Dagur - 29.03.1983, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
SÍMI: 24222
ÁSKRIFTKR 100 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 12 KR
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÓRNSSON
BLAÐAMENN: EIRÍKUR ST. EIRlKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON,
ÓLAFUR JÓHANNSSON (SAUÐÁRKRÓKI) OG
PORKELL BJÖRNSSON (HÚSAVlK)
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Skólamál í
norðurlandi eystra
í tíð núverandi ríkisstjórnar hafa mikilvægar ákvarð-
anir verið teknar í ýmsum skólamálum Norðurlands-
kjördæmis eystra og haldið hefur verið uppi mikilli
starfsemi á sviði byggingarmála skóla. Verða hér
nefnd nokkur atriði:
Ákveðin var stofnun Verkmenntaskólans á Akur-
eyri með samningi menntamálaráðuneytisins og
Akureyrarbæjar árið 1981. Unnið hefur verið að mót-
un og uppbyggingu skólans síðan, en Ingvar Gísla-
son, menntamálaráðherra, tók fyrstu skóflustungu
að skólahúsi Verkmenntaskólans árið 1981. Kennsla
er þegar hafin í fyrsta áfanga hússins.
Þá hefur menntamálaráðherra greitt mjög fyrir því
að flýtt verði byggingu skólahúss á Grenivík.
Unnið er að byggingu nýrra íþróttahúsa á Akur-
eyri og Húsavík og er húsið á Akureyri þegar notað
til ýmiss konar félags- og menningarstarfsemi. í
báðum tilfellum er um að ræða kostnaðarsamar stór-
framkvæmdir, þar sem reynir á góða samvinnu
menntamálaráðuneytisins og viðkomandi sveitar-
félaga.
Áformað er að ráðast í byggingu nýs skóla- og
íþróttahúss í Hrísey og allmiklu fé hefur þegar verið
veitt til þéss á fjárlögum. Menntamálaráðherra hef-
ur heimilað starfrækslu 8. bekkjar grunnskóla í Hrís-
ey og er þannig komið til móts við óskir Hríseyinga
um að börn þeirra verði ekki send að heiman á þessu
aldursskeiði.
Tekið hefur verið í notkun nýtt skólahús fyrir yngri
árganga skólabama á Kópaskeri. Hefur menntamála-
ráðherra greitt fyrir þeirri byggingu eftir föngum og
lagt áherslu á að hún tefðist ekki. Er hér um að ræða
mikið hagsmuna- og framfaramál fyrir íbúa Kópa-
skers og nágrennis.
Menntamálaráðherra hefur stutt og staðfest
skipulag grunnskólahalds í austustu hreppum
Norður-Þingeyjarsýslu þar sem gert er ráð fyrir sam-
vinnu þriggja hreppa í þeim efnum. Ákveðið hefur
verið að reisa heimavistarhús á Þórshöfn í því sam-
bandi og það staðfest með samningi milli ráðherra
og viðkomandi sveitarfélaga.
Þá má geta þess að menntamálaráðherra skipaði á
síðasta ári þriggja manna nefnd, sem í eiga sæti rekt-
or Háskóla íslands, skólameistari M.A. og ráðuneyt-
isstjóri til þess að kanna og gera tillögur um hvernig
efla megi Akureyri sem skólabæ og miðstöð vísinda
utan Reykjavíkur með sérstöku tilliti til þess að hafin
verði kennsla á háskólastigi á Akureyri.
Ríkisframlög til frjálsra myndlistarskóla hafa
u.þ.b. 10-faldast að raungildi síðustu 3 ár. Myndlist-.
arskólinn á Akureyri hefur notið þessara auknu
framlaga að sínum hluta auk þess sem skólinn hefur
verið endurskipulagður hvað varðar kennslu og
markmið.
Tekin var í notkun á síðasta ári ný og glæsileg
sundlaug við Reykjahlíð í Mývatnssveit og með til-
komu hennar bættist til muna öll aðstaða í Mývatns-
sveit til sundiðkana auk þess sem sundlaugin er
mikið notuð af ferðamönnum. Á Raufarhöfn er og í
fullum gangi vinna við sundlaugarbyggingu sem
væntanlega verður hægt að taka í notkun í haust.
Af þessari upptalningu sést að töluvert hefur
áunnist í skólamálum á Norðurlandi eystra á sl. 3
árum, að ógleymdum fjölmörgum menningarmálum
og ber stofnun deildar ríkisútvarpsins fyrir Norður-
land þar líklega hæst.
Stefán Valgeirsson, alþingismaður:
Vísitalan og
Alþýðubandalagið
f umræðum á Alþingi sagði
Svavar Gestsson, formaður Al-
þýðubandalagsins, að Alþýðu-
bandalagið myndi með öllum til-
tækum ráðum koma í veg fyrir
að verðbætur á laun yrðu skertar
þar sem það kæmi fyrst og
fremst niður á þeim sem síst
skyldi, þ.e.a.s. á lágtekjufólkinu
í landinu.
Tilefni þessara umræða í söl-
um Alþingis var það að í ágúst-
mánuði sl. gerðu stjórnarflokk-
arnir samkomulag um að breyta
útreikningi á verðbótum á laun í
því augnamiði að draga úr hraða
verðbólgunnar. Að vísu náðist
ekki samkomulag um að stíga
nógu stórt skref en þó í áttina og
hefðu þessar aðgerðir dregið úr
verðbólguhraðanum um 5-6%
ef samþykkt hefðu verið. Því
þegar til átti að taka stóðu Al-
þýðubandalagsmenn ekki við
þetta samkomulag sem varð til
þess að forsætisráðherra bar
frumvarpið fram í eigin nafni
með stuðningi ráðherra Sjálf-
stæðisflokks og Framsóknar-
flokks.
