Dagur - 15.02.1983, Blaðsíða 9

Dagur - 15.02.1983, Blaðsíða 9
KA með dýrmætt stig frá Eyjum Þessi leikur var mjög góður og einn sá besti sem KA hefur leikið, sagði Jan Larsen þjáif- ari KA eftir að lið hans hafði gert jafntefli við Þór í Vest- mannaeyjum. Sérstaklega taldi Jan að síðari hálfleikur Lið Ogra kom norður um helgina og lék tvo leiki í þriðju deild í handbolta. Leikmenn Ögra eru flestir heyrnarlausir og mállausir en þeir sýna handboltanum mikinn áhuga og mæta ótrauðir til allra leikja. Meistarar Þróttar í fyrstu deild í blaki léku tvo leiki í deildinni um helgina. Á föstudagskvöldið léku þeir gegn Bjarma og fór leikurinn fram í Aðaldal. Þróttarar sigruðu með þremur hrinum gegn einni en það verður að teljast gott hjá Bjarma að hefði verið góður. Þessu til staðfestingar bauð hann blaðamanni íþróttasíðunnar að sjá leikinn á myndbandi en KA hafði tekið hann upp til að geta skoðað eftirá. Fyrri leikur þeirra var gegn Þór, Þórsurum gekk vel í fyrri hálfleik en staðan í hálfleik var 18 gegn 6. Þegar flautað var til leiksloka var staðan 28 gegn 13. Síðan lék Ögri við Dalvíkinga en sá leikur fór 36 gegn 14, Dal- víkingum í vil. krækja í sigur í einni hrinu hjá þeim en þeir hafa verið óstöðv- andi undanfarin ár. Á laugar- daginn léku þeir síðan við UMSE en þar sigraði Þróttur ör- ugglega með þremur hrinum gegn engri. Úrslit leiksins urðu þau að jafntefli varð 20 mörk gegn 20 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 13 gegn 11 Þór í vil. Þórarar gerðu tvö fyrstu mörkin í leiknum en KA gekk erfiðlega að gera sitt fyrsta mark og sérstaklega var það um að kenna frábærri markvörslu Sig- mars Þrastar markmanns Þórs. Fljótlega tókst þó KA að komast á blað, en Þórarar voru ávallt yfir í fyrri hálfleik eins og áður sagði. Leikmenn KA komu tví- efldir til leiks í síðari hálfleik og tókst fljótlega að jafna og kom- ast yfir, 14-133. Um miðjan' hálfleikinn var KA komið í tveggja marka forustu en tapaði því niður í jafntefli. Síðustu mínúturnar voru æsispennandi en KA komst yfir, 20-19, og skömmu síðar skutu þeir í stöng- ina á dauðafæri. Þá varði Gauti einnig góð skot Þórara. Vest- mannaeyingar jöfnuðu síðan úr víti, 20 gegn 20, og fleiri voru ekki mörkin í þessum leik. Bestu menn KA í þessum leik voru Erlingur og Jakob og þá voru einnig mjög góðir Danirnir Kjeld og Flemming. Jan Larsen þjálfari KA sagði að ef liðið fengi nú að leika nokkra góða leiki væri enginn vafi á að það myndi ná vel saman. Þá kvaðst hann vonast til að áhorfendur fjölmenntu hér í höllina á leiki liðsins sem eftir væru því góður stuðningur áhorfenda væri mikils virði fyrir liðið. Flest mörk gerði Flemming, 6, Kjeld gerði 5, Jakob og Erlingur 3 hvor, Guðmundur 2 og Erlendur 1. Næsti leikur verður næstkom- andi föstudagskvöld í höllinni og þá gegn Ármanni. Góð þátttaka í Ögri tapaði tvívegis Þróttur náði í fjögur stig Kjeld átti mjög góðan leik með KA í Eyjum. Valsstúlkur unnu Þór Á föstudagskvöldiö léku loks- ins Þórsstúlkur í fyrstu deild í handbolta. Þær eiga marga frestaða Ieiki og hafa ekki leikið um nokkurra mánaða skeið frekar en önnur boltalið hér á Akureyri. Þórsstúlkurnar léku við stöll- ur sínar úr Val og máttu þola tap, 16 mörk gegn 11, eftir að staðan hafði verið 5 mörk gegn 4 í hálfleik, Val í vil. Það var Guðrún H. Kristjáns- dóttir sem var markahæst hjá Þórsstúlkum. svigmóti hjá KA Fjölmennt badminton- mót í höllinni Laugardaginn 12. febrúar var og Siglufirði. Svo