Dagur - 29.03.1983, Blaðsíða 13

Dagur - 29.03.1983, Blaðsíða 13
íslandsmót í lyftingum: Fimm gull til Akureyrar Um helgina var haldið ís- landsmót í lyftingum, bæði unglinga og fullorðinna. Að venju sendu Akureyringar sveit vaskra manna á þetta mót og komu þeir flestir heim með meistaratitla og verð- laun. Haraldur Ólafsson varð ís- landsmeistari í 75 kg flokki en hann snaraði 115 kg og jafnhatt- aði 140 og átti einnig mjög góða tilraun við 150 kg. í unglingaflokki sigraði lítt þekktur lyftingamaður frá Ak- ureyri Bjarni Snorrason en hann var að keppa á sínu fyrsta ís- landsmóti. Hann snaraði 70 kg og jafnhattaði 95. Þá varð hann einnig þriðji í flokki fullorðinna. í 90 kg flokki varð Gylfi Gísla- son óheppinn en hann byrjaði á að snara 130 kg, en missti tvíveg- is 137 kg í jafnhendingu. í sinni síðustu tilraun lét hann þyngja lóðin í 144 kg og freistaði þess að setja nýtt met, en það gekk ekki þannig að hann féll úr keppni. Ólafur Ólafsson varð íslands- meistari í 82,5 kg flokki en hann snaraði 140 kg og jafnhattaði 160. Þá átti hann góða tilraun við 170 kg. Akureyringarnir urðu aðrir í stigakeppni, rétt á eftir KR- ingum. Jakob valinn í UL-landslið Jakob Jónsson leikmaður hjá KA hefur undanfarið æft með unglingalandsliðinu í hand- bolta. Nú um helgina voru þeir leikmenn valdir sem leika eiga á Norðurlandamótinu sem fram fer í Færeyjum í næsta mánuði. Jakob var einn þeirra sem val- inn var og óskar íþróttasíðan honum velfarnaðar í landsleikj- um sínum. Dalvík vann Þór Á föstudagskvöldið var einn leikur háður í þriðju deild karla í handbolta. Þór og Dalvík léku ■ íþróttahöllinni. Dalvíkingar sigruðu með 24 mörkum gegn 21, eftir að staðan I hálfleik haffði verið 12 mörk gegn 10, Þór í vil. Leikurinn var hins vegar hnífjafn og Dalvíkingar voru oft einu til þremur mörkum yfir en Þórsarar voru harðari á endasprettinum og sigruðu. Sigurður gerði flest mörk Þórs eða 7 og Júlíus var marka- hæstur hjá Dalvík með 6 mörk. Tvíburabræðumir Gylfi og Garðar Gíslasynir og Haraldur Ólafsson voru í sviðsljósinu um helgina Úrslitakeppni 2. deildar handboltans: KA fékk aðeins einn sigur um helgina Þriðja umferð úrslitariðils annarrar deildar var leikinn um helgina. Þá var lcikið í Hafnarfírði, heimavelli Hauka. ekki batnaði staða KA í þessari umferð. Svo virðist sem lið Breiðabliks eflist með hverri umferð og eru þeir nú mjög alvarlega að blanda sér í röð tveggja efstu liða. KA lék sinn leik gegn Hauk- um á föstudagskvöldið. Leikur- inn var jafn framan af og Hauk- arnir höfðu eins marks forustu í leikhléi. KA náði síðan að jafna og komast í tveggja marka mun, en á síðustu mínútu hrundi leik- ur þeirra og Haukar sigruðu með 28 mörkum gegn 23. Síðan lék KA við Breiðablik daginn eftir, en þessi leikur var mjög mikilvægur fyrir bæði liðin. Blikarnir höfðu yfir í hálf- leik 9 gegn 5, en smám saman minnkaði KA muninn og náði honum niður í eitt mark. A síð- ustu sekúndum leiksins fengu KA menn vítakast og þá um leið gullið tækifæri til að jafna. Markvörður Blikanna varði hins vegar skotið frá Flemming. Síðasti leikurinn var svo við Gróttu og þar sigruðu KA menn með þó aðeins einu marki, 24 gegn' 23, en höfðu þó örugga forustu allan tímann. Á þriðjudags- og miðvikudags- kvöldið eiga Akureyringar þess kost að sjá nokkra af bestu handknattleiksmönnum lands- ins leika í Höllinni. Þá koma KR-ingar með sitt sterkasta lið og leika tvo æfingaleiki við KA. Báðir leikirnir hefjast kl. 20.15. Fyrir síðustu umferðina sem leikin verður hér á Akureyri eftir páskana, er staðan þannig að Haukar eru efstir, hafa þrem- ur stigum meira en KA. Síðan kemur Breiðablik með einu stigi minna en KA og Grótta er lang neðst með aðeins einn leik sigr- aðan í úrslitakeppninni. Bæði félögin þurfa á góðum æfingaleikjum að halda fyrir áframhald úrslitakeppninnar en þau berjast á toppi deildanna. Það verður fróðlegt að sjá hvernig KA tekst gegn Alla, Gunna, Andres Dal o.fl. Stórleikur í Höllinni Boltinn er farinn að rúlla. Knattspyrnan af stað: Þórsarar unnu KA Akureyrarliðin Þór og KA eru nú sem óðast að búa sig undir átök sumarsins. Nokkr- ir nýir leikmenn munu klæð- ast búningum þeirra næsta keppnistímabil og hefur áður verið sagt frá flestum þeirra. Nú um helgina bættist Þórsur- um einn nýr leikmaður og eru miklar líkur á því að hann ílend- ist hjá félaginu. Það er Víkingurinn, Aðalsteinn Aðal- steinsson, sem hefur m.a. leikið með unglingalandsliðinu. Þessi lið léku æfingaleik á sunnudags- morguninn og er það fyrsti leik- ur þeirra. Leikið var á snævi drifnum Sanavellinum. Þórsarar sigruðu með 3 mörkum gegn einu. Þórsarar halda suður á þriðjudaginn og leika þá um kvöldið einn æfingaleik við FH. Þeir fara síðan til Danmerkur á miðvikudaginn og leika þar nokkra æfingaleiki um páskana. Lið KA fer suður um páskana og hittir þar þjálfara sinn og þar munu þeir leika nokkra æfinga- leiki.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.