Dagur - 29.03.1983, Blaðsíða 3

Dagur - 29.03.1983, Blaðsíða 3
Öm Ingl gengur frá verkum sínum áður en þau vora flutt til Noregs. Mynd KGA. Orn Ingi sýnir í „Club 7“ í Osló Örn Ingi Gíslason myndlist- armaður frá Akureyri opnar í dag sýningu á um 30 verkum sínum í menningarmiðstöðinni “Club 7“ í Osló. Tildrögin að þessari sýningu eru þau að Paul Weeden hljóm- listarmaður sem Akureyringum er að góðu kunnur kynntist Erni Inga er hann var hér á ferð á sl. ári. Weeden vakti athygli á Erni Inga við forráðamenn “Club 7“ sem skrifuðu Erni Inga og eftir að hann hafði sent þeim ljósmyndir af verkum sínum var ákveðið að hann héldi þarna sýningu. í “Club 7“ eru margir salir þar sem jafnan eru margar listsýning- ar á boðstólum. Örn Ingi mun sýna þar til 19. apríl. “Club 7“ er staðsett í hjarta miðbæjar Osló nærri ráðhúsinu þar, og þar hefur einn íslendingur sýnt áður, Jó- hanna Bogadóttir sem sýndi graf- ikverk sín. Örn Ingi sagði í samtali við Dag áður en hann hélt utan að þessi sýning væri sér að öllu kostnaðar- laus fyrir utan flutnings- og far- angurskostnað. „Club 7“ hefur það að aðalmarkmiði að kynna unga listamenn og sækist mjög eftir því að fá til sín listamenn frá sem flestum löndum. Örn Ingi sýndi fyrst opinberlega fyrir 10 árum og sýningin í „Club 7“ er 10. einkasýning hans. Þessi sýning Arnar Inga mun vera fyrsta málverkasýningin sem farið er með frá Akureyri til út- landa, en í þeim verkum sem hann sýnir í Osló er viðfangsefni hans íslenskt landslag og íslensk náttúra. í tilefni sýningarinnar hefur Örn Ingi útbúið veggspjald og er það til sölu í Kompunni á Akur- eyri. ..adtffeilv*.. (JÍÍMiSi, .113’ Meistaramót unglinga á skíðum Unglingameistaramót íslands á skíðum verður haldið á Akur- eyri 7.-10. apríl 1983. Dagskrá verður sem hér segir: Fimmtudagur 7. apríl: Móts- setning kl. 20.00. Fararstjóra- fundur kl. 21.00. Föstudagur 8. apríl: Stórsvig drengja 15-16 ára. Stórsvig drengja 13-14 ára. Svig stúlkna 15-16 ára. Svig stúlkna 13-14 ára. Ganga: 2,5 km stúlkur 13-15 ára. 5,0 km piltar 13-14 ára. 7,5 km piltar 15-16 ára. Laugardagur 9. apríl: Stórsvig stúlkna 15-16 ára. Stórsvig stúlkna 13-14 ára. Svig drengja 15-16 ára. Svig drengja 13-14 ára. Stökk pilta 13-14 ára. Stökk pilta 15-16 ára. Fararstjórafundur. Sunnudagur 10. apríl: Flokka- svig stúlkna 13-14 ára og stúlkna 15-16 ára. Flokkasvig pilta 13-14 ára og pilta 15-16 ára. Boðganga stúlkna 13-15 ára, 3x2,5 km. Boð- ganga pilta 13-14 ára og 15-16 ára, 3x5 km. Lokahóf og verðlaunaafhend- ing kl. 16.00. Þátttökutilkynningar berist Skíðaráði Akureyrar, Ráðhús- torgi 3, Akureyri, fyrir 27. mars nk. Óskað hefur verið eftir því að útdráttur fari fram á Akureyri 28. mars nk. að viðstöddum a.m.k. tveim fulltrúum héraða. Ef ekki berast athugasemdir við það fyrir þann tíma lítur mótstjórn svo á að það sé samþykkt. Hópferðir sf. annast fólksflutn- inga í fjallið, einnig að og frá flug- velli ef þess er óskað. Ef veður eða aðrar ástæður hamla framkvæmd mótsins áskil- ur mótstjórn sér rétt til breytinga á dagskránni. í mótstjórn unglingamótsins eru: Hermann Sigtryggsson, Þröstur Guðjónsson, Oðinn Árnason, Sigurður Aðalsteinsson og Magnús Gíslason. Reynir með sölu- sýningu Um páskana heldur Ung- mennafélagið Reynir Ár- skógsströnd sölusýningu á 250-300 keramik- og gipsmun- um svo og hnýttum blóma- hengjum sem handknattleiks- konur í félaginu hafa unnið að í vetur. Munirnir verða til sýnis á páskadag milli kl. 14 og 17 í Ár- skógi og síðan til sölu á sama stað á annan í páskum milli kl. 15 og 18. Það er annars í fréttum af mannlífi á Árskógsströnd að afli hefur verið tregur og bátar farnir til róðra í öðrum landshlutum. Knattspyrnumenn á Ströndinni koma saman til æfinga tvisvar í viku og frjálsíþróttafólk tvisvar sinnum í viku. Vegna fjölda áskorana verður sala forsöluleyfa í Laxá framlengd til 8. apríl. sími25222 Eyfjörð Hjalteyrargötu 4, Höfum allt til vaxtarræktar frá Weider. T.d. vaxtarmótarann, firmaloss og margt fleira. & SPORT VERSLUNARMIÐSTÖÐINNI SUNNUHLÍÐ Sími 22146 Kæliskápa- og frystikistuviðgerðir Önnumst allar viðgerðir á kæli- eða frystiskápum, frysti- kistum og öðrum kælitækjum. Breytum gömlum kæli- skápum í frystiskápa. Varahlutir f allar gerðir kælitækja. Góð þjónusta. Vönduð vinna. Vélsmiðjan Oddi hf., Kælideild, Strandgötu 49, sfml 21244. á morgun miðvikudag. *E Stórlækkaö verð á öllu fersku 29. mars 1983 - DAGUR - 3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.