Dagur - 04.03.1983, Blaðsíða 5

Dagur - 04.03.1983, Blaðsíða 5
Það er vor í lofti þessa dagana. Dagurinn lengist og kammdegisþrunginn sem ætíð hvílir með ofurþunga á okkur íslendingum er nú sem óðast að víkja fyrir vorfiðringi og bjartsýni á lífið og tilveruna. Allsstaðar má merkja að athafnalífið er að taka við sér eftir vetrardvalann. Sá staður er fyrst lifnar af vetrardvala, er „slagæð athafnalífsins fyrir neðanBakka“. Þegar tíðindamaður Dags kom þar sl. laugardag mátti glögglega merkja að vorið er í nánd. Fyrstu einkenni þess eru trillukarlarnir sem fara að gera báta sína „klára“ fyrir komandi veiðar. Veðrið var dásamlegt, varla blakti hár á höfði. Inni í höfninni syntu nokkrar kollur og tóku lífinu með mikilli ró. Geiri Péturs lá bundinn við bryggju, nýkominn úr slipp þar sem ný vél var sett í hann. Hópur manna var að leggja síðustu hönd á þetta verk og um kvöldið átti að prufukeyra nýju vélina. Ekki virt- ist ljóst hvað tæki við þegar bátur- inn færi aftur á veiðar. Einhver hvíslaði því þó að blaðamanninum að sennilega Hluti trilluflotans á uppfyllingunni. misstum við hann ekki burt eins og bátana fimm sem farnir eru til annarra verstöðva, því líklega færi báturinn á troll hér heima. Nú siglir lítill bátur inn í höfnina og er að koma úr róðri. Það reynist vera Sólveig, Sigurðar Gunnarssonar. Aflinn var áætl- aður um 900 kg. af ágætum fiski. Heimir Bessason sem rær með Sigurði goggar nú fiskinn upp í löndunarmálið og Sigurður hífar upp og setur í löndunarkassana fór í pottinn hjá okkur“ bætti hann við og glotti við tönn. 1 •ww sem fiskurinn er svo fluttur í í að- gerðarhúsið. Allmargir rauðmag- ar eru í aflanum og nokkrir menn eru komnir á vettvang til að kaupa þetta hnossgæti. Sigurður sagði að heldur væri aflinn að glæðast. Þeir félagar væru nýbyrjaðir á netum en fyrsta daginn hefði aflinn verið aðeins 31 fiskur eftir nóttina. A smábátauppfyllingunni var mikið um að vera. Trillukarlarnir voru þar í óða önn að gera báta sína „klára“ fyrir sumarið. Eirík- ur Marteinsson var að skrapa bát sinn Háey. Hann sagðist ætla að dunda við þetta fram í apríl, sér lægi ekkert á að koma bátnum á flot fyrr. Helgi Kristjánsson var að kústa sinn bát, Blönda Þ.H. 25. Hann sagði að þeir ættu hann nokkrir saman og væri hann eingöngu not- aður í skreppitúra, því lifibrauð sitt hefðu þeir annarsstaðar. „Við lögðum nú ekki mikið inn á síð- asta ári“ sagði Helgi, „ætli það hafi ekki verið um 13000 kr., nú svo var það kannski drjúgt sem Myndir og texti: Þorkell Bömsson Húsavík V. v.V . Heimir Bessason landar aflanum úr Sólveigu. Eiríkur Marteinsson gerir klárt fyrir sumarið. > -4>. mars 1983 - ÐAGUR5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.