fjölmennt haldið Þorramót TBA í ung- badmintonmót hefur aldrei lingaflokkum, keppendur fyrr verið haldið á Akureyri, voru samtals 68 frá Ákureyri enda varla mögulegt fyrr en Bjarmi í bikarnum Einn leikur fór fram í bikar- keppni Blaksambandsins á laug- KA-mót í svigi fyrir 7-12 ára krakka var haldið um fyrri helgi ■ Hlíðarfjalli. Þátttaka var mjög góð en sigurvegarar í hinum ýmsu flokum urðu sem hér segir: 11-12 ára stúlkur: 1. Sólveig Gísladóttir Þór 76,87 2. Jórunn Jóhannesdóttir Þór 80,69 3. Ása Þrastardóttir Þór 81,10 4. Rakel Reynisdóttir KA 91,13 5. Guðrún H. Þorsteinsd. KA 102,57 11-12 ára drengir: 1. Kristinn Svanbergsson KA 73,54 2. Vilhelm Þorsteinsson KA 73,64 3. Sverrir Ragnarsson Þór 75,26 4. Jón Ingvi Árnason KA 75,90 5. Sigurbjörn Þorgeirsson KA 76,41 10 ára stúlkur: 1. María Magnúsdóttir KA 81,38 2. MundínaKristinsdóttirKA 95,90 10 ára drengir: 1. Sævar Guðmundsson Þór 86,14 2. Eggert Eggertsson Þór 96,32 3. Jóhann K. Birgisson KA 102,21 4. Birgir Öm Tómasson KA 105,15 9 ára stúlkur: 1. Harpa Hauksdóttir KA 89,2 2. Laufey Árnadóttir Þór 89,2 3. Linda Pálsdóttir KA 91,2 4. Helga M. Malmquist Þór 99,3 5. Harpa Hallsdóttir 102,9 9 ára drengir: 1. Gunnlaugur Magnússon KA 83,2 2. Stefán Þ. Jónsson Þór 90,6 3. Ellert Þórarinsson KA 91,4 4. Gunnar Ellertsson Þór 93,5 5. Húnbogi Jóhannsson KA 100,5 8 ára stúlkur: 1. Sísí Malmquist Þór 96,5 2 Andrea Ásgrímsdóttir KA 100,2 8 ára drengir: 1. Brynjólfur Ómarsson KA 93,7 2. Örn Arnarson KA 96,5 3. Róbert Guðmundsson Þór 100,8 4. Gísli MárSigurjónsson KA 102,9 5. Björn Þór Guðmundsson Þór 104,7 7 ára stúlkur: 1. Hildur Ösp Þorsteinsd. KA 96,1 2. Þórey Árnadóttir Þór 96,5 3. Helga B. Jónsdóttir KA 108,0 4. Erla H. Sigurðardóttir KA 111,3 5. Brynja H. Þorsteinsd. KA 111,6 7 ára drengir: 1. Þórleifur K. Karlsson KA 84,6 2. Kristján Kristjánsson Þór 99,4 3. Magnús Sigurðsson KA 103,2 4. Magnús Magnússon KA 112,5 5. Elvar Óskarsson KA 112,8 KA-stúlkur töpuðu Fyrstu deildar lið kvenna í blaki hjá KA lék tvo leiki um helgina, báða við Breiðablik. KA stúlk- urnar töpuðu báðum leikjunum, þeim fyrri með þremur hrinum gegn engri en sá síðari var hnífjafn, en þá töpuðu þær með þremur hrinun gegn tveimur. áfram ardaginn. Þá léku Iið Bjarma úr Fnjóskadal en þeir Ieika í fyrstu deild og lið Skautafélagsins en þeir taka einungis þátt í öld- ungablaki. Bjarmi vann fyrstu tvær hrinurnar en Skautafélagið nældi sér í sigur í þeirri þriðju. Bjarmi sýndi hins vegar góða takta í fjórðu hrinunni og sigraði með 15 gegn 3. Þeir sigruðu því með þrem hrinum gegn einni og komast áfram í bikarkeppninni. með tilkomu nýju íþróttahall- arinnar. í hnokkaflokki sigraði Jóhann Bjarnason, TBS, í einliðaleik en Jóhann og Kristjánn Sturlaugs- son, TBS, í tvíliðaleik. í sveinaflokki sigraði Einar Karlsson, TBA, í einliðaleik en Einar og Sigurður Sveinmars- son, TBA, í tvíliðaleik. í drengjaflokki sigraði Árni Gíslason, TBA, í einliðaleik en Árni og Óskar Einarsson, TBA, í tvíliðaleik. í piltaflokki sigraði Fjölnir Guðmundsson, TBA, í einliða- leik en Jóhann Ragnarsson, TBS, og Helgi Pálsson, TBS, í tvíliðaleik. í meyjaflokki sigraði Jónína Jóhannsdóttir, TBA, í einliða- leik en Jónína og Jarþrúður Þór- arinsdóttir, TBA, í tvíliðaleik. í stúlknaflokki sigraði Heið- dís Sigursteinsdóttir, TBA, í einliðaleik en Heiðdís og Anna Arnaldsdóttir, TBA, í tvíliða- leik. TJ 15. febrúar 1983 - DAGUR - 9

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.