Dagur - 25.03.1983, Page 11

Dagur - 25.03.1983, Page 11
Opinn fundur um kvennaathvarf Laugardaginn 26. mars gengst Jafnréttishreyfing- in fyrir opnum fundi um kvennaathvarf og ofbeldi á heimilum. Fundurinn verður haldinn að Hótel KEA, gildaskála og hefst kl. 14.00. Þar munu tveir af aðstandendum kvenna- athvarfsins í Reykjavík kynna starfsemina og sýna kvikmynd. Á eftir verða umræður. í þeim taka meðal annars þátt nokkrir sem kunnugir eru þessum málum hér á Ak- ureyri. Síðastliðna mánuði hefur umræða um þessi mál farið vaxandi, ekki síst síðan kvennaathvarf- ið í Reykjavík var sett á stofn. Sú reynsla sem þar hefur fengist sýnir að þörfin er mikil. Það er því tími til kominn að íhuga málið í alvöru. Á fundin- um er ætlunin að kanna áhuga og þörf á stofnun kvennaathvarfs hér á Norðurlandi. J afnréttishreyfingin hvetur fólk til að sýna þessu mikilvæga máli áhuga og mæta á fundinn. Akuri syrar- mótí alpa- greinum Akureyrarmótinu í alpa- greinum skíðaíþrótta og í skíðagöngu verður fram- haldið um helgina. Nú liefur verið keppt í flokk- um 12 ára og yngri en um helgina keppa þeir sem eldri eru. Mótið hefst kl. 11 f.h. á morgun með keppni í alpagreinum. Keppt verður í flokkum 13-14 ára, 15-16 ára, karla- flokki og kvennaflokki. Mótinu verður framhald- ið á sunnudag á sama tíma. Keppnin í skíðagöngu hefst kl. 14 á sunnudag og verður keppt í þremur flokkum. í flokki 12 ára og yngri verða gengnir 2,5 km, í unglingaflokki 10 km og í flokki 17 ára og eldri verða gengnir 15 km. Öll verðlaun í Akur- eyrarmótið eru gefin af Slippstöðinni á Akureyri. HVAÐ ER AÐ GERAST? 25. mars 1983 - DAGUR -11 „Húsið“ frumsýnd á Akureyri: Þessi mynd erað slá í gegn - segir Bjöm Björnsson, hjá Saga Film - Það hefur verið geysilega góð aðsókn að myndinni og það er greiniiegt að hún er að slá í gegn núna, sagði Bjöm Björnsson einn aðstand- enda hinnar nýju íslensku kvikmyndar, „Húsið“ (Trúnaðarmál) í samtali við Dag en myndin verður frumsýnd á Akureyri á morgun. stjóri myndarinnar koma norður og verða viðstadd- ur sýninguna. Björn sagði að fyrstu sýningarvikuna hefðu tíu þúsund manns séð mynd- ina sem væri mjög gott og myndin hefði alltaf verið sýnd fyrir fullu húsi áhorf- enda. 60 þúsund áhorf- endur þarf til að endar nái saman. Vegna frumsýningar- innar á Akureyri mun Egill Eðvarðsson, leik- Húsið - Trúnaðarmál er gerð eftir handriti Egils Eðvarðssonar, Snorra Þórissónar og Björns Björnssonar og framleið- andi er Saga Film. Leik- stjóri er Egill Eðvarðs- son, kvikmyndatökumað- Lilja Þórisdóttir og Jóhann Sigurðsson ■ hlutverkum sínum. ur Snorri Þórisson, leik- myndir gerir Bjöm Bjömsson og fram- kvæmdastjóri er Jón Þór Hannesson. Tónlist samdi Þórir Baldursson og áðalhlutverk myndar- innar leika Lilja Þóris- dóttir og Jóhann Sigurðs- son, Auk þeirra koma margir þekktir leikarar fram f myndinni, m.a. Helgi Skúlason, Þóra Borg, Róbert Arnfinns- son, Bríet Héðinsdóttir, Baldvin Halldórsson, Margrét Ólafsdóttir, Kristín Bjarnadóttir, Árni Tryggvason, Þórunn Magnea Magnúsdóttir, Borgar Garðarsson og fleiri. Klippingu myndarinn- ar önnuðst Egill Eðvarðs- son og Snorri Þórisson, hljóðstjórn Sigfús Guð- mundsson, búninga gerði Dóra Einarsdóttir og förðun Ragnheiður Harv- ey. Gunnlaugur Jónasson útvegaði leikmuni og Þorgeir Gunnarsson hafði umsjón með þeim. Aðstoðarkvikmyndatöku- maður var Sigmundur Arthúrsson, aðstoðar- maður hljóðstjóra Jón Kjartansson og aðstoð- artæknimaður Ágúst Baldursson. Aðstoðar- maður leikstjóra var Ingi- björg Briem. Auk þessara lögðu margir hönd á plóg- inn t.d. við gerð leik- myndar en stór hluti myndarinnar er tekinn í upptökusal í Reykjavík. Auk þess fóru upptökur fram í Keflavík, á Húsa- vík og síðast en ekki síst í Vínarborg, þar sem hluti myndarinnar gerist. Paul Weeden. Jazzað í Sjallanum í kvöld Fjórar jazzhljómsveitir og 18 manna Big-Band koma fram á hljómleikum í Sjallanum í kvöld. Það eru þátttakendur á jazz- námskeiði sem Banda- ríkjamaðurinn Paul Weeden hefur leiðbeint á sem skipa hljómsveitirnar og að sögn Atla Guð- laugssonar hjá Tónlistar- skólanum mega gestir Sjallans búast við öllum tegundum jazztónlistar á hljómleikunum. - Það hefur verið geysilegur áhugi í mönn- um á þessu námskeiði og þátttakendur eru á öllum aldri, frá 11 ára upp í sextugt. Einn kemur aust- an úr Mývatnssveit til að taka þátt í hljómleikun- um og annar frá Grenivík þannig að við þurfum ekki að kvarta yfir áhuga- leysi, sagði Atli. Þess má geta að skipað er í jazzhljómsveitirnar fjórar eftir getu þannig að fróðlegt verður að sjá hvernig þeir yngri og óreyndari standa sig í samkeppninni við gömlu jazznaglana. Hljómleikarnir í Sjall- anum hefjast líklega um kl. 22. Cellótónleikar N.k. sunnudag, þann 27. mars verða cellótónleikar í Rauða húsinu. Oliver Kentish mun flytja frum- samin verk og í tengslum við tónleikana gefur for- lag Rauða hússins út tón- verk eftir téðan Oliver Kentish. Tónleikarnir hefjast klukkan 15 og er aðgangs- eyrir enginn. Síðasta mynd- listarsýningin í Rauða húsinu Raufta húsið verður flutt innan skamms. N.k. laugardag, þann 26. mars opnar Jón Gunnar Árnason sýningu á verk- um sínum í Rauða hús- inu. Jón Gunnar er Reyk- víkingur og hefur haldið margar sýningar hérlend- is sem og annarsstaðar í heiminum. Þetta verður síðasta myndlistarsýning á Akureyri þar sem myndlistadeild Rauða hússins neyðist til að hætta starfsemi sinni vegna húsnæðisleysis frá og með 1. apríl. Sýning Jóns stendur til 31. mars og verður opin daglega frá kl. 16-20.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.