Töluverðar umræður urðu um
þetta mál á Alþingi. Undirrit-
aður taldi meðal annars ummæli
Svavars hrein öfugmæli og sýndi
fram á það með dæmum hvernig
þetta kerfi leikur lágtekjufólkið
og þar við bætist að verðbólgan
ógnar nú atvinnuörygginu í
landinu í vaxandi mæli.
Ég sá það í blaðinu Norður-
landi, sem dagsett er 18. mars
sl., að þessi umræða um vísitölu-
málið á Alþingi hefur hlaupið
fyrir brjóstið á Helga Guð-
mundssyni, þriðja manni á lista
Alþýðubandalagsins í Norður-
landi eystra, því þar sendir hann
okkur framsóknarmönnum tón-
inn út af þessu máli og gefur mér
tilefni til þess að ræða það frekar
ef vera kynni að Helgi Guð-
mundsson og hans sálufélagar
hættu að berja höfðinu við stein-
inn.
Stefán Valgeirsson.
í febrúarmánuði sl. var þann-
ig ástatt í þjóðfélaginu að
atvinnulífið gat með engu móti
tekið á sig auknar byrðar. Þvert
á móti var það samdóma álit að
staða meginþorra fyrirtækja í
landinu hafi verið á þann veg
að brýn nauðsyn væri á að gera
ráðstafanir til að styrkja stöðu
þeirra, ella væri hætta á stöðvun
og atvinnuleysi. Verðbæturnar
1. mars hlutu því allar að fara út
í verðlagið með einhverjum
hætti, eins og á stóð.
Ekki er mér ljóst hvað eru
meðallaun í landinu í dag, þ.e.
meðaltal allra launagreiðslna í
landinu. Hitt er ljóst að þeir sem
hafa minna en meðallaun standa
eftir með minni kaupmátt
greiddra launa en hinir sem hafa
Illt er þeirra ranglætí
en mér sýnist að enn
verra sé þeirra réttlæti
sé það kannað niður
í kjölinn.
um eða yfir meðaltalinu. Þeir
sem hafa hæstu launin bera
verulega meira úr býtum.
Ef við gerum ráð fyrir að
dæmið líti þannig út á þessu ári
að greiða eigi í verðbætur á laun
15% í hvert sinn, þ.e. fjórum
sinnum á ári, þá verður þróunin
þessi: Sá sem hafði 10 þúsund
krónur í mánaðarlaun í febrú-
armánuði sl. hefði fengið greitt
eftir verðbætur 1. mars 11.500,
eftir verðbótahækkun 1. júní
13.225, eftir hækkun 1. septem-
ber 15.209 og eftir verðbóta-
hækkun 1. desember 17.490.
Hækkun vegna vísitölunnar
næmi því 7.490 krónum á árinu.
Sá sem hafði 40 þúsund krónur í
laun í febrúar fengi í desem-
bermánuði 69.960 krónur og
hans hækkun vegna vísitölu-
hækkana á árinu hefði orðið
29.960 krónur. Hækkunin ein
myndi nema 12.470 krónum
meira en heildarlaun þess fyrr-
nefnda yrðu í desember. Þeir
sem hefðu 50 þúsund krónur í
febrúar, en slík laun hafa menn í
þessu þjóðfélagi og enn hærri,
myndu hafa í desember 87.450
krónur og þeirra hækkun yrði
37.450 krónur á árinu.
Á þessum tölum sést greini-
lega fyrir hvaða hagsmunum Al-
þýðubandalagið er að berjast
með því að vilja viðhalda þessu
vitlausa og óréttláta kerfi. Og
það er athyglisvert að talsmenn
Vinnuveitendasambandsins eru
sammála þeim mönnum sem
þykjast bera hagsmuni launþega
fyrir brjósti, að sömu prósentu-
tölu skuli greiða á öll laun
hversu há sem þau eru.
Ég vil leggja áherslu á að þess-
ar verðbætur á laun sem ég hef
nú nefnt eiga eðli sínu sam-
kvæmt að standa undir þeim
verðhækkunum sem verða í
þjóðfélaginu á sama tíma. Einn
fær sem sagt 7.490 krónur til
þess að standa undir verðhækk-
unum, annar 29.960 krónur og
sá þriðji 37.450 krónur. Hér sést
svart á hvítu fyrir hvaða réttlæti
Alþýðubandalagsmenn eru að
berjast með því að viðhalda
þessu kerfi og aðrir þeir sem
hafa gerst bandamenn þeirra í
þessu máli.
Illt er þeirra ranglæti en mér
sýnist að enn verra sé þeirra rétt-
læti sé það kannað niður í
kjölinn.
Stefán Valgeirsson.
Því þegar til átti aö taka stóöu
Alþýðubandalagsmenn ekki við þetta samkomulag
sem varð til þess að forsætisráðherra bar frumvarpið
fram í eigin nafni með stuðningi ráðherra
Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.
Almennir
fundir
með frambjóðendum Framsóknarfl.
verða haldnir á eftirtöldum stöðum:
Laugarborg þriðjudaginn 29. mars
kl. 21.00.
Barnaskólanum Svalbarðsströnd
miðvikudagin 30. mars kl 20.30.
Grund Svarfaðardal fimmtudaginn
31. mars kl. 14.00.
Árskógi sama dag kl. 21.
Fólk erhvatt til að koma og kynna sér
stefnu Framsóknarfl. í hinum ýmsu
málum t.d. landsbyggðamál, hús-
næðismál og atvinnumál. Einnig að
kynnast frambjóðendunum per-
sónulega. Allir velkomnir
4 - DAGUR - 29. mars 1983
£ - 8USAG -- ££>-’! «i8(n ,{J5