Dagur - 25.03.1983, Page 5

Dagur - 25.03.1983, Page 5
„Akureyringar eru famir að fara á skíði út á Dalvík“ -segir Vilhelm Jónsson stíðakemari Mjög umfangsmikil skíðakennsla hefur farið fram í Hlíðar- fjalli undanfarin ár og þeir eru ófáir sem stigið hafa í fyrsta sinn á skíði undir handleiðslu skíðakennaranna sem starfa við Sldða- staði. Til að forvitnást lítillega um starf skíðakennaranna hafði undirritaður mælt sér mót við Vilhelm Jónsson, yfirskíða- kennara, en svo vel vildi til að þá var staddur í Fjallinu stór hópur frá íþróttakennaraháskólanum á Laugarvatni. Eru nemendur skólans á viku skíðanámskeiði í Hlíðarfjalli á hverj- um vetri og það fór því vel á því að ræða einnig við fulltrúa nemendanna. Til þess völdust Baldur Þorsteinsson, frá Reykjavík, Katrín Björnsdóttir, frá ísafirði, Haukur Geir- mundsson, af Seltjarnarnesi og Kristín Gísladóttir, frá Patreksfirði. Fjórmenningamir úr íþróttaskólanum, Baldur Þorsteinsson, Katrin Bjöms- dóttir, Kristin Gísladóttir og Haukur Geirmundsson. - Þetta eru frábærir hópar sem hafa komið frá íþróttakennara- skólanum, námsfúsir nemendur sem hafa staðið sig virkilega vel og það hefur verið reglulega gam- an að hafa þau hérna, sagði Vil- helm og það er greinilegt að „skíðakennaraefnunum“ finnst nóg um lofið. Að sögn Vilhelms þá eru nem- endurnir á fyrra árinu í íþrótta- kennaraskólanum og því margir í hópnum sem aldrei höfðu á skíði stigið áður en komið var í Hlíðar- fjall. - Við byrjum að skipta hópn- um upp í fjóra flokka eftir getu, segir Vilhelm, en þess má geta að nemendurnir sem þátt tóku í þessu spjalli voru einmitt fulltrúar þessara flokka. - En hve margir kunnu ekkert fyrir sér í skíðaíþróttinni fyrir námskeiðið? - Það hafa líklega verið um 15 manns, segir Haukur, en hann er einmitt einn þeirra. Að sögn Vil- helms þá er markmiðið með þess- ari kennslu að nemendurnir verði þokkalegir skíðamenn og þeir geti í framtíðinni leiðbeint nem- endum sínum í skólunum í undir- stöðuatriðum skíðaíþróttarinnar. - Ég held að okkur hafi tekist að ná þessu markmiði undanfarin ár og mér sýnist sem svo að það ætli ekki að ganga síður að þessu sinni. Það er býsna mikið sem þau hafa lært á þessum fjórum dögum sem liðnir eru af námskeiðinu en það ber líka að hafa það í huga að þessi hópur er mjög vel á sig kom- inn íþróttalega séð, segir Vilhelm og er greinilega hinn ánægðasti með þær framfarir sem nemendur hans og hinna skíðakennaranna hafa sýnt í brekkum Hlíðarfjalls. Baldur skýtur nú inn orði og segir að honum finnist ótrúlegt hvað vel kennslan hefur gengið. - Ég hef fylgst með svona kennslu áður en framfarirnar hérna eru með ólíkindum. - Já, við reynum að hafa kennsluna sem fjölbreytilegasta, segir Vilhelm en tekur þó fram að ekkert sé farið inn á svið skíða- göngunnar. Jafnframt sé kennd meðferð skíða og hvernig hægt sé að halda þeim í góðu horfi þrátt fyrir mikla notkun. Það er varla hægt að segja að nemendurnir úr íþróttakennara- skólanum hafa verið heppnir með veður en þau láta það ekkert á sig fá og reyna bara að sjá björtu hlið- arnar á málinu. - Við höfum a.m.k. fengið að prófa allar gerðir af skíðafæri, segir Katrín og félagar hennar taka heilshugar undir. Kristín bætir því svo við að þessi ferð hafi tekist í alla staði mjög vel og a.m.k. orðið til þess að þau hafi fengið áhuga á skíðaíþróttinni. - Það er mjög gott að vera hér á skíðahótelinu og það má gjárn- an koma fram að maturinn er mjög góður, segir Haukur og Baldur er alveg hjartanlega sam- mála. Allt væri eins og best yrði á kosið. Þess má geta að nemendur íþróttakennaraskólans borga sjálfir hiuta af ferðakostnaði og all- an mat þannig að um umtalsverð- ar upphæðir er að ræða. Það hefur þó ekki dregið úr þeim karkinn og öll eru þau staðráðin í að nota þessa viku sem best. En hvað segir Vilhelm Jónsson, skíðakennari, sjálfur um aðstöð- una í Hlíðarfjalli? - Aðstaðan er að mörgu leyti góð en það er þó ýmislegt sem okkur bráðvantar. Það er t.d. nauðsynlegt að fá lengri lyftu upp í Stromp því að þá gætum við flutt þá lyftu sem þar er fyrir í Hjalla- brekku. Það er geysigóð kennslu- brekka og reyndar má segja að möguleikarnir hér séu ótæmandi. Endalausar brekkur af öllum stærðum og gerðum en alltof fáar lyftur. Það lýsir því kannski best hvað við erum farnir að dragast langt aftur úr að Akureyringar eru farnir að fara út á Dalvík til að fara á skíði, sagði Vilhelm Jóns- son að lokum. Verðandi íþróttakennarar úr íþróttakennaraskólanum á Laugarvatni voru á skíðanámskeiði í Hlíðarfjalli. IVlvnclir og texti: ESE • 25. mabS l 983 DAGUR- 5

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.