. Auglýst eftir þátttöku Rauða húsið hyggst standa fyrir kvölddagskrá með þátttöku þeirra bæjarbúa og nærsveitunga sem áhuga hafa á að koma hug- verkum sínum á framfæri. Ætlun- in er að hafa dagskrána sem fjöl- breytilegasta þar sem fram kæmu t.d. skáld, rithöfundar, hljóð- færaleikarar, gerningameistarar, ræðuskörungar og fleiri. Þeir sem hug hafa á að koma fram á þessari samkomu eru vinsamlegast beðn- ir að koma í Rauða húsið milli kl. 16 og 19 laugardaginn 19. febrúar eða sunnudaginn 20. febrúar til skrafs og ráðagerða.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.