Dagur - 04.03.1983, Blaðsíða 2

Dagur - 04.03.1983, Blaðsíða 2
LESENDAHORNIÐ Konráð með „gúmmíið“ dýra. Leleg og dýr þjónusta Konráð Jóhannsson kom að máli við Dag og vildi koma á framfæri kvörtunum vegna, þess sem hann taldi, lélegrar og dýrr- ar þjónustu. Konráð sagði að hann hefði vantað boddýgúmmí en þetta litla stykki vegur um eitt hundr- að grömm. Stykkið var ekki til í umboðinu hér og því varð Kon- ráð að panta það frá Reykjavík. Sjálft stykkið kostaði krónur 62.60 í Toyota-umboðinu í Reykjavík en við þessa upphæð bættust svo vátrygging, 1.00, póstkröfugjald 24.50, flutnings- kostnaður 20.00 og annar kostn- aður 5.00. Samtals kostaði stykkið því krónur 113.10 fyrir utan flutningskostnað hjá Flug- leiðum krónur 57. í þessari upphæð er ekki reiknað með ferð Konráðs út á flugvöll og löngu símtali til Reykjavíkur. Konráð Jóhannsson sagði að dæmi sém þessi sýndu glögglega það óréttlæti sem landsbyggðar- búar byggju við. Umboðin hér ættu ekki nauðsynlega hluti á lager og því þyrfti sí og æ að leita til Reykjavíkur. Sagði Konráð að hann þyrði ekki að hugsa þá hugsun til enda hvað stykkið hefði kostað ef það hefði vegið eitt hundrað kíló í stað eitt hundrað gramma. Hafa þessir ,, Pottormar6 6 einhver sérréttindi? Vegna greinar og mynda í Degi 22. febr. ’83 um að einhverjir, „Pottormar" sem stunda sund- laugina og heita pottinn á á- kveðnum tímum og fengu heim- ild til að taka með sér mat og drykkjarföng í heita pottinn, vil ég lýsa furðu minni á því. Ég hélt satt best að segja að rcglur sundlaugarinnar væru þær að slíkt mætti ekki og því spyr ég: Hafa þessir aðilar ein- hver forréttindi fram yfir aðra sundlaugargesti eða er öllum orðið þetta heimilt? Sundlaugargcstur .Pottormamir1 PASKATILB0Ð: Lesendur! Hríngið eða skrífið. Les- endahornið stendurykk- ur opið. Síminn á rit- stjórn Dags er 24222 og sjónarmið ykkar verða birt svo fljótt sem auðið er. „Furðu- leg ósvífrii“ Listunnandi hringdi og vildi koma á framfæri eftirfarandi vegna fréttar í Degi sl. þriðju- dag: „Ég vil þakka Degi kærlega fyrir að gera lesendum sínum ljóst hvaða leik stjórnendur Sin- fóníuhljómsveitar íslands hafa verið að leika að undanförnu í sambandi við leigugjald á íþróttahöllinni á Akureyri. Pað er furðuleg ósvífni þess- ara manna að leyfa sér að „prútta" við bæjaryfirvöld á Ak- ureyri um leigugjald á höllinni fyrir tónleika þá sem þar voru fyrirhugaðir þegar þess er gætt að leigan er lægri en hljómsveit- in greiðir fyrir afnot af Háskóla- bíói til tónleikahalds. Maður hefði haldið að óreyndu að slíkt myndu þessir herrar ekki leyfa sér. Að sjálfsögðu er dýrt fyrir hljómsveitina að halda tónleika á Akureyri vegna þess að ferða- kostnaður fyrir stóran hóp hing- að norður er mikill. En í lögum Sinfóníuhljómsveitarinnar get- ur varla verið talað um það að heimamenn skuli greiða þennan kostnað þegar hljómsveitin heldur í tónleikaferðir út á land eins og henni ber að gera sam- kvæmt lögum. Ég sé fulla ástæðu til þess að þakka þeim sem þakkir eiga skilið fyrir það að láta ekki forráðamenn hljómsveitarinar vaða ofan í sig með þá heimtu- frekju að greiða einungis 10 þús- und krónur í leigu af þessu mikla mannvirki sem íþróttahöllin er. Þrjátíu þúsund króna gjald er ekki mikill peningur og þegar þess er gætt að selja á aðgöngu- miða á tónleikana á 250 krónur þarf ekki mikinn reiknings- meistara til þess að sjá að 120 manns greiða kostnað við húsa- leiguna. Varðandi ferðakostnaðinn er það að segja að ef aðgangseyrir dugir ekki fyrir honum einnig er það alfarið mál Sinfóníuhljóm- sveitarinnar, ekki okkar Akur- eyringa sem eigum þessa hljóm- sveit til jafns við aðra landsmenn - a.m.k. að nafninu til. Mallorka Ódýr páskaferð til Mallorka 27. mars til 12. apríl. Verð frá kr. 14.300. Barnaafsláttur: 2ja-7 ára ......... 50% 8-11 ára .......... 45% 12-16 ára ......... 40% Kaupmannahöfn Páskaferð til Kaupmannahafnar 30. mars til 5. apríl. Verð kr. 9.380. Útborgun kr. 3.380 eftirstöðvar á þremur mánuðum. Innifalið: Flug, gisting með morgun- verði, fararstjórn, akstur að og frá flugvelli. Veiið að bjarga „fallkandí- dötunum44 „Brekkubúi“ skrifar: Nú sitja þingmennirnir okkar sveittir á Alþingi og rífast um það síðustu daga þingsins hvern- ig hægt sé að koma málum þann- ig fyrir að þeir eigi þangað aftur- kvæmt hver og einn. Virðist sem hreinlega sé unnið að því að tryggja vissum „fallkandidöt- um“ í prófkjörum þéttbýlisins að undanförnu sæti þar áfram. Práttað er um vægi atkvæða, jöfnun atkvæða milli flokka og einstaklinga og fleira í þeim dúr. Virðast einstaka menn orðnir algjörlega blindir á hlut- verk sitt á Alþingi ef marka má fréttir þaðan en það er ekki að skara eld að eigin köku. Þessum mönnum væri nær að hugsa um jöfnuð fólksins sem býr í landinu til að njóta ýmissa hluta. Er hægt að tala um jafnt vægi atkvæða Reykvíkings ann- ars vegar og Ólafsfirðings hins- vegar þegar sá hinn síðarnefndi má t.d. búa við það að hafa ekki læknisþjónustu vikum og man- uðum saman? Ætli það kæmi ekki svipur á einhvern höfuð- borgarbúann ef hann ætti að búa við slíkt ófremdarástand? Nei, kæru herrar sem eruð þingmenn þéttbýlisins. Reynið að hætta þessum eiginhags- munaleik og snúa ykkur að því sem mikilvægara er, að það sé á öllum stöðum í okkar landi jafn lífvænlegt. 2 - DAGUR - 4. mars 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.